Morgunblaðið - 30.10.2002, Side 1
2002 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÁRNI OG TRYGGVI Í LIÐI ÁRSINS Í NOREGI / B3
GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, er meiddur
í kálfa og leikur ekki með liðinu næstu fimm
vikurnar. Guðni gat ekki leikið með Bolton
gegn Sunderland á mánudagskvöldið vegna
meiðslanna sem í fyrstu var vonast til að væru
ekki alvarleg en annað kom í ljós við nánari
skoðun í gærmorgun. Þetta er mikið áfall fyr-
ir Bolton sem er í neðsta sæti ensku úrvals-
deildarinnar því auk Guðna er félagi hans
Paul Warhurst einnig meiddur og verður
sennilega frá keppni í mánuð. Báðir hafa þeir
leikið vel fyrir Bolton það sem af er leiktíð-
inni. Framundan eru mikilvægir leikir hjá
Bolton þegar það mætir nýliðum úrvalsdeild-
arinnar, WBA og Birmingham, og verða
Guðni og Warhurst fjarri góðu gamni í þeim
viðureignum.
Guðni úr leik
í fimm vikur
DAGUR Sigurðsson, fyrirliði
landsliðsins, mun ekki leika með
á heimsbikarkeppninni í Svíþjóð –
er tognaður á nára. Dagur kom
alla leið frá Japan, en þangað er
um tólf klukkustunda flug og ætl-
aði að vera með í tveimur fyrstu
leikjum liðsins, við Rússa í gær-
kvöldi og Þjóðverja í dag. Síðan
þurfti hann að fara til Japans á
ný til að leika þar með liði sínu,
Wakunaga, í deildarkeppninni.
„Þetta er alveg hræðilegt og ég
er mjög svekktur yfir þessu,“
sagði Dagur í samtali við Morg-
unblaðið þar sem hann fylgdist
með félögum sínum á æfingu í
gærmorgun. „Ég hef miklar
áhyggjur af meiðslunum vegna
þess að það er nokkuð strangt
prógram framundan hjá mér í
Japan. Við eigum að leika annan
og þriðja nóvember og fram að
áramótum eru fjórtán leikir,“
sagði Dagur.
Hafðir þú eitthvað fundið fyrir
eymslum í nára áður en þú komst
hingað til Svíþjóðar?
„Nei, þetta hefur ekkert plagað
mig, en ætli ég hafi ekki beitt
mér eitthvað rangt í gær með
þessum afleiðingum. Eftir alla
fyrirhöfnina við að koma til að
leika hér tvo leiki, gerist þetta.
Ég er gríðarlega vonsvikinn,“
sagði Dagur.
Dagur ekki
með í Svíþjóð
KRISTINN Jakobsson hefur fengið verðugt verk-
efni sem milliríkjadómari í knattspyrnu en hann
mun halda til Vínar í dag þar sem hann dæmir leik
Austria Vín gegn Porto frá Portúgal í 2. umferð
UEFA-bikarsins, á Ernst Happel-leikvanginum á
morgun.
Auk hans verða Pjetur Sigurðsson og Eyjólfur
Finnsson aðstoðardómarar í leiknum en Garðar
Örn Hinriksson verður fjórði dómari leiksins.
„Þetta er stærsta verkefni sem ég hef fengið til
þessa í Evrópukeppni og það verður án efa
skemmtileg umgjörð á þessum leik,“ sagði Kristinn
í samtali við Morgunblaðið.
Kristinn dæmir
í Vínarborg
Það var algjör óþarfi að tapasvona stórt. Ég var þokkalega
sáttur við fyrri hálfleikinn þrátt fyrir
að menn gerðu
ákveðin mistök þar.
Um síðari hálfleik er
í raun afskaplega lít-
ið að segja, hann var
í einu orði sagt hræðilegur og Rúss-
ar nýttu sér vel öll þau mistök sem
við gerðum,“ sagði Guðmundur Þ.
Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir
ellefu marka tap fyrir Rússum í
fyrsta leik íslenska landsliðsins á
heimsbikarmótinu í Svíþjóð, 39:28.
„Ef við förum yfir leikinn raun-
hæft þá spilaðist megnið af fyrri
hálfleiknum mjög vel. Við vorum yfir
og vörn og sókn var í góðu lagi. Þeir
komust yfir og við jöfnuðum 15:15 og
ég var þokkalega sáttur við gang
mála. Svo náðu þeir þriggja marka
forystu eftir sóknir þar sem við flýtt-
um okkur of mikið og töpuðum bolt-
anum með klaufalegum mistökum.
Tvö víti fóru forgöðum og þar liggur
í raun munurinn á liðunum í fyrri
hálfleik. Í síðari hálfleik fjaraði ein-
hverra hluta vegna undan okkur,
bæði í vörn og sókn og niðurstaðan
varð þessi sem sést. Þetta segir okk-
ur aðeins að við verðum að bæta okk-
ur til muna ef við ætlum að halda
okkur á meðal sterkustu þjóða, það
er alveg ljóst og það er líka ljóst að
markverðir okkar verða að verja
meira en þeir gerðu í dag.
Við fengum átján mörk á okkur í
fyrri hálfleik en við verðum að hafa í
huga að við keyrðum upp hraðann og
leikurinn var hraður og sóknirnar
margar. Vörn okkar datt niður á
köflum en var oftast í ágætu standi í
fyrri hálfleiknum. Við gerðum mörg
mistök þar sem þeir refsuðu okkur
með hraðaupphlaupum og þegar
þannig er og markvarslan engin þá
er ekki von á góðu. Þegar menn
skora af tíu metra færi og meira
verður vörnin óörugg og við verðum
að vinna betur saman.“
Nú var sóknin ekki nægilega beitt
og mikið af mistökum, hverju er um
að kenna? Er þetta æfingaleysi eða
þreyta hjá leikmönnum?
„Ég veit ekki alveg hvað á að segja
við þessu. Gunnar Berg er náttúr-
lega nýr sem burðarás í sókninni og
eðlilega koma einhverjar fleilur þar.
Án þess ég ætli að kenna því um nið-
urstöðuna hér í kvöld þá eru fimm
mánuðir síðan við lékum saman og
það þarf einhvern tíma til að spila
okkur saman. Við einfaldlega hittum
ekki á það í dag og náðum ekki að
fylgja eftir ágætum fyrri hálfleik.“
Morgunblaðið/Mikael Forslund
Ólafur Stefánsson náði sér ekki á strik gegn Rússum í Borlänge. Hér taka þeir Viatcheslav
Gorpichine og Igor Lavrov hann föstum tökum. Einar Örn Jónsson fylgist með átökunum.
Óþarflega stórt tap
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
frá Svíþjóð
MAGNÚS Gylfason var seint í gærkvöldi ráðinn
þjálfari úrvalsdeildarliðs ÍBV í knattspyrnu og er
samningur hans til tveggja ára. Magnús hefur
þjálfað 17 ára landslið pilta í nokkur ár og hefur
verið aðstoðarmaður Ólafs Þórðarsonar, þjálfara 21
árs landsliðsins. Þá hefur Magnús þjálfað bæði 2.
og 3. flokk hjá KR. Viðar Elíasson, formaður knatt-
spyrnudeildar ÍBV, segir á heimasíðu ÍBV mikinn
létti að búið sé að ganga frá þjálfaramálunum en
Eyjamenn eru síðasta liðið í úrvalsdeildinni til að
ganga frá þjálfaramálum sínum.
Eyjamenn hafa á undanförnum dögum verið að
gera nýja samninga við yngri leikmenn liðsins og
þeir stefna að því að styrkja leikmannahóp sinn fyr-
ir næsta sumar en liðið hefur missti Kjartan Ant-
onsson í Fylki og þá hafa Hlynur Stefánsson og
Ingi Sigurðsson gefið það út að þeir hafi lagt skóna
á hilluna.
Magnús
þjálfar ÍBV