Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 B 13 bílar nefndar, sem skipuð er fulltrúum Peugeot, hönnunardeild fyrirtæk- isins, blaðamönnum frá hönn- unartímaritum og netverjum sem býðst að greiða atkvæði sitt á net- inu, verður smíðuð í fullri stærð og kynnt á bílasýningunni í Genf og Frankfurt á næsta ári. Auk þess hlýtur sigurveginn 5 þúsund evrur að launum. Höfundar níu annarra tillagna sem hljóta náð fyrir augum PEUGEOT hefur hleypt af stokk- unum hönnunarsamkeppni á Net- inu. Yfirskrift keppninnar er: Hann- aðu Peugeot fyrir árið 2020. Samkeppnin er öllum opin eldri en 14 ára, jafnt áhugamönnum sem hönnuðum. Þetta er í annað sinn sem Peugeot gerir slíkt en í fyrsta sinn var það gert á bílasýningunni í París 2000. Sú hönnunartillaga sem hlýtur náð fyrir augum dóm- dómnefndar hljóta 1.000 evrur í sinn hlut. Samkeppnin er opin til 9. desember 2002 á vef Peugeot: www.peugeot-concours-design.com eða www.peugeot-avenue.com. Sigurvegari í fyrstu samkeppn- inni var ungur júgóslavneskur námsmaður að nafni Marko Lukovic fyrir hugmyndabílinn Moonster. Alls bárust 2.000 hönnunartillögur frá 80 löndum. Samkeppni um bílahönnun á vef Peugeot Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Moonster vann í síðustu hönnunarkeppni Peugeot. FJÖLDI nýrra bíla er að koma á markað hérlendis. Í flokki smábíla má nefna væntanlegan Nissan Micra í byrjun næsta árs og þá má vænta þess að Brimborg bjóði Citroën C3 Pluriel á næstunni. Renault Mégane, önnur kynslóð, kemur gerbreyttur. Þá hefur nýr Nissan Primera nýlega verið settur á markað og fleiri bílar eru væntanlegir í efri millistærðar- flokki. Fyrstan ber að telja endur- nýjaðan og gerbreyttan Opel Vectra, Lexus IS 200 Sportcross og Alfa Romeo 156 með andlitslyftingu. Snemma á næsta ári hefst sala á VW Touareg jeppanum sem verður boð- inn með V6 bensínvél og V10 dísilvél sem er 320 hestöfl með 750 Nm togi. Um svipað leyti hefst síðan sala á nýrri kynslóð Toyota Land Cruiser 90, sem er stærri og betur búinn en áður. Einnig er von á nýjum Avensis á næsta ári. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Porsche Cayenne. Nýr og stærri Land Cruiser 90. Renault Mégane II. Citroen Pluriel. Margir nýir bílar að koma Skapandi reikningsskil (e. creative accounting): innlend og erlend dæmi Hádegisverðarfundur Félags viðskipta- og hagfræðinga verður haldinn þriðjudaginn 15. október nk. í Hvammi Grand Hótel Reykjavík kl. 12.00-13.30. · Er lagalegt umhverfi á sviði reikningsskila úrelt? · Eru bókhaldsbrellur viðhafðar hér á landi? Fyrirlesari: Stefán Svavarsson, endurskoðandi og dósent við HÍ. Fundarstjóri: Ragnar Þórir Guðgeirsson, framkvæmdastjóri KPMG-Ráðgjafar. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga Verð með hádegisverði er 2.800 kr. fyrir félagsmenn og 3.800 kr. fyrir aðra. Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317 Ragnar Þórir Guðgeirsson Stefán Svavarsson Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is HAUSTTILBOÐ 20-40% afsláttur af hreinlætistækjum, stálvöskum, sturtuklefum, sturtuhurðum, blöndunartækjum, baðáhöldum o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.