Morgunblaðið - 20.12.2002, Síða 3

Morgunblaðið - 20.12.2002, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 C 3  JÚGÓSLAVNESKU körfuknatt- leiksmennirnir Darko Ristic og Mil- os Ristic verða ekki með Skallagrími gegn Val í fallslagnum í úrvalsdeild- inni í kvöld, þótt þeir séu komnir með leikheimild frá KKÍ. Bræðurnir hafa enn ekki fengið atvinnuleyfi hér á landi og eru því ekki komnir til landsins.  VALUR Ingimundarson, þjálfari Skallagríms, sagði við Morgunblaðið í gærkvöld að það væri mjög baga- legt að vera án Júgóslavanna því mikil meiðsli hefðu herjað á lið sitt. Hann átti þó von á að allir aðrir yrðu með í þessum mikilvæga leik í kvöld.  FINNUR Thorlacius úr Fram var í gær kjörinn formaður samtaka úr- valsdeildarliða karla í knattspyrnu og tekur við af Rúnari Arnarsyni frá Keflavík. Með honum í stjórn eru þeir Vignir Þormóðsson úr KA og Pétur Stephensen frá FH.  BALDUR Bjarnason lék á ný með Fram í gærkvöld þegar liðið tapaði, 5:3, fyrir ÍA í fjögurra liða mótinu í Egilshöll. Baldur, sem er 33 ára og á 10 landsleiki að baki, lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum en tók þá fram að nýju í haust og gerði á dög- unum eins árs samning við Fram.  ALBERT Arason, knattspyrnu- maður frá Ólafsfirði, er genginn til liðs við 1. deildarlið Aftureldingar. Albert lék 26 leiki með Leiftri í efstu deild og í sumar spilaði hann 16 leiki með Leiftri/Dalvík í 1. deildinni. Honum var vikið úr leikmannahópi liðsins fyrir lokaleiki þess í deildinni.  HAUKAR munu eftir áramótin tefla fram erlendum leikmanni í kvennaliði sínu í körfuknattleik. Stúlkan sú heitir Katrina Crenshaw og verður þrítug á næsta ári. Hún kemur frá Nevada í Bandaríkjunum en hefur undanfarin ár leikið í Ísrael, Belgíu og nú síðast í Sviss.  DANSKI landsliðsmaðurinn í handknattleik, Nikolaj Jacobsen, sem leikur með Kiel í Þýskalandi, mun ekki leika með Dönum á HM í Portúgal vegna meiðsla í hné.  TORBEN Winther, landsliðsþjálf- ari, hefur valið í HM-liðið. Kasper Hvidt, Ademar Leon, og Peter Nørklit, Altea, eru markverðir. Aðr- ir leikmenn: Søren Stryger, Flens- burg, Christian Hjermind, Ciudad Real, Claus Flensborg, Kolding, Klavs Bruun Jørgensen, GOG, Joac- him Boldsen, Flensburg, Claus Møll- er Jakobsen, Altea, Michael V. Knudsen, Skjern, Torsten Laen, GOG, Lars Krogh Jeppesen, Flens- burg, Lasse Boesen, Kolding, Lars Christiansen, Flensburg, Morten Bjerre, Kiel, Lars Jørgensen, Altea, og Kristian Gjessing, Skjern.  JAN Fegter, fyrirliði þýska hand- knattleiksliðsins Flensburg, hefur gert 2ja ára samning við Wilhelms- havener, lið Gylfa Gylfasonar, og fer þangað að þessu tímabili loknu.  HANS-PETER Briegel, fyrrum landsliðsmaður Þjóðverja í knatt- spyrnu, verður næsti landsliðsþjálf- ari Albaníu. Briegel staðfesti í gær að einungis væri eftir að ganga frá formsatriðum og hann tæki við liðinu um áramót. Briegel er 47 ára og lék 72 landsleiki fyrir Þýskaland en hann stýrði síðast liði Fenerbache í Tyrklandi, þar sem hann hætti störfum síðasta vor.  STUART Taylor, þriðji markvörð- ur enska knattspyrnuliðsins Arsen- al, er fingurbrotinn og verður frá keppni í mánuð. Þetta er bagalegt fyrir ensku meistarana því David Seaman á við þrálát nárameiðsli að stríða og Rami Shaaban er úr leik til áramóta vegna tognunar í læri.  