Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 3
mig, ekki bara að vera ekki lengur einkabarn heldur líka að hún var rauðhærð og allir voru alltaf að dást að hárinu á henni. Ég sagði við hana að hárið á henni myndi breytast, ég hefði nú verið með rautt hár en svo væri það orðið svona. En hún er ennþá með rautt hár! Ég var rosa- lega afbrýðisöm út í hana. En svo þegar hin systir mín fæddist var ég orðin níu ára og þetta var orðið betra. Ég sagðist aldrei ætla að eignast börn, en svo breyttist það. Ég hætti að passa eins mikið en það nýtist mér rosalega vel að hafa verið svona mikið með þeim. Þegar Snorri fæddist var ég ekki alveg eins stressuð og ég hefði kannski verið ef ég hefði ekki verið mikið með börn- um. Systur mínar eru bestu vinkon- ur mínar í dag en það er ekki langt síðan við urðum vinkonur. Við vor- um að rífast fram eftir öllu. Það er alltaf sagt að elsta barnið taki alla ábyrgðina og ég finn það al- veg að ég er mjög ábyrgðarfull. Kærastinn minn er yngstur af sín- um systkinum og ég finn það að hann er ekkert að taka hlutina inn á sig eða fylgjast með öllu. Ég er aftur á móti meira þannig. Það var að vissu leyti mjög gaman að alast upp á tónlistarheimili. En að öðru leyti eru gallar á því. Mamma og pabbi voru oft að vinna á kvöldin og að ferðast út á land. Ég held ég hafi verið frekar erf- iður unglingur. Ég var svolítið upp- reisnargjörn. Ég þurfti alltaf að hafa rétt fyrir mér. Bara eins og unglingar eru. Ég fór líka að reykja og pabbi og mamma vildu svo inni- lega að ég reykti ekki. Ég er fyrsti unglingurinn þeirra og þau voru ekki alltaf viss um hvernig þau áttu að taka á þessu. Þau voru frekar ströng en hitt. Ég á auðvelt með að læra en það er mömmu og pabba að þakka að ég náði samræmdu próf- unum því ég var ekki dugleg að læra þegar ég var unglingur. Það hefur alltaf verið mikið aðhald með útivist- artíma og þau vita alltaf hvað við er- um að gera. Mamma syngur aðeins á plötunni og ég vona að við eigum eftir að vinna meira saman. Hún og pabbi eru bæði brilljant tónlistarfólk. Pabbi er rosalega klár á öllum svið- um tónlistar. Mamma hefur líka kennt mér margt í sambandi við framkomu á sviði og framburð en hún er rosalega klár í því. Mamma er miklu ljúfari en ég. Ég er harðari. Fólki líkar alltaf vel við hana. Hún er svo ljúf og hefur svo mikla útgeislun. Ég er miklu hrein- skilnari og segi það sem mér finnst. Andlega erum við svolítið líkar. Við erum frekar viðkvæmar en við tök- umst mismunandi á við það. Ég var svo ótrúlega forvitin og er það ennþá. Þegar vinkonur hennar mömmu komu í heimsókn lá við að ég hætti við að fara út að leika mér bara til að geta hlustað á þær tala saman. Ég spyr bara fólk ef mig langar að vita eitthvað um það og geri mér stundum ekki grein fyrir að fólki finnist það óþægilegt. „Hver var þetta í símanum?“ eða „Ertu hrifinn af þessari stelpu?“ Ég er bara blátt áfram. En ég hef líka ver- ið feimin, aðallega gagnvart eldri krökkum í skólanum en ekki við full- orðið fólk. Ef það var fullorðið fólk heima vildi ég bara sitja og hlusta á það sem það talaði um. Það var það skemmtilegasta sem ég gerði. Þegar ég var svona fimm ára keypti mamma sér skó og líka alveg eins skó á mig. Mér fannst það geð- veikt hallærislegt. Þetta voru svona pæjuskór, svartir skór með rennilás á hliðinni. Ég var engin pæja, ég vildi vera svolítill lúði með peysuna ofan í buxunum og svona! En þegar ég varð sex ára og eldri vildi ég endilega klæða mig í öll fötin hennar, mála mig og dansa við hana í stofunni. Mamma leyfði mér alltaf að klæða mig í fötin sín og stilla tón- listina hátt. Ég man aldrei eftir að hún hafi bannað mér eitthvað svo- leiðis. En þau eru alveg frábærir for- eldrar. Mamma hefur alltaf nálgast okkur sem vinur. Ég og mamma er- um rosalega góðar vinkonur og ég hef alltaf getað talað við hana eins og vinkonu og aldrei þurft að fela neitt fyrir henni.