Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 4
 GUÐMUNDUR Ingvarsson, for- maður Handknattleikssambands Ís- lands, var á Keflavíkurflugvelli á sama tíma og þeir úr landsliðshópi Íslands, sem tekur þátt í heimsbik- arkeppninni í Svíþjóð, voru að halda af landi brott. Ferðaáætlun Guð- mundar var ekki sú sama, því miður, að hans sögn. Guðmundur, sem er einn af framkvæmdastjórum Ingv- ars Helgasonar hf., var á leið til Jap- ans á bifreiðasýningu.  BJARNI Geir Viðarsson og Unnar Hólm Ólafsson, knattspyrnumenn, hafa framlengd samninga sína við ÍBV um tvö ár og gilda nýju samn- ingarnir til til ársloka 2004. Þá eru Eyjamenn í samningaviðræðum við Bjarnólf Lárusson, en samningur hans við ÍBV rennur út um næstu mánaðamót.  BRYNJAR Valdimarsson og Jó- hannes R. Jóhannesson eru báðir í 6. sæti í sínum riðlum á heimsmeist- aramóti áhugamanna í snóker sem nú stendur yfir í Kaíró í Egypta- landi. Jóhannes á einn leik eftir en Brynjar hefur lokið keppni. Hvor- ugur kemst í 32-manna úrslit í mótinu.  SUNE Agerschou, danski lands- liðsmarkvörðurinn í handknattleik, er hættur hjá Magdeburg. Hann skrifaði um helgina undir þriggja ára samning við Skjern í heimalandi sínu en Agerschou hefur ekki staðið undir væntingum hjá Magdeburg og hefur ekkert spilað með liðinu á þessu tímabili.  GUNNAR Andrésson skoraði 4 mörk fyrir Kadetten Schaffhausen þegar liðið tapaði 33:26 á útivelli í svissnesku úrvalsdeildinni í hand- knattleik um síðustu helgi. Kadetten Schaffhausen er í fjórða sæti deild- arinnar með 12 stig úr 10 leikjum.  BJARTUR Máni Sigurðsson var með 2 mörk þegar lið hans, Ending- en, tapaði, 30:27, á útivelli fyrir TV Suhr í svissnesku úvalsdeildinni. Endingen er í næst neðsta sæti með 3 stig. Wacker Thun er efst í deild- inni með 18 stig.  ÁRMANN Smári Björnsson getur leikið með Brann á laugardaginn þegar liðið leikur við Sandefjord um sæti í úrvalsdeild norsku knatt- spyrnunnar. Áður hafði komið fram í norskum fjölmiðlum að Ármann gæti ekki tekið þátt í leiknum vegna þess að hann þarf að taka próf í skóla hér heima, en Ármann leggur stund á nám í tækniteiknun.  ÁRMANN hefur fengið frestað einu prófi þannig að hann getur tek- ið þátt í fyrri leik liðanna sem fram fer á laugardag, en leikurinn er Brann sérlega mikilvægur því það berst nú um áframhaldandi sæti í úr- valsdeildinni. Þjálfari Brann er Teit- ur Þórðarson.  LÁRUS Orri Sigurðsson lék með varaliði WBA gegn Man. City á mánudag. Þótti Lárus standa sig vel í leiknum sem WBA tapaði, 2:1.  THOMAS Myhre, markvörður Sunderland, meiddist í læri gegn Bolton í fyrrakvöld. Af þeim sökum veðrur hann frá keppni í a.m.k. tvær vikur, en þetta eru samskonar meiðsli og hann varð fyrir í leik með norska landsliðinu fyrir skömmu. Meiðsli Myhre auka enn á erfiðleika Sunderland því Tomas Sörensen markvörður liðsins er einnig meidd- ur og verður ekki til stórræðanna fyrr en í byrjun næsta árs.  