Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 C 11 PÉTUR Pétursson, leigutaki Vatns- dalsár í Húnaþingi, hefur tekið Reykjadalsá í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu á leigu. Ekki náðist í Pétur til að fá smáatriðin uppgefin, en reikna má fastlega með því að Pétur og hinn franski samstarfs- maður hans, Guy Geffroy, haldi þeim sið sem þar var kominn að veiða aðeins á flugu og sleppa öllum laxi, rétt eins og þeir hafa það sjálfir í Vatnsdalnum. Pálmi Gunnarsson var með Reykjadalsá á leigu tvö síðustu sum- ur, en sleppti henni að síðasta sumri loknu. Áin hefur verið í öldudal og innleiddi Pálmi því „veiða-sleppa“ fyrirkomulagið og taldi ána þurfa „í gjörgæslu“ eins og hann komst að orði. Áin gaf þokkalega 2001, en dal- aði aftur í fyrra og gaf aðeins fáa tugi laxa. Samhliða þessu hefur urr- iði náð sterkari tökum á ánni eins og títt er þegar laxinn lætur undan. Reykjadalsá og neðri hluti hennar, Eyvindarlækur, hafa þó oft gefið góða og viðvarandi laxveiði. Tunguá seld sér Veiðifélag Grímsár og Tunguár hefur ákveðið að Tunguáin verði seld sér með tveimur stöngum á komandi sumri. Er sala veiðileyfa hafin hjá Þorsteini Þorsteinssyni á Skálpastöðum og kosta leyfin ekki nema rúmar níu þúsund krónur. Þarna veiðast 60 til 80 laxar á einum og hálfum mánuði að jafnaði. Nýtt veiðihús með svefnrými fyrir fjóra verður tilbúið fyrir komandi vertíð. Bara fluga í Grímsá Viðvarandi breyting verður með þessu á fyrirkomulagi í Grímsá þar sem veitt verður á átta stangir í ánni í stað tíu. Þá verður veiðitíminn í ánni færður aftur, og þá í raun stytt- ur, um fjóra daga. Það sem má kannski telja veigamest er að nú verður aðeins fluguveiði leyfð í ánni. Þorsteinn Þórsteinsson, formaður Veiðifélags Grímsár, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri góð fiskvernd fólgin í því að leyfa aðeins flugu og með þessu væri auk þess verið að svara gagnrýnisröddum um stórveiðar á maðk að flugutíma loknum. „Eftir sem áður mega menn þó hirða laxa sína í Grímsá. Menn ráða því öllu sjálfir, en margir sem veiða í ánni sleppa flestum eða öllum löxum sínum, þannig að þetta er góð blanda á sleppingum og nýtingu,“ sagði Þorsteinn. Pétur tekur Reykjadalsá Ljósmynd/Páll Ketilsson Það styttist í fyrstu köstin. Hér er stemmningsmynd frá veiðistaðnum Glanna í Langá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FRÉTTIR FRAMTÍÐIN, styrktarsjóður aldr- aðra, afhenti Dvalarheimilinu Hlíð baðstól, sjúkrarúm og fleiri hjálp- artæki nýlega. Styrktarsjóðurinn varð til eftir að Kvenfélagið Fram- tíðin var lagt niður árið 2000 og eru m.a. tveir karlmenn í stjórn hans. Sjóðurinn hefur haldið uppi merki kvenfélagskvenna, með út- gáfu jólamerkja og minning- arspjalda og jafnframt haldið áfram stuðningi við Hlíð, líkt og Kvenfélagið Framtíðin gerði af miklum myndarskap í áratugi. Á myndinni, sem tekin var við af- hendingu gjafanna, eru f.v. Heið- rún Björgvinsdóttir, skrif- stofustjóri Hlíðar, Brit J. Bieltvedt, framkvæmdastjóri Öldrunarstofn- unar Akureyrarbæjar, Hlín Gunn- arsdóttir og Sverrir Valdimarsson, stjórnarmenn í styrktarsjóðnum, Margrét Kröyer, formaður, Guð- rún Óskarsdóttir, ritari, og Helga Tryggvadóttir, hjúkunarforstjóri. Í baðstólnum situr Ársæll Magn- ússon, gjaldkeri styrktarsjóðsins. Framtíðin færir Hlíð gjafir Morgunblaðið/Kristján HREPPSNEFND Hólmavíkur- hrepps vill ógilda þann gjörning síðustu hreppsnefndar Kirkju- bólshrepps, sem sameinaðist Hólmavíkurhreppi á miðju síð- asta ári, að gangast í ábyrgðir fyrir skuldbindingum einkahluta- félags gagnvart skattyfirvöldum og gefa út víxla til félagsins. Á fundi hreppsnefndar Hólma- víkurhrepps á þriðjudag var Ás- dísi Leifsdóttur sveitarstjóra veitt heimild til að ná samkomu- lagi við eigendur Tóftardrangs ehf. sem Kirkjubólshreppur ákvað að greiða 20 milljónir króna skömmu fyrir samein- inguna í fyrra. Var féð ætlað til jarðhitaleitar í hreppnum. Greiðsla upp á 13,5 milljónir fór fram í byrjun maí 2002 og tveir víxlar gefnir út fyrir alls 4,5 milljónir. Þá var litið á 2 milljóna kr. innborgun til Ræktunarsam- bands Flóa og Skeiða sem greiðslu til Tóftardrangs. Víxl- arnir hafa ekki verið framseldir. Er Kirkjubólshreppur