Morgunblaðið - 10.10.2002, Side 3

Morgunblaðið - 10.10.2002, Side 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 B 3  MICHAEL Ballack og Christoph Metzfelder geta ekki leikið með Þjóðverjum í vináttulandsleik gegn Bosníu í Sarajevo á morgun. Báðir eru þeir meiddir og setur það strik í reikning Rudi Völlers, landsliðs- þjálfara, sem vill með leiknum við Bosníu búa lið sitt undir viðureign- ina við Færeyinga í undankeppni EM á miðvikudaginn í næstu viku.  DAVID Dean, varaforseti stjórnar Arsenal, segir að áhugi sé fyrir því að bjóða Arsene Wenger, núverandi knattspyrnustjóra, sæti í stjórn fé- lagsins þegar að því kemur að hann hættir í núverandi starfi sínu. Weng- er á enn fjögur ár eftir af samningi sínum. Einnig standi til að gera Wenger að tæknilegum ráðgjafa fé- lagsins. „Wenger hefur bylt öllu inn- an félagsins og breytt því til betri vegar,“ segir Dean. „Wenger er ein- faldlega einstakur maður og því höf- um við áhuga á að hafa hann innan félagsins svo lengi sem verða má.“  LUCIANO, knattspyrnumaður frá Brasilíu og leikmaður Chievo á Ítal- íu, hefur verið úrskurðaður í bann af ítalska knattspyrnusambandinu fyr- ir að villa á sér heimildir. Hann hef- ur undanfarin tvö ár leikið með fé- laginu undir nafninu Eriberto.  ÍTALSKIR fjölmiðlar fullyrða að Luciano sé kominn í sjö mánaða bann en það hefur ekki verið stað- fest af sambandinu. Hann kvaðst vera 21 árs þegar hann kom til Chievo en var þá í raun og veru 25 ára.  NORSKU auðmennirnir Bjørn Rune Gjelsten og Kjell Inge Røkke hafa ekki hagnast á kaupum sínum á hlut í enska knattspyrnufélaginu Wimbledon fyrir 5 árum. Gjelsten segir að ef þeim félögum tækist að selja hlut sinn í dag yrði tapið ekki undir 5 milljörðum króna. Harla lítil stemmning er í kringum liðið eftir að það féll úr ensku úrvalsdeildinni fyr- ir rúmum tveimur árum og til að mynda voru aðeins 940 stuðnings- menn Wimbledon í hópi 3.238 áhorf- enda á síðasta heimaleik liðsins, gegn Ipswich um síðustu helgi, en hann fór fram að Selhurst Park. FÓLK Það var fátt í leik heimamannasem minnti á leik liðsins á sunnudaginn var en liðin mættust þá í góðgerðarleik KKÍ. Þá unnu heimastúlkur og urðu meistarar meistaranna. KR- ingar virðast ekki hafa ætlað að láta þann atburð henda sig og léku í alla staði betur og sem ein liðs- heild, ólíkt andstæðingnum. Í upphafi leiks gekk þó ekkert hjá KR. Fyrstu fjórar sóknirnar fóru út um þúfur. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en fljót- lega sást hvert stefndi. Gestirnir sigu fram úr og juku forskot sitt jafnt og þétt. Njarðvíkingar náðu ekki almennilega saman á vellinum og mikið munaði um að erlendi leikmaður liðsins, Sacha Montgom- ery, var langt frá sínu besta, enda varla stigin upp úr veikindum. Hún bætti sig þó í þriðja leikhluta og skoraði í honum ein 19 stig, þar af 3 þriggja stiga körfur. Aðrir leik- menn í liði Njarðvíkur stóðu henni langt að baki í stigaskori. Í seinni hálfleik reyndu Njarð- víkurstúlkur að saxa á forskot KR- inga en það reyndist þeim ofviða í þetta sinnið. Hjá KR var Gréta Grétarsdóttir stigahæst með 22 stig og lék vel í sókn og vörn. Það sama má segja um Helgu Þorvaldsdóttur sem átti góða spretti. Hjá Njarðvík var það Sacha Montgomery sem var langstiga- hæst með 28 stig og var potturinn og pannan í leik liðsins. KR sneri við blaðinu í Njarðvík ÍSLANDSMÓTIÐ í körfuknattleik kvenna hófst með leik Njarðvík- inga og KR-inga í Njarðvík í gærkvöldi. KR hafði betur, 77:59, en staðan í leikhléi var 37:29, Íslandsmeisturum KR í hag. Hinir tveir leikirnir í fyrstu umferð verða leiknir í kvöld en þá mætast Keflavík og Grindavík í Keflavík og ÍS tekur á móti Haukum í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Kristján Jóhannsson skrifar Blaðamaður staðarblaðsinsFædrelandsvennen, Övind Holte, hefur tekið saman árangur liðsins undir stjórn Guðjóns og