BRYAN Robson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Middlesbrough, segist hafa áhuga á að taka við knatt- spyrnustjórn hjá Stoke. Hann hefur ekki stýrt liðið síðan honum var sagt upp hjá Middlesbrough í fyrra. „Ég tel mig vera kláran í slaginn á ný og reiðbúinn að ræða við stjórn Stoke hafi hún áhuga á að kalla mig til starfans,“ sagði Robson í gær. FÓLK Helgi áfram með Njarðvíkurliðið HELGI Bogason hefur verið endurráðinn þjálfari 1. deild- arliðs Njarðvíkur í knattspyrnu og gekk á dögunum frá tveggja ára samningi. Helgi tók við liði Njarðvíkur fyrir síð- asta tímabil og þreytti þá frumraun sína sem meistaraflokks- þjálfari en hann var áður aðstoðarþjálfari í Grindavík. Njarð- víkingar sluppu inn í 2. deildina í mars sl. þegar Leiftur og Dalvík sameinuðu lið sín, og þeir gerðu sér lítið fyrir og náðu öðru sæti deildarinnar. Þeir leika því í næstefstu deild næsta sumar, í fyrsta skipti í 17 ár. Að sögn Leifs Gunnlaugssonar, formanns knattspyrnudeildar Njarðvíkur, er gert ráð fyrir mjög litlum breytingum á leikmannahópi félagsins. ÓLAFUR H. Kristjánsson, fyrrver- andi leikmaður með FH-liðinu í knattspyrnu, sem er nú þjálfari hjá danska liðinu AGF, fór með hinum þjálfara liðsins, Poul Hansen, til Belgíu til að fylgjast með Lokeren í leik gegn Antwerpen á mánudags- kvöldið, sem fór 2:1. Þeir félagar fóru til að njósna um Íslendingana þrjá sem leika með Lokeren – lands- liðsmennina Arnar Þór Viðarsson, Arnar Grétarsson og Rúnar Krist- insson. „Við höfum augun opin fyrir leikmönnum sem við teljum að geti styrkt okkar lið. Það er ljóst, að við fórum ekki akandi til Belgíu í þeim eina tilgangi að horfa á knattspyrnu- leik,“ sagði Poul Hansen í viðtali við blaðið Stiften í Árósum. Hansen og Ólafur H. sáu Papy Okitankoy Kimoto, 26 ára, frá Kóngó, skora bæði mörk Lokeren. Hann verður laus mála hjá liðinu næsta sumar. Ólafur H. njósnar um Íslendinga Öll mörkin í leik Deportivo ogBayern litu dagsins ljós í síð- ari hálfleik. Victor kom heimamönn- um í forystu á 54. mínútu en Perú- búinn Santa Cruz kveikti von í brjósti Bæjara þegar hann jafnaði metin stundarfjórðungi fyrir leiks- lok. Þjóðverjarnir reyndu allt hvað þeir gátu til að knýja fram sigur en allt kom fyrir ekki. Spánverjarnir náðu skyndisókn á lokamínútunni sem lauk með því að Hollending- urinn marksækni, Roy McKaay, skoraði sigurmarkið á 89. mínútu leiksins. Franska liðið Lens gerði sér lítið fyrir og sigraði AC Milan, 2:1, en Mílanóliðið var fyrir leikinn með fullt hús stiga. Mörkin komu á 18 mínútna kafla. Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko kom AC Milan yfir á 32. mínútu, með sínu fyrsta marki í Meistaradeildinni í ár, en Daniel Moreira jafnaði níu mínútum síðar og Nígeríumaðurinn John Ut- aka skoraði svo sigurmarkið á 49. mínútu. Lens á enn möguleika á að komast áfram og til þess að verður liðið að vinna Bayern München og stóla á að Deportivo tapi fyrir AC Milan. Newcastle eygir von Strákarnir hans Bobby Robsons í Newcastle halda enn í vonina um að komast áfram í aðra umferð eftir 2:1 sigur á Dynamo Kiev þar sem Alan nokkur Shearar skoraði sigurmark- ið úr vítaspyrnu 20 mínútum fyrir leikslok. Á sama tíma tryggði