Morgunblaðið - 01.11.2002, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 C 3
ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ Í
KUMITE
Sunnudaginn 02. nóvember kl. 11:00
Fylkishöllinni við Fylkisveg 6
Úrslit hefjast kl. 15:00
Komdu og fylgstu með
bestu karatemönnum landsins
í frjálsum bardaga!
KARATESAMBAND ÍSLANDS
ÍÞRÓTTIR
GÚSTAF Bjarnason skoraði tíma-
mótamark í leiknum gegn Júgóslöv-
um í Borlänge í gærkvöldi. Þriðja
mark hans í leiknum var 300. lands-
liðsmark hans, en Gústaf hefur skor-
að 304 mörk með landsliðinu.
GÚSTAF er sá landsliðsmaður
sem hefur skorað flest mörk í lands-
leik – hann skoraði 21 mark er Ís-
lendingar skelltu Kínverjum á Sel-
fossi 1997, 31:22.
GÚSTAF skoraði síðast mark í
Póllandi 16. mars, er Ísland vann
Pólland í æfingaleik, 28.23.
ÍSLENDINGAR hafa oft haft góð
tök á Júgóslövum í gegnum tíðina og
á EM í Svíþjóð í byrjun árs fögnuðu
íslensku leikmennirnir sigri á þeim,
34:26. Þá skoraði Ólafur Stefánsson
10 mörk og Gústaf lék ekki með. Ein-
ar Örn Jónsson skoraði þá 8 mörk,
en hann skoraði sjö í gærkvöldi.
BANDARÍSKI landsliðsmaðurinn
Claudio Reyna leikur ekki meira
með Sunderland á leiktíðinni. Reyna
meiddist á hné í leik Sunderland og
Bolton á mánudagskvöldið og í gær
kom í ljós að krossbönd í hnénu slitn-
uðu sem þýðir að hann verður frá í
átta mánuði.
FULHAM stendur vel að vígi eftir
3:0 sigur á móti Dinamo Zagreb á
útivelli í fyrri viðureign liðanna í 2.
umferð UEFA-keppninnar í knatt-
spyrnu. Króatarnir misstu leikmann
að velli með rautt spjald á 32. mínútu
og fjórum mínútum síðar skoraði Lu-
is Boa Morte fyrsta mark Fulham.
Steve Marlet og Barry Hayles bættu
við tveimur mörkum í seinni hálfleik.
EYJÓLFUR Sverrisson lék allan
tímann í vörn Herthu Berlin sem
sigruðu Apoel Nicosia, 1:0, á Kýpyr
þar sem varamaðurinn Bartosz
Karwan skoraði sigurmarkið þegar
þrjár mínútur voru komnar fram yfir
venjulegan leiktíma.
HERMANN Hreiðarsson lék allan
tímann í vörn Ipswich sem sigraði
Slovan Liberec frá Tékklandi, 1:0,
en þetta var fyrsti leikur Ipswich
undir stjórn Joe Royle. Vamaðurinn
Darren Bent skoraði sigurmarkið
um miðjan síðari hálfleik. Ipswich
hefur átt góðu gengi að fagna á
heimavelli sínum í Evrópukeppninni
og er ósigrað á Portman Road í 39
leikjum.
HANNES Þ. Sigurðsson sat á
varamannabekk Viking sem tapaði
fyrir Celta Vigo á Spáni, 3:0.
HARRY Kewell tryggði Leeds sig-
urinn á ísraelska liðinu Hapoel Tel
Aviv á Elland Road þegar hann skor-
aði eina mark leiksins á 82. mínútu.
SVÍINN Henrik Larsson var hetja
Celtic en þessi mikli markaskorari
skoraði eina mark leiksins þegar
Celtic bar sigurorð af Blackburn á
heimavelli sínum í Glasgow.
FÓLK
.
-
m
m
r
k
r
Íslenska liðið fékk sannkallaðaóskabyrjun í gær. Guðmundur
Hrafnkelsson gaf tóninn með því að
verja í tvígang mjög
vel, Patrekur átti
skot í stöngina áður
en fyrsta markið
kom. Eftir átta mín-
útna leik var staðan
6:1 fyrir Ísland og allt virtist ætla
að ganga upp. Júgóslavar fóru langt
út á móti Ólafi Stefánssyni en það
var leyst skemmtilega með því að
setja hann á miðjuna sem leik-
stjórnanda langt aftur á velli. Hann
ógnaði mikið og losaði þannig um
aðra og í vörn var barist af krafti og
einlægni og hraðaupphlaupin keyrð
eins og áður – á fullri ferð. Mun-
urinn á þeim nú og í fyrri leikjum
var að ef útséð var um að hægt væri
að skora í fyrstu tilraun var hægt
aðeins á og skynsemin látin ráða.
