Morgunblaðið - 30.10.2002, Side 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 B 3
egja
gum
í 2:0
fullu
man
fleik.
t og
vo á
mátt
, en
að
ss að
. Ís-
síðar
kafli
voru
mörk
stöð-
m og
a að
m og
ið, í
skot.
l var
gat
ninni
sínu
allt
, Ís-
land minnkaði muninn í tvö mörk
17:19. Nú hófst hræðilegur kafli þar
sem Rússar hreinlega skutu íslenska
liðið á kaf. Alexandre Toutchkine og
Alexei Rastvortsev fóru hreinlega á
kostum og skutu, stundum úr kyrr-
stöðu, af ríflega 10 metra færi og allt
lak inn. Þess á milli var keyrt í botn í
hraðaupphlaupum og Íslendingar
dönsuðu með án þess að ráða við það.
Skynsamlegra hefði verið að
reyna að hægja á leiknum og reyna
að minnka muninn. Rússar gerðu
sex mörk í röð og átta mínútur liðu
þar til íslenska liðið náði að skora og
þá komu þrjú íslensk mörk í röð og
vonin kviknaði á ný. En það átti ekki
fyrir Íslendingum að liggja að
standa í Rússum að þessu sinni.
Munurinn varð mestur 13 mörk en
Gústaf Bjarnason skoraði tvö síðustu
mörkin úr hraðaupphlaupum og ell-
efu marka tap varð staðreynd.
Ólafur virkaði þreyttur
Framan af leiknum var allt í lagi
hjá íslenska liðinu. Þó hefði mátt sjá
örlítið meiri grimmd í vörninni, sér-
staklega við að ná lausum boltum,
þar höfðu Rússar alltaf vinninginn. Í
sókninni vantaði meiri vandvirkni og
að ljúka sókninni með góðu skoti.
Patrekur fyrirliði Jóhannesson fór
fyrir liðsmönnum sínum og skoraði
grimmt. Gunnar Berg Viktorsson,
sem lék vinstra megin, ógnaði ágæt-
lega en meiri ógn vantaði á hægri
vængnum hjá Ólafi Stefánssyni.
Engu að síður átti hann fínar send-
ingar sem áhorfendur höfðu gaman
af, en Ólafur virkaði þreyttur í leikn-
um. Hornamennirnir, Guðjón VAlur
og Einar Örn, voru mjög virkir og
ógnandi.
Það er fátt hægt að segja um síð-
ari hálfleikinn, hann var í einu orði
sagt hræðilegur og útreiðin sem liðið
fékk hjá Rússum í raun háðugleg.
Hverju svo sem um er að kenna
gerðu leikmenn sig seka um allt of
mikið af mistökum, sendingar voru
slæmar en rétt er að taka fram að
nokkrum sinnum fengu menn mjög
góð markskot sem misfórust, þannig
að þetta var ekki alslæmt. Færin
komu en skotin voru slök og kristall-
ast það líklegast í því að öll fjögur
vítaköst íslenska liðsins fóru for-
görðum.
Undir lok leiksins var íslenska lið-
ið nokkuð furðulega skipað. Gústaf í
vinstra horninu, þá Sigurður Bjarna-
son, Aron Kristjánsson, Heiðmar
Felixsson og Einar Örn í horninu og
á línunni Róbert Sighvatsson. Sá síð-
astnefni kom sterkur inn í sóknina
þegar hann leysti Sigfús af. Á bekkn-
um voru sem sagt Patrekur, Ólafur,
Guðjón Valur og Gunnar Berg, fjórir
úr byrjunarliðinu.
Morgunblaðið/Mikael Forslund
kominn framhjá Igor lavrov og skorar eitt af fjórum mörkum sínum með
nda knöttinn framhjá Andrey Lavrov, markverði Rússa.
STEFÁN Arnaldsson og Gunnar
Viðarsson dæmdu leik Dana og
Frakka á Heimsbikarmótinu í hand-
knattleik þar sem Frakkar fögnuðu
sigri í spennandi leik, 24:22. Frakkar
voru 5 mörkum yfir í hálfleik, 13:8,
en Dönum tókst að jafna í 21:21 og
eftir það var allt á suðupunkti.
ELLERT B. Schram verður eftir-
litsmaður á leik Ipswich og Slovan
Liberec í UEFA-keppninni í knatt-
spyrnu sem fram fer á Portman
Road í Ipswich annað kvöld. Þá
verður Sigurður Hannesson dóm-
araeftirlitsmaður í leik Leeds og
Hapoel Tel Aviv sem fram á Elland
Road annað kvöld.
JÓHANNES Karl Guðjónsson var
ekki í leikmannahópi Real Betis sem
vann 1:0 sigur á Viktoria Zizkov í
UEFA-keppninni í knattspyrnu
Tékklandi í gær.
ARNAR Gunnlaugsson var heldur
ekki í leikmannahópi Dundee United
sem sigraði Airdrie í skosku deilda-
bikarkeppninni.
