Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ L ONDON er mikill suðu- pottur þar sem úti og grúir af alls kyns fólki, alls stað- ar að úr heiminum, iðandi af mannlífi og listum. Frábær staður til að stunda listnám. Í þessum skóla, Royal Academy, sem er margra alda gömul stofnun, finnur maður kraft- inn streyma um gangana. Hérna er ég í framhaldsnámi (post-graduate) en ég tek lokaprófið í vor. Svo hyggst ég vera í fullu námi í eitt ár í viðbót en þá í einkatímum hjá aðalkennur- um mínum hérna við skólann, Eliza- beth Ritchie og Cloru Taylor,“ segir Margrét Sigurðardóttir, sem hefur dvalið í London undanfarin ár við söngnám í hinum virta tónlistarskóla Royal Academy of Music, eða Kon- unglegu tónlistarakademíunni, eins og það heitir á okkar ylhýra móður- máli. „Ég byrjaði í píanónámi þegar ég var sjö ára, en amma hafði nú kennt mér sitthvað áður á píanettuna og gítarinn sem hún átti,“ segir Margrét þegar hún er spurð um upphaf tón- listaráhugans, sem hefur fylgt henni frá því hún man eftir sér. „Svo var sungið í kórum og öll önnur möguleg tækifæri nýtt til að syngja. Reyndar var mikið um tónlist á heimilinu, sungið, spilað og hlustað á alls konar tónlist,“ bætir hún við. Að spinna út frá tilfinningu Margrét vakti fyrst athygli er hún sigraði í Söngvakeppni framhalds- skólanna árið 1992, en þá var hún nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún sagðist þó ekki hafa hafið formlegt söngnám fyrr en hún var orðin 19 ára, sem þætti frekar seint á breskan mælikvarða. „En ég var byrjuð að syngja popp- og rokk- tónlist löngu fyrr og var komin í hljómsveit heima. Við spiluðum mest svona hippatónlist, í anda Zeppelin, Hendrix og Janis Joplin. Svo söng ég um skeið með blúsbandinu Jökul- sveitinni. Það var mjög skemmtilegt og frábær reynsla í því að koma fram því í blúsnum verður þú bara að fylgja þeirri tilfinningu sem þú hefur hér og nú og spinna út frá henni. Þetta er einginlega tækni sem söngv- ari verður að nota í hvert einasta sinn sem hann kemur fram, hvort sem það er blús, klassísk tónlist eða önnur tónlist, hverju nafni sem hún nefnist. Búa til töfra á staðnum. Á eftir blúsbandinu tók við hljóm- sveitin Yrja, en í þeirri hljómsveit sömdum við allt efnið sjálf og þar var mikill sköpunarkraftur. Frábær hóp- ur og hefði verið gaman að fara áfram með þá vinnu, en því miður dó sú hljómsveit langt fyrir aldur fram.“ Margrét útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1993 og hélt þá áfram í píanó- og söngnámi auk þess sem hún tók þátt í nokkrum söngleikjum svo sem Hárinu og Evítu. „Sú sýning sem hafði þó mest áhrif á mig var Rhody- menia Palmata, eftir Hjálmar H. Ragnarsson, sem Guðjón Pedersen leikstýrði. Hún var tekin upp nokkur ár í röð við ýmis tækifæri og meðal annars fórum við í sýningarferðir til Danmerkur, Noregs og síðar á heimssýninguna í Lissabon. Mjög falleg og sjónræn sýning með ynd- islegri tónlist.“ Líklega er þetta fíkn En þar kom að Margrét varð að taka ákvörðun um hvort hún vildi halda út á listabrautina af fullri al- vöru eða snúa sér að einhverju öðru. Hún hélt til Austurríkis og innritað- ist í Konservatorium Vínarborgar, í deild sem heitir Musik Theater. „Ég hafði stundað ballettnám í mörg ár og taldi að þarna væri gott tækifæri til að stunda þessar þrjár listgreinar saman; dansinn, leiklist og tónlist. En ég hafði kannski farið út á röngum forsendum því ég hafði ekki gert mér grein fyrir að þarna var eingöngu verið að kenna fólki að taka þátt í söngleikjum, punktur og basta. Í Evrópu er þetta ákveðin starfsgrein og nánast óumbreytanleg með tilheyrandi söngleikjahúsum, söngleikjaleik og söngleikjasöng- tækni. Frekar skemmtiiðnaður en skapandi list.“ Margrét sagði að þessi uppgötvun hefði valdið sér nokkrum vonbrigð- um en þó hefði dvölin í Vínarborg ekki alveg verið til einskis. „Þarna voru margir mjög góðir kennarar og tíminn í Vín var að mörgu leyti gagn- legur og gott að kunna nú þýskuna almennilega. En ég ákvað að hætta eftir einn vetur því að ég sá þarna hvernig margir klassískir tónlistar- menn höfðu þurft að fórna svo ótrú- lega miklu fyrir listina, yfirgefa fjöl- skyldur sínar í marga mánuði og nánast búa í ferðatösku langtímum saman. Ég hafði ekki áhuga á að festa mig í því feni og fór heim til Ís- lands eftir veturinn.