Morgunblaðið - 10.10.2002, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
2 B FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin:
Ásvellir: Haukar – Breiðablik ..............19.15
Stykkish.: Snæfell – Tindastóll ............19.15
Hlíðarendi: Valur – UMFG ..................19.15
1. deild kvenna:
Keflavík: Keflavík – UMFG .................19.15
Kennaraháskóli: ÍS – Haukar ..............20.15
Í KVÖLD
HANDKNATTLEIKUR
Grótta/KR - KA 23:24
Íþróttamiðstöðin Seltjarnarnesi, 1. deild
karla, Esso-deild, miðvikudaginn 9. októ-
ber 2002.
Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 5:3, 6:6, 8:9, 10:9,
11:13, 11:16, 12:18, 13:20, 14:21, 17:21,
20:22, 21:24, 23:24.
Mörk Gróttu/KR: Alexanders Petersons
10, Dainis Tarakanovs 4/1, Davíð Ólafsson
2, Kristján Þorsteinsson 2, Gísli Kristjáns-
son 2, Páll Þórólfsson 2/1, Alfreð Finnsson
1.
Varin skot: Hlynur Morthens 6 (þar af 3 til
mótherja), Kári Garðarsson 6/1 (þar af 1/1
til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk KA: Arnór Atlason 9/3, Andreus
Stelmokas 5, Einar Logi Friðjónsson 4,
Jónatan Magnússon 3, Baldvin Þorsteins-
son 2, Hilmar Stefánsson 1.
Varin skot: Egidijus Petkevicius 16/1 (þar
af 4 til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guð-
jónsson, ágætir.
Áhorfendur: Um 180.
Staðan:
Valur 5 4 1 0 141:103 9
Haukar 6 4 0 2 180:144 8
Þór 5 4 0 1 140:113 8
KA 5 3 1 1 139:133 7
ÍR 5 3 0 2 151:139 6
HK 5 3 0 2 148:140 6
FH 5 3 0 2 144:138 6
Stjarnan 5 3 0 2 130:136 6
Grótta/KR 6 2 1 3 142:137 5
Afturelding 5 2 0 3 113:131 4
Fram 5 1 1 3 123:139 3
ÍBV 5 1 1 3 114:147 3
Víkingur 5 0 1 4 134:156 1
Selfoss 5 0 0 5 112:155 0
Bikarkeppni kvenna
SS-bikarinn, 16-liða úrslit:
Fram-2 - Fylkir/ÍR............................... 12:21
KA/Þór - Grótta/KR............................. 25:21
Víkingur - FH ....................................... 23:24
Eftir framlengingu.
Fylkir/ÍR, KA/Þór, FH og Fram eru
komin í 8-liða úrslitin en Haukar, ÍBV,
Stjarnan og Valur sátu hjá og komust beint
þangað.
Þýskaland
Bikar, 2. umferð, helstu úrslit:
Wilhelmshavener - Kiel ....................... 21:23
Minden - N-Lübbecke.......................... 27:28
Magdeburg - Tarp-Wanderup ............ 41:21
Östringen - Wallau-Massenheim ........ 21:23
Potsdam - Lemgo ................................. 20:40
Köthen - Nordhorn............................... 20:37
Leutershausen - Pfullingen................. 22:23
Göppingen - Wetzlar ............................ 23:19
Albstadt - Friesenheim........................ 15:32
Varel - HSV Hamburg ......................... 20:24
DHK Flensburg - Flensburg .............. 18:42
Hemsbach - Grosswallstadt ................ 20:34
Balingen - Willst./Schutterw............... 26:35
Mönchengladbach - Gummersbach .... 24:36
Glauchau - Essen.................................. 14:43
Solingen - Eisenach.............................. 36:30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Njarðvík - KR 59:77
Íþróttamiðstöðin Njarðvík, 1. deild kvenna,
miðvikudaginn 9. október 2002.
Gangur leiksins: 2:0, 4:2, 5:6, 7:12, 14:15,
14:19, 16:20, 21:22, 26:32, 29:37, 32:46,
36:46, 39:48, 45:54, 50:62, 53:64, 53:70,
53:74, 59:77.
Stig Njarðvíkur: Sacha Montgomery 28,
Auður Rósalind Jónsdóttir 8, Guðrún Ósk
Karlsdóttir 7, Sæunn Sæmundsdóttir 5,
Fjóla Eiríksdóttir 5, Pálína Heiða Gunn-
arsdóttir 3, Dianna Björk Jónsdóttir 2,
Ásta Mjöll Óskarsdóttir 1.
