Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 4
Keflvíkingar verða meistarar, þaðer alveg klárt mál,“ sagði Svali í samtali við Morgunblaðið. „Raunar er rétt að taka fram að þessar vangavelt- ur mínar eru miðað- ar við hvernig liðin eru skipuð núna. Maður veit aldrei hvað gerist með er- lenda leikmenn – hverjir fara eða koma. Grindvíkingar verða tvímæla- laust með í meistarabaráttu, þar sem þeir hafa styrkt leikmannahóp sinn. Bjarni Magnússon og Guðmundur Bragason eru komnir til þeirra, auk þess sem þeir hafa fengið Englend- ing, sem er nokkuð lunkinn. Herbert í nýtt hlutverk Þá verða KR-ingar einnig ofarlega í deildinni, þó svo að þeir séu búnir að missa leiðtogann Keith Vassell og einnig Jón Arnór Stefánsson – og munar um minna. Hins vegar eru Óð- inn Ásgeirsson og Skarphéðinn Ingason komnir til liðs við KR-inga, þannig að þeir eiga að vera sterkir. Það mun mikið mæða á Herberti Arnarsyni, þar sem hann er allt í einu orðinn leiðtogi í liðinu. Njarðvík hefur misst sterka leikmenn Njarðvíkingar verða í fjórða til fimmta sæti. Þeir eru búnir að missa sterka leikmenn, eins og Loga Gunn- arsson og Brenton Birmingham, og hafa ekki mannskap til að taka við. Það kæmi mér virkilega á óvart ef Njarðvíkingar myndu ekki sækja einhvern erlendan leikmann þegar fram í sækir og hver veit nema Teit- ur Örlygsson hætti við að hætta þeg- ar líður á tímabilið. Það mun mikið mæða á Peter Philo í vetur en hann lék frábærlega í meistaraleiknum um daginn. Eggert kominn á ný til ÍR Ég held líka að ÍR-ingar verði of- arlega þrátt fyrir að það sé ekki hefð fyrir því á þeim bæ undanfarin ár að gera góða hluti í körfunni, ef undan er skilinn bikarinn sem þeir unnu fyrir tveimur árum. Hreggviður er kominn aftur og ef Eiríkur Önund- arson stendur sig í leiðtogahlutverk- inu, þá ná þeir langt – en þeir verða ekki meistarar. Eggert Garðarsson er kominn heim eftir frábært ár sem þjálfari Breiðabliks í fyrra og hann var kosinn þjálfari ársins. Það verður mikil pressa á honum að standa sig,“ segir Svali. Hann segir einnig ljóst að botn- baráttan verði spennandi. „Tinda- stóll verður trúlega á lygnum sjó í miðri deild, en maður veit ekki hvað Írinn gerir hjá þeim. Með fullri virð- ingu fyrir frábæru tímabili hjá Blik- um í fyrra þá held ég þeir verði í fall- baráttu í vetur. Borgarnes, Valur, Haukar og hugsanlega Hamar verða að berjast þarna á botninum. Það er stór spurning hvað Snæfell gerir. Clifton Bush er góður leikmað- ur og Hlynur líka ef hann nær að ein- beita sér að körfuknattleik. Haukar hafa komið gríðarlega á óvart í haust en þeir eiga ekki að hafa mannskap til að koma fólki mikið á óvart og skjótast ofarlega í deildinni. Þeir léku til úrslita á Valsmótinu, en Stjarnan gerði það líka í fyrra og vonandi er saga hennar ekki fyrir- boði um hvernig fer fyrir Haukum. Ég held að neðri hluti deildarinnar verði alls ekki langt undan efri hlut- anum. Keflavík og Grindavík verða efst en ég vona að þau stingi ekki af. Miðað við þessa spá eru tvö laus sæti í úrslitakeppninni og um þau verður hart barist. Það skiptir miklu fyrir liðin að ná að vinna leiki snemma því það breytir andanum í liðinu. Ef liðin byrja á að tapa nokkrum leikjum þá er oft