Morgunblaðið - 01.11.2002, Side 4
GUÐMUNDUR Hrafnkelsson
landsliðsmarkvörður heldur til Ítal-
íu í dag þannig að það vera þeir Ív-
ar Birkir Guðmundsson og Hlynur
Jóhennsson sem verja íslenska
markið í tveimur síðustu leikjunum
í heimsbikarkeppninni í Svíþjóð.
ANDRÉS Kristjánsson, fyrrver-
andi landsliðsmaður úr Haukum, er
aðstoðarmaður íslenska hópsins á
mótinu, en hann hefur búið lengi í
Svíþjóð og er öllum hnútum kunn-
ugur innan sænska handknattleiks-
sambandsins. Dóttir hans, Emma,
sem er sautján ára, starfar líka við
mótið, en hún er ein þeirra sem
skráir niður tölfræðilegar upplýs-
ingar í leikjunum í B-riðli sem
leiknir eru í Borlänge og Ludvika.
SIGFÚS Sigurðsson er búinn að
vera veikur síðan hann kom til Sví-
þjóðar á mánudaginn. Hann hefur
samt látið sig hafa það að spila og
það er varla hægt að sjá á honum
innan vallar að hann sé veikur. Það
er hann engu að síður, með hita,
höfuðverk og hálsbólgu þannig að
kraumar hressilega í honum. Sigfús
tekur þessu þó með stóískri ró:
„Þetta er yndislegt líf,“ sagði hann
glottandi þegar hann fór upp á hót-
elherbergi til að hvíla sig eftir
morgunverð í gærmorgun.
ÁTTA leikmenn mættu á æfingu
í gærmorgun, ekki vegna þess að
hinir hefðu ákveðið að skrópa held-
ur gaf Guðmundur Þ. Guðmunds-
son landsliðsþjálfari þeim sem mest
hafa leikið frí. Þeir sem æfðu í gær
voru markverðirnir Hlynur og
Birkir Ívar og Gústaf Bjarnason,
Snorri Steinn Guðjónsson, Heið-
mar Felixson, Gunnar Berg Vikt-
orsson, Aron Kristjánsson og Sig-
urður Bjarnason.
HRAFNHILDUR Skúladóttir fór
mikinn með liði Tvis Holstebro í
dönsku úrvalsdeildinni í handknatt-
leik í fyrrakvöld og skoraði 10
mörk. Það dugði skammt því
Holstebro tapaði, 35:24, og án stiga
eftir átta umferðir.
ÞJÁLFARAR NBA-liðsins Dallas
Mavericks, feðgarnir Don og Donn-
ie Nelson sátu á veitingastað í
Dallas og horfðu á lið sitt leggja
Memphis Grizzlies að velli á útivelli
í fyrsta leik liðanna á keppnistíma-
bilinu. Feðgarnir voru klæddir í
röndótta samfestinga að hætti
fanga og voru einnig með stálkúlu
festa með keðju við fótinn.
MEÐ þessu vildu þeir mótmæla
tveggja leikja banni sem þeir fengu
eftir að hafa horft á leikmenn í
Júgóslavíu sem voru ekki gjald-
gengir í háskólavalið. Mjög stífar
reglur eru þess efnis í NBA-deild-
inni. Nelson-feðgarnir notuðu tæki-
færið og söfnuðu fé á veitingastaðn-
um til styrktar krabbameinssjúkum
börnum í Dallas.
TERRY Yorath, knattspyrnu-
stjóri Sheffield Wednesday, sagði
upp starfi sínu í gærmorgun, dag-
inn eftir að lið hans tapaði fyrir Mil-
wall í ensku 1. deildinni og er nú í
þriðja neðsta sæti. Í leikslok gerðu
stuðningsmenn Sheffield Wedn-
esday hróp að Yorath og þar með
fékk hann nóg, en nokkru fyrir leik-
inn hafði Yorath sagt að hann væri
ekki á förum frá félaginu.
ÍSLENSKA knattspyrnukonan,
Eyrún Oddsdóttir, setti met með
háskólaliði sínu Southern Birming-
ham í Alabama í Bandaríkjunum.
Eyrún gaf 25 stoðsendingar á leik-
tíðinni sem er nýtt skólamet.
BOLTON hefur ákveðið að danski
landsliðsmaðurinn í knattspyrnu
Stig Töfting komi til greina eins og
hver annar í liðið þrátt fyrir að hafa
hlotið fjögurra mánaða fangelsis-
dóm fyrir að hafa gengið í skrokk á
tveimur mönnum á veitingastað í
Kaupamannahöfn í sumar.
FÓLK
Guðmundur varði fantavel og þaðer mjög jákvætt og svo keyrð-
um við á hraðaupphlaupin en hægð-
um á okkur á réttum
tíma núna, keyrðum
þau ekki alveg eins
og undanfarið. Það
munaði miklu að
missa Sigfús úr vörninni en Sigurður
var alveg þokkalegur og það er aldrei
að vita hvernig hefði farið ef Sigfús
hefði náð að standa vörnina allan tím-
ann.“ Hvernig finnst þér mótið hafa
verið? „Ég er auðvitað mjög fúll að
hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum
svona stórt. Það sem hefur virkað hjá
okkur í leikjunum hefur virkað mjög
vel en svo höfum við klikkað á stutt-
um köflum og þá hefur verið rúllað
yfir okkur.
Mótið er mjög jákvætt fyrir okkur
upp á framhaldið að gera og við get-
um ekkert nema lært af þessu öllu.
