Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 B 5 CLAUDIO Ranieri, knatt- spyrnustjóri Chelsea, segist ekki hafa haft hugmynd um að Eiður Smári Guðjohnsen væri haldinn spilafíkn fyrr en leikmaðurinn við- urkenndi það í samtali við enskt dagblað fyrir rúmri viku. „Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu, ég hafði ekki hugmynd um hvern- ig í pottinn væri búið hjá Eiði,“ segir Ranieri og bætti við; „Eiður hefur alltaf lagt hart að sér og verið afar einbeittur við sitt starf hjá félaginu. Því var ég undrandi þegar mér barst til eyrna að hann ætti í vandræðum utan vallar.“ Ranieri hefur þjálfað á Ítalíu og Spáni auk Eng- lands. Þar segist hann ekki hafa orðið var við að leikmenn væru að setja háar upphæðir undir í spilum og í raun hafi hann ekki kynnst því fyrr en við komuna til Englands að leikmenn stæðu í spilamennsku af ýmsu tagi. Hann segist ekki mótfallinn því að leik- menn hans taki í spil á ferðalögum en sé ekki hrifinn að því að þeir spili upp á háar peningaupphæðir. Ranieri vissi ekkert um spilafíkn Eiðs ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Olaf Thon, 36 ára, lék kveðjuleik sinn á Arena Auf Schalke-vellinum í gær, þar sem Schalke og Bayern München, liðin sem hann lék með á keppnisferli sínumí Þýskalandi, mættust. Bæjarar fögnuðu sigri og skoraði Elber eina mark leiksins, 1:0. Thon, sem varð heimsmeistari með Þýskalandi 1990 á Ítalíu, var þekktur fyrir aukaspyrnur sínar.60 þús. áhorfendur sáu leikinn, sem var jafnframt undirbúningsleikur fyrir liðin, en þýska 1. deild- arkeppnin hefst á ný um næstu helgi, eftir vetrarfrí. Olaf Thon kvaddur Með Gianfranco Zola einan ífremstu víglínu var greini- legt að Chelsea ætlaði að halda fengnum hlut. Þá sá ég leik á borði með því að taka Mikael Silvestre út af og setja sóknarmann í hans stað, taka áhættu og hún gekk upp,“ sagði Ferguson sigri hrós- andi. Þá kom Juan Veron inn á og hann lagði upp sigurmarkið fyrir Diego Forlan sem tryggði Man- chester United sigur á síðustu mín- útu, 2:1. Mark Forlans var glæsilegt. hann fékk sendingu inn fyrir vörn Chelsea frá Veron og hamraði knöttinn efst í markhornið hægra megin við Carlo Cudicini, mark- vörð Chelsea. „Þetta er mikilvæg- asta mark sem Forlan hefur gert fyrir liðið til þessa,“ sagði Fergu- son, en með sigrinum er Manchest- er enn með í kapphlaupinu við Ars- enal um enska meistaratitilinn. Önnur lið virðast að sinni vera úr leik, a.m.k. er það mat Ranieris. „Nú stendur slagurinn á milli Ars- enal og Manchester United,“ sagði Ranieri eftir leikinn. „Fyrir leiktíð- ina sagði ég að markmið okkar yrði að vera í einum af fjórum efstu sætunum, það hefur ekki breyst.“ Ranieri sagði sína menn hafa verið sterkari aðilann í leiknum í fyrri hálfleik og það voru orð að sönnu. Meiri kraftur var í leik- mönnum Chelsea sem ógnuðu hvað eftir annað marki Manchester. Það var Chelsea nokkuð áfall að missa Jimmy Floyd Hasselbaink af leik- velli eftir rúmlega stundarfjórð- ungsleik eftir að hann meiddist á ökkla er hann barðist við Phil Nev- ille. Þá kom Zola til leiks og var með Eiði Smára í fremstu víglínu. Eiður kom Chelsea á bragðið á 30. mínútu með afar laglegu marki. hann fékk sendingu frá Emmanuel Petit og eftir að hafa sloppið úr gæslu Roy Keane tók Eiður strikið inn fyrir vörn Manchester, tók við knettinum og lyfti honum af sannri fagmennsku yfir Fabian Barthez markvörð sem hljóp út á móti Eiði. Adam var ekki lengi í Paradís því níu mínútum síðar jafnaði Paul Scholes metin óverðskuldað með marki eftir skalla að lokinni fyr- irgjöf David Beckhams sem fékk boltann á ódýran hátt eftir mistök í vörn Chelsea. Eiður Smári lék vel og í síðari hálfleik átti hann fast skot að marki Manchester United sem Barthez átti fullt í fangi með að verja. Það var svo gott sem eina al- varlega ógnunin við mark heima- manna í síðari hálfleik sem að mestu var eign heimaliðsins. Ferguson segir sigurinn hafa verið mikilvægan. Með honum elti hans menn Arsenal sem skugginn, en tap hefði þýtt að ensku meistararn- ir hefðu náð yfirburðastöðu að mati Fergusons. „Við erum enn á eftir Arsenal en ef við höldum áfram að banka á dyrnar þá vonast ég til þess að þær opnist einn góðan veð- urdag. Mestu máli skiptir að halda einbeitingu,“ sagði Ferguson sem ekki vill ganga svo langt að segja að Newcastle og Chelsea séu úr leik í kapphlaupinu um enska meistaratitilinn. Ferguson sá leik á borði þeg- ar Eiður fór út af SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að þegar kollegi hans, Claudio Ranieri, hafi áveðið að taka Eið Smára Guðjohnsen af leikvelli á 84. mínútu hafi verið ljóst að Chelsea hafi ætlað sér að freista þess að halda jafntefli. Þá hafi hann ákveðið að taka áhættu.  