Juv- entus sér farseðilinn í aðra umferð- ina með 2:0 sigri á Feyenoord. Marco Di Vaio skoraði bæði mörkin, sitt í hvorum hálfleik. Juventus hef- ur 10 stig fyrir lokaumferðina en baráttan er hörð um annað sætið. Dynamo Kiev hefur 7 stig, New- castle 6, eftir tvo sigra í röð, og Feyennord 5. Í lokaumferðinni fer Newcastle til Feyenoord og Dyn- amo Kiev tekur á móti Juventus. Walesverjinn Gary Speed jafnaði metin fyrir Newcastle á 58. mínútu eftir að Úkraínumennirnir höfðu náð forystu og Sherarer skoraði svo af öryggi úr vítaspyrnu á 69. mínútu eftir að brotið var á honum innan vítateigs. „Ég á varla orð til að lýsa yfir baráttukrafti minna manna. Ekki alls fyrir löngu var búið að afskrifa okkur í keppninni en með tveimur frábærum sigrum erum við enn í möguleika á að komast áfram,“ sagði Bobby Robson, stjóri New- castle. Fyrsta tap United í 16 leikjum Manchester United, með hálfgert varalið, mátti þola háðuglega útreið á móti ísraelska liðinu Maccabi Haifa í F-riðlinum en leikurinn var háður í Nikósíu á Kýpur. Maccabi lagði United, 3:0, sem dugði skammt því Bayer Leverkusen tryggði sér annað sætið í riðlinum á eftir Man- chester United með því að leggja Olympiakos, 2:0. Varnarmaðurinn Juan skoraði fyrra markið og Bnet Schneider það síðara úr vítaspyrnu. Hann fékk tækifæri til að bæta öðru marki við á lokamínútunni en hon- um brást bogalistin úr vítaspyrnu. „Þetta var voru sanngjörn úrslit og í heildina séð var þetta dapur leikur af okkar hálfu. Ég var sáttur við leik minna manna í fyrri hálfleik en varð fyrir vonbrigðum með frammistöðu þeirra í seinni hálfleik. Ísraelsmennirnir voru með tíu menn fyrir aftan boltann og við komumst lítt áleiðis gegn þeim,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United, en þetta var fyrsti tapleikur United í 16 leikjum í Meistaradeildinni. Mikil spenna er í H-riðlinum fyrir lokaumferðina. Börsungar héldu sigurgöngu sinni áfram með 1:0 sigri á Club Brügge en í Tyrklandi töpuðu heimamenn í Galatasaray óvænt fyrir Lokomotiv Moskva, 2:1. Þar með eiga öll þrjú liðin mögu- leika á að fylgja Barcelona eftir því Club Brügge hefur 5 stig, Galatas- aray 4 og Lokomotiv 4. Í Istanbul komu öll mörkin á þriggja mínútna kafla seint í síðari hálfleik. Dmitry Loskov kom Rúss- unum yfir á 70. mínútu, Hasan Sas jafnaði tveimur mínútum síðar en Adam var ekki lengi í paradís því þremur mínútum eftir mark Sas skoraði Vaid Evseev sigurmarkið. Bæjarar í sárum Reuters John Utaka er hér að tryggja Lens sigurinn á AC Milan í Frakklandi í gær en Christian Abbiati, markvörður AC Milan, kemur engum vörnum við, né heldur Thomas Helveg. BAYERN MÜNCHEN, sem fagn- aði sigri í Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur árum, er í sárum eftir 2:1 ósigur á móti Deportivo La Couruna á Spáni í gær. Tapið gerði það að verkum að Bæjarar eru úr leik í Meistaradeildinni og þar sem Lens sigraði AC Mil- an er ljóst að Bayern hafnar í neðsta sæti G-riðilsins sem þýðir að liðið fær ekki sæti í UEFA-keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.