“ Eftir heimkomuna fór Margrét að vinna að sjónvarpsþættinum Kol- krabbanum hjá RÚV. „Það var frá- bær reynsla og gaman að vinna með þeim hópi fólks sem að þessum þætti stóð. Svo tók ég þátt í söngleiknum Kysstu mig Kata í Borgarleikhúsinu og prófaði eina önn í læknisfræði. Hugsaði með mér að ef það væri eitt- hvað sem mig langaði að gera í fram- tíðinni ætti ég frekar að fara þá leið en hina þyrnum stráðu braut sem líf listamanna er, með stöðugu óöryggi og hugsanlegu atvinnuleysi og fá- tækt. En þó að læknisfræðin hafi verið mjög áhugaverð fann ég fljótt að ég saknaði sárlega sköpunarþáttarins og þeirrar mögnuðu tilfinningar sem fylgir því að koma fram og tengjast áheyrendum einhvers konar yfir- náttúrulegum böndum. Líklega er þetta bara fíkn. Nema hvað, ég fór að hugsa mig um: Hvað er svo sem svona öruggt við læknisfræði eða önnur akademísk fög? Og hver segir að sú leið sé einhver dans á rósum? Maður veit svo sem ekkert hvernig þetta líf fer og ég á auðvitað að hlúa að því sem stendur hjarta mínu næst. Og þá fór ég aftur í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem ég lærði tón- smíðar auk þess að vera í einsöngv- aradeildinni. Ári síðar hóf ég svo nám við Royal Academy of Music í Lond- on.“ Skólinn skemmtilegur vinnustaður Aðspurð um dæmigerðan dag í stórborginni segir Margrét meðal annars: „Líf söngvara, sérstaklega klass- ískra sóprana, með sínar ofurvið- kvæmu raddir, er afskaplega reglu- samt. Maður verður að fara snemma að sofa, drekka lítið og alls ekki reykja, sem auðvitað enginn ætti að gera hvort sem hann er söngvari eða ekki. Þar fyrir utan er alltaf svo mik- ið að gera í skólanum að maður hefur lítinn tíma eða orku til að gera mikið annað. Þá er nú heppilegt að maður skuli hafa jafn gaman af náminu og raun ber vitni. Og skólinn er vissu- lega skemmtilegur vinnustaður; hver dagur hlaðinn tónleikum af öllu tagi, úr þátíð og nútíð og frá öllum heims- hornum. Svo er mötuneyti hér og bar. Það vantar bara rúm og þá gæti maður verið hérna allan sólarhring- inn. Og Regent’s Park, einn falleg- asti garðurinn í London, rétt handan við hornið. Þar er yndislegt að ganga um í vorinu, – sem kemur bráðum. Svo er líka stutt í Soho með sínum fjölbreytta matarilmi og alls kyns fólki; fólki sem á allan heiminn og fólki sem á ekki neitt.“ En í hverju er vinna söngvara í sí- gildri tónlist fólgin? „Til að geta flutt flest eldri og mörg nýrri tónverk, án þess að nota hljóðnema, þarf maður að þróa söng- tækni sem gerir manni kleift að fylla stórt rými, helst þannig að maður geti drifið yfir heila sinfóníuhljóm- sveit, jafnvel með því að syngja veikt. Þetta krefst mikillar nákvæmnis- vinnu þar sem maður vinnur eins og íþróttamaður við að þjálfa réttu vöðvana með sérhönnuðum æfingum marga tíma á dag. Og hvert lag sem maður syngur krefst mikils undir- búnings, þýðingar úr ýmsum tungu- málum; þá þarf maður að skilja hvert einasta orð og fara með lagið til til- heyrandi tungumálaþjálfara sem hjálpar til við framburðinn. Svo er það auðvitað tónlistin sjálf, hver nemandi er með einkasöngkennara og einkapíanóleikara sem er í raun músíkalskur leiðbeinandi. Einnig eru hóptímar í mismunandi fögum svo sem þýskum ljóðasöng, nútímatón- list, frönskum ljóðasöng, enskri tón- list, barrokkaríum, leiklist, ítölsku og þannig mætti lengi telja. Svo fáum við líka einkatíma með píanóleikur- um, sem eru sérhæfðir í óperutónlist, og tökum þátt í óperuuppsetningum tvisvar á ári. Hver nemandi finnur sér líka einn eða tvo nemendur úr meðleikaradeildinni til að vinna með að tónleikahaldi og jafnvel taka þátt í keppnum. Ég gerði talsvert af því í fyrra en minna í ár þar sem ég skipti um söngkennara og við erum að vinna hörðum höndum að ákveðnum tæknilegum breytingum hjá mér. Á meðan sú vinna er í gangi reyni ég að koma sem minnst fram. En þetta gengur mjög vel og vonandi ekki langt þangað til ég verð búin að ná fullum tökum á þessu. Þetta er allt að koma,“ sagði Margrét Sigurðardótt- ir, sem unir hag sínum hið besta í London og er sátt við að hafa hlýtt kalli listagyðjunnar. Við þetta má svo bæta að Margrét samdi tónlist við stuttmynd Vigdísar Gunnarsdóttur, sem sýnd var í Nat- ional Film Theater í London í júlí síð- astliðnum. Ennfremur hefur hún verið að leika í mynd sem portúgalsk- ur vídeólistamaður, Antonio Rego, er að vinna að og samdi hún einnig tón- list við þá mynd, í samstarfi við kan- adískan raftónlistarmann. Úr poppinu í óperusöng Krafturinn streymir um gangana Ljósmynd/Guðmundur Helgi Jónsson Margrét Sigurðardóttir fyrir framan hið fornfræga listasetur í London, Royal Academy of Music. Í London mætast menn- ingarstraumar frá ýms- um heimshornum enda borgin tilvalin til að stunda listnám, segir segir Margrét Sigurð- ardóttir sem er í söng- námi í Konunglegu tón- listarakademíunni. Hún segir Sveini Guðjóns- syni frá lífinu í stór- borginni og þeirri at- burðarás sem leiddi til þess að hún ákvað að hlýða kalli listagyðj- unnar. svg@mbl.is Fjórar tegundir af ljúffengum hnetum og ávöxtum. Fæst í hollustu- og sælkeraverslunum. hollusta Gómsæt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.