Við sjáum til dæmis hvað liðin koma
til með að gera á móti okkur í Heims-
meistarakeppninni í Portúgal. Það er
til dæmis fínt að geta æft þegar ég er
tekinn úr umferð og við höfum svör
við því og svona mætti lengi telja og
við verðum tilbúnir með þetta allt
saman á HM. Í heildina er þetta í
lagi, vörnin er meira og minna fín og
sóknarleikurinn er að koma, það er
auðvitað geðveiki að gera um tuttugu
tæknileg mistök í einum leik, eins og
á móti Rússum,“ sagði Ólafur.
Leikur okkar stöðugt betri
„Leikur okkar verður stöðugt
betri og ég er auðvitað mjög ánægður
með sigurinn. Við náðum að hægja
aðeins á hraðaupphlaupunum á rétt-
um tíma núna þó svo við keyrðum
mjög grimmt á þá þegar það átti við,“
sagði Guðmundur Guðmundsson
þjálfari léttur á brún í leikslok.
„Þrátt fyrir sigurinn er enn mjög
margt sem við þurfum að laga en við
erum búnir að laga helling og teljum
okkur hafa fundið svör við mörgu af
því sem var vandamál í fyrsta leikn-
um og öðrum leiknum og nú er bara
að finna svör við því sem enn má laga.
Mótherjarnir reyna að koma í veg
fyrir að Patrekur og Ólafur fái bolt-
ann þegar þeir tapa honum og reyna
þannig að tefja hraðaupplaupin og
hefur gengið ágætlega nema í kvöld.“
Er lausnin fundin? „Já, við teljum
það. Við fáum Rúnar til að koma í
boltann eða vinstri hornamanninn og
ég tel að þetta verði ekki vandamál í
framtíðinni því ef liðin sækja fram
með einn eða tvo menn þá sækjum
við á þá fjórir á móti fjórum og það er
auðveldara þar sem þá hefur hver
leikmaður meira svæði til að vinna á.“
Hvers vegna settir þú Gústaf í
byrjunarliðið?
„Tja, mér fannst það eðlilegt miðað
við hina leikina tvo. Hann er mjög
góður leikmaður og ég treysti honum
mjög vel og innkoma hans sýnir
ákveðinn styrk, það er gott ef menn
geta hvílt meira og minna í einn eða
tvo leiki og komið síðan mjög sterkir
inn þegar kallið kemur.“
Þegar þið voruð einum færri, var
sóknarleikurinn stundum nokkuð
vandræðalegur, ertu ekki sammála
því?
„Jú, en þetta er mjög erfitt. Þeir
taka tvo úr úmferð og sækja fram-
arlega á móti hinum þannig að ef
menn ætla að skjóta fyrir utan þá eru
það skot af allt of löngu færi. Þetta
var mjög erfið staða og við verðum
trúlega að fara betur yfir þetta eins
og svo margt annað. Við skulum samt
ekki gleyma því að við fengum fín
mörk út úr þessu. Það var líka mjög
til bóta í þessum leik að okkur gekk
miklu betur að nýta okkur þau fáu
skipti sem við vorum einum fleiri.
Sannleikurinn er auðvitað sá að þeg-
ar lið hefur ekki komið saman í fimm
mánuði þá er auðvitað margt sem er
ekki í lagi og þarfnast lagfæringa og
endurbóta. Við höfum þurft að nota
leikina hér til slíks enda er tilgang-
urinn með þátttöku í svona móti fyrst
og fremst að lagfæra og það er gert
með því að vinna vel á milli leikja og
lagfæra það sem miður fór í næsta
leik á undan. Við höfum til dæmis far-
ið yfir ákveðna hluti með markvörð-
unum og það skilaði sér í stórkostleg-
um leik Guðmundar í dag og í gær og
þannig mætti áfram telja. Nú er Guð-
mundur farinn og hinir verða að taka
við. Þetta er okkar staða, við eigum
menn úti um allan heim að spila og
það þýðir ekkert að velta sér upp úr
því heldur nota það lið sem við getum
notað hverju sinni,“ sagði Guðmund-
ur.
Ólafur Stefánsson eftir sigurinn á Júgóslövum
Morgunblaðið/Mikael Forslund
Júgóslavinn Dragan Sudzum nær hér að stöðva Einar Örn Jónsson, en Einar Örn náði oftar að
snúa á Sudzum og skoraði sjö mörk.
Við náðum að
byrja mjög vel
„VIÐ byrjuðum vel og náðum að halda þeirri forystu sem við náðum
á upphafsmínútunum. En án þess að maður sé að gera lítið úr fínum
sigri, gerðum við rosalega mikið af mistökum í þessum leik rétt eins
og hinum tveimur, en þau voru samt heldur færri og stóðu yfir í
skemmri tíma þannig að við erum á réttri leið,“ sagði Ólafur Stef-
ánsson eftir að Júgóslavar voru lagðir að velli á heimsbikarmótinu í
Svíþjóð, 34.29.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
frá Svíþjóð
ÍSLENSKA landsliðið
mætir Svíum á morgun í
Gautaborg og leikur sig-
urvegarinn úr þeirri við-
ureign við sigurvegarann
í viðureign Júgóslavíu og
Egyptalands um fimmta
sæti á heimsbikarmótinu
og þau lið sem tapa leika
um sjöunda sætið á
sunnudaginn.
Í undanúrslitum á
morgun leika Þýskaland –
Danmörk og Frakkland –
Rússland. Sigurveg-
ararnir leika síðan til úr-
slita og tapliðin um þriðja
sætið.
Ísland mætir
Svíþjóð