Fráköst: 15 í vörn – 31 í sókn.
Stig KR: Gréta Grétarsdóttir 22, Helga
Þorvaldsdóttir 14, Hildur Sigurðardóttir 8,
Hanna Kjartansdóttir 8, María Káradóttir
8, Guðrún Sigurðardóttir 8, Tinna Sig-
mundsdóttir 3, Georgía Kristenssen 2, Sara
Smart 2, Hafdís Gunnarsdóttir 2.
Fráköst: 11 í vörn – 43 í sókn.
Villur: Njarðvík 27 – KR 15.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Þröstur
Ástþórsson.
Áhorfendur: Um 100.
KNATTSPYRNA
Spánn
Real Betis - Real Madrid ......................... 1:1
Leik liðanna frá 14. september sem var
hætt eftir 43 mínútur vegna bilunar í fljóð-
ljósum, var haldið áfram og leiknar þær 47
mínútur sem eftir voru. Raúl jafnaði þá fyr-
ir Real Madrid, 1:1. Jóhannes Karl Guð-
jónsson var ekki í leikmannahópnum hjá
Real Betis.
Fyrri hálfleikurinn var í járnum,heimamenn sprækari framan
af en hið unga lið KA tók við sér
smátt og smátt, vel
var farið út á móti
Alexanders Petter-
sons og þegar hans
naut lítt við í sókn-
inni virtust aðrir leikmenn ragir
við að taka af skarið. Heimamenn
gripu fljótlega til þess ráðs að
færa hann á miðjuna í sókninni og
gafst það svo sem ágætlega. Vörn
heimamanna var þó allt í lagi
framan af enda gerðu gestirnir að-
eins tvö mörk úr fyrstu átta sókn-
unum. Arnór Atlason var lengi að
finna sig, fyrstu þrjú skotin hans
misfórust en hann lét það ekki
trufla sig mikið og hélt bara áfram
að reyna og það skilaði níu mörk-
um þegar upp var staðið.
Lokakafli fyrri hálfleiks og upp-
haf þess síðari komu heimamönn-
um í koll því á þessum kafla gerðu
þeir aðeins tvö mörk á móti níu og
staðan var orðin 12:18 þegar níu
mínútur voru liðnar af síðari hálf-
leik. Þá tóku heimamenn leikhlé
enda aðeins búnir að gera eitt
mark í síðari hálfleik. KA komst í
21:14 og sigur gestanna virtist
tryggur. Leikreyndustu menn
Gróttu/KR voru ekki alveg á sama
máli og Pettersons tók til sinna
mála ásamt Davíð Ólafssyni, sem
kom inn á í síðari hálfleik og átti
fínan leik í horninu. Pettersons
gerði sjö mörk í síðari hálfleiknum
og það fyrsta þeirra eftir þrettán
mínútna leik. Sannarlega glæsileg-
ur kafli hjá honum en hefði mátt
koma fyrr.
KA-menn slökuðu á klónni þeg-
ar þeir töldu sigurinn í höfn, gerðu
sig seka um kæruleysisleg skot og
í vörninni gerðust þeir værukærari
en áður og það nýtti Pettersons
sér til fullnustu.
Á lokakaflanum náðu gestirnir
þó áttum áður en það varð um
seinan fyrir þá, léku af skynsemi
og héldu boltanum eins lengi og
dómararnir leyfðu, sem var á
stundum dálítið lengi að mati
heimamanna.
Pettersons fór á kostum í sókn-
inni eins og áður segir en hefur oft
leikið betur í vörn. Athylgi vakti
hversu oft heimamenn skiptu um
markvörð. Hlynur Morthens lék
lungann af fyrri hálfleik en Kári
Garðarsson kom inn á þegar
heimamenn fóru úr flatri vörn í 3-
2-1 um tíma. Hann hélt áfram í
síðari hálfleik en Hlynur tók vakt-
ina er á hann leið og Kári síðan
lokakaflan og þá varði hann vel.
Hinum megin stóð Petkevicus í
markinu allan leikinn og varði
lengst af mjög vel. Arnór fann fjöl-
ina sína þótt það tæki nokkurn
tíma og Andrius Stelmokas var
sterkur á línunni og í vörninni. Þar
átti Egill Thoroddsen líka fínan
leik og Þorvaldur Þorvaldsson læt-
ur menn ekki komast upp með
neinn óþarfa.
