Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MAÍ 2003 B 7 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir framhaldsnámskeiði fyrir þjálfara helgina 4.-5. nóvember nk. Námskeiðið er framhald af þjálfaranámskeiði 1b - almennum hluta. Námskeiðið, sem er samræmt fyrir allar íþróttagreinar, er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Haldið verður áfram að fjalla um starfsemi líkamans. Fjallað um hvernig hægt er að nýta tölvu- og upplýsingatækni við þjálf- un. Haldið verður áfram að fjalla um íþróttameiðsl og farið verður yfir stefnu ÍSÍ í forvarnar- málum. Þátttakandi verður að hafa lokið almennum hluta 1b til að komast á þetta námskeið. Nemandi, sem lýkur þessu námskeiði ásamt því að ljúka sérgreinahluta þjálfarastigs 1c, hlýtur réttindi sem þjálfari hjá börnum 12 ára og yngri. Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni Laugardal frá kl. 9.00-16.40 báða dagana. Skráning fer fram á skrifstofu ÍSÍ í síma 581 3377. Netfang: kjr@isisport.is Skráningu þarf að vera lokið fyrir miðvikudaginn 1. nóvember nk. Verð: 8.000 kr. Vakin er athygli á því að þetta námskeið verður haldið á Akureyri helgina 18.-19. nóvember nk. Nánari uppl. og skráning fyrir það námskeið á skrifstofu ÍSÍ á Akureyri, sími 460 1467. Þjálfaranámskeið 1c - almennur hluti  TEDDY Sheringham gæti leikið með Millwall í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð. Eftir að ljóst var að hann fengi ekki endur- nýjaðan samning hjá Tottenham þá hafa forráðamenn Millwall sett sig í samband við Sheringham og óskað eftir starfskröfum hins 37 ára gamla sóknarmanns.  PETER Kenyon, stjórnarformað- ur Manchester United, segir að komi 35 millj. punda boð eða þaðan af hærra í David Beckham verði kom- ist hjá því að skoða það. Ekkert slíkt boð hafi hins vegar borist og hann sjái ekkert annað í spilunum en að Beckham hefji sína tíundu leiktíð með Manchester United síðsumars.  GABRIEL Batistuta segist hafa tilboð frá tveimur enskum liðum og ljóst sé að hann muni leika í Eng- landi á næstu leiktíð, en Batistuta er nú í herbúðum Inter Milanó. Batist- uta segist ætla að gera upp hug sinn innan hálfs mánaðar.  CHRISTOPHE Dugarry hefur skrifað undir tveggja ára samning við Birmingham. Dugarry kom til félagsins í janúar sem lánsmaður frá Bordeaux og þykir hafa verið hval- reki fyrir Birmingham. Hann þykir eiga stóran þátt í tryggja Birming- ham áframhaldandi veru í úrvals- deildinni og er gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins.  WAYNE Rooney kemur ekki til greina í enska landsliðið sem mætir S-Afríku í vináttulandsleik á næst- unni vegna meiðsla í hné sem hann varð fyrir í leik Everton og Man- chester United í gær. FÓLK NJARÐVÍK vann nokkuð sann- færandi sigur á Breiðabliki, 2:1, í úrslitaleik neðri deildar deildabik- arkeppni karla í knattspyrnu, en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli á laugardag. Njarðvíkingar sem komu uppí 1. deild á síðustu leiktíð úr 2. deild- inni voru fyrirfram ekki álitnir lík- legri til sigurs en Blikar léku í 1. deild í fyrra og voru þá lengst af í toppbaráttu deildarinnar. Þetta er fyrsti titill meistaraflokks Njarð- víkur í knattspyrnu frá árinu 1981 þegar liðið sigraði í gömlu 3. deild- inni. Marteinn Guðjónsson skoraði laglegt mark fyrir Njarðvíkinga á 76. mínútu og níu mínútum síðar gerðu þeir út um leikinn með glæsilegu marki frá varamannin- um Gunnari Erni