Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3 . J A N Ú A R 2 0 0 3 B L A Ð B  MÆÐGURNAR ELLEN OG SIGRÍÐUR/2  DAGBÓK UM ÞAÐ HELSTA/3  AÐ STÍGA Á STOKK OG STRENGJA HEIT/4  HEIM Í ALVÖRU FRELSI/5  HREYFIHÖMLUN/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  SJÁLFSAGT hafa margir klætt sig í sitt fín-asta púss um nýafstaðin áramót og skund-að á galakvöld og aðrar hátíðarsamkomur til að fagna nýju ári. Tími glæsiklæðnaðar er þó rétt að byrja því framundan eru árshátíðir og fagnaðir ýmis konar þar sem öllu er til tjaldað hvað klæðnað varðar. Kvöldklæðnaður karla við slík tækifæri er hefðbundinn, oftast dökk jakkaföt með tilheyr- andi hálsbindi eða hinn sígildi „smóking“ með þverslaufu. Nokkur tilbrigði má þó finna við hinn dæmigerða kvöldklæðnað karla og fer það vita- skuld eftir tilefninu hverju sinni. Sævar Karl Ólason kaupmaður og klæð- skerameistari hefur um árabil fylgst með þróun- inni í herrafatatískunni og kappkostað að bjóða upp á vandaðan kvöldklæðnað fyrir karla. Í versl- un hans í Bankastræti er heldur ekki í kot vísað í þeim efnum, en þar má meðal annars finna smók- ingföt frá Armani svo fátt eitt sé nefnt. Að sögn Sævars Karls eru svo- kölluð „tvíhneppu- horn“ í tísku varðandi smókingfötin, hvort heldur fötin sjálf eru einhneppt eða tví- hneppt. „Þegar ég var að læra klæðskurð í kringum 1970 lærði ég að breyta svona tvíhneppukrögum, sem þá þóttu gam- aldags, í rúnnaða smókingkraga sem voru í tísku. Nú eru hins vegar þessir hornskörpu kragar komnir aftur, en hinir rúnnuðu hafa látið undan síga. Aðal- atriðið er þó auðvitað að fötin passi mönn- um og fari vel, en mér finnst alltaf dálítið sorgleg sjón að sjá þegar herramenn hafa troðið sér í smóking, sem passaði þeim kannski þegar þeir tóku stúdentspróf, en gera það ekki lengur,“ sagði Sævar Karl. Hinn hefðbundni kvöldklæðnaður karla getur þó boðið upp á ýmis tilbrigði, einkum hvað háls- tau varðar. Sævar Karl benti á að þverslaufur mættu gjarnan vera í lit og mælti með grárri slaufu. „Grái liturinn sameinar svörtu fötin og hvítu skyrtuna og þetta er ágæt lausn ef menn vilja aðgreina sig frá þjónunum, sem oft eru í smóking með svarta slaufu. Eins finnst mér alltaf fara vel dökk jakkaföt, hvít skyrta og grátt háls- bindi, en auðvitað geta ýmsir aðrir litir á slauf- unni komið til greina.“ Sævar Karl sagði að tilefnið hverju sinni ætti að ráða klæðaburðinum. Í sumum tilvikum henta smókingfötin ekki þótt veislan sé vegleg. „Í nýár- sveislu á Perlunni er smóking auðvitað rétti klæðnaðurinn. Ef þú vilt hins vegar ekki vera al- veg svo formlegur getur þú klætt þig í smóking og haft fallegt bindi við. Ef veislan er óformlegri, þar sem klæðnaður er frjálslegri og ekki krafist hefðbundins kvöldklæðnaðar, er til dæmis hægt að klæðast brúnum velúr-fötum, með silkiháls- klút og skyrtu í stíl. Þannig geta menn verið vel klæddir og glæsilegir þótt þeir séu ekki í smók- ing eða dökkum jakkafötum,“ sagði Sævar Karl Ólason. Vel klæddir herrar Einhnepptur smóking með tvíhneppukraga, grárri silkislaufu og silkiklút í brjóstvasa. Brún velúrföt með silkihálsklút. Dökk jakkaföt og grátt hálsbindi. Morgunblaðið/Jim Smart Tvíhnepptur smóking með svartri slaufu. Vasarnir eru með lóðréttu opi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.