Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 4
4 C FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Við Hrútey í útjaðri Blönduóss er
verið að leggja drög að Opnum skógi í
tengslum við samnefnt verkefni.
„Skógurinn er í eyjunni Hrútey og
unnið er að því núna að gera hann að-
gengilegri en verið hefur. Hann er
búinn að vera tengdur við land með
göngubrú frá 1988 og þá voru lagðir
göngustígar um eyjuna,“ segir Páll
Ingþór Kristinsson formaður Skóg-
ræktarfélags A-Húnvetninga.
„Það hafa raunar lengi verið brýr
út í Hrútey en þær hafa hlotið mis-
jöfn örlög, Blanda, sem er jökulá, tók
t.d. steyptan brúarstöpul með sér
veturinn 1957-58. Bráðabirgðabrú
var þá komið fyrir út í eyjuna, – raf-
magnsstaurar voru lagðir milli lands
og eyjar til þess fyrst og fremst að
skógræktarfólk gæti komist út í
Hrútey til að sinna gróðursetningu.“
– Hvenær hófst gróðursetning í
eyjunni?
„Það var árið 1942 og þá varð gróð-
ursetningarfólkið að vaða með plönt-
urnar út í eyjuna. Það var Stein-
grímur Davíðsson skólastjóri sem
hafði forgöngu í þessu máli. Hann var
Sjálfstæðismaður eins og Jón Ísberg
fyrrverandi sýslumaður okkar og
Steingrímur fékk Jón til að fara út í
eyjuna ásamt nokkrum skátum sem
hann var foringi fyrir og þeir gróð-
ursettu þá nokkar birkiplöntur. Þetta
var upphafið að skóginum í Hrútey.
Mest var hins vegar gróðursett á ára-
bilinu 1958 til 1975.“
– Hvaða tré eru þarna flest?
„Það er birkið, það er langmest af
því þarna en í áranna rás hefur stafa-
fura og rauðgreni líka orðið áberandi
í skóginum. Svæðið sem gróðursett
hefur verið í er tíu hektarar að stærð
og í því eru um 20 þúsund tré, það
hæsta er sitkagreni sem er 8,25 metr-
ar á hæð.
Vegna fyrirhugaðra göngustíga
þarf að fara að grisja skóginn. Eyjan
er fólkvangur síðan 1975 og þess
vegna eru framkvæmdir í henni háð-
ar ýmsum skilyrðum. Hún er lokuð
frá 20. apríl til 20. júní vegna fugla-
varps. Í mýri á eyjunni er talsvert
gæsavarp og mikið verpir þarna líka
af ýmsum skógar- og mófuglum.
Straumendur eru líka þarna á sveimi
og ýmsar aðrar fuglategundir.“
– Var Hrútey einhvern tíma í
byggð?
„Nei, en hún var lengi eign Hjalta-
bakka, stundum nýtt til beitar. Hún
virðist hafa verið friðuð árið 1933 og
eftir það fóru menn fljótlega að hugsa
um þennan stað sem góðan fyrir
skógrækt. Ekki hefur eyjan þó notið
algjörs friðar frá þessum tíma, kveikt
hefur verið í sinuflóka þarna og ým-
islegt fleira drifið á daganna.
Þegar brúin sem nú er út í Hrútey
var vígð 1988 var það gert um leið og
Blönduós fékk bæjarréttindi.
Á móti Hrútey, norðan við hana og
neðan þjóðvegar er sumarbústaða-
byggð og tjaldsvæði, þaðan er áætlað
að gera göngustíg yfir að brúnni út í
eyjuna og einnig er ráðgert að bæta
aðkomumöguleika fyrir bíla að þessu
svæði og fjölga, endurbæta og
breikka gönguleiðir í eyjunni. Einnig
á, eins og á öðrum stöðum þar sem
verður Opinn skógur, að koma fyrir
upplýsingaskiltum um eyjuna og um-
hverfið, svo og borðum og bekkjum
svo fólk geti látið fara vel um sig í
fögru umhverfi. Hrútey er krafmikill
og heillandi staður vegna skógarins
meðal annars og kraftsins í jökulánni
Blöndu.