FREDDIE Ljungberg, sænski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, verður a.m.k. frá keppni með Arsen- al næstu tvær vikurnar til viðbótar. Að sögn Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóra Arsenal, hefur Ljung- berg ekki enn náð sér af meiðslum og veikindum sem hafa gert það að verkum að hann hefur ekki leikið með síðustu sex leiki Arsenal.  FAUSTINO Asprilla, sem eitt sinn lék með Newcastle, er enn að leika knattspyrnu þrátt fyrir að vera ekki lengur í fremstu röð eins og hann var þegar hann lék á Ítalíu fyr- ir um áratug og síðar á Englandi. Asprilla hefur nú gert samning við Universidad de Chile.  PETER Schmeichel er enn að velkjast í vafa um hvort hann eigi að hætta að leika knattspyrnu við lok leiktíðarinnar eða framlengja samn- ing sinn við Manchester City um eitt ár til viðbótar eins og forráðamenn félagsins vilja. Schmeichel verður fertugur á þessu ári.  BRAD Friedel, markvörður Blackburn, hefur verið útnefndur bestu knattspyrnukarl Bandaríkj- anna af bandaríska knattspyrnu- sambandinu. Friedel hefur leikið af- ar vel bæði með Blackburn og bandaríska landsliðinu á undanförn- um misserum.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, hefur boðað miklar hreinsanir í leikmannahópi Liver- pool í sumar eftir afleitt gengi liðsins upp á síðkastið.  TEDDY Sheringham tryggði Tottenham 1:0 sigur gegn Aston Villa á Villa Park og þar með er Tottenham enn í hópi efstu liða, er í sjöunda sæti með 38 stig eins og Liv- erpool.  BRIAN McBride hefur heldur bet- ur stimplað sig inn hjá Everton í tveimur fyrstu leikjum sínum fyrir félagið. Um helgina skoraði hann bæði mörk Everton í 2:1 sigri á Sun- derland. Kevin Kilbane kom Sun- derland yfir með marki á 34. mínútu en McBride tryggði heimamönnum sigur með tveimur mörkum á 51. og 57. mínútu. Þar með hefur McBride skorað þrjú mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum fyrir liðið sem er í 5. sæti úrvalsdeildarinnar.  ANDY Todd leikmanni Blackburn var vísað af leikvelli á 28. mínútu við- ureignarinnar við Birmingham á laugardaginn á Ewood Park. Níu mínútum áður hafði Damien Duff komið Blackburn yfir, 1:0. Einum leikmanni færri tókst Blackburn að halda fengnum hlut allt þar til á 83. mínútu að Stern John náði að jafna metin, en hann hafði átta mínútum áður komið inn á sem varamaður fyr- ir Jeff Kenna.  CHRISTOPHE Dugarry, franski landsliðsmaðurinn hjá Birmingham, fékk sitt fyrsta gula spjald í ensku knattspyrnunni á 18. mínútu leiksins við Blackburn. FÓLK Andy Johnson var vikið af leik-velli þegar hann fékk sitt ann- að gula spjald í framhaldi af því að hafa sent dómaranum tóninn. Eftir það bætti Leeds enn meiri krafti í sóknina með Robbie Fowler, Mark Viduka, Alan Smith og James Milner í fremstu víglínu. Allt kom fyrir ekki og WBA tókst að krækja í annað stig sitt á útivelli í síðustu níu viðureignum. Lárus Orri var ekki í byrjunar- liði West Brom að þessu sinni en kom inn á í kjölfarið á brottrekstri Johnsons. Stigið færði Lárus og félaga upp að hlið West Ham en bæði lið eru með 17 stig á botni deildarinnar. Guðni Bergsson og samherjar í Bolton eru enn í fjórða neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Bolton vann eitt stig í heimsókn sinni til Charlton á The Valley, 1:1, og nú munar tveimur stigum á Bolton og Sunderland sem er sem fyrr í þriðja neðsta sæti eftir tap fyrir Everton. Guðni lék í vörn Bolton frá upp- hafi til enda og hafði í nógu að snú- ast. Mark Fish kom heimamönnum yfir á annarri mínútu síðari hálf- leiks en Youri Djorkaeff skoraði markið mikilvæga fyrir Bolton fimm mínútum fyrir leikslok sem tryggði óverðskuldað en dýrmætt stig. Charlton átti mun meira í leiknum en gekk illa að brjóta sterka vörn Bolton á bak aftur. Sam Allardyce, knattspyrnu- stjóri Bolton, var ánægður með stigið og hældi Jussi Jaaskelainen, markverði liðsins, á hvert reipi en hann varði oft stórvel. „Hann hef- ur komið í veg fyrir að við töp- uðum nokkrum síðustu leikjum. Vissulega er það það sem hann fær greitt fyrir en það eru nú alltaf takmörk fyrir því hvað er hægt að ætlast til mikils af mönnum,“ sagði Allardyce. WBA hélt sjó einum færri LÁRUS Orri Sigurðsson og samherjar hans í West Brom kræktu í kærkomið stig í heimsókn sinni til Leeds á Elland Road, 0:0, en þeir þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stiginu því þeir léku einum leik- manni færri síðustu 16 mínútur leiksins. Reuters Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki sínu á Old Trafford ásamt félaga sínum Gianfranco Zola. Ranieri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.