DENNIS Bergkamp, sóknarmað- ur Arsenal, slapp með 675 þúsund króna sekt og aðvörun fyrir atvik í leik gegn Blackburn á dögunum þar sem hann virtist stíga á sænska leik- manninn Nils-Eris Johansson. Hann fékk ekki þriggja leikja bann eins og forráðamenn Arsenal óttuðust og getur því leikið með um jólin. FÓLK Morgunblaðið/Golli ðureign félaganna í Vesturbænum. LI Eðvaldsson þjálfari íslenska dsliðsins í knattspyrnu var í hópi rra 148 landsliðsþjálfara í heiminum völdu knattspyrnumann ársins að uðlan Alþjóðaknattspyrnusam- dsins, FIFA. tli setti þýska markvörðinn Oliver hn í fyrsta sæti, Brasilíumanninn aldo í annað og Brasilíumanninn aldinho í það þriðja. onaldo fékk sem kunnugt er flest væðin í kjörinu. Hann hlaut 387 , Oliver Kahn varð annar með 171 Zidane þriðji með 141 atkvæði. f öðrum kollegum Atla má nefna að n Göran Eriksson landsliðsþjálfari Englendinga var með Brasilíumanninn Roberto Carlos í fyrsta sæti, Þjóðverj- ann Michael Ballack í öðru og Zidane í þriðja. Luis Felipe Scolari sem gerði Bras- ilíumenn að heimsmeisturum í sumar, setti David Beckham í fyrsta, Zidane í annað og Luis Figo í þriðja. Giovanni Trappatoni þjálfari Ítala var með Roberto Carlos í fyrsta sæti, Oliver Kahn í öðru og Raúl í þriðja sæti. Á atkvæðaseðli Rudi Völlers, lands- liðsþjálfara Þjóðverja, var Zidane í fyrsta sæti, Brasilíumaðurinn Lucio í öðru og Ronaldinho þriðji. Málið í kringum Roland Eradzevar eitt þeirra atriða sem vafð- ist nokkuð fyrir mér við valið. Það gekk illa að fá afger- andi svar og að lok- um barst það ekki fyrr en rétt áður en hópurinn var til- kynntur. Hefði ekki komið afdrátt- arlaust svar frá Alþjóðahandknatt- leikssambandinu er ljóst að ég hefði þurft að taka annan pól í hæðina,“ segir Guðmundur og bætir því við að vissulega hefði Hlynur Jóhannesson, hjá Stord í Noregi, komið til greina í hópinn, en hann hefði kosið að þessu sinni að velja Birki Ívar Guðmunds- son, Elvar Guðmundsson, Guðmund Hrafnkelsson auk Rolands. „Hlynur var með okkur á heimsbikarmótinu í Svíþjóð og veit hvar hann stendur,“ segir Guðmundur ennfremur. Af sextán manna hópi sem tók þátt í Evrópukeppninni snemma á þessu ári eru þrettán í æfingahópnum að þessu sinni. Bjarni Frostason mark- vörður var ekki valinn að þessu sinni, Ragnar Óskarsson, sem er meiddur og Halldór Ingólfsson gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum „Það er ekkert óeðlilegt að þrettán af sex- tán leikmönnum sem tóku þátt í EM séu í hópnum að þessu sinni vegna þess að allir hafa þeir leikið vel fyrir sín félagslið á síðustu mánuðum. Pat- rekur Jóhannesson hefur verið meiddur en lék deildarleik með Ess- en í vikunni og fann ekkert fyrir neinum eymslum þannig að maður verður að vona það besta.“ Gunnar Berg Viktorsson er e.t.v. maður sem setja má spurningamerki við. Hann náði sér ekki á strik með landsliðinu í heimsbikarmótinu og ekki verið upp á sitt besta með Paris í frönsku deildinni á leiktíðinni og m.a. lítið skorað. Guðmundur segist vilja gefa Gunnari tækifæri. Hann hafi skilað góðu starfi fyrir EM og leikið auk þess talsvert í keppninni. „Ég hef ákveðið að gefa Gunnari tæki- færi, við skulum sjá til hvernig hann spjarar sig á næstu vikum.