Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 3
HM Í PORTÚGAL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 B 3 Ástralana, þeir eru tiltölulega óþekkt stærð. Samt reiknar maður ekki með miklu af þeim og því tel ég okkur eiga að vinna þá, enda verðum við að gera það ef við ætl- um okkur einhverja hluti í þessari keppni,“ segir Patrekur og snýr tali sínu að portúgalska liðinu sem Íslendingar hafa meiri reynslu af að glíma við en fyrrgreindar þrjár þjóðir. Portúgalska liðið er vel skipað „Við höfum margoft leikið við Portúgala og gengið misjafnlega á móti þeim. Þeir eru gestgjafar mótsins og hafa lagt mikla vinnu í þetta lið sem þeir tefla fram. Það verður því afar fróðlegt að sjá hvaða áhrif heimavöllurinn hefur á þá, hvort hann verður þeim til góðs eða fjötur um fót. Portúgalska liðið er skipað mörgum góðum leik- mönnum sem leika flestallir með félagsliðum í heimalandinu. Þjálf- ari liðsins, Javier Garcia Cuesta, er mjög fær á sínu sviði auk þess sem hann hefur Svíann Mats Olsson sér til halds og trausts. Á Evrópu- mótinu í Svíþjóð í fyrra léku Portú- galar ágætlega á stundum og töp- uðu leikjum sínum ekki með miklum mun. Þá hefur á stundum vantað herslumuninn upp á að ná árangri. Í mínum huga er enginn vafi á að Portúgalar eru með gott lið sem verður að taka mjög alvarlega. Síð- ast þegar við mættum þeim léku þeir framiggjandi vörn, 3/2/1 minn- ir mig frekar en 5/1, og jafnvel geta þeir „dottið niður“ í 6/0 vörn. Við eigum að þekkja flesta af þess- um bestu leikmönnum Portúgal- anna, þannig að það á ekkert að geta komið okkur sérstaklega á óvart í leik þeirra,“ segir Patrekur sem telur hiklaust að íslenska liðið eigi að vinna það portúgalska, en það sé sýnd veiði en ekki gefin. „Til þess að vinna verðum við að eiga góðan leik, takist það, tel ég sigurlíkurnar vera okkar megin.“ „Fyrirfram tel ég nokkuð víst að það verðum við, Þjóðverjar og Portúgalar sem komum til með að kljást um efsta sætið í riðlinum. Flestir veðja eflaust á að Þjóð- verjar verði í efsta sæti þegar upp verður staðið en ég er viss um að við höfum alla burði til þess að hreppa efsta sætið. Það er samt nokkuð jafnt á komið með þessum þremur þjóðum og sennilega má segja að líklegasta röðin verði sú að Þjóðverjar verði efstir, við í öðru sæti og Portúgal í þriðja. Okkar markmið er hins vegar skýrt, það er að vinna báðar þessar þjóðir eins og aðra leiki í riðlinum. Við getum unnið Þjóðverja, það höfum við gert í undanförnum leikjum. Þýska liðið varð fyrir áfalli á dögunum þegar sterkasti maður þess, Daniel Stephan, meiddist og tekur ekki þátt í keppninni. Fjarvera Stephans veik- ir þýska liðið verulega, á því er enginn vafi, þótt alltaf sé talað um að maður komi í manns stað. Stephan er mikilvægur hlekkur í vörn Þjóðverja og hraðaupphlaup- um liðsins þannig að án hans er það ekki eins sterkt og ella. Við sýndum það á EM í Svíþjóð í fyrra, þar sem hann var með, að við get- um vel unnið Þjóðverja og því ætt- um við ekki að geta endurtekið leikinn að þessu sinni?