Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 8
8 C FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Margt hefur komið dr.Charles Williams, skóg-vistfræðingi og Ful-bright-prófessor í um-
hverfisfræði við Háskóla Íslands, á
óvart meðan hann hefur dvalið hér.
Í samtali við blaðamann Morg-
unblaðsins sagðist hann hafa verið
kunnugur sögu Íslands þegar hann
kom hingað en eigi að síður hefði
hann orðið margs vísari af að skoða
umhverfið hér enda kæmi hann frá
Pennsylvaníu þar sem mikill og
vöxtulegur skógur er ríkjandi í
landslaginu. Einnig finnst honum
áhugi almennings hér á skógrækt-
armálum merkilega mikill.
„Rannsóknir mínar hér beinast þó
meira að efnisöflun heldur en bein-
um rannsóknum á umhverfinu en ég
er einkum að rannsaka skóga í aust-
anverðum Bandaríkjunum, þetta er
hluti af tempraða laufskógabeltinu, á
því svæði sem ég er að rannsaka eru
meiri vetrarkuldar en á Íslandi en
líka mun meiri sumarhiti og því
miklu meira úrval af lauftrjám og
vaxtartími er lengri,“ sagði dr. Will-
iams enn fremur.
En hvaða gagn skyldi dr. Williams
hafa af athugunum sínum hér í þessu
sambandi?
„Lítið er gróðursett eða notað af
svokölluðum framandi lífverum,
(trjátegundum) í þeim hluta Banda-
ríkjanna þar sem rannsóknir mínar
fara fram, það eru þar svo margar
trjátegundir vel aðlag-
aðar umhverfinu að það
er ekki nauðsynlegt.
Eigi að síður eru þar
tegundir sem eru
kannski evrópskar eða
kínverskar að uppruna
og hafa borist með
manninum og hafa
gjarnan það hlutverk að
græða upp land sem bú-
ið er að fara mjög illa
með, t.d. jarðvegslega,
þetta hef ég verið að
rannsaka á mínum
heimaslóðum. Mjög
áhugavert er því fyrir
mig að skoða hvernig
þetta fer fram hér, þar
sem aðstæður eins og ég var að lýsa
eru miklu magnaðari. Hér er skóg-
laust land að mestu, meira að segja
jarðvegurinn er víða farinn og aðeins
um að ræða eina trjátegund sem
myndar hér náttúrulega skóga. Birk-
ið er að vísu ágætt til síns brúks en
það er hægvaxið og þrífst ekki alls
staðar jafnvel. Þegar þannig háttar
til geta framandi lífverur eins og ösp,
sitkagreni, lerki og fleira komið af
stað annarri framvindu og orðið að
miklu gagni.“
En gætu þessar tegundir sem dr.
Williams nefndi síðast hugsanlega
myndað sjálfsprottna skóga á Ís-
landi?
„Já, ég tel líklegt að slíkt geti
gerst, það fer eftir
fræþroska, stærð og
slíku hjá trjánum og
hvort til staðar sé
heppileg setmyndun
fyrir fræin að spíra. Í
Bandaríkjunum fer
fram talsverð umræða
um nýjar tegundir
sem breiðast út og
líkja má við innrás-
arher í það gróð-
urumhverfi sem fyrir
er. Til eru þekkt
vandamál hvað varðar
tegundir sem gera
slíkt í Bandaríkjunum.
Hér er þetta á margan
hátt ólíkt, það er frá
vísindalegu sjónarmiði ekki sami
missir að landi sem er örfoka, þetta
er kannski meira spurning um það
hvað mannfólkinu finnst um þró-
unina.“
Hér á landi hefur orðið vart and-
stöðu við innfluttar plöntur sem að-
lagast vel, t.d. má nefna lúpínuna.
Eru slík vandamál uppi í Bandaríkj-
unum?
„Tortryggni gagnvart framandi
plöntum í Bandaríkjunum á rætur
sínar fremur í ótta við skaða af fram-
andi jurtum sem breiðast út en í til-
finningahita vegna gróðurfarsins
sem fyrir er. Menn hafa áhyggjur af
efnahagslegum verðmætum sem
gætu glatast á þennan hátt en líka
getur verið um að ræða t.d. varð-
veislu þjóðgarða sem eiga að vera
sem líkastir því sem var fyrir daga
Kólumbusar.