erfitt að rífa sig upp. Ég held að mótið verði spennandi, sérstaklega vegna þess að það eru talsverðar breytingar. Margir nýir þjálfarar, nokkrir sterkir leikmann farnir og aðrir komnir í staðinn, ung- ir strákar sem nú verða að bera meiri ábyrgð en áður og þannig mætti lengi telja. Erlendu leikmennirnir eiga að vera sterkir, en það hefur nú verið sagt áður þannig að maður veit ekki fyrr en líður á veturinn hvernig þeir falla inn í lið sín,“ segir Svali. Svali Björgvinsson spáir í gang mála í úrvalsdeildinni SVALI Björgvinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfuknattleik, segir úrvalsdeildina, Intersportdeildina, sem hefst í kvöld með þremur leikjum, verða veikari en síðasta vetur. Hann er þó sann- færður um að það komi ekki að sök því á móti komi að hún verði jafnari og það sé einmitt það sem fólki vilji sjá, jafna og spennandi leiki. „Ég er nokkuð lunkinn í að spá, ég hef gert það á haustin und- anfarin ár og mér sýnist bara að ég hafi alltaf rétt fyrir mér, eða svo gott sem,“ segir Svali. Morgunblaðið/Golli Eiríkur Önundarson, leikstjórnandi ÍR-liðsins. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Keflvík- ingar verða meistarar  LUIZ Felipe Scolari sem stýrði Brasilíumönnum til sigurs á heims- meistaramótinu í knattspyrnu í sum- ar verður að öllum líkindum næsti landsliðsþjálfari Mexíkó. Knatt- spyrnusamband Mexíkó hefur gert Scolari tilboð um að þjálfa liðið næstu fjögur ár og er búist við því að Scolari þekkist boðið.  LUKE Chadwick er að missa þol- inmæðina í herbúðum Manchester United og hefur þessi 22 ára gamli framherji komið þeim skilaboðum áleiðis til Alex Ferguson, stjóra United, að fái hann ekki að spreyta sig meira með aðalliðinu á komandi vikum þá vilji hann róa á önnur mið. Chadwick hefur lítið sem ekkert spilað með United á þessari leiktíð og var til að mynda ekki í leikmanna- hópi liðsins á móti Everton á mánu- daginn.  DIEGO Forlan hefur ekki verið á skotskónum síðan hann var keyptur til Manchester United í fyrravetur þrátt fyrir allmörg tækifæri með að- alliði félagsins. Forlan náði sér vel á strik með varaliði Manchester Unit- ed gegn Blackburn í fyrrakvöld. Þá skoraði hann fjögur mörk í 5:0 sigri United.  ÓLAFUR Stefánsson er í hópi markahæstu leikmanna í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Ólafur, sem skoraði 9 mörk á móti Minden um síðustu helgi, er jafn Kóreu- manninum Kyung Shin-Yoon með 36 mörk en danski landsliðsmaður- inn Lars Christiansen hjá Flensburg er markahæstur með 49 mörk.  BRAGI Magnússon, körfuknatt- leiksmaður, sem leikið hefur með Haukum undanfarin ár, er genginn til liðs við Breiðablik. Þar hittir hann fyrir fyrrverandi samherja sinn hjá Haukum, Jón Arnar Ingvarsson sem í sumar var ráðinn þjálfari Blik- anna.  DANSKI landsliðsmaðurinn Stig Töfting, sem er á mála hjá enska úr- valsdeildarliðinu Bolton, gæti átt yf- ir höfði sér eins og hálfs árs fangels- isdóm en réttarhöld yfir honum hefjast í næstu viku. Töfting er ákærður fyrir tvær alvarlegar lík- amsárásir sem áttu sér stað á veit- ingahúsi í Danmörku þar sem leik- menn danska landsliðsins slettu úr klaufunum eftir HM í knattspyrnu í sumar.  