samdi við Tóftardrang stóð fyrir dyrum sameining við Hólmavíkurhrepp, sem félagsmálaráðuneytið ákvað þar sem íbúar Kirkjubólshrepps höfðu verið færri en 50 lengur en þrjú ár samfleytt. Mikil andstaða var við þessa ákvörðun ráðuneyt- isins innan hreppsnefndar Kirkjubólshrepps. Var óskað eft- ir frestun sameiningar þar sem mikil vinna hefði farið fram und- anfarin ár við öflun jarðhita. Einn hreppsnefndarmaður af fimm var þó á móti og varaði við þessum gjörningi. Svo hart var deilt innan hreppsnefndar um málið að oddvitaskipti urðu. Ákvörðun Kirkjubólshrepps var kærð til félagsmálaráðu- neytisins og í kærunni var því m.a. haldið fram að 20 milljón- irnar tæmdu sveitarsjóðinn, 5 milljónir væru árlegar skatt- tekjur hreppsins og að hann ætti um 15 milljónir í lausafé. Einnig taldi kærandi að tveir hrepps- nefndarmenn hefðu verið van- hæfir til að fjalla um málið vegna skyldleika við stofnendur Tóft- ardrangs. Brot á sveitarstjórnarlögum Ráðuneytið komst svo að þeirri niðurstöðu í júní sl. að Kirkjubólshreppur hefði með ákvörðun sinni gerst sekur um brot á nokkrum ákvæðum sveit- arstjórnarlaga. Þannig hefði ver- ið óheimilt að afhenda Tóftar- drangi allar rannsóknir, borholur og aðra undirbúningsvinnu vegna hitaveitu, óheimilt hefði verið að ábyrgjast skuldbinding- ar gagnvart skattyfirvöldum og óheimilt að inna greiðslu af hendi til Tóftardrangs og gefa út víxla. „Mál þetta er nokkuð sérstaks eðlis og er ekki að sjá að sam- bærilegt úrlausnarefni hafi áður komið til kasta ráðuneytisins,“ sagði í úrskurði félagsmálaráðu- neytisins og vísað m.a. til þess að eftir sameiningu við Hólmavík- urhrepp, sem tók gildi í byrjun júní 2002, yrði Kirkjubólshrepp- ur ekki lengur til. Ásdís Leifsdóttir sagðist í samtali við Morgunblaðið vonast til þess að samkomulag næðist við eigendur Tóftardrangs. Það yrði farsælasta lausnin fyrir alla aðila þannig að ekki þyrfti að fara með málið fyrir dómstóla. Ógildingar krafist á ákvörð- unum Kirkju- bólshrepps RAFLÖGNUM og rafbúnaði er víða ábótavant á sveitabýlum landsins, að því er umfangsmikil skoðun raf- magnsöryggisdeildar Löggildingar- stofu leiðir í ljós. Á fjórða hundrað sveitabýli vítt og breitt um landið voru skoðuð af óháðum faggiltum skoðunarstofum á síðastliðnum þremur árum. Í tilkynningu frá Löggildingar- stofu segir að markmiðið með þess- um skoðunum hafi verið að fá sem gleggsta mynd af ástandi raflagna og rafbúnaðar sveitabýla og koma ábendingum á framfæri til eigenda og umráðamanna þeirra um það sem betur megi fara. Skýrslu með niðurstöðunum verður dreift til allra lögbýla í landinu, um 3.700 talsins, og einnig til löggiltra rafverktaka. Skoðanir tóku til stærstu sem smæstu þátta, einkum varðandi raf- magnstöflur, raflagnir og almennan rafbúnað. Löggildingarstofa vekur m.a. athygli á því að athugasemdir hafi verið gerðar við þrjú atriði á allflestum býlum sem skoðuð voru. Þannig voru athugasemdir gerðar við merkingu töflubúnaðar í 92% til- vika, tengla í 85% skoðana og töflu- taugar í 79% tilvika. Einnig var raf- búnaður, s.s. loft- og vegglampar og töfluskápar, víða í ólagi. Löggildingarstofa hvetur eigend- ur býlanna til að umgangast allan rafbúnað af varfærni og nota ein- ungis búnað sem hæfir aðstæðum. Þá er hvatt til þess að löggiltur raf- verktaki sé fenginn til að yfirfara raflagnir og rafbúnað og stuðla þannig að bættu öryggi manna og húsdýra. Rafmagnstöflur mjög slæmar Í skýrslunni segir meðal annars: „Niðurstöður skoðana gefa til kynna að ástand rafmagnstaflna sé mjög slæmt. Þetta er mikið áhyggjuefni þar sem það getur haft í för með sér mikla slysa- og bruna- hættu. Þá var rafbúnaður, svo sem tenglar og lampar, víða í ólagi en rétt er að hafa í huga að marga bruna af völdum rafmagns í gegnum tíðina má einmitt rekja til þeirra hluta. Aðgæsluleysi er ásamt göml- um og biluðum rafbúnaði helsta ástæða rafmagnsbruna og því er af- ar mikilvægt að sá rafbúnaður sem notaður er sé ávallt valinn með tilliti til staðsetningar og notkunar. Úr sumum ágöllum getur notandinn bætt með betri umgengni en flestar athugasemdirnar kalla á úrlausn fagmanns.“ Raflögnum víða ábótavant á sveitabýlum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.