Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HEIÐAR Helguson skoraði sitt níunda mark á tímabilinu í gær þegar hann tryggði Watford dýrmætan sigur, 2:1, á Norwich í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Heiðar skoraði markið með skalla eftir hornspyrnu þegar 90. mínúta leiksins var runnin upp en eftir það var leikið í fjórar mínútur áður en flautað var til leiksloka. Með sigrinum komst Watford í 10. sætið og er aðeins stigi á eftir Reading sem er í 6. sæti og tveimur stigum á eftir Nott- ingham Forest og Norwich, sem eru í fjórða og fimmta sæti. „Þetta var kærkominn sigur sem er okkur geysilega dýrmætur því eftir leik- ina á laugardag vorum við dottnir niður í 14. sæti. Deildin er svo hnífjöfn að það eiga flest liðin möguleika á að komast í úr- slitin og það skiptir því öllu máli fyrir okk- ur að fylgja þessu eftir og ná að vinna tvo til þrjá leiki í röð. Leikurinn var lengi jafn, Norwich jafnaði með sjálfsmarki okkar snemma í seinni hálfleik en eftir það fengu þeir engin færi. Við sóttum og sóttum, fengum einar 10 hornspyrnur í síðari hálf- leik og ég var búinn að fá eitt dauðafæri áður en ég skoraði, en skaut beint á mark- vörðinn. Miðað við leiki okkar undanfarið, þar sem við höfum oft verið betri en ekki náð að sigra, hefði jafnteflið ekki komið á óvart, en sem betur fór tókst mér að skora þetta mark,“ sagði Heiðar Helguson. Af níu mörkum sínum í vetur hefur hann gert 8 í 1. deildinni. Sigurmark Heiðars á síðustu stundu EFTIR þrjá leiki í röð var sælan úti hjá Stoke þegar Derby kom í heim- sókn á Britannia á laugardaginn og fór í burtu með öll þrjú stigin, loka- tölur 3:1. Bjarni Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru í byrjunarliði Stoke í leiknum en Pét- ur Hafliði Marteinsson var á vara- mannabekknum. Bjarna var skipt út af á 65. mínútu, aðeins tveimur mínútum eftir að Chris Greenacre hafði jafnað metin fyrir Stoke eftir sendingu frá Brynjari Birni. Fyrri hálfleikur var markalaus en hinn eftirsótti Malcolm Christie kom gestunum yfir á fimmtu mín- útu síðari hálfleiks. Gestirnir voru síðan sterkari á lokakaflanum og bættu þá tveimur mörkum við og innsigluðu sigurinn. „Tvö markanna voru ódýr að mínu mati, bæði komu þau upp úr uppstilltum leikatriðum,“ sagði Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke. Stoke er í þriðja neðsta sæti 1. deildar með 24 stig. Það er leik- mönnum liðsins nokkur huggun harmi gegn að helstu keppinautar þeirra í botnbaráttunni náðu sér ekki heldur á strik. Neðsta liðið, Brighton, krækti í eitt stig, en Shef- field Wed., Grimsby og Bradford höfðu ekkert upp úr krafsinu. Stoke lá heima fyrir Derby Ensku meistararnir fengu svosannarlega að vinna fyrir sigr- inum á West Ham sem lék einum leikmanni færri frá 13. mínútu er Steve Lomas var rekinn af leikvelli fyrir að hindra Robert Pires. Rauða spjaldið þótti harður dómur en sannarlega samkvæmt reglum. Þá var dæmd vítaspyrna sem Henry skoraði af öryggi úr. Á næstu mín- útu leit allt út fyrir að Arsenal ætl- aði að kafsigla gesti sína, en allt kom fyrir ekki og munaði þar mestu um frábæra frammistöðu Davids James í marki West Ham. Hann var án efa besti maður vallarins ásamt Henry. Flestum að óvörum jöfnuðu gestirn- ir metin á 40. mínútu eftir að Edu urðu á