Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.2003, Blaðsíða 8
JÖKULL I. Elísabetarson, knattspyrnumaðurinn efni- legi hjá KR, missir af fyrstu vikum Íslandsmótsins vegna meiðsla. Jökull meiddist á ökkla í apríl og nú er ljóst að hann verður lengur að ná sér en fyrst var talið og hann verður ekki leikfær fyrr en um miðjan júní. Jökull, sem er nýorðinn 19 ára og spilaði bæði með 21 árs landsliðinu og unglingalandsliðinu á síð- asta ári, var í byrjunarliðinu í öllum 18 leikjum KR í úrvals- deildinni í fyrra, í stöðu bak- varðar. Jökull frá fram í júní FÓLK  LÁRUS Orri Sigurðsson lék allan leikinn með WBA sem kvaddi ensku úrvalsdeildina í gær með jafntefli heima gegn Newcastle, 2:2. Scott Dobie gerði bæði mörk WBA.  RUUD van Nistelrooy varð í gær fyrsti leikmaðurinn í sögu Man- chester United sem skorar í 10 leikjum í röð fyrir félagið. Van Nistelrooy skoraði sigurmarkið gegn Everton úr vítaspyrnu, 2:1, á Goodison Park en áður hafði David Beckham jafnað metin, beint úr aukaspyrnu.  VAN Nistelrooy skoraði samtals 44 mörk á tímabilinu fyrir Man- chester United, þar af 25 í úrvals- deildinni og þar varð hann marka- kóngur deildarinnar með einu marki meira en Thierry Henry.  HENRY skoraði sitt 24. mark fyr- ir Arsenal sem malaði Sunderland á útivelli, 4:0. Þar var þó Fredrik Ljungberg í aðalhlutverki því hann skoraði þrjú markanna.  JAMES Beattie náði ekki að skora fyrir Southampton sem vann Manchester City, 1:0, á útivelli og varð þriðji markahæstur með 23 mörk. Michael Svensson skoraði sigurmarkið og City tapaði því kveðjuleik sínum á Maine Road, sem hefur verið aðsetur félagsins í 80 ár.  MARK Viduka skoraði sitt 20. mark fyrir Leeds í úrvalsdeildinni þegar hann innsiglaði sigurinn gegn Aston Villa í gær, 3:1. Viduka varð fjórði markahæstur í deildinni og segja má að mörk hans á loka- sprettinum hafi forðað Leeds frá falli.  EIÐUR Smári Guðjohnsen varð í 16.–20. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar með 10 mörk fyrir Chelsea. Jafnir honum urðu Sylv- ain Wiltord hjá Arsenal, Dion Dublin hjá Aston Villa, Kevin Campbell hjá Everton og Jason Euell hjá Charlton.  BLACKBURN náði sæti í UEFA- bikarnum úr höndum Everton með stórsigri á Tottenham í London, 4:0. Andy Cole var í stóru hlut- verki, lagði upp mark fyrir Dwight Yorke og skoraði eitt sjálfur. Teddy Sheringham lék þarna kveðjuleik sinn með Tottenham en félagið ákvað fyrir skömmu að end- urnýja ekki samninginn við þennan reynda sóknarmann.  DUNCAN Ferguson, leikmaður Everton, á yfir höfði sér þriggja leikja keppnisbann eftir að aga- nefnd enska knattspyrnusambands- ins taldi það óumdeilt að hann hefði slegið Jóhannes Karl Guðjónsson með olnboganum í viðureign Ever- ton og Aston Villa á dögunum. Ferguson hefur fjórtán daga til ákveða hvort hann áfrýjar dómn- um. CHELSEA hafði betur gegn Liver- pool í einvígi liðanna um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni og þar með síðasta sæti Englands í Meistaradeild Evrópu næsta vetur. Chelsea vann, 2:1, í lokaumferð úr- valsdeildarinnar í gær eftir að Sami Hyypiä, fyrirliði Liverpool, hafði skorað fyrsta mark leiksins. Marcel Desailly, fyrirliði Chelsea, svaraði um hæl og Jesper Grön- kjær skoraði sigurmarkið áður en hálftími var liðinn. Chelsea nægði jafntefli í leiknum. