Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 7
lægri eru í loftinu og breiðvaxnari, sem fellur í góðan jarðveg hjá venju- legum konum – hverjum líður líka ekki betur að hugsa til þess að jafn- vel ofurfyrirsætur á borð við Claud- iu Schiffer og Naomi Campbell hafi sína galla að fela? En það er þó ekki síður sú fullyrðing að lausnin felist ekki í fitusogi, megrunaraðgerð eða lýtalækningum sem á sinn þátt í vin- sældunum. „Það er þetta sem við Susannah erum hvað ánægðastar með varð- andi vinnu okkar,“ sagði Trinny í viðtali við bresku pressuna fyrir nokkru. „Við viljum hjálpa fólki til að hugsa eins og við: hjálpa konum til að hafa sjálfsöryggi til að láta ekki undan þrýstingnum um að grennast, fara í megrun og klæðast svörtu.“ En þó margt gott megi segja um þann boðskap að fólk eigi að vera sátt við sjálft sig og að það brjóti nið- ur sjálfstraust manna að segja þeim að fara í megrun, hafa sumir kallað þetta hreina vanrækslu. Offita sé sí- vaxandi vandamál og það séu ekki hvað síst þeir sem liggi fastir fyrir framan sjónvarpsskjáinn með snakkskál í hönd sem tilheyri þeim áhættuhópi. Því sé beinlínis rangt að hvetja fólk til að vera ánægt með vöxt sinn ef heilsan líði fyrir. Í tísku skiptir stærðin líka enn máli og ekki hafa allir tískuhönnuðir eða fatabúðir sætt sig við að einstak- lingar í betri holdum væru sýndir í fötum þeirra í þáttunum. Þannig áttu Trinny og Susannah til dæmis í deilu við stjórnendur Karen Millen fatakeðjunnar sem neitaði að leyfa myndbirtingu á sínum fötum notuðu konurnar stærri stærðir en 10 [36 í evrópskum stærðum]. „Þetta er sví- virðilegt,“ sagði Trinny. „Hvað um þá staðreynd að flestar breskar kon- ur nota stærð 14 [40]?“ Að sjá sig með augum annarra Ekki eru þá allir sannfærðir um gæði þátta á borð við What not to wear og telur breski sálfræðingur- inn Oliver James þáttinn til að mynda vera lítið annað en örlítið fág- aðri útgáfu veruleikasjónvarps. Hann geti hins vegar auðveldlega valdið tilfinningatjóni hjá fórnar- lömbunum, og telur James þáttinn „ala á neikvæðum félagslegum sam- anburði og hvetja til fals“. Veru- leikasjónvarp segir hann, „endur- speglar þá martraðarkenndu þörf að sjá sjálfan sig með augum annarra líkt og svo margt ungt fólk í dag virðist þurfa að gera“. Og ef maður hefur ekki „rétta útlitið“ er maður samstundis stimplaður aumingi. Gagnrýni á borð við þessa breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að ráðleggingar þeirra Trinny og Sus- annah virðast svínvirka. Fórnar- lömbin eru jafnan heimsótt nokkrum mánuðum eftir þáttinn og þá kannað hvort þau hafa haldið áfram að fylgja reglunum sem fataval þeirra á að byggjast á. Þetta virðist jafnan ganga eftir og það er ef til vill ekki hvað síst þess vegna sem stílvörð- unum hefur gengið jafnauðveldlega að fá þátttakendur í þátt sinn og raun ber vitni – jafnvel þótt um- breytingin fari fram í nafni dægur- menningar. Þannig var Meeta Jhala, eitt fórn- arlambanna, til dæmis vítt fyrir að klæðast of litlausum og víðum fötum og fyrir að virka drusluleg. „Hún klæðist yfirleitt bolum sem eru of stórir fyrir hana í þeirri trú að þeir láti hana virka grennri. Þeir gera það ekki,“ var dómurinn sem Jhala fékk. Jhala, líkt og aðrar þær konur sem hleypt hafa Trinny og Susönnuh í fataskápinn, virðist hins vegar þakklát meðhöndluninni. „Mig vant- aði spark í rassinn í tengslum við það hvernig ég nálgaðist sjálfa mig og ég hef svo sannarlega meira sjálfs- öryggi núna,“ sagði Jhala eftir þátt- inn. Ábendingar um þátttakendur halda líka áfram að streyma inn og komast færri að en vilja, enda neita fáir að taka þátt þegar haft er sam- band. Vonin um 250.000 króna fata- úttekt, sem fórnarlömbunum er veitt að launum, hefur þar efalítið sitt að segja – ekki síður en vonin um breyttan og bættan fatastíl. annaei@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 B 7 FJÖLSKYLDA og vinir félagaí saumaklúbbunum Klárara-klúbbnum og Níu á nálinni eiga súkkulaðipáska í vændum. Nokkrir