mistök sem Jermain Defoe nýtti til fullnustu og jafnaði metin. Eftir leikhlé tóku síðan meistar- arnir öll völd á vellinum en sem fyrr reyndist James þeim óþægur ljár í þúfu. En hafi fyrsta mark Arsenal verið umdeilt þá var annað markið enn umdeildara. Þannig var að Dennis Bergkamp sendi fyrir mark- ið á Henry sem skallaði í markið en áður en Bergkamp sendi fyrir þá virtist sem hann gæfi Lee Bowyer olnbogaskot. Það fór hinsvegar framhjá dómaranum og markið stóð. Þótti mörgum Bergkamp sleppa vel því hann var þegar kominn með gult spjald. Eftir annað mark Arsenal var aðeins tímaspursmál hvenær það þriðja bættist við. Það kom fjór- um mínútum fyrir leikslok. „Bæði við og Manchester United eigum erfiða leiki framundan og því allt opið ennþá í keppni efstu liða,“ sagði Wenger. „En eigi að síður þá verður ekki mælt gegn því að staða okkar er ágæt um þessar mundir. Glenn Roeder, knattspyrnustjóri West Ham, sagðist vera stoltur af sínum mönnum. Þeir hefðu ekkert gefið eftir þrátt fyrir erfiða stöðu. Hann sagði hins vegar dómarann hafa leikið of stórt hlutverk bæði með þeirri ákvörðun sinni að reka Lomas út af og eins er hann sleppti því að refsa Bergkamp. „Flestir á vellinum sáu að Bergkamp braut af sér en því miður fór það framhjá eina manninum á vellinum sem á að taka eftir brotum af þessu tagi,“ sagði Roeder. Loksins vann Liverpool „Ég er afar stoltur af mínum mönnum eftir þennan leik,“ sagði Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir að hans mönnum tókst loks að vinna leik í ensku úr- valsdeildinni er þeir lögðu South- ampton á útivelli, 1:0, með marki Emile Heskey. Houllier hafði ekki stýrt sínum mönnum til sigurs í deildinni frá 2. nóvember er þeir lögðu West Ham á Anfield, 2:0. Ell- efu leikir í röð án sigurs voru að baki og Houllier sagðist vona að það versta væri að baki. Þetta var jafnframt fyrsta tap Southampton á heimavelli á keppn- istíðinni en liðið hafði leikið níu leiki í röð í deildinni án þess að þurfa að bíta í hið súra epli að tapa. Newcastle notaði tækifærið þegar Chelsea tapaði og komst upp í þriðja sæti með sigri á Manchester City, 2:0, á heimavelli. Leikurinn var vart hafinn þegar heimamenn höfðu skorað fyrsta markið og var þar á ferðinni Alan Shearer, en markinu vill Carlo Nash, markvörður Man- chester City, örugglega gleyma sem fyrst því það var hans sök. Boltinn barst aftur til hans og Shearer sótti að honum. Nash skaut knettinum frá markinu en ekki vildi betur til en hann skaut honum beint í Shearer sem þakkaði pent fyrir sig með því að opna markareikninginn í leiknum eftir aðeins 10,5 sekúndur. Í síðari hálfleik bætti Craig Bellamy öðru marki Newcastle við og innsiglaði þar með sigurinn. Sir Bobby Robson, knattspyrnu- stjóri Newcastle, var að vonum glað- ur í leikslok og sagði að draumabyrj- un hefði auðveldað eftirleikinn. „Það var einkennilegt mark en Shearer á heiðurinn af því. Hann gerði allt sem góður framherji á að gera, sótti að markverðinum, kom honum í vanda og uppskar eins og hann sáði til,“ sagði Robson sem taldi leikinn hafa verið góða skemmtun fyrir áhorf- endur. Á miðvikudaginn leikur New- castle við Bolton og á þar með möguleika á að tryggja stöðu sína í 3. sæti enn frekar með sigri, komast í 45 stig, vera tveimur á eftir Man- chester