Einarssyni. Blik- ar klóruðu í bakkann á 89. mínútu þegar Hreiðar Bjarnason skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið hafði verið á Steinþóri Þorsteinssyni innan vítateigs. Fyrsti titill Njarðvíkur í 22 ár Það er ljóst að Helena Ólafsdóttir,landsliðsþjálfari og þjálfari Vals, er á réttri leið með hið bráðefnilega Hlíðarendalið. Leikmenn hafa mikið sjálfstraust og einbeiting þeirra og sigurvissa fyrir þennan leik var aðdá- unarverð. Það tók þær enda aðeins 7 mínútur að komast á blað þegar Nína Ósk Kristinsdóttir, sem gekk til liðs við Val frá RKV í vetur, skoraði lag- legt mark. Breiðablik sem hefur sýnt á köflum ágætis knattspyrnu í deilda- bikarkeppninni bætti leik sinn nokk- uð eftir markið og uppskáru þegar brotið var á Ernu Sigurðardóttur inn- an vítateigs. Silja Þórðardóttir, sem gekk til liðs við Breiðablik frá FH í vetur, skoraði af öryggi úr vítaspyrn- unni framhjá fyrrum félaga sínum úr FH, Guðbjörgu Gunnarsdóttur, markverði Vals. Markamaskína Vals, Kristín Ýr Bjarnadóttir sem skoraði 10 mörk í riðlakeppninni, bætti við öðru marki Vals með góðu skoti rétt utan vítateigs í stöngina og inn. Það var eins og allur vindur væri úr Kópavogsstúlkum í síðari hálfleikn- um, sóknarlotur þeirra voru máttlitl- ar og marklausar en þær héldu þó aft- ur af Valsstúlkum. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Breiðabliks, breytti leikaðferð liðs síns um miðjan síðari hálfleik, fækkaði í varnarlín- unni og freistaði þess að setja meiri kraft í sóknina. Þessi leikaðferð brást því Valsstúlkur nýttu sér breytinguna til fulls og bættu við tveimur mörkum, fyrst skoraði Nína annað mark sitt og Laufey Ólafsdóttir gulltryggði sigur Vals eftir glæsilegan samleik. Valur nýtt nafn á deildabikar kvenna Morgunblaðið/Kristinn Íris Antonsdóttir, t.v., tekur við sigurlaunum deildabikar- keppninnar úr hendi Halldórs B. Jónssonar, varaformanns KSÍ, ásamt Rósu Júlíu Steinþórsdóttir, fyrirliða Vals. NÝTT nafn var skráð á deilda- bikar kvenna á laugardag þegar Valur sigraði Breiðablik í úr- slitaleik á Kópavogsvelli. Að- eins tvö félög höfðu áður sigrað í deildabikarkeppni kvenna, Breiðablik og KR, Breiðablik sigraði fyrstu þrjú árin sem keppt var um bikarinn en KR næstu fjögur ár þar á eftir. Það brutust því að vonum út mikil fagnaðarlæti hjá Valsstúlkum þegar öruggur, 4:1, sigur þeirra var í höfn. JÓHANNES Karl Guðjónsson skoraði mark Aston Villa sem beið lægri hlut fyrir Leeds, 3:1, í loka- umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Hann jafnaði metin rétt fyrir leikhlé með glæsi- legu skoti af 30 metra færi. Paul Robinson, hinn snjalli markvörður Leeds, réð ekki við skotið en fyrr í leiknum hafði hann tvívegis varið með naumindum skot Jóhannesar af rúmlega 20 metra færi. Leeds skoraði tvívegis undir lokin og tryggði sér sigurinn. Jóhannes lék allan leikinn með Villa og spilaði þar með 11 af síð- ustu 14 leikjum liðsins eftir að hann var lánaður þangað frá Real Betis á Spáni í lok janúar. Þetta var annað mark hans í úrvalsdeild- inni en Jóhannes skoraði líka í fyrsta leiknum sem hann spilaði með Villa í vetur. Viljum kaupa Jóhannes af Real Betis Graham Taylor, knattspyrnu- stjóri Aston Villa, sagði við enska fjölmiðla eftir leikinn að hann von- aðist eftir því að ganga frá kaup- um á Jóhannesi í sumar. „Nú mun- um við hefja viðræður við Betis en slíkir hlutir eru ekki alltaf einfald- ir. Við