Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 B 3 Rakakrem er annað og meira en einungis raki. Lancôme býður upp á einstakt úrval virkra rakagefandi krema, sem nú eru fáanleg í tilboðsöskjum* Silkimjúk, rakafyllt og sterkari húð – Impactive Creme fyrir normal til þurra húð. Impac- tive Creme 50 ml, 50 ml hreinsi- mjólk , 50 ml andlitsvatn og 15 ml rakamaski. Verð 3.700 Verðmæti 4.875 Silkimjúk, rakafyllt og sterkari húð – Impactive Fluide fyrir normal til blandaða húð. Impactive Fluide 50 ml, 30 ml hreinsihlaup, 50 ml andlitsvatn og 15 ml rakamaski. Verð 3.700 Verðmæti 4.880 Rakafyllt húð án streitueinkenna – Hydra Zen fyrir þurra húð. Hydra Zen dry 50 ml, 50 ml hreinsimjólk, 50 ml andlitsvatn og 15 ml næturkrem. Verð 3.800 Verðmæti 5.795 Rakafyllt húð án streitueinkenna – Hydra Zen fyrir normal til þurra húð. Hydra Zen krem 50 ml, 50 ml hreinsi- mjólk, 50 ml andlitsvatn og 15 ml næturkrem. Verð 3.800 Verðmæti 5.795 Frískleg, rakafyllt húð – Vinefit fyrir normal til þurra húð. Vinefit Creme 50 ml, 50 ml hreinsimjólk, 50 ml andlitsvatn og 5 ml varakrem. Verð 3.480 Verðmæti 4.730 Frískleg, rakafyllt húð – Vinefit Cool Gel fyrir normal til blandaða húð. Vin- efit Cool Gel 50 ml, 50 ml hreinsihlaup, 50 ml andlitsvatn og 5 ml varakrem. Verð 2.300 Verðmæti 3.550 Mött, rakafyllt húð – Hydracontrôle fyrir blandaða húð. Hydracontrôle 50 ml, 30 ml augnhreinsir, 5 ml kornamaski, 30 ml hreinsir og 5 ml varakrem. Verð 2.760 Verðmæti 4.220 Útsölustaðir Lancôme um land allt*G ild ir m eð an bi rg ði r en da st . daginn hefur Agnes undirtökin og hinn daginn Bríet,“ segir Andrea. Hanna Katrín lýsir þó Elísabetu sem svolítilli dramadrottningu, sem vilji meiri athygli en Margrét, sem sé meira fyrir að dunda sér. „En samt er hún óskaplega háð litlu systur sinni,“ segir hún og upplýsir að aldursmun- urinn sé ein mínúta. Krúttlegt og þægilegt Í boðinu eru ungu dömurnar ósköp fínar og smart í tauinu, systir í stíl við systur. „Bara svo krúttlegt,“ segja mömmurnar um tilhneigingu for- eldra að klæða tvíbura alveg eins. „Annars ætlaði ég aldrei að klæða Sóleyju og Stefaníu þannig, en svo var bara svo mikið vesen að finna flík- ur, sambærilegar en af sitt hvorri gerðinni. Ég hef frekar farið út í að kaupa á þær sitt hvorn litinn,“ segir Una. Sama segir Andrea og bætir við að Agnes og Bríet séu þegar komnar með ákveðnar skoðanir á klæðaburði og velji fötin á morgnana án tillits til hinnar. Elísabet og Margrét fá ennþá engu ráðið, en Hanna Katrín tekur undir með hinum að þó að viljinn sé fyrir hendi sé erfitt að finna mismun- andi flíkur en þó sambærilegar. Því sé þrautalending- in oft að kaupa eins á stelpurnar. Sóley og Stefanía eru eineggja tví- burar og virðast í fljótu bragði alveg eins. Eini munurinn núna er að Stefanía er mað tagl í hári og Sóley tíkó. Hár- greiðslan er að undirlagi móðurinnar. „Til þess að þið getið glöggvað ykkur betur á hvor er hvor,“ útskýrir hún blátt áfram. Stefanía tagl, Sóley tíkó, Stefanía tagl, Sóley …tönglast ég á í huganum og spyr Sóleyju þegar hún skottast framhjá: „SÓLEY, hvernig er venjulega hægt að þekkja ykkur systurnar í sundur?“ „Einu sinni var það alveg hægt,“ svarar hún afar hjálpleg og fer langt aftur í tímann: „Ég missti tennurnar löngu á undan Stefaníu, en núna erum við báðar búnar að missa átta.“ Úpps …! best að snúa sér aftur að mömmunum. Þá segir Una: „Mér finnst fullorðnir ekki alltaf gera sér nægjanlegt far um að þekkja stelp- urnar í sundur, en börn eru yfirleitt naskari á það. Þetta truflar þær raun- ar ekkert, þær virðast líka kæra sig kollóttar þótt talað sé um þær í ein- tölu, en ég leiðrétti fóllk hins vegar fljótt og örugglega.