TÖFTING, sem er 32 ára gamall, er sakaður um að hafa slegið flösku í höfuð framkvæmdastjóra veitinga- hússins og hafa gengið í skrokk á eiganda þess. Verði Töfting dæmdur sekur gæti hann þurft að dúsa á bak við lás og slá í 18 mánuði en leikmað- urinn hefur áður komið sér í vand- ræði utan vallar með drykkjuskap og líkamsárás.  SOL Campbell varnarmaðurinn öflugi hjá Arsenal getur ekki leikið með enska landsliðinu í knattspyrnu sem mætir Slóvökum í undankeppni EM í Bratislava á laugardaginn. Campbell á við magakveisu að stríða og verður frá í einhverja daga. Þar með verða Englendingar án mið- varðanna tveggja en Rio Ferdinand er á sjúkralistanum og þarf að gang- ast undir aðgerð á ökkla.  WALTER Schachner, sem vikið var frá störfum sem þjálfari austur- ríska liðsins Austria Vin til að hliðra fyrir Christoph Daum, var í gær ráð- inn þjálfari Grazer AK, lið Stefáns Gíslasonar. Schachners bíður erfitt verkefni því Grazer situr á botni austurrísku úrvalsdeildarinnar.  QUINTON Fortune S-Afríkubú- anum í liði Manchester United hefur verið boðið að framlengja samning við félagið um fjögur ár. Fortune hefur gengið illa að vinna sér sæti í liði „rauðu djöflanna“ enda leikur hann í sömu stöðu og einn albesti leikmaður liðsins, Ryan Giggs. FÓLK KR-INGAR hafa óskað eftir því að fá strax leikheimild fyrir Óðin Ásgeirs- son, körfuknattleiksmanninn sem kom til þeirra á dögunum frá Þór á Akureyri. Samkvæmt reglum KKÍ um félagaskipti þarf að líða einn mán- uður til að leikmaður verði löglegur ef hann skiptir eftir 1. september. Óðinn fær samkvæmt því keppnisleyfi með KR 27. október en hann skipti þegar í ljós kom að Þór myndi draga lið sitt úr keppni í úrvalsdeildinni. „Okkur þykir mjög ósanngjarnt að leikmenn sem voru hjá Þór þurfi að líða fyrir brotthvarf liðsins úr deild- inni. Það er ekkert til í reglum KKÍ um svona tilvik og við viljum því láta reyna á þetta,“ sagði Ingi Þór Stein- þórsson, þjálfari KR, við Morgun- blaðið í gær. Þeir Einar Örn Aðal- steinsson og Sigurður G. Sigurðsson, sem skiptu úr Þór í Tindastól, eru í sömu stöðu og Óðinn. Að óbreyttu verða þeir löglegir þann 30. október. KR óskar eftir leik- heimild fyrir Óðin KEFLVÍKINGAR verða Íslands- meistarar í körfuknattleik í vet- ur, bæði í karla- og kvennaflokki, ef marka má spá þjálfara, for- ráðamanna og fyrirliða félag- anna sem birt var í gær. Þeir vinna yfirburðasigur í karla- flokki en mjög nauman í kvenna- flokki, miðað við niðurstöður könnunarinnar. Í úrvalsdeild karla, sem í vetur nefnist Intersport-deildin, féllu stigin í spánni þannig: Keflavík 419, Njarðvík 365, KR 363, Grindavík 337, ÍR 271, Haukar 222, Tindastóll 208, Hamar 181, Snæfell 159, Breiðablik 133, Val- ur 84 og Skallagrímur 66 stig. Val og Skallagrím er sem sagt spáð falli úr deildinni. „Þessi spá gefur okkur byr í seglin fyrir veturinn og að sjálf- sögðu ætlum við okkur að vinna allta titla sem eru í boði,“ sagði Guðjón Skúlason, fyrirliði Kefla- víkur, þegar niðurstaðan lá fyrir. Keflavík fékk 90 stig í spánni í 1. deild kvenna en KR hlaut 89 stig og því mjótt á mununum. Grindavík fékk 71 stig, Njarðvík 63, ÍS 39 og nýliðum Hauka var spáð neðsta sætinu með 27 stig. Tvöfalt hjá Keflavík?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.