Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 5
Þ ÆR samkjöftuðu ekki. Nef- aðgerðir hjá hinum ýmsu virtu læknum, augnaðgerðir, laga þetta og hitt og svo óð á þeim að þær tóku sér la tíma til að anda á milli ráðlegg- a um allar helstu fegrunaraðgerðir m þær og stöllur þeirra höfðu farið í. ánverjar enda meðal þeirra Evrópu- sem hugsa hvað mest um útlit og a í hvað flestar fegrunaraðgerðir. ögnuðurinn innra með mér var því ör þegar ljósin slokknuðu, raddir rra þögnuðu og fyrsta tískusýningin st. „Menn án fordóma“ voru mættir viðið í glaðlegri og skemmtilegri ndu af skíða- og geimfatnaði eftir atha Ruiz de la Prada, sem er löngu kt fyrir hönnun sína á allt frá minn- ókum, tússlitum og pennaveskjum til tsloppa, handklæða og fleiri muna, krakkalínu og kvenlínu, fáanlegt í l almennum verslunum á Spáni. Tíska fyrir bæði kynin Við tóku tæplega 30 ólíkar og mis- nar tískusýningar. Flestar lýstu þó ugu hugmyndaflugi, frumlegri hönn- og vönduðum vinnubrögðum. Ann ie og Jordi nýútskrifaðir fatahönn- r hér frá Barcelona fræddu mig um það að þrátt fyrir mjög mismunandi sýningar mætti sjá ákveðna heild- armynd. Vetrartískan 2003/2004 ein- kenndist af því að vera svokölluð „uni- sex“-tíska þar sem mikið væri lagt uppúr að nota sömu hugmyndir, form og efni fyrir karla og konur. Andstæður væru ríkjandi; viðkvæmum efnum blandað saman við sterka liti, eins og til dæmis mjúku silkiefni við rautt eða bleikt. Svartur litur væri þó enn ráð- andi litur í mörgu. Hermannatískan virtist vera í nær öllu þótt hún sé jafnvel meira áberandi í smáatriðum, eins og fylgihlutum, hnöppum, beltissylgjum og skreyt- ingum. Stuttar og síðar hermannabuxur með tilheyrandi vösum og merkingum og hermannabomsur eru eitt af því sem fer að verða nauðsynlegt í fataskápn- um. Einnig kvenflauelsjakkaföt í sterk- um litum og bindi fyrir bæði konur og karla, en þau hafa nú breyst í skemmtilegan fylgihlut í öllum stærðum og gerðum. Plíseruð pils og ballettpils Efnin sem eru ráðandi eru náttúruleg efni eins og til dæm- is flauel, ull, leður og silki. Al- gengt var að sjá kvenjakkaföt þar sem efnin minntu helst á munstruð veggfóður, gardínur eða dúka. Plíseruð pils eða ballettpils vöktu athygli, breitt stroff á ermum og á buxum og gegnsæ efni sem sýndu margan fagran ekta og óekta barminn. Írónískasta sýningin var þó líklega sýning ungs spænsks hönnuðar sem bar yfirskriftina „Frá Íslandi til Finnlands“ þar sem hann býður okkur kven- fólkinu uppá kvenlega og fal- lega prjónalínu nema hvað svo þunna að oftar en ekki sést bæði í rass og barm. Eitthvað sem íslenski vindurinn kæmist auðveld- lega í gegnum. „Það veltur á Reykjavík“ Það sem frekar átti eitthvað skylt við íslenska veðráttu var frumleg og flott skærgul úlpa, sem var hluti af línu ís- lensku fatahönnuðanna Báru og Hrafn- hildar sem hanna undir merkinu AFTUR og þar sem að sögn ægir sam- an hugmyndum sem þær fá úr gömlum notuðum fötum og því sem þær fíla í dag. Þær voru í hópi þeirra tuttugu Ís- lendinga sem kynntu listsköpun sína á listahátíðinni Circuit, nokkurs konar undirhátíð Tískuvikunnar og sem stökk- pallur fyrir unga innlenda sem erlenda listamenn. Í ár var Íslandi boðið að vera sér- stakur gestur og síðastliðið haust komu skipuleggjendurnir til Íslands til að leita að og velja um tuttugu listamenn, fatahönnuði, myndlistar- og tónlist- armenn til að kynna þemað „It’s up to Reykjavík“. Á þessari sýningu gaf að líta afar ólík en fersk verk. Til dæmis risastóra ljósmynd Magnúsar Gunn- arssonar, ljósmyndara breska jað- artímaritsins Dazed & Confused, af brosandi strák með sundgleraugu, prjónahúfur Dóru Emilsdóttur sem mynduðu stóran hring í loftinu í öllum regnbogans litum, óvæntan gjörning myndlistarkonunnar Gabríelu Friðriks- dóttur og Ragnars Kjartanssonar. Gjörningurinn fólst í að þau sátu vafin sárabindum og plástruð í bak og fyrir, börðu höfðinu í borðið og fengu blóð- nasir. Þá var hljóðverk eftir Finnboga Pétursson sem að sögn átti að minna á íslenskt veður og íslenska náttúru. Íslendingar fengu tilboð Allmargir erlendir fréttamenn sem voru á staðnum þyrptust til að taka myndir fyrir spænsku pressuna af fatn- aði frá Scandinavian Tourist en fata- hönnuðir merkisins, Hugrún Árnadóttir og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir, sýndu sjálfar tískulínu sína til skiptis á hlaupahjóli og skiptust á að klæða sig í og úr. Ég var í þann mund að ana framhjá svörtum prjónapeysum á gínum, þegar vinkona mín og nýútskrifaður fatahönn- uður stöðvaði mig og sagði mér að ég yrði að sjá hvað þessar peysur væru fal- legar og vandaðar. Allt öðruvísi en þessar týpísku þykku peysur, enda hönnuðurinn Steinunn sem hannar und- ir sama nafni, þekkt í sínu fagi og hefur meðal annars unnið hjá Calvin Klein og Gucci. Sérstakt sýningarrými var sett upp þar sem kaupendur og forvitnir gátu komið og skoðað verk fatahönnuðanna. Að sögn skipuleggjendanna á Íslandi, Hólmfríðar Ólafsdóttur og Önnu Maríu McRann, eru strax farin að berast til- boð til nokkurra þátttakendanna, til dæmis hefur Dóru Emilsdóttur verið boðið að sýna húfurnar á stóru tísku- sýningunni í París og einnig Scand- inavian Tourist, auk þess sem þær ku hafa fengið athyglisverð tilboð. Ómakið og stressið hefur því verið þess virði og sama segi ég, uppfull af hugmyndum um það hvernig er hægt að halda sér sí- ungri og ofurkvenlegri. nuður Spánar og einn af upphafsmönnum tískuvikunnar í Barce- , með bæði „casual look“ og „töff look“. SPASTOR sem kynnti kynþokka- fyllstu línuna fyrir karlmenn. Karlmannlegt ívaf hjá JOSEP FONT, fulltrúa „alta costura“ á Spáni. G. FIGUEROA, ein af mörgum sem veðja á plíseruðu pilsin fyrir næsta vetur. nleg föt ómalausir menn iðandi afl í tísku, hönn- . niðurstaða Margrétar ðamestu tískuviku, sem Barcelona Fashion og virtustu tískuhönn- og kynntir voru til hönnuðir. Sýning ís- estina um síðustu helgi. greta@proxima.is NA 2003 ANTONI MIRO með hermanna- þema í kvenlín- unni veturinn 2003/2004. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 B 5 Hvítlaukur Extra sterkur Apótekin og Lyfjaverslanirnar FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.