ÍVAR Ingimarsson lék síðustu 10
mínúturnar fyrir Wolves sem burst-
aði Gillingham, 4:0. Nathan Blake
skoraði þrennu fyrir Úlfanna.
HELGI Valur Daníelsson var ekki
í leikmannahópi Peterbrough í leik
liðsins á móti Tranmere í ensku 2.
deildinni.
JOHN Gregory, knattspyrnustjóri
Derby, hefur sent „silfurrefinn“
Fabrizio Ravanelli í leyfi fram yfir
næstu helgi. Ravanelli fór heim til
Ítalíu í fríinu, en mikil óvissa ríkir
um framtíð hans hjá enska 1. deildar
liðinu.
NICK Barmby, leikmaður Leeds,
neitar því staðfastlega að hafa verið
með kynþáttafordóma í garð George
Boateng er þeim lenti saman í leik
Leeds og Middlesbrough um síðustu
helgi. Enska knattspyrnusambandið
ætlar að rannsaka málið. Barmby
sagði í samtali við sjónvarpsstöðina
Sky að hann hefði ekki sagt neitt
misjafnt um Boateng og því til sönn-
unar segir hann að eftir viðureignina
hafi Boateng beðið sig afsökunar á
að það kastaðist í kekki þeirra í mill-
um í leiknum.
FÓLKÞEIR voru ekki öfundsverðir ís-lensku markverðirnir, Guðmundur
Hrafnkelsson og Birkir Ívar Guð-
mundsson, þegar þeir vörðu markið
gegn Rússum í Borlänge í gær-
kvöldi. Þeir þurftu að hirða knöttinn
39 sinnum úr netinu hjá sér, þegar
íslenska landsliðið tapaði með ellefu
marka mun, 39:33. Þetta eru mesti
markafjöldi sem Ísland hefur fengið
á sig í landsleik í handknattleik –
nýtt markamet, en þrisvar áður
hafði Ísland fengið á sig 33 mörk í
landsleik. Fyrst í leik gegn Suður-
Kóreu í Laugardalshöllinni 1987,
33.28. Þá í leik gegn Tékkóslóvakíu í
Besancon í Frakklandi 1993, 33:26.
Síðast í leik gegn Svíum – í undan-
úrslitum Evrópukeppni landsliða í
Stokkhólmi fyrr á árinu, 33:22. Guð-
mundur Hrafnkelsson hefur tekið
þátt í öllum þessum leikjum.
Mesti ósigur sem Íslendingar hafa
mátt þola í landsleik – var 15 marka
tap fyrir Sovétmönnum í Tbilisi
1970, 32:17.
Þá má geta þess að 67 mörk hafa
áður sést í landsleik – 1987 í Laug-
ardalshöllinni, þegar Suður-Kóreu-
menn voru lagðir að velli 36:31.
Rússar settu
markamet
ugleg útreið
gn Rússum
sliðinu á heimsbikarmótinu er ekki
rir Rússum, 28:39, eftir að staðan í
enska liðið lék þokkalega í fyrri hálf-
vörnin og markvarslan brást lengstum
ög mikið af villum og Rússarnir nýttu
meðal annars 13 mörk úr hraðaupp-
ÞAÐ hefur ekki farið framhjá þeim
sem hafa fylgst með handknattleik
og körfuknattleik, að áhorfenda-
fjöldi á leikjum hefur fallið geysi-
lega í vetur og á mörgum leikjum
hafa verið hálftóm hús, allt niður í
20 áhorfendur á leik. Það vakti til
dæmis athygli í Reykjanesbæ á
dögunum, þegar aðeins tæplega
300 áhorfendur komu til að sjá Ís-
landsmeistara Njarðvíkur og Kefl-
víkinga, sem mættu þeim í úrslit-
um um meistaratitilinn sl. keppnis-
tímabil.
Það var sláandi sl. föstudags-
kvöld, að aðeins tæplega 40 áhorf-
endur mættu í Víkina til að sjá
gamla stórveldið Víking í leik gegn
Gróttu/KR og um 50 áhorfendur
sáu liðsmenn Selfoss, sem fylltu
íþróttahúsið á Selfossi fyrir fáein-
um árum, í leik gegn Aftureldingu.
Sama var upp á teningnum þegar
Fram fékk ÍBV í heimsókn í Safa-
mýrina á mánudagskvöld og um 70
áhorfendur sáu körfuknattleiks-
menn Njarðvíkur í leik gegn Val í
Njarðvík sama kvöld.
Aðalástæðan fyrir fækkun
áhorfenda er offramboð á leikjum
og þá er gæðamunur á liðum geysi-
legur.
Munurinn á betri liðum og þeim
slökustu er alltof mikill – lið sem
eiga alls ekki heima í sömu deild
eru að leika.
