Morgunblaðið - 10.10.2002, Page 1
2002 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER BLAÐ B
BERTI Vogts, landsliðsþjálfari
Skota, segir í viðtali við skoska
blaðið Daily Record í gær að það
hvarfli ekki að sér að segja starfi
sínu lausu fari svo að Skotar bíði
lægri hlut fyrir Íslendingum. „Ég
get vel skilið að fréttamenn beini
þeirri spurningu til mín ef við töp-
um fyrir Íslendingum hvort ég ætli
ekki að hætta en það er ekki inni í
myndinni hjá mér. Ég gerði fjög-
urra ára samning við skoska knatt-
spyrnusambandið og í mínum
verkahring í dag er að byggja upp
nýtt lið. Almenningur úti á götu í
Skotlandi myndi ekki spyrja þess-
arar spurningar, enda held ég að
hann sé sér meðvitandi um stöðu
skoskrar knattspyrnu í dag. Við
sjáum að það er ekki nema eitt
skoskt lið eftir í Evrópukeppninni
og framundan er uppbyggingartími
á landsliðinu,“ segir Vogts .
Vogts hefur ítrekað látið hafa
eftir sér að hann sætti sig vel við
jafntefli í leiknum á móti Íslend-
ingum. „Við vorum mjög slakir í
leiknum við Færeyinga og það er
ekkert vafamál í mínum huga að Ís-
lendingar eru sigurstranglegri í
leiknum um næstu helgi. Við getum
hins vegar lagt íslenska liðið að
velli nái okkar lið að stilla saman
strengi sína, sem það hefur ekki
gert ennþá undir minni stjórn, og
að varnarleikurinn verði betri en í
undanförnum leikjum. Vörnin er
dyr sem við þurfum að loka og ég
held að besta lausnin sé að leika
með þriggja manna vörn.“
Vogts
hættir ekki
þótt illa fari
Reuters
Þjóðverjinn Bertie Vogts,
landsliðsþjálfari Skotlands.
KNATTSPYRNUKAPPINN Pele mun að-
stoða Fulham við að finna leikmenn í Bras-
ilíu fyrir liðið. Pele, sem er nú staddur í
London, hefur gert samkomulag þess efni við
eiganda Lundúnarliðsins, Mohamed Al-
Fayed. „Það er stórkostlegt fyrir Fulham að
fá Pele til liðs við sig – hann er besti knatt-
spyrnumaður allra tíma. Við getum ekki ver-
ið heppnari með að fá mann til að benda okk-
ur á efnilega leikmenn í Brasilíu,“ sagði
Fayed.
Pele segir að margir Brasilíumenn leiki á
Ítalíu, Spáni og í Þýskalandi. „Það þarf að
fjölga brasilískum knattspyrnumönnum í
Englandi. Ég vona að einn daginn leiki hóp-
ur Brasilíumanna með Fulham – leikmenn
frá mínu liði, Santos, en við erum með stóran
hóp stórefnilegra leikmanna.“
Pele ætlar að
aðstoða Fulham
Hermann var í sínum gamla gír ogvar með af fullum krafti á æf-
ingunni eins og aðrir leikmenn og
það bendir ekkert til annars en að
hann verði tilbúinn í slaginn á laug-
ardaginn, eins og allir hinir. Mynda-
tökur leiddu í ljós að tognunin sem
hann varð fyrir í bakinu var ekki al-
varleg,“ sagði Atli Eðvaldsson,
landsliðsþjálfari, við Morgunblaðið í
gærkvöld.
Hann var mjög ánægður með
ástandið á hópnum. „Þetta er óska-
staðan og nú er hafin löng törn hjá
okkur sem tekur átta daga. Fyrri
hálfleikurinn er gegn Skotum á laug-
ardaginn og það er mikill hugur í
hverjum einasta manni að standa sig
vel á móti þeim.“
Atli sagðist vonast til þess að stöð-
ugar fréttir af Skotum og yfirlýsing-
um þeirra um að þeir yrðu ánægðir
með eitt stig á Íslandi væru ekki
teknar alvarlega.
„Skotar eru með mikla knatt-
spyrnuhefð og þeir munu aldrei
sætta sig við annað en að sigra hér á
Íslandi, sama hvað þeir segja í fjöl-
miðlum. Þetta eru samantekin ráð
hjá skosku fjölmiðlunum og knatt-
spyrnusambandinu til að létta press-
unni af sínum leikmönnum og reyna
að fá okkur til að sofna á verðinum.
Ég vona að enginn leikmaður í okkar
hópi taki mark á þessum yfirlýsing-
um því sá hinn sami gæti vaknað upp
við vondan draum í leiknum á laug-
ardaginn. Þetta minnir mig mjög á
aðferð Dana þegar þeir komu hingað
fyrir tveimur árum og tóku allt í einu
upp á því að hæla okkur á hvert reipi
síðustu fjóra dagana fyrir leik,“
sagði Atli Eðvaldsson.
Morgunblaðið/Jim Smart
Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari og Guðni Kjartansson, aðstoðarmaður hans, hita upp með
landsliðsmönnunum á fyrstu æfingunni í gær. Þeir eru allir heilir og tilbúnir í slaginn.
Tökum yfirlýsingar
Skota ekki alvarlega
KARLALANDSLIÐIÐ í knattspyrnu kom saman í gær til undirbún-
ings fyrir fyrstu leiki sína í riðlakeppni Evrópumóts landsliða. Ísland
mætir Skotum á Laugardalsvellinum á laugardaginn og síðan
Litháum á sama stað næsta miðvikudag. Allir 18 leikmennirnir
reyndust heilir heilsu og tóku þátt í fyrstu æfingu liðsins í gær. Þar
á meðal var Hermann Hreiðarsson, leikmaður Ipswich, en miklar
vangaveltur hafa verið uppi um þátttöku hans í leiknum við Skota
og breskir fjölmiðlar hafa flutt þær fréttir hver á fætur öðrum að
hann verði ekki með.
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
KNATTSPYRNA: VERSTA TÍMABILIÐ Í SÖGU START / B3
MIKILL áhugi er í Þýska-
landi fyrir leik Íslendinga og
Skota í undankeppni EM á
Laugardalsvellinum á laug-
ardaginn en Þjóðverjar leika
sem kunnugt er í sama riðli.
Atli Eðvaldsson, landsliðs-
þjálfari, hefur vart haft und-
an að veita þýskum blöðum
og ljósvakamiðlum viðtöl og
þá hafa Þjóðverjar ákveðið
að sýna leikinn beint í sjón-
varpi og hefur verið sett upp
myndver á Laugardalsvell-
inum, þar sem umræða um
leikinn – fyrir hann, í hálf-
leik og eftir, fer fram í. Atli
er þekkt nafn hjá þýskum
knattspyrnuáhugamönnum
eftir glæsilegan feril sem at-
vinnumaður með þýsku lið-
unum Dortmund, Düsseldorf
og Bayer Uerdingen og
landsliðsþjálfari Skota, Berti
Vogts, er eins og flestir vita
Þjóðverji, sem stýrði þýska
landsliðinu áður en Rudi
Völler tók við því.
Mikill áhugi
á leiknum í
Þýskalandi