Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Crozier sagði upp ADAM Crozier, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambands- ins, sagði starfi sínu lausu í gær. Crozier, sem kom til starfa hjá sambandinu fyrir þremur árum, ákvað að hætta vegna deilna við forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar en mikill styr hefur stað- ið milli stjórnarmanna samtaka úrvalsdeildarinnar og Croziers um hin ýmsu mál sem snerta úrvalsdeildina og enska landsliðið. „Mér þykir sárt að yfirgefa starf sem ég hef haft gaman af að sinna en ég held að ég geti sagt að ég geti hætt með sæmd,“ sagði Crozier þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Crozier var maðurinn sem réð Svíann Sven Göran Eriksson sem landsliðsþjálfara og fékk miklar ákúrur hjá mörgum fyrir að ráða erlendan þjálfara til enska landsliðsins í fyrsta sinn. Gagnrýnisraddirnar voru fljótt kveðnar í kútinn enda hefur Eriksson staðið sig vel og er geysilega vinsæll á meðal ensku þjóðarinnar. Crozier mun gegna starfi framkvæmdastjóra þar til eftirmaður hans verður ráðinn. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Borgarnes: Skallagrímur – UMFG .....19.15 Seljaskóli: ÍR – UMFN.........................19.15 1. deild karla: Laugardalsh.: Árm./Þróttur – Höttur......20 Ísafjörður: KFÍ – Reynir S. ......................20 Þorlákshöfn: Þór Þ. – Selfoss....................20 BLAK 1.deild kvenna: Neskaupsstaður: Þróttur – KA........... 20.00 HANDKNATTLEIKUR Júgóslavía – Ísland 29:34 Borlänge, heimsbikarmótið í Svíþjóð, World Cup, B-riðill. fimmtud. 31. október 2002. Gangur leiksins: 0:1, 1:6, 3:6, 3:8, 5:8, 6:13, 8:13, 10:15, 12:15, 12:17,13:17, 13:19, 15:22, 16:23, 19:23, 19:25, 22:28, 25:28, 25:30, 27:30, 28:33, 29:34. Mörk Júgóslavíu: Zikica Milosavljevic 6, Ratko Nikolic 5, Nedeliko Jovanovic 4, Dragan Sudzum 4/3, Nenad Maksic 3, Mladen Bojinovic 2, Ljubomir Pavlovic 2, Dusko Milinovic 1, Vladimir Mandic 1, Ratko Djurkovic 1. Varin skot: Danijel Saric 15 (þar af 9 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Íslands: Patrekur Jóhannesson 9, Einar Örn Jónsson 7, Gústaf Bjarnason 7/3, Aron Kristjánsson 3, Guðjón Valur Sig- urðsson 3, Róbert Sighvatsson 1, Sigfús Sigurðsson 1, Heiðmar Felixson 1, Ólafur Stefánsson 1, Gunnar B.Viktorsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 18 (þar af 6 til mótherja), 8 (2) langskot, 6 (2) hraðaupphlaup, 2 (1) lína, 2 (1) gegnum- brot. Utan vallar: 16 mínútur. Dómarar: Svein Olav Öie og Oyvind Tog- stad frá Noregi, hræðilega slakir og mjög áberandi hlutdrægir. Áhorfendur: 1.178. Rússland – Þýskaland........................ 28:31 Alexnadre Toutchkine 7, Alexel Rastvort- sev 6 – Christian Zeitz 8, Pascal Hens 6. Staðan: Þýskaland 3 3 0 0 89:72 6 Rússland 3 1 0 2 98:91 2 Júgóslavía 3 1 0 2 85:96 2 Ísland 3 1 0 2 82:95 2 A-riðill Frakkland – Egyptaland ................... 