“ spyr Pat- rekur sem þekkir vel til þýska landsliðsins eftir að hafa leikið í þýsku deildinni í sjö ár. Talað hef- ur verið um á síðustu dögum og vikum að Þjóðverjar eigi í vand- ræðum um þessar mundir, mikið sé um meiðsli hjá sterkum leikmönn- um auk þess sem ljóst sé að Steph- an og rétthenta skyttan, Frank von Behren, komi ekkert við sögu vegna alvarlegra meiðsla. Jafn- framt eru mikilar kröfur gerðar til leikmanna og þjálfara vegna vax- andi vinsælda handknattleiks í Þýskalandi og síðast en ekki síst voru Þjóðverjar hársbreidd frá sigri á EM í fyrra, töpuðu fyrir Svíum á vafasaman hátt í marg- framlengdum leik. Patrekur segir að vissulega sé mikil krafa gerð til þýska liðsins enda sé það sterkt og því ekkert óeðlilegt við að það auki á kröfurnar. Pressa á Þjóðverjum „Þjóðverjar vilja gera betur en á EM í fyrra og til þess verður að vinna gullverðlaunin. Segja má að svipað sé uppi á teningnum hjá okkur eftir fjórða sætið á EM, þar með vilja allir gera betur. En það er engin launung á að þýska liðið leikur undir gífurlegri pressu í mótinu. Margir leikmenn liðsins eru lítillega meiddir sem er ekkert skrýtið því mikið álag hefur verið á menn í deildarkeppninni auk þess sem flestir hafa einnig verið í eld- línunni í Evrópukeppni með sínum félagsliðum. Það verður því einkar fróðlegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á þýska liðið þegar á hólminn verður komið,“ segir Patrekur og bendir á að styrkleiki þýska lands- liðsins felist fyrst og fremst í góðri vörn og frábærum markvörðum. „Sóknarleikur Þjóðverja hefur á tíðum ekki verið sá besti, en vörn, markvarsla og hraðaupphlaup gera gott betur en vega sóknarleikinn upp. Það má ef til vill segja að þessi atriði hafi einnig verið okkar aðal á EM í Svíþjóð í fyrra. Það er einfaldlega svo að það er ekkert nýtt undir sólinni í handknattleik, staðreyndin er sú að vörn og mark- varsla verða að vera í lagi til þess að lið geti náð árangri þegar út í alvöruna er komið. Þetta eru þau atriði sem leikir vinnast á. Ég hef haft nokkra þjálfara á mínum ferli og þótt þeir hafi verið hver öðrum ólíkari hefur alltaf verið sama við- kvæðið hjá þeim, sterk vörn og góð markvarsla skilur kjarnann frá hisminu. Leikir vinnast sjaldnast eingöngu á sóknarleik hvað þá heilu mótin. Þjóðverjar eru sterkir þegar kemur að varnarleik og markvörslu enda ekkert skrýtið því þar í landi er höfuðáherslan á þessi atriði,“ segir Patrekur Jó- hannesson, leikmaður íslenska landsliðsins, og horfir fram á veg- inn á heimsmeistaramótinu hvergi banginn og telur ekkert óeðlilegt að gera þá kröfu að Ísland vinni sinn riðil, a.m.k. að það hafni í öðru sæti og komist með tvö stig áfram í milliriðla. sigur í sínum riðli á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Portúgal Morgunblaðið/Sverrir ’ „Þjóðverjar vilja gera betur en á EM ífyrra og til þess verður að vinna gullverð- launin. Segja má að svipað sé uppi á ten- ingnum hjá okkur eftir fjórða sætið á EM, þar með vilja allir gera betur. En það er engin launung á að þýska liðið leikur undir gífurlegri pressu í mótinu.