Tólf lið leika í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik karla og fjórtán í 1.
deild í handknattleik karla. Það er
oft búið að benda á að til að koma á
skemmtilegu Íslandsmóti þyrfti að
leika 8 liða efstu deild, með t.d.
fjórfaldri umferð og sleppa úrslita-
keppninni. Þjóðverjar reyndu úr-
slitakeppni í handknattleik fyrir
nokkrum árum, sem gekk ekki
upp. Þegar þeir sáu að áhorfend-
um fækkaði á deildarleikjum,
hættu þeir strax við úrslitakeppn-
ina.
Það er komið svo að forkeppnin
skiptir litlu sem engu máli og færri
áhorfendur mæta á leikina, en áð-
ur. Á síðustu 12 dögum hafa farið
fram 65 kappleikir hjá liðunum í
efstu deild kvenna og karla í í
hand- og körfuknattleik. 31 leikur í
körfuknattleik og 34 í handknatt-
leik.
Forleikir eru yfirleitt ljúfir og
spennandi, en þegar þeir eru orðn-
ir langdregnir og þurrir, þá er lítil
sem engin skemmtun í þeim. For-
leikurinn hjá konum og körlum í
handknattleik stendur yfir í sex og
hálfan mánuð og eru leiknir 182
leikir hjá körlum og 135 leikir hjá
konum áður en úrslitakeppnin
hefst. Sjö umferðum var bætt við
kvennakeppnina frá sl. keppnis-
tímabili. Forleikurinn í körfuknatt-
leik er styttri, eða fimm mánuðir.
Þá eru leiknir 132 leikir hjá körlum
og 60 hjá konum. Þetta eru samtals
509 leikir hjá liðum í efstu deild í
þessum tveimur íþróttagreinum og
síðan má bæta við 124 leikjum í
bikarkeppni. Samtals 633 leikir!
Það vita allir, að áhuginn fyrir
forkeppni er ekki mikil og fer
minnkandi. Það er alltaf svo, að
það þarf að finna sökudólga, hverj-
um er um að kenna. Fámennur
hópur hefur ráðist að fréttamönn-
um og sagt að ekki sé sýnt eða
skrifað nægilega um íþróttina og
þá yfirleitt liðin sem þeir leika
með. Þessi hópur hefur gleymt því
að íþróttamenn eru skemmtikraft-
ar og það eru þeir sjálfir sem laða
að áhorfendur. Áhorfendur koma
til að sjá skemmtilega leiki, þeir
mæta ekki aftur og aftur til að
horfa upp á leiki sem eru ójafnir og
daprir. Það er erfitt að fá áhorf-
endur aftur, sem voru góðu vanir –
sáu lið sín í meistarabaráttu ár eft-
ir ár. Þeir geyma minningarnar
um allar skemmtilegu stundirnar –
mæta ekki til að sjá lið, sem eru
mörgum gæðaflokkum fyrir neðan
gömlu hetjuliðin.
Þegar út í úrslitakeppni kemur,
þá koma áhorfendur. Þá er það
orðið of seint fyrir flest lið. Mörg
komast ekki í úrslitakeppnina og
önnur falla úr leik strax eftir að
hafa leikið einn heimaleik. Er lang-
ur forleikur ekki dýru verði keypt-
ur, fyrir einn leik í úrslitakeppni,
eða engan?
Sigmundur Ó. Steinarsson
Offramboð
*+**',
*
-*'
'* **.
%
!/, '
!"
%0
!, 0
"
0
# 0
1+ 0
2"
0
1"
0
!"
0
!, 0
"
0
# %0
1+ 0
*,-
3**
*
* '
3***
*
MEISTARAR síðasta heims-
bikarmóts, Þjóðverjar, áttu ekki
í nokkrum vandræðum í fyrsta
leik sínum á mótinu, lögðu Júgó-
slava, 31:24, í leik þar sem hrað-
inn réð ríkjum og frábær mark-
varsla Danijels Saric í marki
Júgóslava kom í veg fyrir
stærra tap. Þjóðverjar léku flata
vörn, mjög ágenga og gerðu 12
mörk úr hraðaupphlaupum og
þrjú að auki úr vítaköstum sem
fengust í slíkum upphlaupum.
Hraði Þjóðverja var mikill og
oftar en ekki voru þeir tveir á
móti markverði Júgóslavíu sem
náði að verja fimm sinnum mað-
ur á móti manni eða tveimur.
Þýskir náðu snemma foryst-
unni, og héldu henni allan tím-
ann og staðan í leikhléi var
17:12. Eftir hlé mættu Júgóslav-
ar ákveðnir til leiks og Þjóðverj-
ar létu yngri og óreyndari leik-
menn reyna sig. Júgóslvar
gerðu fyrstu þrjú mörkin, 15:17,
og fyrsta mark Þjóðverja eftir
hlé kom ekki fyrr en eftir 8 mín-
útur. Um miðbik hálfleiksins
gerðu þeir út um leikinn end-
anlega þegar þeir gerðu sjö
mörk gegn einu marki Júgó-
slava.
Meist-
ararnir
sterkir