Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 12
   0 5$B# '. %  !   $  %  !    " # 2  ' 3 # -#        %* % !  &  # 2 14#  " '    () %  '   $ ('  !    !% $!     * *()                  )*           5           )+     !     "#$  $       HAGNAÐUR Lífs hf. eftir skatta nam 67 milljónum króna á árinu 2002. Hagnaður af reglulegri starfsemi á árinu 2002 nam 229 milljónum króna, en 67 milljónum að teknu tilliti til niðurfærslu á hlutabréfa- eign félagsins í kjölfar kaupa á meirihluta í Ilsanta UAB í Litháen um 163 milljónir. Tekjur ársins námu 6.796 milljónum króna, sem er 8% aukning frá árinu 2001. Rekstrargjöld tímabilsins námu 6.713 milljónum króna og voru 7% hærri en árið 2001. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagns- gjöld (EBITDA) nam 277 milljónum króna á árinu. Afskriftir jukust úr 166 milljónum árið 2001 í 183 milljónir árið 2002, að- allega vegna aukinna afskrifta á við- skiptavild í kjölfar kaupa félagsins á A. Karlssyni hf. og Thorarensen Lyfjum hf. Hreinar fjármunatekjur 195 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam 94 milljónum króna. Fjármunatekjur um- fram fjármagnsgjöld námu 195 milljónum króna. Hagnaður fyrir skatta nam 290 milljónum króna. Reiknaður tekjuskattur nam 60 milljónum króna og hagnaður tímabilsins af reglulegri starfsemi 229 milljónum króna sem fyrr segir. Óregluleg gjöld vegna niðurfærslu á hlutabréfaeign félagsins námu samtals 163 milljónum króna. Niðurfærsla á eign- arhlut félagsins í Ilsanta UAB nam 108 milljónum króna. Eins og fram kom í til- kynningu félagsins til Kauphallar Íslands dagsettri 19. nóvember 2002 er bókfært virði eignarhluta Lífs hf. í Ilsanta UAB fært niður til samræmis við kaupverð á meiri- hluta í félaginu, en þá var miðað við að heildarvirði Ilsanta UAB væri 2 milljónir evra. Niðurfærsla á skráðum hlutabréfum í markaðsverð nam 54 milljónum króna. Að teknu tilliti til óreglulegra liða var hagn- aður ársins 67 milljónum króna. 51 milljón greidd í arð á árinu Eigið fé félagsins í árslok 2002 nam 1.193 milljónum króna en var í ársbyrjun 1.181 milljón króna. Greiddur arður til hlutafa á árinu nam 51 milljón króna. Veltufé frá rekstri nam 332 milljónum króna. Líf hf. keypti meirihluta í Ilsanta UAB í Litháen á síðasta ári og á nú 77,7% hlut í félaginu. „Efnahagsreikningur Ilsanta UAB í árslok er því færður í samstæðureikning Lífs hf. Ilsanta var stofnað árið 1993, m.a. af Lyfjaverslun Íslands hf., forvera Lífs hf. Fyrirtækið framleiddi dreypilyf frá árinu 1995. Sú framleiðsla stóð ekki undir sér og hefur verksmiðju fyrirtækisins verið lok- að og hún seld ásamt 2.400 fermetra fast- eign,“ segir í tilkynningu frá Lífi. „Höfuðstöðvar Ilsanta hafa verið fluttar í nýtt húsnæði í miðborg Vilnius auk þess sem opnaðar hafa verið skrifstofur í Riga í Lettlandi og verið er að opna skrifstofur í Tallin í Eistlandi. Ilsanta hefur gert samn- ing við einn stærsta framleiðanda dreypi- lyfja heims, Fresenius Kabi, um að mark- aðssetja og dreifa vörum þeirra í Eystrasaltslöndunum. Samkomulag hefur náðst við fleiri aðila um markaðssetningu og dreifingu á öðrum vörum þeirra á svæð- inu. Unnið að hagræðingu Eftir lokun verksmiðjunnar mun Ilsanta stunda svipaða starfsemi og dótturfyr- irtæki Lífs hf. á Íslandi og fellur sú starf- semi vel að samstæðunni í heild. Áætluð velta Ilsanta UAB á árinu er um 500 millj- ónir króna og er nú þegar farin af stað vinna hjá Líf hf. sem miðar að því að auka þessa veltu enn frekar. Helstu hagræðingarverkefni hjá félag- inu nú tengjast vörudreifingu þess. Lag- erhald og dreifing verða að mestu sam- einuð á einn stað á Lynghálsi 13 í Reykjavík í næsta mánuði. Samhliða er unnið að margvíslegri hagræðingu í vöru- stjórnun fyrirtækisins,“ segir í tilkynningu frá Lífi. Líf hf. hagnast um 67 milljónir króna    BA;AF B--GHF -AIEJ;B-JKJ-JI *B-J HAF 3&  & &3; &  &  & ;&; & ; &;3 3 &3  -=  - *9#* >#  # ? @#  F(= (( G(; F?