Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 B 3 NFRÉTTIR HAGNAÐUR Þorbjarnar Fiska- ness hf. á árinu 2002 nam 1.003 milljónum króna eftir skatta. Árið áður var hagnaður félagsins 412 milljónir. Í tilkynningu frá Þor- birni Fiskanesi segir að afkoman á síðastliðnu ári sé sú langbesta til þessa. Gengishagnaður ársins 2002 var um 730 milljónir, en gengistap á árinu 2001 var 829 milljónir. Heild- arskuldir um síðustu áramót að frádregnum veltufjármunum lækk- uðu frá áramótunum þar áður um 961 milljón. Segir í tilkynningunni að áhrif gengisbreytinga á tekjur félagsins séu verulegar þar sem meginhluti tekna sé í erlendri mynt og komi það fram í lækkun framlegðar rekstrarins miðað við árið 2001 og í lækkun skulda. Rekstrartekjur ársins 2002 voru 4.466 milljónir, en voru 4.427 árið á undan. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 1.193 millj- ónum, sem er 26,7% af tekjum, en var árið á undan 1.430 milljónir eða 32,3% af tekjum. Fram kemur í tilkynningunni að lækkun á fram- legð í hlutfalli við tekjur saman- borið við árið 2001 megi, auk áhrifa gengisbreytinga, einkum rekja til þess, að vinnsludekk tveggja frystiskipa félagsins hafi verið endurnýjuð og þau hafi verið frá veiðum í samtals um 20 vikur. Þá hafi hráefniskostnaður í land- vinnslu aukist verulega frá árinu 2001. Veltufé frá rekstri var 939 millj- ónir, eða 21 % af tekjum, en var árið á undan 1.011 milljónir, eða 22,8% af tekjum. Eiginfjárhlutfall hækkaði á milli ára úr 21,17% í 31,24%. Eigið fé í árslok 2002 var 2.892 milljónir en var 1.899 millj- ónir í árslok 2001 og hækkaði því um 993 milljónir á milli ára. Arð- semi eiginfjár á árinu 2002 var 53,11%. Í tilkynningu Þorbjarnar Fiska- ness segir að líkur séu á að rekstur ársins 2003 verði í þokkalegu með- allagi. Sterk staða íslensku krón- unnar hafi verulega tekjulækkandi áhrif á sjávarútvegsfyrirtæki, eins og alla aðra útflutningsstarfsemi. Kostnaður við reksturinn hafi ekki lækkað að sama skapi og megi þar nefna að hráefniskostnaður land- vinnslu hafi hækkað verulega og valdi áhyggjum hvernig horfir hvað það varðar. Þá hafi launa- kostnaður í landvinnslu hækkað. Segir í tilkynningunni að mark- aðir fyrir afurðir fyrirtækisins séu í þokkalegu lagi. Afurðir hafi selst jafnóðum og útlit sé fyrir að svo verði áfram. Stjórn félagsins mun leggja til við aðalfund, 10. apríl næstkom- andi, að í ljósi góðrar afkomu síð- astliðins árs verði greiddur 17% arður til hluthafa. Framlegð lækkar milli ára hjá Þorbirni Fiskanesi                                      !       " #       $% &  # " '      %% () ()  %%  *% $  !  *   ! $%%   ! () (%)       !     "#$  $       LÆKKUN stýrivaxta Seðla- bankans niður í 5,3% í febrúar var sú fyrsta á árinu og jafnframt sú síðasta, segir í markaðsyfirliti Greiningar ÍSB fyrir marsmánuð. Greining ÍSB spáir því að bankinn fari að hækka vexti aftur á síðari hluta þessa árs og að þeir verði komnir í 6,0% í árslok. Greining ÍSB telur að íslenska hagkerfið sé nú að sigla inn í nýtt skeið hag- vaxtar eftir skammvinnt samdrátt- arskeið. Greining ÍSB telur engan vafa vera á því að hagvaxtarskeið sé framundan en segir þó ekki ljóst „hversu hraður vöxturinn verður og hvort og þá með hvaða hætti ríki, sveitarfélögum og Seðlabanka tekst að varðveita stöðugleikann“. Eftir áætlaðan 0,5% samdrátt landsframleiðslu spáir Greining ÍSB því að hagvöxtur verði um 2,8% í ár en um 2,4% á næsta ári, sem er örlítið hærra en spár Seðlabanka gera ráð fyrir. Þá tel- ur Greining ÍSB að vextir verði orðnir 7,2% við árslok 2004 og hækki enn á árunum 2005 og 2006 en fari lækkandi eftir það. Í yfirlitinu kemur fram að verð- bólgan haldist að öllum líkindum undir markmiði Seðlabanka á þessu ári og því næsta. Gerir spáin ráð fyrir um 1,8% verðbólgu á árinu en 2,4% á árinu 2004. 3% hagvöxtur 2003 og 2004 Greining ÍSB segir að boðaðar flýtiframkvæmdir ríkis og sveitar- félaga skapi störf fyrir um 0,6% af vinnuafli í ár og um 0,4% á næsta ári og telur hún að samsvarandi aukning verði á landsframleiðslu bæði árin. Fjárfestingar sem ráð- ist verður í vegna framkvæmdanna örva hagvöxt á næstunni og að teknu tilliti til þess ætti hann að vera um 3% á þessu ári og næsta, að mati Greiningar ÍSB. Þá segir einnig að boðaðar skattalækkanir séu til þess fallnar að örva bæði neyslu og fjárfestingu en erfitt sé að segja til um áhrif þeirra fyrr en lækkanirnar hafa verið útfærðar. Verði stækkun Norðuráls og framkvæmdum við Norðlingaöldu- veitu hrint í framkvæmd á þessu ári telur Greining ÍSB líklegt að landsframleiðsla muni aukast um 0,5-1,0% á næstu tveimur árum. Fyrsta og síð- asta vaxta- lækkun ársins að baki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.