Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 5

Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 C 5 Uppgræðsla skógar hófst áRauðhóli við Fagurhóls-mýri árið 1951. Þærplöntur gróðursetti Guðjón Jónsson sem fæddur er og uppalinn á bænum. „Ég setti niður nokkrar plöntur en aðeins tvær þeirra lifðu án þess þó að vaxa neitt í 40 ár,“ segir Guðjón. „Árið 1991 brá hins vegar svo við að þessar plöntur, umvafðar lúpínu, tóku að vaxa og nú er önnur þeirra, sitkagreniplanta, orðinn 2,42 metrar en hitt var birkiplanta og er hún nú orðin að 1,92 metra háu tré. Um 1970 sáði ég birkifræi við hól- inn og lúpínu. Lengi vel óx aðeins lúp- ína, en 1991 sáust fáeinar birki- plöntur á strjálingi, sumar utan lúpínusvæðisins og þær eru lifandi enn. Þá vaknaði hjá heimamönnum áhugi á að girða þetta svæði á nýjan leik og stækka það. Þetta var fært í tal við Svein Runólfsson land- græðslustjóra og niðurstaðan varð sú að hann tók að sér að fá landið allt friðað ofan hringvegar og túna á Fag- urhólsmýri og næstu jörðum, Hofi, Hofsnesi og Hnappavöllum. Fyrsta landgræðslufélagið Hinn 1. nóvember 1992 var stofnað Landgræðslufélag Öræfinga. Auk heimamanna á öllum bæjum gengu í það sem styrktarfélagar flestir þeir sem fæddir voru í sveitinni, þótt brottfluttir væru, og fleiri velunnarar hennar. Þetta var fyrsta land- græðslufélagið sem stofnað var á landinu samkvæmt nýsettum lögum um þetta efni. Vorið 1993 var lokið við að girða svæðið og var girðingin raf- tengd hinn 7. maí það ár. Vettvangur Landgræðslufélagsins er sveitin öll. Ég var löngu fluttur frá Fagurhólsmýri en kom þar að verki með fólkinu mínu. Hlutverk mitt var aðallega með fernum hætti. Í fyrsta lagi var um að ræða landgræðslu, að græða upp land sem hafði verið í auðn síðan Öræfajökull gaus 1362. Í öðru lagi að koma upp skjólbeltum, sem nú er reyndar sums staðar farið að kalla skjólskóga. Í þriðja lagi ákvað ég að koma upp reit birkitrjáa til fræsöfnunar og velja þangað ein- vörðungu tré af allra besta stofni en jafnframt er þetta líka landgræðsla. Loks er ég að fegra landið, einkum næst bænum, og þar bendi ég sér- staklega á Rauðhól, sem er forn eld- stöð.“ Er þetta birki farið að bera fræ? „Nei, plönturnar eru mjög ungar, þær elstu gróðursettar 1998. En birk- ið sem Landgræðslufélagið gróð- ursetti á völdum stað 1993 hefur bor- ið mikið af fræi í tvö til þrjú ár. Skjólbeltin gefa hins vegar mjög góð- ar vísbendingar. Fram að þessum tíma var því alls ekki trúað að tré gætu vaxið á Fagurhólsmýri vegna næðings. Þarna er að jafnaði nokkuð hvasst en þó ekki byljaveður. Nú eru elstu plöntur í skjólbeltinu orðnar meira en mannhæð, besti víðir yfir 3 metra.“ Er landgræðslan sem þú sinnir að mestu bundin við skógrækt? „Já, að meginhluta er gert ráð fyrir að þarna verði tré, studd af lúpínu, í fyrstu þótt mörgum þyki nokkurt djarfræði að setja þarna niður trjá- plöntur. Við eldgosið 1362 féll gíf- urlega mikið af glóandi vikri yfir þetta land og brenndi allan gróður af þurrlendi og lagði byggð og gróður í grenndinni í eyði. Á eftir gróðrinum fór jarðvegurinn niður í lægðir og sumt út á haf, svo víðast eru eftir nak- in sker, þakin stórgrýti á strjálingi. Ekkert greri upp nema í einstaka lægðum, annars staðar eru í mesta lagi nokkrar mosaþembur og lyng. Tilraunareitir mínir dreifast á 200 hektara lands sem ég gat lengst af ekki sinnt nema með löngum hléum sökum vanheilsu þannig að upp- græðslan gengur hægt. En skjólbelt- ið er farið að sjást álengdar, þar sem ég byrjaði með það. Rauðhóll er nú algróinn þeim megin sem snýr að veginum. Það er lúpína sem þekur hann og trjáplöntur ýmsar eru óðum að koma upp úr lúpínubreiðunni, birki, greni og fleira og sjálfsprottin blóm.