Sú saga hefur gengið að fyrsti íbúi
Blönduóss sem var kaupmaður hafi
annað hvort fallið í ána af hestbaki
eða verið hrint í hana af öðrum kaup-
manni sem vildi ná yfirráðum yfir
verslun á svæðinu. Allténd lét hann líf
sitt við Klifamýri eftir drykkjuferð
frá Hnjúkum, þetta gerðist árið 1877,
ári eftir að Blönduós byggðist. Síðan
hafa hrafnar orpið þarna á klettasyllu
og má sjá til þeirra frá útsýnisstað í
Hrútey.“
Heillandi umhverfi í Hrútey
Úr skóginum í Hrútey en gróðursetning hófst þar 1942.
Til stendur að opna aðgengi að
Tunguskógi í botni Skutulsfjarðar
við Ísafjarðarbæ en sl. haust hófst
undirbúningsvinna að þessu verk-
efni.
„Farið var að gróðursetja þarna
tré upp úr 1950 en þarna var fyrir
þróttmikið kjarrlendi eða skógur,
enda er nafnið Tunguskógur eld-
gamalt,“ segir Magdalena Sigurð-
ardóttir formaður Skógrækt-
arfélags Ísafjarðar.
„Það á að leggja góðan göngu-
stíg gegn um greniskóginn í átt að
botni Tungudals. Jafnframt verður
lagður stígur gegnum gömlu gróðr-
arstöðvarnar neðan Skógarbrautar.
Þarna verða sett upp upplýs-
ingaskilti um skóginn, umhverfið
og kennileiti, ásamt fánastöngum
svo mynda megi fánaborg. Líka
verður komið fyrir tréborðum með
sambyggðum sætum.“
Hvaða trjátegundir eru algeng-
astar í Tunguskógi?
„Mest er í þessum skógi af
sitkagreni, einnig dálítið af lerki,
rauðgreni og stafafuru. Í bland við
þessar tegundir er svo hið gam-
algróna birkikjarr.“
Er mikill áhugi á Opnum skógi
hjá ykkur þarna fyrir vestan?
„Já, skógræktarfólk hér er mjög
ánægt með þann styrk sem veittur
hefur verið frá Olís og Alcan til
þessa verkefnis, sem er hluti verk-
efnisins Opinn skógur sem hrint
hefur verið af stað fyrir tilhlutan
Skógræktarfélags Íslands í sam-
starfi við fyrrgreinda aðila og skóg-
ræktarfélög á tilteknum svæðum.
Þetta er mjög þarft og gott verk
sem þarna er verið að vinna og það
gjörbreytir möguleikum almennings
til þess að njóta skógarumhverf-
isins.“
Tunguskógur
gerður aðgengilegur
Tunguskógur sem gróðursettur var á árunum 1952–60.
Kolviður er hugmynd að nafniá sjóði sem stofnaður hefurverið til þess að vinna aðkolefnisbindingu með
skógrækt, en aukin gróðurhúsaáhrif
eru eitt alvarlegasta umhverfis-
vandamál sem heimurinn stendur
frammi fyrir í dag. Það eru Fræbbl-
arnir sem standa fyrir þessari sjóðs-
stofnun ásamt Skógræktarfélagi Ís-
lands og Landvernd.
„Sjóðurinn er stofnaður til minn-
ingar um Joe Strummer söngvara í
Clash sem dó á þorláksmessu árið
2002. Hann vann ötullega að því að
listamenn á Bretlandseyjum styddu
við skógrækt til bindingar á kolefni
(CO2),“ segir Helgi Briem bassaleik-
ari í hljómsveitinni Fræbblarnir.
