Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 2
HM Í PORTÚGAL 2 B MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ P atrekur segir í upphafi spjalls okkar að hann verði að viðurkenna að hann viti ekkert um ástr- alska liðið en það er einmitt fyrsti andstæðingur íslenska landsliðsins. Hann hafi einu sinni leikið með Ís- landi gegn Ástralíu á æfingamóti í Kumamoto í Japan einu ári fyrir heimsmeistaramótið sem þar sem fór fram 1997. Leikinn vann ís- lenska liðið með tíu marka mun en það hafi fennt í sporin og hann muni ekki mikið eftir leiknum eða andstæðingunum. „Ég verð að við- urkenna að leikurinn er mér ekki mjög minnisstæður, ég man bara að við unnum með nokkrum mun,“ segir Patrekur sposkur þegar rætt er við hann um ástralska liðið sem í flestra augum er nær óskrifað blað, það eitt er vitað að Ástralar riðu ekki feitum hesti frá viður- eignum sínum á handknattleik- skepppni síðustu Ólympíuleika sem fram fóru Sydney. „Ég hef ekkert heyrt af Áströl- um sem handknattleiksþjóð, mér er það til efs að þeir geti eitthvað að ráði en sennilega er best að segja sem minnst um það sem maður veit ekki. Þetta verður ein- faldlega skyldusigur hjá okkur,“ segir Patrekur og talið berst að grænlenska liðinu sem Ísland glím- ir við á morgun. Það er annar and- stæðingur sem ekki á langa afreks- skrá á handknattleiksvellinum og ljóst að sögn Patreks að einnig verður að vinna skyldusigur þar en hann telur jafnframt að Grænlend- ingar geti þó veitt íslenska lands- liðinu meiri keppni en Ástralar. Grænlendingar stóðu í Norðmönnum „Ég veit í gegnum félaga minn hjá Essen í Þýskalandi, sem er norskur, að Norðmenn léku við Grænlendinga í vetur og áttu í mesta basli með þá lengi vel leiks, þegar komið var fram í seinni hálf- leik var jafnt á metum, 19:19. Það var ekki fyrr en á lokasprettinum sem Norðmenn hristu Grænlend- inga af sér og unnu með átta eða níu marka mun. Grænlendingar virðast því eitthvað kunna fyrir sér í handknattleik því Norðmenn eru allsterk þjóð. Eftir því sem félagi minn sagði voru skytturnar, miðjumaðurinn og línumaðurinn nokkuð frambærileg- ir handknattleiksmenn en horna- mennirnir voru ekki neitt sérstakir og heldur ekki markverðirnir. Einn leikmanna Grænlendinga, Hans Peter Motzfeldt, leikur með þýska annarrar deildarliðinu Gelnhausen og margir leikmenn eru síðan með dönskum liðum þannig að græn- lenska liðið er eflaust betra en margir halda en ég tel ekki að þeir eigi að vera okkur hindrun,“ segir Patrekur. Katar er óskrifað blað Katarbúar eru þriðja liðið í riðl- inum sem er lítt þekkt af árangri á handknattleiksvöllum heimsins en eigaað öllu jöfnu að standa Íslend- ingum nokkuð að baki. Þeir verða andstæðingar Íslands í fjórðu um- ferð riðlakeppninnar á föstudag og þegar að þeim leik kemur verða þrír leikir að baki og líklegt má telja að Guðmundur Þ. Guðmunds- son landsliðsþjálfari verði búinn að „kortleggja“ Katar-liðið. „Katarbúar leika ábyggilega vörnina mjög framarlega og því getur verið erfitt að leika gegn þeim, það kostar eflaust þolin- mæði, en það er með þá eins og Patrekur Jóhannesson telur að íslenska landsliðið eigi að stefna á Patrekur Jóhannesson, leikmaður hjá Essen í Þýskalandi, er einn reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins í hand- knattleik sem hefur þátttöku á heims- meistaramótinu í Portúgal síðdegis í dag þegar flautað verður til leiks Íslands og Ástralíu. Ívar Benediktsson rabbaði við Patrek yfir kaffibolla í Farum í Danmörku á dögunum þar sem velt var vöngum yfir andstæðingum Íslands í riðlakeppni HM.  