Sókn KA er oft skemmtileg því
boltinn gengur hratt á milli manna
og mikil hreyfing er á öllum. Þessi
hraði getur þó verið fullmikill fyrir
liðið en á lokakaflanum í gær
sýndu leikmenn að þeir geta hægt
á sér og verið lengi í sókn ef þess
þarf með.
Endasprettur-
inn kom of seint
KA-MENN skelltu sér upp í
fjórða sæti 1. deildarinnar í
handknattleik karla í gærkvöldi
með því að leggja Gróttu/KR
24:23 á Seltjarnarnesinu. Norð-
anmenn höfðu þægilega stöðu
um miðjan síðari hálfleik, 21:14,
en heimamenn neituðu að gef-
ast upp og náðu að minnka
muninn, en ekki nóg að því þeim
fannst og KA fagnaði sigri.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
Jónas þjálfar
Þórsara
JÓNAS Baldursson var í gær ráðinn
þjálfari 1. deildarliðs Þórs í knattspyrnu
og er samningur hans við félagið til
þriggja ára.
Jónas lék með Þór í úrvalsdeildinni í
sumar og í 1. deild sumarið þar á undan
auk þess að þjálfa annan flokk félagsins
bæði árin. Áður en hann kom til félags-
ins var hann spilandi þjálfari hjá Dalvík
ingum.
Þórsarar gerðu einnig samning við
annan gamalkunnan félaga sinn, Júlíus
Tryggvason um að hann þjálfaði annan
flokk félagsins næsta sumar. Júlíus lék
með KA í ár en missti af bróðurparti
tímabilsins vegna meiðsla. Möguleiki er
á að hann spili með Þórsurum á ný.
Guðjón Valur með 15 mörk
GUÐJÓN Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik, gerði
sér lítið fyrir og skoraði 15 mörk fyrir Essen þegar lið hans vann
yfirburðasigur á 3. deildarfélaginu Glauchau, 43:14, í 2. umferð
þýsku bikarkeppninnar. Patrekur Jóhannesson, fyrirliði Essen,
hafði hinsvegar hægt um sig í þessari flugeldasýningu og skoraði
ekki mark.
Magdeburg vann 3. deildarlið Tarp-Wanderup auðveldlega,
41:21. Ólafur Stefánsson gerði 3 mörk og Sigfús Sigurðsson var
ekki á meðal markaskorara Magdeburg en Alfreð Gíslason þjálfari
leyfði varamönnum að spreyta sig óspart í leiknum.
Gylfi Gylfason skoraði 3 mörk fyrir Wilhelmshavener sem tapaði
fyrir meisturum Kiel, 23:21, í hörkuleik.
SKAGAMENN hafa framlengt
samning sinn við framherjann
Hjört Hjartarson um tvö ár. Hjört-
ur er 28 ára gamall. Hann lék alla
18 leiki Akurnesinga í úrvalsdeild-
inni í sumar og skoraði 6 mörk en á
síðustu leiktíð varð hann marka-
kóngur deildarinnar – skoraði 15
mörk. Að sögn Gunnars Sigurðs-
sonar formanns Rekstrarfélags
meistaraflokks karla eru tveir leik-
menn til viðbótar í samningavið-
ræðum um nýja samninga – Pálmi
Haraldsson og Hálfdán Gíslason, en
samningar þeirra renna út á næst-
unni.
Hjörtur áfram hjá ÍA
RÓBERT Gunnarsson hélt upp-
teknum hætti í dönsku úrvals-
deildinni í gærkvöld þegar
hann skoraði 10 mörk fyrir År-
hus GF sem sigraði Otterup,
31:28. Róbert hefur skorað 36
mörk í fyrstu sex umferðum
deildarinnar og er þriðji
markahæsti leikmaður hennar.
Þorvarður Tjörvi Ólafsson
skoraði 2 mörk fyrir Århus GF
í leiknum. Með sigrinum komst
lið þeirra Róberts og Tjörva
upp að hlið tveggja efstu lið-
anna, GOG og Kolding, með 8
stig.
Róbert gerði 10 mörk
ALEX McLeish, knattspyrnustjóri
Glasgow Rangers og fyrrverandi
landsliðsmaður Skotlands, tekur
undir með mörgum öðrum löndum
sínum að Skotar eigi afar erfiðan
leik fyrir höndum á Íslandi á laug-
ardaginn.