kemst að þeirri niðurstöðu að vont hafi aðeins versnað eftir komu Ís- lendingsins. Start hefur ekki staðið eins illa í efstu deild í 33 ár og segir eftirmaður Guðjóns, Bård Wiggen, að Start falli að þessu sinni með lítilli sæmd. Guðjón Þórðarson hafði í hyggju að stoppa í götin í hriplekri vörn liðs- ins er hann kom til starfa. Hann breytti leikskipulaginu og setti fimm menn í vörn. Þessi breyting átti að skapa traustan grunn fyrir fram- haldið en skilaði engu. Liðið hefur fengið á sig 31 mark eftir að Guðjón tók við eða 3,1 mark að meðaltali. Wiggen segir að ekki megi skella skuldinni eingöngu á leikskipulagið, því leikmenn liðsins hafi lítið sjálfs- traust og fái mörk á sig í stað þess að jafna metin. Versta úrvalsdeildarlið sögunnar Uppskeran er því rýr er rýnt er í stigatöfluna því Guðjón hefur aðeins náð að krækja í fjögur stig. Fyrirliði liðsins, Helge Bjønsaas, segir að Start sé versta úrvalsdeild- arlið sögunnar, og í viðtali við stað- arblaðið segir hann að tímabilið hafi verið „hörmung“ frá upphafi til enda. Er Bjønsaas var inntur eftir því hvort Guðjón hafi breytt hlutum til hins verra segir fyrirliðinn. „Til þess að skapa vinnufrið í liðinu út leiktíð- ina kýs ég að svara ekki spurning- unni,“ segir Bjønsaas. Skortir þig kjark til þess að svara? spyr blaða- maðurinn þá. „Guðjón hefur sett upp ákveðin atriði og plön sem okkur hef- ur ekki tekist að framkvæma úti á vellinum,“ sagði fyrirliðinn á diplóm- atískan hátt. Takist Start ekki ná í þrjú stig í næstu tveimur umferðum verður lið- ið stimplað á afturendann sem slak- asta úrvalsdeildarlið sögunnar en Oslóarliðið Skeid náði aðeins 13 stig- um árið 1997. Sóknarleikurinn fær falleinkunn Leikmannakaup Guðjóns eru einnig nefnd til sögunnar og þar er fyrst Ricardas Beniusis nefndur til sögunnar, auk þeirra Arnold Schwel- lensattl og Guðna Rúnars Helgason- ar. Enginn þeirra hefur skorað fyrir liðið og þeir tveir síðastnefndu hafa vermt varamannabekk liðsins í und- anförnum leikjum. Sóknarleikur liðsins fær einnig falleinkunn í Fædrelandsvennen. Liðið hefur skorað átta mörk sl. átta vikur, og ekkert lið er verra í þeirri tölfræði á þessum tíma. Alls hefur liðið skorað 21 mark í deildinni og bæti liðið ekki við sjö mörkum í næstu tveimur leikjum er enn eitt metið þeirra. Sogndal skoraði 26 mörk í efstu deild árið 1998 og er það met hvað fæst mörkin varðar í 14 liða deild. Versta tímabilið í sögunni hjá Start UNDIR stjórn Guðjóns Þórðarsonar hefur norska liðið Start ekki náð sér á strik í norsku úrvalsdeildinni, en stefnir þess í stað á að eignast flest þau met sem fæstir knattspyrnuþjálfarar, leikmenn og stuðningsmenn kæra sig ekki um að eiga. Guðjón var íslenski bjargvætturinn sem átti að bjarga Start frá falli í norsku úrvals- deildinni en í stað þess er liðið fallið og er þetta versta tímabil þess í efstu deild frá upphafi. EITT Íslandsmet og þrjú heimsmet fatlaðra féllu á sprettsundsmóti ÍBV sem háð var í Eyjum um sl. helgi. 230 keppendur frá átta fé- lögum kepptu á mótinu, þar á með- al Örn Arnarson, sem keppti fyrir sitt nýja félag í fyrsta sinn, ÍRB, og Kolbrún Ýr Kristjánsóttir, ÍA. Örn var í sigursveit ÍRB sem bætti 11 ára gamalt Íslandsmet í 4x50 metra fjórsundi. Sveitin kom í mark á 1.48,18 mínútum en sveitina skipuðu auk Arnar þeir Guðlaugur Már Guðmundsson, Magnús Sveinn Jónsson og Birkir Már Jónsson. Gamla metið var sett í Eyjum árið 1991 af Sundfélagi Suðurness. Þrjú heimsmet féllu í flokki fatl- aðra og setti Bjarki Birgisson, Fjölni, tvö þeirra í 50 og 100 metra bringusundi. Þá setti Kristín Rós Hákonardóttir heimsmet í 50 m skriðsundi. ÍRB bætti 11 ára met Morgunblaðið/Kristinn Arnór Atlason, KA-maður, tekur hér hraustlega á móti Gísla Kristjánssyni, leikmanni Gróttu/KR, í leiknum í gærkvöld. u n s k- r n ð 15 g- ð si r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.