Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐTOGAR Frakklands og Þýskalands sögðu á miðvikudag að þeir vildu að allt yrði gert til að koma í veg fyrir stríð í Írak. Bandaríkja-menn hafa brugðist illa við þessum orðum. Jacques Chirac, forseti Frakklands, og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hafa sagt að þeir vilji að Íraksdeilan verði leyst með friðsamlegum hætti. Sögðust þjóðirnar vera sammála um að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þyrfti að ákveða hvort hefja ætti stríð við Íraka. Schröder sagði á þriðjudag að Þjóðverjar myndu ekki styðja ályktun sem heimilaði hernað gegn Írökum. En Þjóðverjar eiga fulltrúa í Öryggisráðinu. Þessar yfirlýsingar mæltust illa fyrir í Bandaríkjunum. Ráðamenn þar telja vopna-eftirlit í Írak tilgangslaust. Segja þeir öruggt að Saddam Hussein forseti Íraks ætli ekki að afhenda vopn sín. Donald Rumsfeld, varnarmála-ráðherra Bandaríkjanna, telur þó að flest ríki Evrópu standi með Bandaríkja-mönnum. „Þjóðverjar hafa verið til vandræða og Frakkar hafa verið til vandræða,“ sagði ráðherrann. Hann bætti við að flest ríki Evrópu stæðu með Bandaríkja-mönnum en ekki Frökkum og Þjóðverjum. Þessar þjóðir væru fulltrúar „hinnar gömlu Evrópu“ sem nú hefði breyst. Frétta-skýrendur telja margir að alvarlegur klofningur sé kominn upp í Íraks-málinu. Deilan um Írak magn- ast Reuters Írösk börn á mótmælafundi sem efnt var til í Írak í vikunni. Í bakgrunni er mynd af Saddam Hussein. Í GÆR var þess minnst að þrjátíu ár voru frá því eldgosið í Heimaey hófst. Eldgosið hófst 23. janúar árið 1973. Fyrr í vikunni voru krakkar í Barnaskóla Vestmanna-eyja að skrifa bréf um gosið í Vestmanna-eyjum. Þau pökkuðu líka vikri úr gosinu í umslög sem þau sendu í alla grunnskóla á landinu, samtals næstum 180 skóla. Vikur er eitt af þeim gosefnum sem dreifðust um eyjuna í eldgosinu. Hjálmfríður Sveinsdóttir skólastjóri segir að börnin vilji með bréfinu minna önnur börn á gosið. En foreldrar margra barna í skólanum upplifðu sjálf gosið þegar þau voru lítil. Þá segir hún að börnin séu líka að þakka góðar móttökur sem börn úr Vestmanna-eyjum fengu í skólum landsins þegar fór að gjósa. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Nemendur í Barnaskóla Vestmannaeyja pakka vikri og senda kveðjur í barnaskóla landsins. 30 ár liðin frá gosinu í Eyjum ÍSLENDINGAR sýndu yfirburði þegar þeir skelltu Áströlum með fjörutíu marka mun í fyrsta leik sínum á heimsmeistar-amótinu í handknattleik í Portúgal. En leiknum lauk 55:15. Þar með settu leikmenn íslenska liðsins heimsmet í marka-skorun. En aldrei áður hefur lið náð að skora 55 mörk í leik á HM. Íslendingar settu einnig HM-met er þeir skoruðu 32 mörk úr hraðaupphlaupum í leiknum. AP Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt af fjórtán mörkum sínum gegn Ástralíu. Met á met ofan á HM ÍSLENDINGABÓK, eini ættfræðigrunnurinn í heiminum sem nær yfir heila þjóð, var settur á Netið um síðustu helgi. En þar geta Íslendingar fengið ókeypis upplýsingar um sjálfa sig, ættir sínar og ættingja fram í þriðja lið. Þeir geta þá einnig rakið ættir sínar saman við aðra einstaklinga sem eru skráðir í grunninum. Í Íslendingabók er að finna upplýsingar um meira en 95% allra Íslendinga sem hafa verið uppi frá því fyrsta Íslendingabók geymir upplýsingar um ættir Íslendinga Tugir þúsunda sækja um að- gang að vefnum Morgunblaðið/Kristinn Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra fræddist um forfeður sína á Netinu. manntalið var gert árið 1703. Bókin inniheldur í heildina upplýsingar um 700.000 einstaklinga. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vonast til þess að Íslendingabók auki ættfræðiáhuga Íslendinga. Áhugi almennings á Íslendingabók hefur verið mikill það sem af er. Hafa tugir þúsunda manna nú þegar skráð sig sem notendur vefjarins. Til að fá aðgang að Íslendingabók þarf að sækja um lykilorð og notendanafn með því að skrá inn kennitölu á upphafs-síðunni. Vefslóðin er: www.islendingabok.is. SÝNINGAR á hátísku-fatnaði fyrir næsta vor og sumar hafa staðið yfir alla vikuna. Tískusýningarnar fara fram í París, sem er oft kölluð háborg tískunnar. Margir frægir hönnuðir og tískuhús hafa sýnt í vikunni. Chanel, Christian Lacroix, Dior og Valentino eru þeirra á meðal. Ímyndunaraflið fær oftast að njóta sín til hins ýtrasta á hátísku-sýningunum. Enda geta flestir einungis ímyndað sér að eignast hátísku-flík. Hátísku-föt eru nefnilega mjög dýr. Fötin eru oft skrautleg og flókin. Flíkurnar minna oft jafnmikið á listaverk og nothæfa flík. Raunverulega listin er sú að finna jafnvægið þarna á milli. Reuters John Galliano hannaði þessa skrautlegu flík. Hátíska í París Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.