„Þetta verður hörkuleikur. Ég
lék á Íslandi á sínum tíma og við
unnum, 1:0, með marki frá Jim
Bett. Það var virkilega erfiður leik-
ur og ég tel að íslensk knattspyrna
hafi tekið miklum framförum síðan
þá. Það segir sitt um það verkefni
sem nú bíður landsliðsins. Flestir
leikmenn Íslands leika í efstu
deildum víðsvegar um Evrópu. Ef
skosku landsliðsmennirnir koma
heim með eitt eða þrjú stig, verður
það virkilega góður árangur,“ segir
McLeish á heimasíðu Glasgow
Rangers.
McLeish spáir hörkuleik
KÖRFUKNATTLEIKSSAMBAND Ís-
lands hefur samið við Intersport á Ís-
landi um að verða aðalstyrktaraðili úr-
valsdeildar karla næstu þrjú
keppnistímabil. Deildin mun því bera
nafn fyrirtækisins, Intersport-deildin, en
fyrstu þrír leikir hennar fara fram í
kvöld, fimmtudagskvöld.
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að
nær allir leikir vetrarins hefjast kl. 19.1
en ekki kl. 20 eins og tíðkast hefur hing
að til. Körfuknattleiksforystan fetar með
þessu í fótspor knattspyrnunnar en þess
leiktími var tekinn upp þar á nýliðnu
tímabili og flestir leikir úrvalsdeildar
karla hófust kl. 19.15.
Intersport styrkir
úrvalsdeildina
BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylf-
ingur úr Keili, lék í dag á móti á
Europro mótaröðinni. Nokkuð
hvasst var í dag og gekk ekki nógu
vel hjá kappanum sem lék á 76
höggum, fimm höggum yfir pari. 21
keppandi lék undir pari í gær, bestir
voru tveir breskir strákar sem léku
hvor um sig á fimm höggum undir
pari vallarins.
BJÖRGVIN hitti 12 af 14 braut-
um, var tíu sinnum á flöt á réttum
höggafjölda og púttaði 32 sinnum.
Eftir daginn í dag verður keppend-
um fækkað í um fimmtíu og fá þeir
að halda áfram og leika til úrslita á
föstudaginn. Björgvin er í 82.-97.
sæti eftir fyrsta daginn en keppend-
ur eru 120 talsins.
ÞAÐ vakti óneitanlega athygli á
leik Gróttu/KR og KA í gærkvöldi
að þeir tveir sem voru á ritaraborð-
inu starfa mikið fyrir handknatt-
leiksdeild félagsins og annar þeirra
er víst formaður deildarinnar. Rétt
er að taka fram að þeir stóðu sig alls
ekki illa en þegar svona er ætti HSÍ
að reyna að vera með eftirlitsmann á
borðinu. Það er óþarfi að bjóða
hættunni svona heim.
ÁGÚST Jóhannsson, þjálfari
Gróttu/KR, virtist kunna þessu vel,
altént nýtti hann sér ritaraborðið
meira en eðlilegt getur talist af
þjálfara. Þegar hans lið var í sókn
kraup hann jafnan við ritaraborðið
með annan olnbogann uppi á borð-
inu. Þjálfarar liðanna eiga auðvitað
ekki að vera þarna og dómararnir
eiga að taka á slíku eftir vísbendingu
frá þeim sem á ritaraborðinu eru
hverju sinni.
KA/ÞÓR sigraði Gróttu/KR,
25:21, í 16-liða úrslitum bikarkeppni
kvenna í handknattleik á Akureyri í
gærkvöld. Ásdís Sigurðardóttir
skoraði 7 mörk fyrir Akureyrarliðið
og Inga Dís Sigurðardóttir 6 en
Þórdís Brynjólfsdóttir var atkvæða-
mest hjá Gróttu/KR með 7 mörk og
Eva Hlöðversdóttir kom næst með
fjögur mörk.
FH-KONUR komust einnig áfram
í bikarnum en þær unnu Víking,
24:23, í framlengdum leik í Víkinni
þar sem staðan var 21:21 eftir venju-
legan leiktíma. Harpa Vífilsdóttir
skoraði 7 marka FH og Björk Æg-
isdóttir 6 en Gerður Beta Jóhanns-
dóttir skoraði 7 mörk fyrir Víking.
HLYNUR Jóhannesson og félagar
í Stord sigruðu Fyllingen, 26:25, í
norsku úrvalsdeildinni í handknatt-
leik í gærkvöld. Hlynur lék lítið með
að þessu sinni en hinn markvörður
liðsins átti stórleik og var valinn
maður leiksins. Stord er í þriðja
sæti, á eftir Runar og Stavanger,
með 8 stig.
FÓLK