United og fjórum stigum á undan Chelsea. Robson segir að þrátt fyrir að staðan sé góð sé engin ástæða til bjartsýni, þ.e. að liðið nái að blanda sér í keppnina við Arsenal og Manchester United. „Ekkert myndi gleðja mig og stuðnings- mennina meira en að okkur tækist að ná Arsenal, en eins og staðan er nú þá tel ég Arsenal vera í sérflokki og möguleika okkar á að ná liðinu ekki vera mikla,“ sagði Robson. Thierry Henry heldur uppteknum hætti með meistaraliði Arsenal Skoraði þrjú mörk í orrustu við West Ham THIERRY Henry sá til þess að Arsenal heldur fimm stiga for- skoti á toppi ensku úrvalsdeild- arinnar er hann skoraði þrennu gegn West Ham á Highbury í gær. Þar tyllti hann sér um leið í efsta sætið á lista markahæstu manna deildarinnar, hefur skor- að 17 mörk. „Eftir sigur Man- chester United á Chelsea kom ekkert annað en sigur til greina hjá okkur en við urðum að hafa fyrir honum. Ég skil bara ekki hvernig á því stendur að West Ham er í fallbaráttu,“ sagði Henry í leikslok. Reuters Thierry Henry skorar þriðja mark sitt – sendir knöttinn fram hjá David James. ■ Úrslit/B10 DENNIS Bergkamp, hollenski sóknarmaðurinn hjá Arsenal, sagði að það hefði verið algjört óviljaverk þegar hann gaf Lee Bowyer, leikmanni West Ham, högg í andlitið í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. At- vikið átti sér stað úti á vinstri kanti, Bergkamp sneri sér með boltann og gaf fyrir á Thierry Henry sem kom Arsenal í 2:1 en Bowyer lá eftir á vellinum. Leikmenn West Ham mót- mæltu ákaflega en dómarinn, sem var vel staðsettur, dæmdi markið gilt. „Ég skýldi boltanum og sneri mér við. Ég vissi ekki af Bow- yer og höndin á mér skall á honum. Þetta var algjört óvilja- verk, og ég sagði Bowyer það þegar hann kom til mín og sagði að ég hefði slegið sig í andlitið,“ sagði Bergkamp. „Þetta var ekki þess eðlis að Bergkamp hefði átt að fá rauða spjaldið, en við áttum að fá aukaspyrnu í stað þess að þeir skoruðu. Þetta var rothöggið fyrir okkur,“ sagði Glenn Roed- er, knattspyrnustjóri West Ham. Óviljaverk, segir Bergkamp REAL Sociedad gefur ekkert eftir í baráttunni um spænska meistaratitilinn og jók forskot sitt á ný í þrjú stig um helgina. Baskarnir lögðu Celta Vigo að velli, 1:0, með marki frá De Pedro á laugardagskvöldið og voru þá fjórum stigum á undan Real Madrid, sem gat minnkaði forskotið í eitt stig í gærkvöld. Það munaði örlitlu að það tækist en Real Madrid gerði jafntefli, 2:2, við granna sína í Atletico Madrid. Þar jafnaði Demetrio Albertini fyrir Atletico á síðustu mínútu leiksins. Leikmenn Real Madrid voru einum færri í 50 mínútur, eftir að Ivan Helgueira fékk rauða spjaldið snemma leiks, rétt eftir að Atletico hafði náð forystunni, en samt náði Luis Figo að skora tvívegis fyrir hlé, 2:1. Atletico missti einnig mann af velli um miðjan síðari hálfleik. Real Madrid fékk gullin færi til að gera út um leikinn, Raúl skoraði ekki úr dauðafæri og markvörður Atletico varði vítaspyrnu frá Figo. Raunir Barcelona halda áfram og nú tapaði liðið heima, 4:2, gegn meisturum Valencia. Louis van Gaal, þjálfari Barce- lona, lætur engan bilbug á sér finna og ætlar ekki að styrkja liðið með leikmannakaupum þrátt fyrir slæmt gengi. Baskarnir bættu stöðuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.