29:23 Cédric Burdet 7, Stéfhane Platin 3 – Hussein Zaki 9, Said Hussein 2, Saber Be- lal 2. Svíþjóð – Danmörk..............................25:33 Magnus Wislander 5, Johan Petterson 4 – Michael Knudsen 5, Lars Christiansen 5. Staðan: Frakkland 3 2 1 0 77:69 5 Danmörk 3 2 0 1 82:75 4 Svíþjóð 3 1 1 1 74:80 3 Egyptaland 3 0 0 3 72:81 0 KNATTSPYRNA UEFA-bikarkeppnin, 2. umferð, fyrri leik- ir: APOEL (Kýp.) – Hertha........................ 0:1 Dinamo Zagreb (Kró.) – Fulham .......... 0:3 Sparta Prag – Denizlispor (Tyr.) .......... 1:0 Ferencváros (Ung.) – Stuttgart ............ 0:0 Sturm Graz (Aus.) – Levski (Búl.) ........ 1:0 Partizan (Júg.) – Slavia Prag................. 3:1 Ipswich – Slovan Liberec (Ték.) ........... 1:0 Leeds – Hapoel Tel-Aviv (Ísr.).............. 1:0 National Búkarest (Rúm.) – París SG.. 0:2 Celtic – Blackburn................................... 1:0 Fenerbahce (Tyr.) – Panathinaikos ...... 1:1 Lazio – Crvena Zvezda (Júg.)................ 1:0 Austria Vín – Porto ................................. 0:1 Anderlecht – Midtjylland (Dan.) ........... 3:1 Vitesse (Hol.) – W. Bremen ................... 2:1 Alavés (Spá.) – Besiktas (Tyr.).............. 1:1 Boavista (Spá.) – Famagusta (Kýp.)..... 2:1 Parma – Wisla (Pól.) ............................... 2:1 PAOK (Gri.) – Grasshoppers ................. 2:1 Malaga – Amica Wronki (Pól.) .............. 2:1 Celta (Spá.) – Viking............................... 3:0 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla. Intersportdeildin, 5. umferð 31. okt. 2002. Hamar – Keflavík 83:137 Hveragerði: Gangur leiksins: 4:0, 8:10, 10:26, 11:28, 13:31, 19:37, 23:47, 29:56, 34:56, 37:63, 37:66, 37:70, 52:87, 54:92, 56:92, 60:102, 71:114, 73:119, 74:123, 76:128, 78:131, 81:137, 83:137. Stig Hamars: Svavar Birgisson 23, Svavar Páll Pálsson 20, Lárus Jónsson 11, Robert O’Kelly 8, Marvin Valdimarsson 6, Gunn- laugur Hafsteinn 4, Pétur Ingvarsson 4, Hallgrímur Brynjólfsson 4, Ægir Gunn- arsson 2, Magnús Sigurðsson 1. Fráköst: 21 í vörn – 11 í sókn. Stig Njarðvíkur: Damon S. Johnsson 30, Gunnar Einarsson 29, Guðjón Skúlason 26, Magnús Þ. Gunnarsson 15, Falur J. Harðarson 11, Kevin S. Grandberg 10, Sverrir Þór Sverrisson 8, Davíð Þ. Jóns- son 4, Jón Nordal Hafsteinsson 2, Þor- steinn Ó. Húnfjörð 2. Fráköst: 15 í vörn – 23 í sókn. Villur: Hamar 16 – Keflavík 23. Dómarar: Sigmundur M. Herbertsson og Einar Einarsson. Áhorfendur: Um 180. Tindastóll – KR 73:85 Sauðárkrókur: Gangur leiksins: 5:5, 9:18, 18:22, 22:28, 25:36, 29:38, 29:41,33:45, 40:47, 41:50, 45:52, 52:56, 57:58, 63:60, 65:62, 65:68, 66:73, 70:75, 70:85, 73:85 . Stig Tindastóls: Clifton Cook 26, Maurich Carter 17, Michail Antropov 15, Einar Örn Aðalsteinsson 11, Sigurður G. Sig- urðsson 3, Helgi Viggósson 1. Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn. Stig KR: Darrel Flake 34, Ingvaldur M. Hafsteinsson 14, Steinar P. Magnússon 10, Arnar S. Kárason 8, Óðinn Ásgeirsson 6, Skarphéðinn Ingason 4, Magnús Helga- son 4, Jóel Sæmundsson 3, Tómas Her- mannsson 2. Fráköst: 25 í vörn, 14 í sókn. Villur: Tindastóll 25, KR 23. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Skarphéðinsson. Áhorfendur: 305. Snæfell – Breiðablik 95:81 Stykkishólmur: Gangur leiksins:12:11, 20:11, 24:14, 32:19, 32:21, 34:29, 39:33, 45:39, 52:41, 58:45, 67:49, 75:55, 75:59, 75:65, 79:72, 81:72, 81:75, 86:77, 95:81. Stig Snæfells: Jón Ólafur Jónsson 28, Hlynur Bæringsson 21, Clifton Bush 20, Helgi Reynir Guðmundsson 12, Lýður Vignisson 7, Sigurbjörn Þórðarson 7. Fráköst: 23 í vörn – 21 í sókn. Stig Breiðabliks: Kenny Tate 26, Pálmi F. Sigurgeirsson 23, Friðrik Hreinsson 16, Loftur Einarsson 8, Þórólfur H. Þor- steinsson 4, Jón Arnar Ingvarsson 2, Valdimar Helgason 2. Fráköst: 19 í vörn – 17 í sókn. Villur: Snæfell 14 – Breiðablik 22. Dómarar: Jón Bender og Eggert Þ. Að- alsteinsson skiluðu sínu hlutverki með ágætum. Áhorfendur: 210. Valur – Haukar 73:84 Hlíðarendi: Gangur leiksins: 2:0, 2:8, 8:15, 15:19, 21:19, 21:27, 26:27, 26:30, 30:30, 32:45, 38:47, 42:52, 49:52, 49:61, 53:64, 55:69, 58:73, 63:82, 64:84, 73:84. Stig Valur: Laverne Junior 23, Ragnar N. Steinsson 12, Ólafur M. Ægisson 10, Ægir H. Jónsson 9, Hjörtur Þ. Hjartarson 8, Bjarki Gústafsson 7, Hinrik Gunnarsson 4. Fráköst: 22 í vörn – 15 í sókn. Stig Haukar: Stevie Johnson 35, Marel Ö. Guðlaugsson 13, Ottó Þórsson 10, Sævar I. Haraldsson 8, Ingvar Guðjónsson 7, Predra Bojovic 6, Þórður Gunnþórsson 3, Halldór Kristmannsson 2. Fráköst: 26 í vörn – 6 í sókn Villur: Valur 24 – Haukar 12. Dómarar: Georg Andersen og Bjarni Gaukur Þórmundsson. Áhorfendur: 87. Í KVÖLD ÞJÓÐVERJAR lögðu Rússa í síðustu umferð B-riðilsins á heimsbik- armótinu í Svíþjóð í gærkvöldi, 31:28 Sigur þeirra var sannfærandi þrátt fyrir að dómararnir frá Úkraínu gerðu allt sem þeir gátu til að að- stoða Rússa. Þjóðverjar luku því leik með fullt hús stiga eitt liða og eru með markatöluna 89:72. Leikur liðanna var skemmtilegur en mun meira sást af mistökum hjá Þjóðverjum að þessu sinni og ef til vill vegna þess að þeir misstu tvo mikilvæga menn út af snemma leiks eftir að þeir voru hreinlega slegnir í gólfið af rússnesku vörninni án þess að dómararnir sæju ástæðu til að sýna viðkomandi gult spjald en rautt spjald hefði verið eðlilegt í báðum til- vikum. Þjóðverjar byrjuðu á að ganga vel út á móti Toutchkine en stórskyttan hinum megin, Rastvortsev nýtti sér það vel og gerði sex mörk í fyrri hálfleiknum en í síðari hálfleik höfðu Þjóðverjar betri gætur á honum og sáu til þess að hann skoraði ekki mark. Leikurinn var lengstum í járnum þó svo að Rússar næðu undirtökunum í fyrri hálfleik og höfðu um tíma fjögurra marka forystu, 12:8. Rússum gekk jafn erfiðlega að nýta sér þegar þeir voru einum fleiri en það gerðist í heilar átta mínútur í leiknum. Vörn Þjóðverja