= F'9 F<@ (( F': BLMFB-J IFN F<( F(: ,*B-J KFJ Fyrirtækjalausnir f j a r v i n n a s k i l a r á r a n g r i N O N N I O G M A N N I I Y D D A / si a .i s / N M 0 8 7 1 4 siminn.is Nánari uppl‡singarí síma 800 4000 Aðalfundur SÍF hf. verður haldinn föstudaginn 22. mars 2002, í Súlnasal Hótel Sögu og hefst fundurinn kl. 14.00. Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins, gr. 4.03. 2. Tillaga um breytingu á 2. gr. samþykkta félagsins, um heimild til handa stjórnar að skrá hlutafé félagsins í erlendri mynt (evrum). 3. Tillaga um heimild til kaupa á eigin bréfum skv. 55. grein hlutafélagalaga. 4. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundinum, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfundinn. Dagskrá aðalfundarins, ársreikningur félagsins og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfundinn. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir á skrifstofu félagsins að Fornubúðum 5, Hafnarfirði, fimmtudaginn 21. mars og fyrir hádegi fundardag. Um kvöldið verður haldið aðalfundarhóf fyrir hluthafa, gesti þeirra, framleiðendur og starfsmenn SÍF hf. á Hótel Sögu og hefst hófið kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.30. Miðar á hófið verða seldir á Hótel Sögu í tengslum við aðalfund. Hafnarfjörður, 28. febrúar 2002 Stjórn SÍF hf. SÍF HF. AÐALFUNDUR N O N N I O G M A N N I IY D D A • N M 0 5 6 4 9 / si a. is ÞRÍR fyrrverandi starfsmenn AcoTæknivals, ATV, eru eigendur nýs umboðs Apple-tölva á Íslandi. Þremenningarnir störfuðu allir hjá Applebúð ATV þar til þeim var sagt upp störfum nú í lok janúar er þeir neituðu að taka á sig launa- lækkun. Þremenningarnir eru: Ólafur W. Hand, sem var sölustjóri Apple hjá ATV, Steingrímur Árnason, sem var yfir hugbúnaðarmálum Apple hjá AcoTæknival og hefur smíðað allt fyrir stýrikerfi Apple er snýr að íslenska markaðnum, og Sigurð- ur Þorsteinsson, en hann var versl- unarstjóri Apple hjá ATV. Að þeirra sögn höfðu fulltrúar Apple samband við þá í byrjun síð- asta mánaðar og buðu þeim að taka við Apple-umboðinu á Íslandi. Þar sem þeir höfðu allir sérhæft sig í þjónustu í kringum Apple undan- farin ár og sáu ákveðin sóknarfæri á íslenska markaðnum ákváðu þeir að slá til. „Við leggjum í raun allt okkar undir og ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að láta dæmið ganga upp. Það er ekki hægt nema með mikilli vinnu og góðri þjónustu en það er eitt- hvað sem við erum reiðubúnir til að gera,“ segir Ólafur, framkvæmda- stjóri Apple IMC á Íslandi. Opnað í Bolholtinu síðar í mánuðinum Samningurinn við Apple kveður á um að þremenningarnir sjá um markaðssetningu, dreifingu, sölu og þjónustu fyrir Apple á Íslandi. „Þetta þýðir að við megum einir þjónusta Apple-vélar á Íslandi. Að sjálfsögðu er öðrum frjálst að selja Apple-vélar en þær eru þá ekki í ábyrgð hjá Apple. Yfirleitt semur Apple einungis við eitt fyrirtæki á hverju markaðs- svæði þar sem þeir reka ekki eigin verslanir,“ segir Steingrímur. Apple-umboðið, sem verður opn- að síðar í mánuðinum, verður til húsa í Bolholti 10–14 og allir reynd- ustu Apple-menn á Íslandi munu starfa hjá nýju umboðsaðilunum, að sögn Sigurðar. Góð tímasetning Aðspurðir segja þremenningarnir að fyrirætlunum þeirra hafi verið vel tekið af viðskiptavinum Apple á Íslandi. „Viðskiptavinir Apple á Ís- landi eru traustur hópur en um leið mjög kröfuharður. Þeir hafa tekið okkur mjög vel og horfa meðal ann- ars til þess að okkar áhersla verður einungis á Apple því þetta er í fyrsta skipti frá því að sala á Apple hófst á Íslandi að umboðsaðilinn er einungis að sinna þörfum Apple- notenda, ekki öðrum umboðum,“ segir Ólafur. Steingrímur bætir við að tíma- setningin gæti ekki verið betri þar sem það er komið nýtt stýrikerfi í Apple-vélarnar sem og mikill áhugi í íslenska menntakerfinu um að innleiða Apple í skólana. Fyrrverandi starfsmenn ATV með Apple-umboðið Morgunblaðið/Sverrir Þeir Ólafur W. Hand, Steingrímur Árnason og Sigurður Þorsteinsson, eigendur Apple IMC á Íslandi, hafa í nógu að snúast þessa dagana við að undirbúa opnun Apple-umboðsins í Bolholtinu en ætlunin er að það verði opnað síðar í mánuðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.