Ef þar yrði skaði vegna innrásar
framandi plantna hefði það áhrif á
áhuga ferðamanna að skoða garðinn
og þannig mætti telja.“
En hvert er álit dr. Williams á
þætti gróðurhúsaáhrifa varðandi
gróður?
„Við stöndum frammi fyrir alveg
nýju vandamáli hvað varðar skipulag
skógræktar sem eðli málsins vegna
er eitthvað sem menn skipuleggja
jafnvel öld fram í tímann. Tré sem
verið er að gróðursetja núna verða
kannski ekki fullvaxin fyrr en eftir
hundrað ár. Innan þessa tímaramma
getur hitastig snarhækkað, breyt-
ingar orðið á úrkomu og margt fleira
gerst. Allt getur þetta leitt til þess að
trjátegundir verði í allt annarri sam-
skeppnisstöðu hver við aðra en nú er.
Aðstæður fyrir trjátegundir sem við
í dag lítum svo á að séu vel aðlagaðar
geta orðið allt aðrar eftir hundrað ár.
Á sama hátt getur aðstaða aðkomu-
trjátegunda sem nú eiga í vök að
verjast orðið mjög góð og þær því átt
miklu meiri möguleika í framtíðinni
en nokkurn órar fyrir. Tegundir sem
í dag eru álitnar óæskilegar gætu
þannig með breyttu veðurfari orðið
að undirstöðu fyrir vistkerfinu og
mjög verðmætar sem slíkar. Allir
sem eru að rækta skóg í dag, hvar
sem er í heiminum, eru í vondri stöðu
hvað þetta ófyrirsjáanlega atriði
snertir. Breytingar verða óhjá-
kvæmilega en við vitum ekki hverjar
og hversu miklar þær verða.“
Loks er það hin stóra spurning,
hver er „verðmætasta“ aðkomu-
trjátegundin á Íslandi nú um stundir
að áliti dr. Williams?
„Það hefur sýnt sig bæði í land-
búnaði og garðrækt að það er slæmt
að vera með mjög einsleita ræktun.
Séu menn með eina trjátegund á
stóru svæði þá eru slíkir skógar mun
viðkvæmari fyrir ef nýr vágestur
kemur upp, svo sem nýr sjúkdómur
eða sveppur. Vágesturinn hefði þá
mun meiri áhrif heldur en ef þessi til-
tekna trjátegund yxi innan um marg-
víslegar aðrar tegundir. Hin hnatt-
ræna hlýnun sem menn þykjast sjá
fyrir eykur enn frekar ástæður til
þess að vera á varðbergi um að ein-
blína ekki um of á eina tiltekna teg-
und.
En ef að ég ætti að nefna ein-
hverja eina trjátegund sem greini-
lega á mjög vel við í skógrækt á Ís-
landi þá er það lerki. Þetta er mjög
verðmætur viður og nothæfur til
margra hluta. Í öðru lagi veitir lerkið
það sem nefna má góða vistfræðilega
þjónustu. Þetta er ljóskær tegund
sem hleypir miklu ljósi niður í skóg-
arbotninn og þar geta margar teg-
undir þrifist, sem og hefur lerkið já-
kvæð áhrif á jarðvegsmyndun.“
Lerkið verð-
mæt tegund
á Íslandi
Morgunblaðið/Kristján
Lerki í Vaglaskógi. Hér sést hvernig sproti af einni tegund hefur verið græddur á aðra. Dr. Williams telur lerki verð-
mætt í íslenskri skógrækt.
Ljósmynd/Jóhann Björn Arngrímsson
Víða eru fallegir laufskógar í Bandaríkjunum. Þessi mynd er tekin í birkiskógi nærri Anchorage í Alaska.
Um þessar mundi r s tundar dr. Char l -
es Wi l l iams, skógv is t f ræðingur og
Fu lbr ight -p ró fessor v ið Háskó la Ís -
lands, ýmsar rannsókni r hér í
tengs lum v ið v is t rannsókni r sem
hann er að gera á skógum á he ima-
s lóðum s ínum í Pennsy lvan íu .
Dr. Charles Williams
skógvistfræðingur.
Magnaðar aðstæður