„Joe Strummer var sérstaklega
mikill áhugamaður um skógrækt og
reiknaði út hvert gramm af kolefn-
ismengun sem hann olli með t.d.
framleiðslu á geisladiskum, akstri í
bílum og fleiru og setti niður tré í
samræmi við þá útreikninga. Hann
var meðlimur og styrktaraðili í Fut-
ure forests en sá félagsskapur hefur
að markmiði að gróðursetja tré til
komefnisbindingar til að vinna gegn
gróðurhúsaáhrifunum“
Fólk getur „bætt fyrir syndir sínar“
með því að gefa fé í sjóðinn Kolvið
Hvernig er ætlunin að Kolviður
svonefndur muni koma að þessum
málum?
„Skógræktarfélag Íslands ætlar
að koma því svo fyrir að fólk geti
með tiltölulega einföldum hætti
styrkt sjóðinn og þannig „bætt fyrir
syndir sínar“ hvað snertir mengun
umhverfisins.
Það verður gróðursettur skógar-
undur í vor en ekki er alveg ákveðið
ennþá hvar borið verður niður.“
Ert þú mikill áhugamaður um
skógrækt?
„Ég er umhverfissinni og kann vel
við skógrækt og er fylgjandi upp-
græðslu og skógrækt. Ég hef aðeins
fengist við að setja niður tré. Gít-
arleikari okkar Fræbblanna, Arnór
Snorrason, er skógfræðingur og hef-
ur unnið við bæði rannsóknir, ráð-
gjöf og skógræktarmál um áratuga
skeið.“
Hefur þú fundið fyrir meðbyr
hvað snertir þennan nýja sjóð?
„Já við höfum fundið fyrir miklum
áhuga fólks á þessu. Margir virðast
hafa hugsað um þetta en ekki haft
aðstöðu til þess sjálfir að gróð-
ursetja en vilja leggja málefninu lið.
Þá er upplagt að geta lagt fé af
mörkum og fengið sérfræðinga til
þess að vinna að gróðusetningunni.“
Fer fram söfnun í þessu skyni?
„Við höfum þegar haldið tónleika
þessu málefni til styrktar og þá söfn-
uðust 100 þúsund krónur sem verða
stofnfé Kolviðar. Miðað við að hvert
tré kosti 200 krónur, um það bil, þá
dugar þessi upphæð fyrir um 500
trjám.“
Ert þú mikill aðdáandi Clash?
„Já ég er mikill aðdáandi Clash og
varð það strax þegar ég heyrði fyrst
þeirra tónlist, sem var önnur platan
sem þeir gáfu út. Þetta er uppá-
haldshljómsveitin mín enn í dag. Joe
Strummer var hugsuður og rokkari
mikill. Hann var nýlega fimmtugur
þegar hann dó. Eftir að Clash hætti
1985 þá gaf hann út sólóplötur og
söng m.a. í Pogues og eigin hljóm-
sveit Mescalero.“
Kolviður – minningarsjóður
um Joe Strummer í Clash
Joe Strummer
Morgunblaðið/Golli
Karlar f.v.: Arnór Snorrason (gítar), Helgi Briem (bassi), Valgarður Guðjónsson (söngur og gítar) og Stefán Guðjónsson
(trommur). Konurnar eru Brynja Scheving, Kristín Reynisdóttir og Iðunn Magnúsdóttir (bakraddir).
Aukin gróðurhúsaáhrif
eru mikið áhyggjuefni
okkar tíma. Samtökin
Future forests hafa stutt
skógrækt til bindingar á
kolefni. Joe Strummer í
Clash studdi þetta mál-
efni og nú hafa Fræbbl-
arnir ásamt Skógrækt-
arfélagi Íslands og
Landvernd stofnað sjóð í
sama augnamiði. Rætt
var við Helga Briem um
sjóðinn Kolvið og fyrir-
hugað starf hans.
Minn ingars jóður