Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 8
HINN 23. mars verða Óskarsverðlaunin afhent. En Óskarinn er stærsta verðlauna-hátíðin í kvikmynda-heiminum. Að venju er valið á milli fimm mynda, fimm leikara, fimm leikkvenna og svo framvegis. Flestar tilnefningar fékk Chicago, alls 13. Myndirnar sem koma til greina sem besta myndin eru Chicago, Gengin í New York, Stundirnar (The Hours), Hringadróttinssaga: Turnarnir tveir og Píanistinn. Chicago er dans- og söngvamynd, en Gengin í New York fjallar um bardaga á milli tveggja gengja í New York í gamla daga. Í Stundunum leika þrjár frægar leikkonur, þær Nicole Kidman, Meryl Streep og Julianne Moore. Julianne fékk tvær tilnefningar, bæði sem aðalleikkona fyrir leik sinn í myndinni Fjarri himnaríki (Far from Heaven), og fyrir aukahlutverk í Stundunum. Píanistinn er eftir Roman Polanski og fjallar um mann sem lifir af ofsóknir nasista í Seinni heims-styrjöldinni. Þeir sem tilnefndir eru sem bestu leikararnir eru Jack Nicholson fyrir Allt um Schmidt, Nicholas Cage fyrir Aðlögun (Adaptation), Adrien Brody fyrir Píanistann, Michael Caine fyrir Hljóðláta Ameríkanann (The Quiet American) og Daniel Day-Lewis fyrir Gengin í New York. Aðrar leikkonur en Julianne Moore sem eru tilnefndar sem aðal-leikkona eru Salma Hayek fyrir Fridu, Nicole Kidman fyrir Stundirnar, Diane Lane fyrir Ótrygg (Unfaithful) og Renee Zellweger fyrir Chicago. Einnig er tilnefnt í mörgum fleiri flokkum en þessir þrír eru taldir mest spennandi. Chicago fær 13 tilnefningar Myndir og leikarar sem berjast um Óskars-verðlaunin kynnt Renee Zellweger í hlutverki sínu í Chicago. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. KEFLAVÍK og ÍS fögnuðu bikarmeistara-titlum í karla- og kvenna-flokki í körfuknatt-leik um sl. helgi. ÍS lagði kvenna-lið Keflavíkur í framlengdum leik, 53:51. En staðan að loknum venjulegum leiktíma var 48:48. ÍS náði að vinna upp forskot Keflavíkur í fjórða leikhluta, en um tíma var staðan 45:27, Keflavík í vil. „Við ætluðum ekki að tapa, í það minnsta ekki stórt, en unnum svo leikinn. Það var engin pressa á okkur. Hver einasti leikur okkar eftir áramót hefur verið úrslitaleikur svo að við erum vön svona leikjum,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS, eftir leikinn. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja nema að við töpuðum þessum leik með klaufaskap í lokin. Ég veit ekki hvort við héldum að leikurinn væri búinn eða hvað,“ sagði Anna María Sveinsdóttir, þjálfari og leikmaður Keflavíkur, eftir bikarúrslita-leikinn. Keflvíkingar höfðu mikla yfirburði í keppni karla-liða þar sem þeir unnu Snæfell, 95:71. Þetta er í fjórða sinn sem Keflavík verður bikar-meistari en í annað sinn sem Snæfell tapar bikarúrslita-leik. Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflvíkur, sagði eftir leikinn að þetta væri í síðasta sinn sem hann hæfi bikarinn á loft. En Guðjón ætlar að hætta í lok tímabilsins. Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells, sagði sitt lið ekki hafa þolað álagið og leikið langt undir getu. ÍS og Keflavík bikar- meistarar Morgunblaðið/Sverrir ÍS vann lið Keflavíkur í bikarúrslita-leik. Morgunblaðið/Árni Sæberg Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson utanríkis-ráðherra tilkynntu um daginn að ríkisstjórnin ætlaði að setja meira en sex milljarða í atvinnumál. RÍKISSTJÓRNIN ætlar að setja meira en sex milljarða króna í framkvæmdir á næstu 18 mánuðum. Um er að ræða framkvæmdir á borð við vega-framkvæmdir, menningarhús og til verkefna í atvinnu-þróun. Þetta er gert til að minnka atvinnu-leysi á Íslandi og efla efnahags-lífið. Framkvæmdirnar ætlar ríkið að fjármagna með sölunni á Landsbankanum, Búnaðarbankanum og Íslenskum aðalverktökum. 4,6 milljarðar verða notaðir til vegagerðar, einn milljarður fer til byggingar menningar-húsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum og 700 milljónir fara í verkefni í atvinnuþróun. Davíð Oddsson forsætis-ráðherra segir að skattar verði bráðum lækkaðir. Hann vill afnema eignarskatt, lækka beina skatta og skatta á helstu nauðsynjar. Davíð segir að áætlun um skatta-breytingar verði kynnt á næstu vikum. Sex milljarðar til að auka atvinnu Forsætisráðherra segir von til þess að skattar lækki YFIRVÖLD í Bretlandi og Bandaríkjunum óttast að hryðjuverka-menn kunni að láta til sín taka á næstu dögum. Hermenn eru á verði við helstu flugvelli í Bretlandi. Loftvarnir hafa verið auknar í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Ótti við hryðjuverk jókst í vikunni þegar hljóðupptaka með ávarpi hryðjuverka-foringjans Osama bin Ladens var leikin. Upptakan er talin ósvikin. Í ávarpi sínu hvetur bin Laden til hryðjuverka. Hann lýsir yfir stuðningi við írösku þjóðina. Hann segir að allir þeir sem styðji Bandaríkjamenn í stríði við Íraka séu réttdræpir. Bandaríkjamenn segja að upptakan sanni að ríkisstjórnin í Írak tengist hryðjuverka-mönnum. Aðrir segja að þannig sé ekki hægt að túlka ávarp bin Ladens. Íraks-málið hefur skapað mikinn vanda í Atlantshafs-bandalaginu (NATO). Þjóðverjar, Frakkar og Belgar vilja ekki að varnir Tyrklands verði styrktar. Hinar þjóðirnar í NATO telja það nauðsynlegt vegna þess að stríð kunni brátt að hefjast í Írak. Deilurnar innan NATO eru taldar mjög alvarlegar fyrir bandalagið. Aukinn ótti við hryðjuverk Reuters Aukinn viðbúnaður er nú í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem yfirvöld óttast að hryðjuverka-menn láti til sín taka. AUÐLESIÐ EFNI 8 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.