Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA landsliðið í handknatt-leik tryggði sér á sunnudag farseðilinn á Ólympíu-leikana í Aþenu á næsta ári. Þetta gerði liðið með því að leggja Júgóslava að velli, 32:37, í keppninni um 7. sætið á heimsmeistara-mótinu í handknatt-leik í Portúgal. Íslendingar léku sinn besta leik í keppninni og var léttleiki og samheldni í fyrirrúmi hjá leikmönnum Íslands. Þá sýndu þeir Ólafur Stefánsson og Guðmundur Hrafnkelsson stórleik. Ólafur var þriðji marka-hæsti leikmaður heimsmeistara-mótsins og skoraði hann 58 mörk. En Ólafur sagðist eiga sér þann draum að leika á Ólympíu-leikum er hann var útnefndur Íþróttamaður ársins 2002 í byrjun árs. Íslenska landsliðið í handknatt-leik hefur fjórum sinnum áður leikið á Ólympíu-leikum. Fyrst í München í Þýskalandi 1972, þá í Los Angeles í Bandaríkjunum 1984, í Seoul í Suður-Kóreu 1988 og í Barcelona á Spáni 1992. Það var ekki aðeins landsliðið sem stóð sig vel á HM. Dómararnir Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson gerðu það einnig. Dæmdu þeir spennandi leik Spánar og Króatíu í undan-úrslitum. Þann leik unnu Króatar eftir að búið var að framlengja hann tvisvar. En leiknum lauk með 39 mörkum gegn 37. Króatar léku til úrslita við Þjóðverja og sigruðu 34:31. Landsliðið á Ólympíuleikana í Aþenu 2004 Morgunblaðið/RAX Landsliðsmenn Íslands fagna sigrinum á Júgóslövum í Lissabon í Portúgal. UNGT fólk tók höndum saman og flykktist á tónleika gegn kynþátta-fordómum, sem haldnir voru á Gauki á Stöng í vikunni. Margar hljómsveitir spiluðu á staðnum og gáfu þær allar vinnu sína. Ókeypis var inn á tónleikana. Grínistinn Jón Gnarr steig líka á svið og skemmti viðstöddum, sem hlógu mikið að bröndurum kappans. Samtökin Heimsþorp, sem eru samtök gegn kynþátta-fordómum á Íslandi, stóðu fyrir tónleikunum. Gestir á tónleikunum fengu gefins boli og barm-merki með boðskap félagsins. Yfirskrift tónleikanna var „rísum ofar rasisma“. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hljómsveitin Dáðadrengir kom fram á Gauknum. Rokkað gegn kynþátta-- fordómum á Gauknum COLIN Powell, utanríkis-ráðherra Bandaríkjanna, flutti mikla ræðu í öryggis-ráði Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag. Þar kynnti hann þær sannanir og vísbendingar, sem Bandaríkjamenn segjast hafa fyrir framleiðslu Íraka á gereyðingar-vopnum. Afstaða þeirra ríkja sem hafa neitunar-vald í ráðinu hefur ekki breyst. En ræða Powells hefur engu að síður aukið stuðning margra ríkja við að Saddam Hussein forseta Íraks verði að stöðva. Í ræðu sinni rakti Powell þær blekkingar, sem Írakar beittu vopnaeftirlits-menn Sameinuðu þjóðanna. Og sýndi hann fram á það með myndum að Írakar stunduðu skipulega feluleik með vopnin, einkum lífefna-vopn. Sagði Powell að Saddam hefði skipað fyrir um rannsóknir á alls konar efnum sem valdið gætu sjúkdómum. Auk þess að Írakar réðu nú þegar yfir miklu af miltis-brandi. Þá réðu þeir yfir lífefna-vopnum, sem nægðu í 16.000 eldflaugar. Powell rakti einnig tilraunir Íraka með þessi vopn, til dæmis á lifandi fólki. Þá sagði hann þá hafa þróað aðferðir til að dreifa þeim yfir byggð ból og vatnsveitu-kerfi. Lét hann einnig birta tvö samtöl foringja í Íraks-her sem sýna vel blekkingar-leikinn gagnvart vopnaeftirlitinu. Að auki fjallaði hann um tilraunir Íraka til að smíða kjarnavopn og tengsl Íraks-stjórnar og hryðjuverka-samtakanna al-Qaeda. Á miðvikudags-kvöld lýstu 10 ríki í Mið- og Austur-Evrópu yfir stuðningi við stefnu Bandaríkjanna. Þá þykir margt benda til að andstaða stjórnvalda í Frakklandi og Þýskalandi sé að linast. Þau leggja þó áherslu á aðra ályktun í öryggisráðinu og hefur Bandaríkja-stjórn gefið undir fótinn með það. Gögn um Írak birt í öryggis-ráði Reuters Colin Powell, utanríkis-ráð- herra Bandaríkjanna, flytur ræðu sína. RANNSÓKN á því hvers vegna Magnús Leópoldsson var handtekinn vegna Geirfinns-málsins er nú lokið. Hún sýnir að leirmyndin fræga var ekki viljandi látin líkjast Magnúsi. Aðeins ein ábending barst lögreglu um Magnús eftir að leirmyndin var birt. Klúbburinn, þar sem Magnús var framkvæmdastjóri, kom fljótlega við sögu í rannsókninni á hvarfi Geirfinns Einarssonar. Í skýrslu um rannsókn á handtöku Magnúsar segir að einhverjar hugmyndir kunni að hafa kviknað um tengsl milli Klúbbsins og Geirfinns-málsins. Það hafi síðan leitt af sér sögu-sagnir sem mögnuðust með tímanum. Magnús segist ánægður með skýrsluna sem Lára V. Júlíusdóttir saksóknari vann. Hann segir baráttu sinni fyrir að endurheimta mannorð sitt loksins lokið. 27 ár eru liðin frá því hann var settur í gæsluvarðhald og grunaður um aðild að Geirfinns-málinu. Sögusagnir sem mögnuðust Leirmyndin sem Ríkey Ingi- mundardóttir gerði eftir lýs- ingum vitna af manninum sem hringdi úr Hafnarbúðinni í Keflavík. Ríkey segist ekki hafa gert hana eftir ljós- myndum af Magnúsi. Skýrsla komin út um Geirfinns-málið Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.