“ ‘  ÁSTRALAR taka nú þátt í sínu þriðja stórmóti í hand- knattleik. Þeirra frumraun var í lokakeppni HM í Egyptalandi árið 1999 og síðan voru þeir með, sem gestgjafar, á Ólymp- íuleikunum í Sydney árið eftir.  Ástralir léku samtals 11 leiki í þessum tveimur mótum og töpuðu þeim öllum stórt, nema gegn Kína 1999 og síðan leikn- um um 11.–12. sæti í Sydney. Þá töpuðu þeir naumlega fyrir Kúbumönnum, 26:24.  Úrslit leikja Ástrala í þess- um tveimur mótum:  HM í Egyptalandi: Ástralía – Frakkland 15:32 Ástralía – Júgóslavía 22:40 Ástralía – Svíþjóð 17:49 Ástralía – Kína 29:33 Ástralía – Suður-Kórea 18:38  ÓL í Sydney: Ástralía – Svíþjóð 23:44 Ástralía – Spánn 23:39 Ástralía – Slóvenía 20:33 Ástralía – Túnis 24:34 Ástralía – Frakkland 16:28 Ástralía – Kúba 24:26 Ástralar með ekk- ert stig á stórmóti iben@mbl.is GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, markvörður íslenska landsliðsins, tekur þátt í sinni sjöttu heimsmeistarakeppni í Portúgal. Guðmundur, sem hóf að verja mark Íslands strax eftir HM í Sviss 1986 – þá sem markvörður Breiðabliks – var með á HM í Tékkóslóvakíu 1990, sem varamarkvörður Einars Þorvarðarsonar, aðstoðarlands- liðsþjálfara. Leifur Dagfinnsson, KR, var þá þriðji markvörðurinn og lék ekkert. Guðmundur var orðinn liðsmaður Vals er hann varði markið á HM í Svíþjóð 1993, ásamt Bergsveini Bergsveinssyni, FH, og Sigmari Þresti Óskarssyni, KA. Á HM á Íslandi 1995 á Íslandi vörðu þeir Guðmundur, Bergsveinn og Sigmar Þröstur einnig mark Íslands. Guðmundur og Bergsveinn vörðu markið á HM í Kumamoto í Japan 1997 og Reynir Þ. Reynisson, Fram, tók þátt í einum leik, er Bergsveinn meiddist í upp- hitun. Guðmundur var markvörður þýska liðsins Nordhorn á HM í Frakklandi 2001 og honum til trausts og halds var Birkir Ívar Guðmundsson, Stjörnunni. Þriðji mark- vörðurinn, Sebastian Alexandersson, Fram, var á Íslandi, tilbúinn að fara til Frakklands ef eitthvað kæmi uppá, en af óskiljanlegum ástæðum fór Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari þá aðeins með fimmtán leikmenn á HM. Guðmundur, sem er nú markvörður hjá ítalska liðinu Pallamano Conversano, ver markið á HM í Portúgal ásamt Roland Vali Eradze, markverði Vals, sem varð íslenskur ríkisborgari á dögunum. Hann hefur leikið sex leiki fyrir Ísland, en lék 80 landsleiki fyrir Georgíu. Guðmundur í sjöttu HM PORTÚGAL vann Sádi-Arabíu í síðasta æf- ingaleik sínum áður en heimsmeistarakeppn- in hefst, 32:24. Leikið var í Viseu þar sem leikir B-riðilsins fara fram þar sem Íslend- ingar og heimamenn leika m.a. Portúgalar voru með örugga forystu allan leikinn gegn Asíumeisturunum, þar á meðal 16:12 í hálf- leik. Mörk Portúgals í leiknum skoruðu; Rui Rocha 5, Victor Tchikoulaev 5, Filipe Cruz 4, Álvaro Martins 4, Luís Gomes 4, Ricardo Costa 3, Carlos Resende 2, David Tavares 2, Carlos Galambas 1, Eduardo Coelho 1, Rui Silva 1. Portúgal mætir Grænlandi í fyrstu við- ureign sinn á HM í dag, en áður eigast við Ís- lendingar og Ástralar annars vegar og Þjóð- verjar og Katar hins vegar. Íslendingar mæta Portúgal í Viseu siðdegis á fimmtudaginn. Portúgalar fögnuðu sigri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.