Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 1

Morgunblaðið - 08.11.2002, Side 1
2002  FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A LÁRUS ORRI GEFUR ÁFRAM KOST Á SÉR Í LANDSLIÐIÐ / C3 FORRÁÐAMAÐUR norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk, Tom Schelvan, staðfesti í gær í samtali við Morgunblaðið að Tryggvi Guðmundsson og Marel Baldvinsson yrðu báðir í landsliðshópi Ís- lands sem mætir liði Eistlands í vináttulands- leik, 20. þessa mánaðar í Tallinn. Schelvan sagði að skeyti þess efnis hefði borist frá Knatt- spyrnusambandi Íslands, KSÍ, á dögunum. Tryggvi hefur ekki verið í landsliðshópi Íslands í undanförnum leikjum en fær nú tækifæri á ný hjá Atla Eðvaldssyni landsliðsþjálfara. Tryggvi klæddist landsliðsbúningnum síðast í Bodö í Noregi í maí, er hann kom inná á 81. mín. í jafn- teflisleik gegn Noregi, 1:1. Hann hefur leikið 29 landsleiki og skorað átta mörk í þeim. Atli kallar á Tryggva NJARÐVÍKINGAR eiga von á bandarísk- um körfuknattleiks- manni um næstu helgi sem á að fylla skarð Pete Philo sem hefur komist að samkomu- lagi við liðið um að samningi við hann verði rift. Philo þarf að gangast undir að- gerð á hné á næstunni vegna meiðsla. Frið- rik Ragnarsson, þjálf- ari Íslandsmeistara- liðsins, sagði í gær að búið væri að komast að samkomulagi við bak- vörðinn G.J. Hunter sem er 31 árs og hefur komið víðar við á ferli sínum sem atvinnumað- ur í Evrópu. Að auki hefur Keflvíkingurinn Þorsteinn Húnfjörð til- kynnt félagaskipti í Njarðvík en Þorsteinn er hávaxinn og sterkur miðherji og sagði Frið- rik það happafeng að fá slíkan leikmann upp í hendurnar. Þórður hefur verið úti í kuld-anum með landsliðinu í meira en eitt ár. Hann lék síðast með því á Möltu í aprílmánuði 2001 og skor- aði fjórða markið í 4:1 sigri Íslend- inga eftir að hafa komið inná sem varamaður. Hann var í landsliðs- hópnum í næstu tveimur leikjum þar á eftir, gegn Möltu og Búlg- aríu, sem báðir fóru fram hér á landi í júní 2001, sat á varamanna- bekknum en kom ekkert við sögu í þeim leikjum. Þórður lýsti opinber- lega yfir ónægju sinni með því að vera ekki í byrjunarliðinu í um- ræddum leikjum og síðan hefur Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari, ekki séð ástæðu til að velja hann fyrr en nú. Þórður, sem hefur leikið mjög vel með Bochum á leiktíðinni, á að baki 42 leiki með íslenska landslið- inu og í þeim leikjum hefur hann skorað tvö mörk. Þeir bræður hafa ekki verið sam- an í leikmannahópi síðan þeir léku með Genk í Belgíu fyrir fjórum ár- um. Þess má geta til gamans að þrír bræður hafa áður verið í lands- liðshópi Íslands og léku þá saman gegn áhugamannalandsliði Eng- lands í Wimbledon 1963, 0:4. Það eru þeir Hörður, Bjarni og Gunnar Felixsynir, gamalkunnir leikmenn KR-liðsins. Heimasíða Stokes greinir frá því í gær að Pétur Hafliði Marteinsson hafi eins og Bjarni Guðjónsson ver- ið valinn í íslenska landsliðshópinn en ekki Brynjar Björn Gunnarsson. Brann hefur ekki fagnað sigri í deildinni frá því árið 1963 og síðasti titill liðsins var árið 1982 í bik- arkeppninni. Miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi fyrir Brann sem dregur á eftir sér skuldahala sem nemur um 770 milljónum ísl. kr., en með sigrinum er talið að tekjur liðsins verði um 100–200 milljónum meiri en ef liðið hefði fallið í 1. deild. MIKLU fargi var létt af stuðnings- mönnum norska úrvalsdeildarliðs- ins Brann á miðvikudag er liðið bar sigurorð af Sandefjord, 2:1, í síðari leik liðanna um laust sæti í úrvals- deild að ári. Um 11 þúsund stuðn- ingsmenn Brann fögnuðu langt fram eftir kvöldi líkt og liðið hefði unnið meistaratitil, og í lok leiks var heljarmikil flugeldasýning á heimavelli liðsins. Þess má geta að Nokkur óvissa hefur verið um framtíð Teits Þórðarsonar, þjálfara Brann, en Ivar Hanestad, stjórn- arformaður Brann og maðurinn sem réð Teit til starfsins, segir við Bergens Tidende að Teitur sé ekki syndaselurinn á leiktíðinni. „Við seljum þrjá af lykilleikmönnum liðsins í upphafi tímabilsins og þeir sem komu í staðinn eru ekki sama gæðaflokki og ekki við Teit að sak- ast,“ segir Hanestad og lofar því að Teitur verði áfram þjálfari liðsins til ársins 2004. Margir leikmenn liðsins hafa sagt að Teitur sé rétti maðurinn í starfið en styrkja þurfi liðið í vörn sem sókn ætli liðið sér stærri hluti. Aftenposten hrósar Teiti fyrir að hafa gefið ungum leikmönnum tækifæri og aðeins einn „aðkomumaður“ hafi skilað sínu, Ármann Smári Björnsson. Teitur Þórðarson fagnar eftir að Brann hafði lagt Sandefjord að velli á miðvikudagskvöldið í Berg- en, 2:1, og tryggt áframhaldandi sæti sitt í norsku úrvalsdeildinni. Sjá viðtal við Teit á C4. „Teitur er ekki syndaselurinn“ Philo fer frá Njarðvíkingum Friðrik Ragnarsson Þórður, Bjarni og Jóhannes í landsliðinu ÞÓRÐUR Guðjónsson, leik- maður þýska úrvalsdeildarliðs- ins Bochum, er í íslenska lands- liðshópnum í knattspyrnu sem mætir Eistum í vináttulandsleik í Tallin í Eistlandi 20. þessa mánaðar ásamt bræðrum sín- um, Bjarna og Jóhanni Karli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.