“ Dætur beggja, Andreu og Hönnu Katrínar, eru tvíeggja og ekkert lík- ari en gengur og gerist þegar systur eiga í hlut. Eins og Una viðurkenna þær líka að stundum láti þær alls konar smámál pirra sig. Til dæmis þegar fólk er eilíflega að bera systurnar saman. En er ekki stöðugt verið að bera keppn- isfólk saman? er spurt hæg- lætislega og þá upphefjast miklar umræður um gildi íþrótta fyr- ir ungmenni. Ekki síst fyrir stelpur. Keppnisíþróttir eru góðar Upp úr dúrnum kemur að Elísabet og Margrét eru byrjaðar í Litla íþróttaskólanum og fóru einmitt að horfa á Val og Víking í kvennahand- bolta með móður sinni fyrr um dag- inn. Agnes og Bríet æfa fimleika með ÍBV og Sóley og Stefanía æfa djass- ballet og sund með Sundfélagi Kefla- víkur. Unu til mikillar armæðu á kvennahandbolti ekki mikið upp á pallborðið í Reykjanesbæ, en hins vegar segir hún bæinn státa af sterk- um körfubolta. Andrea kveðst ætla að hvetja dæt- urna til að prófa sem flestar íþróttir. „Börn læra svo margt í íþróttum, til dæmis að berjast fyrir sínu,“ segir hún. „Þau læra aga. Ég er líka frekar hlynntari því að stelpurnar æfi hóp- íþrótt heldur en einstaklingsíþrótt, þær eru líklegri til að endast þar lengur,“ segir Una. „Stelpur virðast detta fyrr út úr einstaklingsíþróttum sem eflaust hefur eitthvað með það að gera að konur þrífast almennt betur í hóp,“ segir Hanna Katrín og kveður upp úr með að gildi keppnisíþrótta fyrir konur sé ótvírætt. „Í atvinnulíf- inu verður maður var við að konur virðast almennt hræddari en karlar við að mistakast. Afleiðingin getur orðið sú að þær hafa minna frum- kvæði vegna þess að þeim finnst ógn- vænlegt að gera mistök. Ástundun keppnisíþrótta kennir fólki að sá sem er ekki tilbúinn að taka áhættu jafn- framt því að leggja mikið á sig er ólík- legur til þess að ná árangri,“ segir hún máli sínu til stuðnings. „Keppn- isíþróttir kenna manni að taka jafnt sigrum sem ósigrum,“ samsinna Una og Andrea. Boltinn í jafnréttinu Af sannfæringarkrafti þeirra að ráða væri jafnrétti kynjanna áreiðan- lega lengra á veg komið en raunin er ef allar stelpur færu í keppnisíþróttir. En hafa þær sjálfar lagt keppnis- skóna á hilluna? Una: „Ég æfi einu sinni í viku og keppi með „Golden Girls“ í FH og var einmitt að landa Íslandsmeistaratitli í 2. deild þar sem við keppum.“ Hanna Katrín: „Ég lék með „Old Girls“ í Fram veturinn 1998–1999 og varð Íslandsmeistari í 2. deildinni með þeim. Þessa dagana geri ég ekki mikið meira en að fara í einstaka gönguferðir, en stefni á „come-back“ næsta vetur.“ Andrea: „Ég hef undanfarið verið til taks hjá sterku meistaraflokksliði ÍBV þegar mannekla hefur hrjáð hópinn, en hef þó ekkert tekið fram skóna á þessum tímabili.“ Næstu keppnisskór, sem keyptir verða á heimilum vinkvennanna, Andreu, Hönnu Katrínar og Unu, verða trúlega nokkrum númerum minni en þeir sem núna eru í hillun- um. Upprennandi boltadísir verða að byrja ungar að æfa, íslensku kven- þjóðinni til framdráttar. Kannski eru fleiri dramadrottningar í hópnum en Elísabet? Stefanía og Sóley virðast a.m.k. kunna sviðsljósinu prýðilega á meðan hinar halda sig til hlés, f.v. Margrét, Bríet, Elísabet og rétt sést í Agnesi. F.v. Bríet, Margrét, Elísabet, Sóley, Stefanía og Agnes. vjon@mbl.is áklæði á stól eða sem sjálfstætt lista- verk. Möguleik- arnir eru margir,“ segir Elsa. Sjálf notaði hún t.d. áprentað efni í hluta af brúð- arkjólnum sínum og einnig í rúmföt, gluggatjöld, dúka og fatnað. Samskipti nota sér- staka vél til að þrýsta ljósmyndunum af pappír og yfir á efnið við 205°C hita. Elsa segir að gluggatjöld með áprentuðum mynd- um hafi haldið sér vel í tvö ár á sama stað og sólarljós hafi ekki áhrif á þau enn sem komið er. Einnig má þvo efnin í þvottavél án þess að myndirnar dofni. Að sýningunni í dag standa Samskipti, Elsa og Nordic Photos ljósmyndamiðlunin. Þar sýnir Reynir Sýrusson húsgagnahönn- uður nýjustu hönnun sína á stól sem bólstraður er með áprentuðu efni. Stóllinn er ætlaður heimilum og opinberum stöðum. Sigríður Erla Einarsdóttir kjólaklæðskeri saumar og hannar kvenfatnaðinn ásamt Elsu en Bryndís Þóra Jónsdóttir saumar fatnaðinn á strákana og hannar ásamt Elsu. „Þessi hönnun og myndefnið er einstakt í sínum flokki og öll sniðin eru látlaus,“ segir Elsa. Ólafur Freyr Halldórsson ljósa- hönnuður hefur hannað lampann A4 sem einnig verður á sýning- unni. Lampinn er úr plexigleri og hægt er að skipta út myndefni sem peran lýsir á. Ljósmyndirnar njóta sín líka á fötum, eins og t.d. þessum páskalega kjól. steingerdur@mbl.is M or gu nb la ði ð/ G ol li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.