“ Það er hins vegar ljóst að sú staða sem Gunnar leikur, skyttustaða vinstra megin, er nokkurt vandamál í íslenskum handknattleik í dag, ekki satt? „Það verður að viðurkenna það að nú um stundir eigum við ekki dæmi- gerða sterka skyttu á vinstri vængn- um. Patrekur og Dagur Sigurðsson hafa að mestu leikið í þessari stöðu að undanförnu, en hvorugur leikur hana allajafna með sínum félagliðum. Þar af leiðandi höfum við með leik okkar verið að leysa þetta á annan hátt. Þess vegna meðal annars kalla ég í Gunnar Berg að þessu sinni svo og Markús Mána Michaelsson úr Val.“ Hvenær ætlar þú að fækka leikmönnum í hópn- um? „Ég reikna með því að það verði gert um áramótin, áður en að leikjunum við Slóvena kemur í upphafi næsta árs. Hversu margir detta úr þá, get ég ekki sagt um núna, það fer eftir hvort mikið verður um meiðsli eða annar vafi um leikmenn. Eftir leikina við Slóvena reikna ég síðan með því að fækka enn meira í hópnum þannig að hann verði orðinn sem líkastur þeim hópi sem fer á HM seinni partinn í janúar. Niðurskurðurinn ræðst hins vegar alltaf af þeim óvissuþáttum sem ríkja hverju sinni þannig að það er ekki hægt núna að gefa upp nákvæmar dag- setningar á því hvenær end- anlegur HM-hópur verður tilkynntur.“ Er líklegt að þú kallir í leikmenn sem eru nú utan þessa hóps? „Það er ekki hægt að úti- loka það algjörlega. Það fer eftir því hvað gerist á næstu vikum.“ Elvar, markvörður með Ajax/Farum í Danmörku, var kallaður inn í landsliðs- hópinn að þessu sinni, en hann hefur ekki leikið landsleik í fimm ár. Guð- mundur segist hafa metið það sem svo eftir að hafa séð upptökur af leikjum með Elvari og einnig eftir samtöl við þjálfara hans í Danmörku að það sé fyllilega réttlætanlegt að kalla Elvar til og sjá hvað í honum býr, landsliðsþjálfari verði alltaf að skoða alla kosti sem í boði eru „Það verður síðan að koma í ljós hvernig Elvar stendur sig þegar á hólminn verður komið,“ sagði Guð- mundur. Sterkasti hóp- ur sem völ er á „ÉG tel þetta vera sterkasta hóp handknattleiksmanna sem við eigum völ á nú,“ sagði Guð- mundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknatt- leik, þegar hann tilkynnti um val á 26-manna æfingahópi fyrir heimsmeistaramótið í Portúgal eftir einn mánuð, af þeim fara sextán á HM. „Auðvitað hef ég rætt við fleiri leikmenn en þá sem nú voru valdir, en þegar öllu er á botninn hvolft þá ákvað ég að kalla þessa til leiks.“ Morgunblaðið/Golli Roland Valur Eradze, landsliðsmarkvörður úr Val. LANDSLIÐSHÓPURINN, sem hefur verið kallaðir til æfinga fyrir HM í Portúgal, er þannig skipaður: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Conversano Elvar Guðmundsson, Ajax/Farum Roland Valur Eradse, Val Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum Horna- og línumenn: Guðjón Valur Sigurðsson, Essen Gústaf Bjarnason, GWD Minden Einar Örn Jónsson, W.-Massenheim Sigfús Sigurðsson, Magdeburg Róbert Sighvatsson, Wetzlar Róbert Gunnarsson, Århus GF Logi Geirsson, FH Bjarki Sigurðsson, Val Alexander Arnarson, HK Bjarni Fritzson, ÍR Útileikmenn: Gunnar Berg Viktorsson, París SG Rúnar Sigtryggsson, Ciudad Real Heiðmar Felixsson, Bidasoa Snorri Steinn Guðjónsson, Val Aron Kristjánsson, Haukum Sigurður Bjarnason, Wetzlar Patrekur Jóhannesson, Essen Ólafur Stefánsson, Magdeburg Dagur Sigurðsson, Wakunaga Markús Máni Mikaelsson, Val Einar Hólmgeirsson, ÍR Jónatan Magnússon, KA  Sextán leikmenn fara á HM. HM-hópurinn Eftir Ívar Benediktsson ÍÞRÓTTIR Atli valdi Kahn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.