“ Ég hef lært mikið af þessu starfi Hvaða hafa komið fjármunir til þessarar starfsemi? „Landgræðslan lagði til girðinguna og fleira og Skógrækt ríkisins og Landgræðsluskógar hafa lagt til plöntur og fleiri hafa stutt verkið drengilega. En mikinn hluta kostn- aðarins hef ég lagt til sjálfur.“ Hefur þú verið einn í þessu? „Ég hef notið mikillar hjálpar frænda míns, Tryggva Sigurðssonar, við gróðursetningu og bróðir minn Sigurgeir og Helgi sonur hans hafa rétt mér hjálparhönd, m.a. flutt allt tað sem ég þarf á að halda frá báðum bæjunum á Fagurhólsmýri og jarð- veg þar sem nauðsyn krafði. Á hinum bænum á Fagurhólsmýri bjó frænka mín Guðrún Sigurðardóttir sem veitti mér fæði og húsaskjól meðan heilsa hennar leyfði, en hún er nú látin.“ Hefur þetta starf verið lærdóms- ríkt hvað snertir gróðursetningu í rýrt land? „Ég hef sjálfur lært afar mikið af þessu verki en ég hafði lært nokkuð áður, ég hafði komið að skógrækt áð- ur, m.a. farið í skiptiferð til gróð- ursetningar til Noregs 1952. Og ég fékk mikla aðstoð m.a. hjá rannsókn- arstöðinni að Mógilsá við að velja efnivið, en á þessum tíma voru menn þar einmitt að leita að bestu klónum víðis og aspa frá Alaska og lögðu mér til fyrstu plönturnar í þessa ræktun. Það var afar mikils virði. Og hjá Birni Jónssyni fyrrum skólastjóra lærði ég að vinna þannig að setja tað í holur fyrir hverja plöntur og gróðursetja beint í taðið ef því var að skipta, – þó ekki fyrr en það er orðið ársgamalt, svo og að setja hlífar við plönturnar fyrstu misserin. Þetta hvort tveggja er alveg nauðsynlegt í svona rýru og vindasömu landi.“ Hvaða plöntutegundir hafa reynst best? „Það eru víðiklónin Mjölnir og Njóla og af öspum er það Keisari. Ég fékk þessar víðiplöntur í upphafi á Mógilsá og hefði ég haft skjólbeltið eingöngu úr þeim væri það allt þétt og vöxtulegt en ég fékk ýmsa aðra klóna með sem reyndust verr og þess vegna er skjólbeltið skörðótt. Sitkagreni verður aðaltegund í skjólbeltum, birki til landgræðslu en margar aðrar tegundir reyndar eftir því sem við verður komið. Fræi hefur lítillega verið sáð beint í, birki og stafafuru, og verður reynt áfram, en þá verður að vökva það fyrstu árin, að minnsta kost á vorin. Víðast hvar er svo skraufþurrt þegar ekki rignir og er fræi og ungplöntum það ekki minna böl en vindurinn.“ Ungt sitkagreni í Rauðhól. Sjálfsprottin burnirót sem tók að vaxa í Rauðhól eftir að lúpínan varð fullvaxin. Elsta skjólbeltið í landi Fagurhólsmýri. Fremst á myndinni er stærsta sitkagrenitréð, 145 sentimetrar sumarið 2002. Rauðhóll eins og hann leit út þegar Guðjón setti niður fyrstu hríslurnar þar. Uppgræðsla við Fagurhólsmýri Morgunblaðið/Árni Torfason Guðjón Jónsson frá Fagurhólsmýri. Við Fagurhólsmýri er land rýrt og lítt fallið til skóg- ræktar. Þar fer þó fram merkilegt ræktunarstarf. Guðjón Jónsson segir hér sögu uppgræðslu þarna og reynslu sinnar af þessu starfi. Uppgræðs la

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.