“ ÚR MYNDAALBÚMINU Frá vinstri: Ellen með frumburðinn sjö mánaða, þá Sigríður 9 ára í prófi hjá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Sigga tveggja ára ásamt mömmu, langafa og langömmu, Pétri Péturssyni og Birnu Jónsdóttur. Myndin er tekin í Englandi árið 1983. … leyfði mér alltaf að klæða mig í fötin sín og stilla tónlistina hátt steingerdur@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 B 3 Lið-a-mót FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla Extra sterkt A ll ta f ó d ýr ir FRÍHÖFNIN -fyrir útlitið ÞAÐ er enginn nema viðsjálfar sem ber ábyrgð áeigin heilsu,“ segir Sig-ríður Hanna Jóhann- esdóttir, sem í vor gaf út bókina Dagbók konu. Í bókina eiga konur sjálfar að fylla út upplýsingar um blæðingar, þyngd, blóðþrýsting, almennt heilsufar, ferðalög, skemmtilega atburði og annað sem þær vilja muna. „„Það er eins og gerst hafi í gær“ hugsum við oft þegar við rifjum upp atburði sem gerðust fyrir mörgum árum, við munum aðalatriðin en ekki nákvæmlega hvenær þeir áttu sér stað. Oft skiptir það líka engu máli en þeg- ar um er að ræða atburði tengda heilsunni getur tíminn skipt máli. Það er handhægt að geta flett upp í einni og sömu bókinni sem held- ur utan um það helsta sem gerist í lífi okkar. Þannig varð hug- myndin að Dagbók konu til.“ Þannig kemst Sigríður Hanna að orði í formála Dagbókar konu. Sigríður Hanna veiktist sjálf ár- ið 1988, greindist með frumu- breytingar á hæsta stigi í leghálsi og þurfti að gangast undir að- gerð. Reynsla hennar af veikind- unum og læknaheimsóknum var sú að hún þurfti að svara mörgum spurningum og rifja upp heilsufar sitt. En upplýsingar um heilsufar- ið voru ekki á einum stað. „Maður man ekkert af þessu þegar allt kemur til alls. Í kjölfarið byrjaði ég að halda dagbók og skrá hjá mér upplýsingar um blæðingar, þyngd og blóðþrýsting,“ segir Sigríður Hanna. Heilsan og skemmtilegir atburðir „Við verðum einnig að vera mjög á varðbergi gagnvart auka- verkunum lyfja og þegar maður heldur dagbók yfir heilsufarið, hjálpar bókin til við að leiða slíkt í ljós eða sýna fram á ákveðið mynstur í heilsufarinu.“ Eftir að hafa haldið slíka dag- bók í mörg ár vaknaði sú hug- mynd hjá Sigríði Hönnu að skrifa einhvers konar heilsubók. Þegar hún skoðaði dagbókina sína sá hún að skrifin voru fjöl- breytt, ekki bara heilsufars- upplýsingar heldur líka punkt- ar um ýmislegt skemmtilegt sem hún og fjölskyldan höfðu tekið sér fyrir hendur og ferða- lög, veislur, flutninga og fleira og dagbókin varð skemmtileg upp- rifjun og gagnleg. „Þetta voru stundum atriði sem ég mundi ekki einu sinni eftir þegar ég las um þau. Þannig að það eru ekki bara heilsufarsupplýsingarnar sem við getum gleymt. Ég ákvað að gefa út svona bók til að hjálpa konum að taka ábyrgð á eigin lífi.“ Sigríður Hanna gaf bókina út síðasta vor. Bókin er í stóru broti og vönduð, engin vasabók, en út- litið er hannað af Soffíu Árnadótt- ur – Soffíu frænku. Bókin skiptist í fjóra kafla, fyrsti kaflinn er ætl- aður til að skrá niður fyrsta dag blæðinga, þyngd og blóðþrýsting, annar kaflinn er fyrir allt það sem snertir almennt heilsu okkar og fjölskyldunnar, í þriðja kaflann er hægt að skrá ferðalög, nám, út- skriftir, námskeið o.fl og fjórði kaflinn er fyrir afmælisdaga, skírnir, brúðkaup, andlát og aðra daga sem við viljum muna. Sigríð- ur Hanna leggur áherslu á að þetta eru einungis uppástungur en hver og ein kona verði að finna sjálf út hvað hún vill skrá, hvar og hvenær. „Ein kona og ein Dagbók konu geta verið samferða allt líf- ið. Það er ótrúlegt hvernig eitt orð, ilmur, tónn eða hugsun getur vakið sterka minningu í huga okkar …en ártalið fylgir sjaldnast með,“ segir í Dagbók konu. Fróðleiksmolar frá eigin brjósti „Ég vildi hafa bókina stóra og veglega. Ef hún væri eins og stíla- bók, myndi hún bara hverfa á milli annarra stílabóka. Líf okkar og heilsa er verðmætt og þessi bók á ekki að týnast,“ segir Sig- ríður Hanna. Hún vinnur hjá Medcare-Flögu hf. en áður starfaði hún lengi sem læknaritari og hefur því langa reynslu af heilbrigðiskerfinu. Á hverri blaðsíðu Dagbókar konu eru fróðleiksmolar um heilsufar. Þeir eru bæði frá eigin brjósti og staðreyndir úr líffræðibókum. Sigrún Arnardóttir kven- sjúkdómalæknir las yfir þá fróð- leiksmola sem tengdir eru heils- unni. Dæmi um fróðleiksmola sem Sigríður Hanna heldur upp á og hefur fengið jákvæð viðbrögð við er: „Geðveiki er sjúkdómur en ekki leti. Geðveiki verður ekki læknuð með viljastyrk frekar en aðrir sjúkdómar. Viljastyrkur getur hins vegar reynst okkur notadrjúgur þegar batinn er byrj- aður í sjúkdómsferlinu, hver sem sjúkdómurinn er.“ ( bls. 61). Annar er: „Verum gagnrýnar og duglegar að spyrja og leita upplýsinga þegar veikindi koma upp, sem og um allt annað er veld- ur okkur áhyggjum.“ (bls. 101). Og sá þriðji: „Við þurfum ekki að vera góðar í öllu.“ (bls. 127). Dagbókin utan um það helsta Morgunblaðið/Kristinn Sigríður Hanna Jóhannesdótt- ir, höfundur Dagbókar konu: „Maður man ekkert af þessu þegar allt kemur til alls.“ steingerdur@mbl.is Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.