varð enn sterkari þegar þessi staða kom upp og virðist það henta þeim vel að leika einum færri. Í síðari hálfleik náðu Þjóðverjar mjög góðri byrjun og gerðu tíu mörk í fyrstu tólf sóknunum, staðan 21:24 fyrir Þjóðverja. Rússar náðu að minnka muninn en aldrei að jafna hvað þá að komast yfir, til þess voru Þjóðverjar of sterkir. Markahæstur hjá Þjóðverjum var Christian Zeitz með 8 mörk, Pascal Hens gerði 6 og Christian Schwarzer 5. Hjá Rússum var Toutchkine með 7 mörk og Rastvortsev 6. Fullt hús hjá meisturunum Hafnfirðingar náðu strax betritökum á leiknum á Hlíðarenda, en Valsmenn gáfu allt sem þeir áttu til að ná einhverjum tökum. Það skilaði þeim 21:19 forystu þegar átta mínútur voru liðnar af fyrsta fjórðungi en þá fór að halla á ógæfu- hliðina. Vörn þeirra gliðnaði um of og það nýttu gestirnir sér til hins ýtrasta þar sem Stevie Johnson fór á kostum auk þess að hittni heimamanna var verulega ábótavant. Valsmönnum gekk aðeins betur rétt fyrir hlé og var staðan í hálfleik 47:38 fyrir Hauka. Síðari hálfleikur fór rólega af stað, sérstaklega tóku Hafnfirðingar það rólega og Valsmönnum tókst að minnka muninn í þrjú stig, 52:49. Þá loks drógu Haukar upp sokkana. Hægt og bítandi náði liðið saman og Valsmenn áttu ekkert svar við því. Þeir reyndu að herða á vörninni en það kostaði margar villur og skilaði litlum árangri. Þegar munaði tuttugu stigum slökuðu Haukar á klónni en sigurinn var ekki hættu. „Við vinnum ekki mörg lið með þessari vörn,“ sagði Bergur Már Em- ilsson, þjálfari Vals. Valsmenn mættu vissulega tilbúnir í slaginn en tókst ekki að sýna sparihliðarnar. Vörnin hélt ekki nógu vel og þegar skotin rötuðu ekki nógu oft í körfuna var ekki hægt að búast við sigri. Bestur var Laverne Junior og að ósekju hefði hann mátt láta meira til sín taka. „Ég er ánægður með að landa sigri því Valsmenn sýndu rækilega þegar þeir unnu Njarðvík að þeir geta bitið frá sér enda tók okkur rúmar þrjátíu mínútur að losa þá frá okkur,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Stevie Johnson skoraði tæplega helming stiga Hauka. Fyrsti heimasigur Snæfells Snæfell sigraði Breiðablik í Stykk-ishólmi með 95 stigum gegn 81. Það var einungis á fyrstu fimm mín- útum leiksins sem Blikarnir héldu í við heimamenn, en eftir það höfðu heima- menn undirtökin það sem eftir lifði leiks. Um miðjan fyrsta leikhluta náði Snæfell að keyra upp hraðann í vörn og sókn. Náðu nokkr- um góðum hraðaupphlaupum með Helga Reyni í broddi fylkingar. Á meðan hlutirnir gengu upp hjá Snæ- felli þar sem Jón Ólafur Jónsson og Clifton Bush hittu vel, var leikur Blika stirður, t.a.m. hékk Kenny Tate fullmikið á boltanum. Í upphafi ann- ars leikhluta skiptu gestirnir yfir í svæðisvörn og tóks þannig að róa leikinn, sér í hag. Blikunum gekk best þegar þeim tókst að róa leikinn og stjórna hraðanum, það er greinilega leikstíll sem hentar þeim vel. Friðrik Hreinsson