ÁSTRALAR voru ekki í vandræðum með að tryggja sér þátttökurétt í heimsmeist- arakeppninni í Portúgal.  Þeir unnu þriggja landa mót á heimavelli í Brisbane síðasta sumar (vetur í Ástr- alíu) með miklum yfirburðum. Þeir sigruðu fyrst Cook-eyjar, 35:7, og lögðu síðan Vanuatu, 51:14, í hreinum úrslitaleik.  Tvær aðrar þjóðir eiga að- ild að Handknattleiks- sambandi Eyjaálfu, Ný- Sjálendingar og Samóar, en þær tóku ekki þátt í und- ankeppninni. Auðvelt hjá Áströlum                     ! "  #  ! !  !  $ !! %& %' '( ') '& '' '' *+ *+ *+ *+,*  *+,-     *+).   *+)- /  '..%   '..*   *+(,   *++%    *++&  *++) *++.                 !          "  #  $ !! 0                 Keppni þriggja þjóða í Viseu  ÁSTRALAR standa Íslend- ingum ekki langt að baki hvað varðar fjölda félaga og iðkenda í handknattleiknum.  Ástralar eiga 10 meist- araflokkslið í karlaflokki og tæplega 3.000 iðkendur sam- tals, samkvæmt tölum Al- þjóða handknattleiks- sambandsins.  Á Íslandi taka 14 lið þátt í deildakeppninni og iðkendur eru samtals um 4.000, sam- kvæmt sömu heimild. Níu félög í Katar  Ef litið er á aðrar þjóðir í riðli Íslands eru Grænlend- ingar með fæsta iðkendur, samkvæmt tölum IHF. Þar eru 17 félög og 1.860 iðk- endur.  Í Katar eru 9 félög og 2.010 iðkendur. 830 þús. iðkendur í Þýskalandi  Þjóðverjar eru sér á báti en þeir eru með 5.046 hand- knattleiksfélög og rúmlega 830 þúsund iðkendur, sam- kvæmt IHF, og eru lang- stærsta aðildarþjóðin að þessu leyti.  Portúgalar, sjötta þjóðin í riðlinum, er með 292 félög og tæplega 88 þúsund iðk- endur. Um 3.000 iðkendur í Ástralíu SIGFÚS Sigurðsson, sem hefur leikið 59 landsleiki fyrir Ísland í handknattleik, leikur sinn 60. landsleik gegn Ástralíu í dag – í upphafsleik Íslands á HM í Portúgal. Svo skemmtilega vill til að Sigfús lék sinn fyrsta landsleik 1996 í Kumamoto í Japan. Þá voru mótherjarnir Ástralar. Sigfús skoraði þrjú mörk í leiknum, sem íslenska landsliðið fagnaði sigri í, 29:19. Leikurinn var fyrsti leik- urinn í fimm þjóða æfingamóti fyrir HM 1997 og stóðu Íslendingar uppi sem sigurvegarar – unnu alla sína fimm leiki, Ástralíu, Bandaríkin, Suður- Kóreu, Japan og Noreg. Sjö aðrir leikmenn sem eru í HM-liði Íslands nú, léku gegn Ástralíu í Kumamoto – Guðmundur Hrafnkelsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson, Róbert Sig- hvatsson, Gunnar Berg Viktorsson, Ólafur Stefánsson og Sigurður Bjarnason, sem var útnefndur maður mótsins í Kumamoto. RÚNAR Sigtryggsson hefur leikið alla landsleiki Íslands undir stjórn Guð- mundar Þórðar Guðmundssonar lands- liðsþjálfara síðan hann tók við liðinu vorið 2001. Rúnar, sem lék sinn 80. landsleik gegn Svíum í Lands- krona sl. fimmtudag, hefur leikið þá 47 landsleiki sem Guðmundur Þ. hefur stjórnað. Rúnar, sem lék sinn fyrsta landsleik gegn Frakk- landi í Strassbourg í desember 1993, lék því aðeins 33 landsleiki á 8 árum áður en Guðmundur Þ. tók við liðinu. Einar Örn Jónsson og Sigfús Sigurðs- son hafa leikið 45 leiki undir stjórn Guð- mundar, Guðjón Valur Sigurðsson 42 og Róbert Sighvatsson 41. Rúnar alltaf með Rúnar Sigtryggsson, Sigfús Sigurðsson og Sigurður Bjarnason. Sigfús byrjaði gegn Ástralíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.