Morgunblaðið - 08.11.2002, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 C 3
Firma- og hópakeppni
í Fífunni
Unglingaráð HK heldur firma- og hópakeppni
sunnudaginn 24. nóvember nk. í hinu glæsilega
knattspyrnuhúsi Fífunni.
Hér gefst knattspyrnuhópum tækifæri á að
spreyta sig við bestu aðstæður.
Keppt verður í 7 manna liðum og verða 4-5 leikir á lið
í riðlakeppni auk úrslitaleikja.
Þátttökugjald er 15.000. kr á lið.
Þátttökutilkynningar berist til:
Siggeirs Siggeirssonar s. 897 4026, netfang: siggeir@nyherji.is
Vilmars Péturssonar s. 891 9999, netfang: vilmar@img.is
Gunnars Sigurðssonar s. 895 5112,
netfang: gunnar.sigurdsson@isb.is
ÍÞRÓTTIR
HANNES Þ. Sigurðsson skoraði
eitt mark hjá Árna Gaut Arasyni,
þegar Rosenborg vann Viking í æf-
ingaleik í ABRA-höllinni í gær, 5:3.
Hannes kom inná sem varamaður og
lék seinni hálfleikinn með Viking og
náði að jafna á 51. mín., 2:2.
LUIZ Felipe Scolari, sá sem stýrði
brasilíska landsliðinu til sigurs á HM
í knattspyrnu í sumar hefur verið
boðið að taka við starfi landsliðsþjáf-
ara Portúgals, en Scolari hætti með
brasilíska liðið að loknu heimsmeist-
aramótinu. Umboðsmaður Scolaris
vildi ekki staðfesta boðið í gær en
viðurkenndi að nokkur boð hefðu
komið frá Evrópu og verið væri að
fara yfir þau.
ANTONIO Oliveira, sem stýrði
portúgalska landsliðinu á HM var
sagt upp í mótslok og síðan hefur
Agostinho Oliveira stýrt landsliðinu
en hann var aðeins ráðinn í stuttan
tíma. Portúgal mætir Skotlandi í
vináttulandsleik 20. nóvember nk.
SLÆMT gengi Bayern München
virðist skapa spennu í herbúðum
liðsins. Slagsmál á milli leikmanna
brutust út á æfingasvæði Bayern í
gærmorgun – og áttust franski leik-
maðurinn Bixente Lizarazu og Kró-
atinn Robert Kovac við, en Lizarazu
hóf átökin með því að saka Kovac um
gróft samstuð.
OTTMAR Hitzfeld, þjálfari
Bayern, stöðvaði æfinguna og fór
með leikmennina til búningsklefa.
Hann sagði síðan að Lizarazu yrði
sektaður um 860 þús. ísl. kr., fyrir að
hefja átökin. Hitzfeld sagði að uppá-
koman sýndi honum að leikmenn sín-
ir væru með lífsmarki – fyrir átökin
gegn meistaraliði Dortmund.
JOHN Toshack, fyrrverandi leik-
maður Liverpool og þjálfari Real
Madrid, var mættur til Rómar í gær
til viðræðna um að taka við ítalska 2.
deildarliðinu Catania.
FULHAM skráði nafn sitt í sögu-
bækurnar, er liðið vann Bury í deild-
arbikarkeppninni á miðvikudags-
kvöldið, 3:1. Ellefu leikmennirnir
sem byrjuðu leikinn, komu frá ellefu
löndum. Þjálfarinn, Frakkinn Jean
Tigana, tefldi fram leikmönnum frá
England, Skotlandi, Wales, Norður-
Írlandi, Írlandi, Kamerún, Dan-
mörku, Jamaica, Japan, Lettlandi
og Marokkó. Á varamannabekknum
sátu leikmenn frá Portúgal, Argent-
ínu og Frakklandi.