átti ágæta rispu í öðrum fjórðungi og á þeima kafla tókst gest- unum að minnka muninn í 5 stig. Á tímabili í upphafi seinni hálfleiks leit út fyrir að Blikarnir væru að gefast upp. Þá fór Snæfellingurinn Jón Ólaf- ur á kostum í sókninni, en þegar þarna var komið, höfðu heimamenn fundið gott svar við svæðisvörn gest- anna. Fjórði leikhluti hófst með mik- illi pressuvörn um allan völl hjá Blik- um og á sama tíma virkuðu Snæ- fellingar kærulausir. Blikunum, drifnum áfram af Pálma Frey, tókst að minnka muninn niður í sjö stig rétt fyrir miðjan leikhlutann, en þá vökn- uðu Snæfellingar af værum blundi, og luku leiknum með góðum enda- spretti. Í liði Snæfells var Jón Ólafur Jónsson sjóðheitur í sókninni með sín 28 stig og góða nýtingu, en varnar- leikinn þarf hann að bæta. Hlynur Bærings var mjög traustur í leiknum, bæði í sókn og vörn, var t.d. með 13 fráköst. Helgi Reynir Guðmundsson lék sinn besta leik í vetur, stjórnaði sóknarleiknum mjög vel og skoraði körfur á mikilvægum augnablikum. Hjá Breiðablik lék Pálmi Freyr Sig- urgeirsson mjög vel, sérstaklega í fjórða leikhluta þegar hann virtist vera að taka leikinn í sínar hendur. Friðrik Hreinsson átti fínan leik framan af, hitti vel og var ógnandi í sókninni, en dalaði þegar leið á leik- inn. Kenny Tate er mjög öflugur leik- maður, með mikinn stökkkraft, tekur mikið af fráköstum og er með mjög góð skot. Hann mætti þó falla betur inn í liðsheildina. Loftur Einarsson stóð vel fyrir sínu, sterkur varnar- maður og mikill baráttuhundur. Skotsýning í Hveragerði Leikmenn Keflavíkur buðu upp áhreina skotveislu í Hveragerði í gærkvöldi þegar þeir unnu Hamars- menn með 54 stiga mun, 83:137. Það gekk nánast allt upp hjá Keflavík og haldi þeir áfram á sömu braut og í síðustu leikjum, virðist fátt geta stöðvað þá um þessar mundir. Keflvíkingar skoruðu alls tuttugu og eina þriggja stiga körfu í leiknum og voru þeir með 53% nýtingu í þriggja stiga skotum í leiknum. Gunnar Einarsson gaf tóninn strax í fyrsta leikhluta fyrir Keflavík en hann skoraði þá 18 stig og lagði grunn að góðum sigri Keflavíkur. Hann var síðan hvíldur og við tók Guðjón nokk- ur Skúlason í þriggja stiga skotunum og skoraði hann sex þriggja stiga körfur, en Gunnar fimm stykki úr sex tilraunum, einstaklega góð nýting. Þó var í upphafi leiks sem Hamar ætlaði ekki að gefa tommu eftir, en þegar leið á leikinn, virtist sem fjaraði und- an liðinu. Hamarsmenn náðu sér aldrei á strik í vörninni, en það var nánast sama til hvaða bragðs þeir gripu, Keflvíkingar höfðu alltaf svör á reiðum höndum og spiluðu hraðan og lipran sóknarbolta. Í heildina er erfitt að draga ein- staka leikmenn Keflavíkur fram fyrir aðra. Þó voru þeir Damon S. Johnson, Gunnar Einarsson, Guðjón Skúlason, Sverrir Sverrisson og Magnús Þ. Gunnarsson einna bestir í annars góðu liði Keflavíkur. Hjá Hamri spilaði Svavar Birgis- son vel í sókninni, sem og Svavar