höfum áhuga á að kaupa hann en vitum ekki ennþá hver viðbrögð Betis verða eða hvað þeir vilja fá fyrir hann,“ sagði Taylor. Jóhannes Karl er samningsbund- inn Real Betis næstu fjögur árin. Jóhann- es skor- aði af 30 m færi Þegar ég mætti í Staples Centerá föstudagskvöld á þriðja leik Lakers og San Antonio, heyrði ég nokkra af virtustu körfuknattleikssér- fræðingunum ræða saman í matsal blaðamanna tala um að hrina Lakers og Spurs væri nú orðin hin alvöru loka- úrslit eftir að upp komst að Chris Webber, aðalskorari San Antonio, er með slitið liðband í vinstra hné. Leikurinn á föstudag var frábær- lega leikinn, en kann að hafa snúist meisturunum í hag seint í fyrri hálf- leik. Lakers byrjaði með miklum lát- um og náði mest 17 stiga forystu, sem fljótlega minnkaði í sjö stig. Þá tók frægasti stuðningsmaður Lak- ers, Jack Nicholson, til sinna ráða. Venjulega er Nicholson hinn róleg- asti í áhorfendastúkunni. Allt í einu gekk kappinn inn á leikvöllinn eftir að dómararnir dæmdu þriðja leik- brotið á Shaquille O’Neal. Nicholson las yfir dómaranum Mark Wunder- lich. Þessi framkoma Nicholsons virtist ýta við Lakers-liðinu og kveikti heldur betur í áhorfendum. Lakers gerði ellefu af næstu fimm- tán stigum leiksins og forysta liðsins var aldrei í hættu eftir þetta. Lakers jafnaðimetin í gærkvöldi gegn San Antonio og hefur nú hvort lið unnið tvo leiki. Viðureignin var sú besta í keppni liðanna til þessa. San Antonio hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik og réði þar mestu góður leikur Tims Duncans, sem gerði 35 stig. Lakers tók völdin í síðari hálf- leik en tókst aldrei að hrista leik- menn San Antonio af sér, þvert á móti þá skiptust liðin á að hafa for- ystuna undir lokin. Þá sagði reynsl- an til sín í herbúðum Lakers og og leikmenn liðsins gerðu engin mistök á síðustu mínútunum. Innsigluðu þeir þar með verðskuldaðan fjög- urra stiga sigur og ráku þar með af sér slyðruorðið. Kobe Bryant gerði 35 stig fyrir Lakers. Skemmtilegasta leikserían er rimma Sacramento og Dallas. Liðin unnu hvort sinn leikinn í Dallas í síð- ustu viku og mættust í þriðja sinn á laugardagskvöld. Skemmst er frá að segja að leikmenn skutu alls 218 skotum að körfunum í tvíframlengd- um leik, sem Dallas vann 141:137. Dallas náði 2:1 forystu í leikseríunni, en leikmenn fá litla hvíld. Lakers stóðst prófið ÚRSLITAKEPPNIN í vesturdeildinni í NBA-deildinni í körfuknatt- leik tók heldur betur kipp um helgina. Fyrst vann Los Angeles þriðja leikinn gegn San Antonio, síðan komu þær fréttir að Chris Webber gæti ekki leikið meira með í ár vegna hnémeiðsla. Þá lagðist Phil Jackson, þjálfari Lakers, inn á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir hjartaþræðingu. Loks í gærkvöldi jafnaði Lakers metin gegn San Antonio með því að vinna fjórða leikinn, 99:95. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum Betts og Jeffs leika með ÍBV ENSKU knattspyrnumenn- irnir Tom Betts og Ian Jeffs leika með ÍBV í úrvalsdeild- inni í sumar. Samkomulag um það var gert um helgina og væntanlega verður end- anlega gengið frá félaga- skiptum þeirra í dag. Betts, sem er varnarmaður, og Jeffs, sem er miðjumaður, eru báðir á 21. aldursári og eru í láni hjá ÍBV frá Crewe Alexandra, sem á dögunum tryggði sér sæti í ensku 1. deildinni. Þeir hafa dvalið hjá ÍBV undanfarna daga og staðið undir væntingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.