LAURENT Robert, franski út-
herjinn hjá Newcastle, verður frá
keppni í fjórar vikur. Hann kinn-
beinsbrotnaði í deildarbikarleik
gegn Everton. Þess má geta að hann
tók þátt í vítaspyrnukeppni kinn-
beinsbrotinn, þar sem meiðsl hans
komu ekki í ljós fyrir en á sjúkrahúsi
eftir leikinn, 3:3.
FÓLK
Marel segir í viðtali við sama fjöl-miðil að honum hafi litist vel á
allar aðstæður hjá félaginu. „Þetta
er spennandi kostur og eftir að hafa
talað við fyrrverandi samherja minn
hjá Stabæk, norðmanninn Tommy
Svindal Larsen, sýnist mér að allt sé
í stakasta lagi hjá liðinu,“ sagði Mar-
el. „Ég hef ekki heyrt neitt frá Nürn-
berg og þeir ræddu engin samnings-
atriði við mig, enda er ég
samningsbundinn Stabæk næstu tvö
árin og held mig við þá staðreynd þar
til annað kemur í ljós,“ bætti Marel
við.
Økern segir ennfremur að Stabæk
hafi greitt um 33 milljónir ísl. kr. fyr-
ir Marel og að margt geti breyst á
stuttum tíma á þessum vettvangi.
„Við erum rólegir og erum ekki ugg-
andi um okkar hag þótt ekki hafi bor-
ist tilboð. Ég hef tekið þátt í mörgum
sölum og kaupum á knattspyrnu-
mönnum og slíkir hlutir geta tekið
skamman tíma þegar sest er niður
við samningsgerð,“ sagði Økern.
Jan Økern, stjórnarformaður Stabæk
Ekkert
tilboð frá
Nürnberg
VIÐ höfum ekki heyrt neitt frá forráðamönnum Nürnberg,“ segir
Jan Økern, stjórnarformaður norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk,
við staðarblaðið Budstikke í gær er hann var inntur eftir viðbrögðum
þýska liðsins vegna Marels Baldvinssonar sem var við æfingar hjá
liðinu um helgina og kom til Noregs á þriðjudag. „Ég veit ekki hvort
þetta er taktík hjá Nürnberg að láta ekki heyra frá sér hvort þeir hafi
enn áhuga á Marel, eða hvort þetta þýði að þeir hafi misst áhugann
á ískenska landsliðsmanninum,“ bætti Økern við.
Þar urðu Lárusi Orra á mistök.Hann braut agareglur landsliðs-
ins með þeim afleiðingum að hann dró
sig út úr landsliðshópnum fyrir leik-
inn á móti Litháum sem var fjórum
dögum eftir Skotaleikinn.
„Ég og mín fjölskylda höfum hugs-
að mikið um þetta mál undanfarnar
þrjár vikur og í samráði við hana hef
ég komist að þeirri niðurstaðu að ég
er tilbúinn í slaginn verði til mín leitað
að leika fyrir Íslands hönd.
Heyrir vonandi sögunni til
Ég hef verið í góðu sambandi við
Atla og hef fengið góðan stuðning frá
honum og KSÍ ásamt því að margir
hafa sent mér tölvupóst þar sem þeir
segjast standa með mér, sem ég ákaf-
lega þakklátur fyrir. Ég vonast nú til
þess að þetta leiðindamál heyri sög-
unni til og næst þegar fjallað verði um
mig verði það á fótboltanótunum,“
sagði Lárus Orri í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Lárus Orri er ekki í landsliðshópn-
um sem mætir Eistum ytra hinn 20.
nóvember. Atvikið eftir Skotaleikinn
á þar engan hlut að máli heldur ætlar
landsliðsþjálfarinn að skoða fleiri
leikmenn og fær Lárus Orri frí sem
og Brynjar Björn Gunnarsson, svo
einhverjir séu nefndir.