Pálsson. Ljósið í myrkrinu hjá Hamri var ágæt sókn, en í vörninni réðu þeir ekkert við Keflvíkingana. „Það var lítill varnarleikur sem við sýndum gegn sterku Keflavíkurliði og því fór sem fór,“ sagði Lárus Jónsson, fyr- irliði Hamars. Sanngjarn sigur KR-inga KR sótti dýrmæt stig til Sauðár-króks, eftir sanngjarnan sigur í miklum baráttuleik í gærkvöldi, 85:73. Leikurinn hófst með mikilli bar- áttu og hraða en fljótlega tóku gest- irnir forystuna og eftir nokkurra mín- útna leik voru þeir komnir í þægilega stöðu með um tíu stiga forystu. Þann- ig hélst leikurinn allt til hálfleiks, Vörn gestanna var mun sterkari en heimamanna, sem átti lítil svör við leik Darrel Flake sem var yfirburða- maður í liði KR. Heimamenn söfnuðu á sig villum, Axel kominn með þrjá villur í lok fyrsta leikhluta, en náðu þó að saxa á forskotið niður í sjö stig þegar flautað var til leikhlés. KR-ingar héldu uppteknum hætti í upphafi þriðja leikhluta og skoruðu tíu fyrstu stigin en þá sneru Tinda- stólsmenn vörn í sókn, þéttu vörnina og léku sóknarleikinn vel á meðan vörn KR-inga var nánast í molum og á nokkrum mínútum skoruðu leik- menn Tindastóls tuttugu stig á móti sex og breyttu stöðunni í 61: 58 og þótti nú áhorfendum sem loks færi að rofa til eftir erfiðan fyrri hluta. Í lok þriðja leikhluta var staðan 65:62. KR-ingar voru hins vegar ekki á því að gefast upp, og strax í upphafi síðasta leikhlutans náðu gestirnir aft- ur yfirhöndinni og létu hana ekki af hendi til leiksloka. Mikil harka færðist í leikinn á loka- mínútunum, og létu heimamenn mót- lætið pirra sig verulega og fengu á sig tæknivíti fyrir mótmæli við dómgæsl- una og lönduðu gestirnir sigri, sem skapaðist fyrst og fremst vegna yf- irvegaðs leiks, þar sem sett voru upp leikkerfi, sem enduðu flest hjá Darr- el, Ingvaldi eða Steinari, bestu mönn- um KR-inganna, sem skiluðu boltan- um í körfuna. Í liði Tindastóls voru Clifton Cook bestur en Maurich Carter og Antrop- ov áttu góðan síðari hálfleik. Þá kom Einar Örn mjög sterkur inn í liðið og er ljóst að hinir tveir nýju leikmenn Tindastóls, sem komu frá Þór, eiga eftir að styrkja liðið veru- lega í vetur, þó að þeir séu ekki enn alveg komnir í takt við þá sem fyrir eru. Haukar komu Val niður á jörðina VALSMENN náðu ekki að fylgja eftir fræknum sigri á Íslandsmeist- urum Njarðvíkinga og varnarleikurinn varð þeim að falli þegar Haukar skelltu þeim niður á jörðina á Hlíðarenda í gærkvöldi í úr- valsdeildinni í körfuknattleik, 84:73. Keflvíkingar halda áfram að ferðast með flugeldasýningar og voru þeir með sýningu hjá Ham- arsmönnum í hveragerði í gærkvöldi – gerðu 137 stig gegn 83 heimamanna. KR-ingar fögnuðu sigri á Sauðárkróki, 85:73, og leik- menn Snæfells lögðu Blika að velli í Stykkishólmi, 95:81. Stefán Stefánsson skrifar Ríkharður Hrafnkelsson skrifar Helgi Valberg skrifar Björn Björnsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.