tugir listilega skreyttra páskaeggja var afraksturinn þegar fimmtán konur komu saman eitt kvöldið í vikunni til að undirbúa páskana. Jakobína Sigurðardóttir er fram- kvæmdastjóri Sælgætisgerðarinnar Mónu í Hafnarfirði. Þriðja árið í röð bauð hún nú saumaklúbbssystrum sínum að koma í fyrirtækið og skreyta páskaegg. Signý Sigurð- ardóttir er skrifstofustjóri hjá Mónu og bauð sínum saumaklúbb að koma sama kvöld í fyrsta skipti. Sköpunargleðin réð ríkjum þetta þungbúna þriðjudagskvöld. Klúbb- arnir náðu vel saman í pælingum t.d. um hvort nauðsynlegt væri að binda saman blómin eða bara festa þau beint með súkkulaðinu. Jakobína og Signý ganga á milli með borða, súkkulaðisprautu og sellófan og dást að listaverkunum. „Það er svo gaman að koma sam- an og gera eitthvað svona. Og líka sjá útkomuna, eggin verða svo mis- munandi,“ segir Jakobína. Sumar koma með eigið skraut, aðrar með eitthvað persónulegt til að setja inn í eggið en það er vel hægt að láta sér nægja það sem boðið er upp á. Heilt borðstofuborð er þakið ílátum með hlaupi, súkkulaðidýrum, konfekt- molum, blómaskrauti, plastdýrum, og páskaungum. Að ógleymdum málsháttunum. Bleikir ástarmáls- hættir í einu íláti og gulir hefð- bundnir í öðru, allt eftir því hver á að fá eggið. Glanspappír í mörgum litum er hægt að nota til skreytinga og til að pakka fimlega inn konfekt- molum og festa utan á eggið með bræddu súkkulaði. Fagmannlegt handverk Klúbburinn hennar Jakobínu heit- ir Kláraraklúbburinn en nafnið er dregið af upphaflegu markmiði klúbbsins, þ.e. að klára alla gömlu handavinnuna. Klúbbfélagar eiga það sameiginlegt að hafa gaman af hvers kyns fallegu handverki og njóta sín vel við að skreyta páska- eggin. Ein klúbbsystirin, Gríma, stendur hugsi við hlaðborðið og vel- ur saman borða og blóm. Endanleg útkoma varð glæsilegt páskaegg sem fjölskyldan á eftir að njóta sam- an í sumarbústaðnum um páskana. Það getur verið erfitt að stoppa þegar einu sinni er byrjað að fylla páskaegg og skreyta. „Páskaeggið mitt fyrir tveimur árum var hátt í tvö kíló,“ segir Bjarnfríður, félagi í Kláraraklúbbnum, hlæjandi. „Markmiðið er að fara yfir kílóið,“ segir önnur. Félagar í Níu á nálinni eru að prófa í fyrsta skipti og finnst greinilega gaman. „Hvenær eigum við að mæta í fyrramálið?“ spyr Lára og hinar taka undir, þær ganga svo fagmannlega til verks að þær gætu verið starfs- menn Mónu. Tvær eru með dætur sínar með sér og Ástu Rós, 11 ára, finnst greinilega gaman. Hún er ekki að gera páskaegg fyrir sjálfa sig heldur ætlar hún að gefa það. Persónuleg skilaboð í páskaeggjum Í fyrra gerði Signý páskaegg handa dóttur sinni, skreytti og fyllti það góðgæti en bætti við hring í af- mælisgjöf. Sími hefur farið inn í páskaegg og bónorð líka. Persónu- leg skilaboð fóru inn í nokkur egg á saumaklúbbskvöldinu en stórar gjafir komast ekki inn um litla gatið á hliðinni. Það er nefnilega af sem áður var þegar steyptar voru súkku- laðiskeljar og þær síðan límdar sam- an með bræddu súkkulaði, eða „saumaðar“ eins og það var kallað í gamla daga. Það gerðu nokkrar saumaklúbbskonur á þriðjudags- kvöldið og stóðu þar með undir nafni! Í nútímasúkkulaðiverksmiðju eru páskaeggin steypt í heilu lagi og góðgæti smeygt inn í þau um gatið sem síðan er lokað með súkku- laðitappa. Skeljarnar eru þó ennþá til og sú hugmynd kom upp að lítil páskaeggjaskel væri tilvalin undir eftirréttinn í páskamáltíðinni. Nokkrar létu sér líka nægja að skreyta skel með páskaungum, fylla hana konfektmolum og pakka inn í sellófan. Hinn besti páskaglaðn- ingur. Morgunblaðið/Jim Smart Hópurinn samankominn við eitt vinnuborðið. Jakobína situr önnur frá vinstri og Signý stendur til hægri og miðlar af reynslunni. Brotabrot af því sem saumaklúbbs- konurnar afrekuðu á einu kvöldi. Að sauma páskaegg steingerdur@mbl.is Páskaungarnir eru ekki bara á toppnum. Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnanesi, sími 5611680. iðunn tískuverslun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.