Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 11
Við Jökullæk innan Töðuhrauka neðarlega í hlíðinni upp af Jöklu. Náttúruvernd ríkisins telur að Töðuhraukarnir og jaðar Brúarjökuls hafi hátt verndargildi á heimsmælikvarða. Töðuhraukar þykja m.a. sérstakir því auk jökulurðar er í þeim jarðvegur sem vöðlaðist upp í þá við framhlaup jökulsins. Hraukarnir eru um 2,5 km að lengd og mun um tíundi hluti þeirra fara undir Hálslón. Í Kringilsárrana er mikill gróður, upp frá ánum eru víðibrekkur og mýrar á flatlendinu. Austan ár sést Hálsinn og innan til í honum sér í gilið þar sem Sauðá á Vesturöræfum rennur í Jöklu. Fjöll í fjarska f.v.: Grjótárhnjúkur, Nálhúshnjúkar, Snæfell og Sauðahnjúkar tveir sem ber í það, þá Þjófahnjúkar, upplýstur hnjúkur er Fitjahnjúkur og innan við hann Litla-Snæfell og Bjálfafell. Í Kringilsárrana finna hreindýrin gott viðurværi og skjólgóðar lautir. Hálslón kann að hamla fari dýranna í og úr Kringilsárrana og Sauðafelli eftir hefðbundnum leiðum. Truflun á vor- og haustfari dýranna og eins burðar- og beitarsvæðum kann að valda fækkun í hreindýrahjörðinni á Snæfellssvæðinu og þar með öllum stofninum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 B 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.