Lárus Orri
gefur áfram
kost á sér
LÁRUS Orri Sigurðsson, knatt-
spyrnumaður hjá enska úrvals-
deildarliðinu WBA, hefur tekið
þá ákvörðun að gefa kost á sér
áfram í íslenska landsliðið í
knattspyrnu. Eins og Morg-
unblaðið greindi frá á dögunum
og vitnaði í heimasíðu leik-
mannsins ætlaði hann að gefa
sér nokkrar vikur í að ákveða
framtíð sína í landsliðinu eftir
leiðindauppákomu og eftirmál,
sem henni fylgdu, eftir landsleik
Íslendinga og Skota í síðasta
mánuði.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Lárus Orri Sigurðsson
Markamet
í Sviss
ÞJÁLFARI svissneska knatt-
spyrnuliðsins St. Gallen,
Thomas Staub, hefur valið að
segja starfi sínu lausu eftir
að liðið tapaði 3:11 gegn
grannliðinu FC Wil á heima-
velli en FC Wil vann sér sæti í
efstu deild sl. vor.
Leikur liðanna fór fram á
sunnudag og settu liðin nýtt
met í efstu deild í Sviss því
aldrei áður hafa 14 mörk litið
dagsins ljós á þeim vettvangi.
St. Gallen varð svissneskur
meistari fyrir tveimur árum
en hefur aðeins unnið fjóra af
alls átján deildarleikjum sín-
um á yfirstandandi tímabili
og er í mikilli fallhættu.
iego
frýja
egna
nsins
a fá
sinn
hafa
m at-
vinnumaður á Ítalíu. Málið hefur
verið lengi í dómskerfi landsins en
um 130 lögfræðingar hafa að und-
anförnu unnið í sjálfboðavinnu fyr-
ir Maradona til þess að fá botn í
málið sem teygir anga sína allt til
ársins 1990 er Maradona lék með
Napólí.
ona áfrýjar
AP
oel Nicosia frá Kýpur. Eyjólfur Sverr-
pa í 3. umferð UEFA-bikarsins.
hann hætti
þjálfun enska
landsliðsins.
Tord Grip, nán-
asti aðstoðar-
maður Eriks-
son, sagði í gær
að það væri
engin trygging
fyrir því að Er-
iksson endur-
skoðaði afstöðu
sína til starfs-
ins. Vitað er að Eriksson ætlar að
krefjast þess á fundinum að for-
ráðamenn enska knattspyrnusam-
bandsins veiti sér algjöran stuðn-
ing í baráttu sinni við félögin sem
sum hver hafa neitað að gefa leik-
menn eftir í leiki og borið við
meiðslum.
Undir stjórn Eriksson hefur
enska landsliðið leikið þrettán leiki
og aðeins tapað einum þeirra,
gegn Brasilíu í 8-liða úrslitum
heimsmeistarakeppninnar í sumar.
vær-
ga á
leitt
við
van
ssi í
n er
natt-
Evr-
ram-
rnu-
sínu
hald-
jálf-
efnis
sinn
sson
di að
tíð Sven
an rædd
-
att-
s-
mtíð
Sven Göran
Eriksson
Einar
áfram
hjá KR
STUÐNINGSMENN Ís-
landsmeistara KR geta
andað léttar því í gær-
kvöldi skrifaði Einar
Þór Daníelsson, fyr-
irliði liðsins, undir nýj-
an eins árs samning við
vesturbæjarliðið. Samn-
ingur hans við KR átti
að renna út um áramót-
in.
Nokkur lið úr úrvals-
deildinni sóttust eftir
kröftum Einars, þar á
meðal Grindavík og
ÍBV, en Einar ákvað að
halda kyrru fyrir í vest-
urbænum.
Einar, sem er 32 ára,
hefur verið lykilmaður
KR-liðsins undanfarin
ár. Hann hefur leikið
170 leiki í efstu deild,
skorað 42 mörk og á að
baki 18 landsleiki.