Þetta gekk eins og í sögu.
Hættumerki gerði vart við sig
eftir fjórtán mínútur þegar hræði-
lega hlutdrægir og lélegir norskir
dómarar ráku Sigfús Sigurðsson út-
af öðru sinni fyrir nákvæmlega ekki
neitt, eins og í fyrra sinnið. Sigurð-
ur Bjarnason kom í vörnina í stað
Sigfúsar, sem hefur leikið stórkost-
lega í vörn í þessu móti, og átti Sig-
urður fínan leik.
Júgóslavar náðu að minnka mun-
inn niður í þrjú mörk, fyrst og
fremst venga þess að íslensku leik-
mennirnir náðu ekki fráköstum eft-
ir að Guðmundur varði vel. Þannig
fékk liðið á sig þrjú mörk um miðbik
fyrri hálfleiks og staðan var 9:6. Þá
komu fjögur íslensk mörk í röð og
Guðmundur var iðinn við að skipta
inn leikmönnum. Heiðmar Felixson
kom í sóknina og Aron Kristjánsson
einnig. Júgóslavar reyndu hvað þeir
gátu, skiptu um markvörð en ekk-
ert gekk. Munurinn samt aðeins
fjögur mörk, 17:13 í leikhléi.
Íslendingar gerðu tvö fyrstu
mörk síðari hálfleiks og komust í
23:16 eftir átta mínútur. Nokkur
losarabragur var á sóknarleiknum á
þessum tíma enda voru Íslendingar
oftast einum færri og Júgóslavar
tóku tvo menn úr umferð og press-
uðu framarlega á aðra þannig að
staðan var erfið. Sókn Júgóslava
var slök á þessum tíma og bjargaði
það málunum.
Þegar hálfleikurinn var hálfnaður
kom Sigfús inn í vörnina á ný og
hafði ekki verið þar lengi þegar
dómararnir sáu eitthvað sem eng-
inn annar sá og ráku hann í bað.
Sigfús reyndi af stakri kurteisi að
þakka dómaranum fyrir leikinn um
leið og hann fór af velli – alls ekki
dónalegur – en Norðmaðurinn
blessaður leit ekki við Sigfúsi sem
fór útaf með treyjuna sína í hengl-
um, hefur sjálfsagt rifið hana sjálf-
ur því ekki var dæmt á Júgóslav-
ana.
Íslenska liðinu tókst að halda
muninum og fimm marka sigur var
staðreynd.
Það er ekki hægt annað en taka
ofan fyrir íslenska liðinu að þessu
sinni.
Þótt ekki væri nema að hafa ekki
látið dómarana eyðileggja leik sinn.
Það er raunar áhyggjuefni hvernig
dómurum er raðað niður á leiki.
Úkraínumennirnir voru látnir
dæma leik Rússa og Þjóðverja og
Norðmenn okkar leik, eðlilegra
hefði verið að snúa þessu við þannig
að ekki sé boðið upp á þá hættu að
menn séu hlutdrægir. En því miður
hefur þetta verið svona í handbolt-
anum lengi og verður sjálfsagt
áfram.
Guðmundur átti fínan leik eins og
í fyrrakvöld, en nú hverfur hann á
braut og Birkir Ívar og Hlynur
verða að standa vaktina í síðustu
tveimur leikjunum um helgina. Pat-
rekur fór mikinn í leiknum og var
sannur fyrirliði þegar á reyndi. Ar-
on átti fínan leik og hornamennirnir
voru mjög sterkir, Gústaf, sem kom
inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn, að
auki öruggur á vítalínunni.
Morgunblaðið/Mikael Forslund
„Hvert ert þú að fara?“ gætu íslensku leikmennirnir Sigfús Sigurðsson, Patrekur Jóhannesson og Aron Kristjánsson verið að segja
þegar þeir taka góðkunningja Íslendinga, Nedeljlo Jovanovic, traustum tökum.
Íslendingar skelltu
Júgóslövum í Borlänge
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik lagði það júgóslavneska,
34:29, í síðasta leik riðlakeppninnar á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í
gærkvöldi. Sigurinn var langþráður en um leið sannfærandi og
sanngjarn og það er greinilegt að liðið er á réttri leið því leikur þess
í gær var mun betri en tveir fyrri leikir þess. Hins vegar er óþarfi að
ofmetnast því enn er ýmislegt sem má laga og leikmenn gera enn of
mikið af mistökum í sókninni þótt þeim fækki stöðugt á milli leikja.
Svíar verða mótherjar Íslendinga á laugardaginn í Gautaborg.
!"
#"
$
%
& ' ()* +
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
frá Svíþjóð