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en vék fyrir hinum síunga Gianfranco Zola þegar 18 mínútur voru til leiks- loka. Claudio Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, lýsti að vonum mik- illi ánægju með árangurinn en sagði að lið sitt ætti enn margt ólært. „Við erum ekki í sama gæðaflokki og Manchester United, Arsenal og Newcastle, en það er töggur í okkar liði, það höfum við sýnt. Þetta jafnast ekki á við að vinna titil, en var það næstbesta sem okkur stóð til boða. Ég vona að ég hafi alla sömu leikmennina til umráða næsta vetur og er þegar farinn að leggja grunninn að því að svo megi verða,“ sagði Ranieri. Hann taldi þar með hinn 36 ára gamla Zola og hinn 34 ára fyr- irliða Desailly og kvaðst vilja halda þeim báðum. „Við sáum á lokakafl- anum hvað Zola getur gert, hann er bestur þegar við höfum svigrúm til að spila góðan fótbolta,“ sagði Ranieri. Chelsea og Newcastle, sem end- aði í þriðja sæti, fara þó ekki beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en liðin tvö hefja keppni í loka- umferð forkeppninnar og mæta þar lægra skrifuðum mótherjum. Chelsea náði fjórða sæti Guðni gekk til liðs við Totten-ham í árslok 1988 en með Bolton hefur hann leikið frá 1995 og hefur gegnt fyrirliðastöðunni undanfarin ár. Bolton hefur átt í harðvítugri fallbaráttu í allan vetur en þurfti að ná 44 stigum til að sleppa. West Ham féll á 42 stigum og það hefur aldrei áður gerst eftir að liðum í deildinni var fækkað úr 22 í 20. Per Frandsen og Jay-Jay Okocha komu Bolton í 2:0 í fyrri hálfleikn- um í gær en fyrrum leikmaður liðs- ins, Michael Ricketts, minnkaði muninn í síðari hálfleik. Hagur Bolton vænkaðist þegar Franck Queudrue, varnarmanni Middles- brough, var vikið af velli og Guðni og félagar lentu ekki í teljandi vandræðum með að halda fengnum hlut en Jussi Jääskeläinen mark- vörður þurfti þó að grípa til spari- taktanna á lokamínútunni þegar hann varði vel. Gífurleg fagnaðar- læti brutust út á Reebok-leikvang- inum þegar flautað var til leiksloka og Guðni var óspart hylltur eftir þennan vel heppnaða kveðjuleik. Vorum gífurlega einbeittir „Við vorum gífurlega einbeittir í þessum leik, það kom ekkert annað til greina en sigur. Það var dálítil taugaspenna í síðari hálfleiknum en áhorfendur studdu dyggilega við bakið á okkur og það sem öllu máli skiptir er að Bolton er áfram í úr- valsdeildinni,“ sagði Guðni í samtali við sjónvarpsstöðina Sky eftir leik- inn. Morgunblaðið náði ekki tali af honum í gærkvöld. „Þessi sigur var fullkomin kveðjugjöf fyrir Guðna Bergsson. Við lékum fyrir borgina, félagið, knattspyrnustjórann og framtíð okkar sjálfra,“ sagði hinn snjalli Nígeríumaður, Okocha, sem skoraði beint úr aukaspyrnu í gær og gerði mörg mikilvæg mörk á lokasprett- inum fyrir Bolton. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, sagði að það væri sem öll- um heiminum hefði verið lyft af herðum sér og hann svifi um í sex feta hæð. „Ég er gjörsamlega úr- vinda, tilfinningalega ringlaður, al- gjörlega himinlifandi og stórlega létt. Leikmennirnir voru mjög af- slappaðir og spiluðu sig úr vand- ræðunum með góðri knattspyrnu, sem þeir hafa sýnt allar götur síðan í desember,“ sagði Allardyce, sem steig afrísk dansspor á vellinum ásamt Okocha þegar þeir fögnuðu sigrinum í leikslok. Á sama tíma var grátur og gnístran tanna meðal stuðnings- menna West Ham sem sáu lið sitt falla úr úrvalsdeildinni þrátt fyrir 7 stig í síðustu þremur leikjunum undir stjórn Trevors Brookings. Guðni Bergsson lék sinn síðasta leik og Bolton hélt sér í ensku úrvalsdeildinni „Þetta var full- komin kveðjugjöf“ Action Images Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, veifar til áhorfenda á Reebok Stadium eftir leikinn gegn Middl- esbrough í gær. Guðni var hylltur vel og lengi eftir lokaleik sinn fyrir enska félagið. GUÐNI Bergsson sagði skilið við Bolton Wanderers, ensku knatt- spyrnuna og fimmtán ára feril sem atvinnumaður í íþróttinni á eftirminnilegan hátt í gær. Bolt- on sigraði Middlesbrough, 2:1, í lokaumferð úrvalsdeildarinnar og tryggði sér með því áfram- haldandi sæti í hópi þeirra bestu. Í staðinn féll West Ham úr deildinni en „Hamrarnir“ gerðu jafntefli við Birmingham, 2:2, og áttu ekki möguleika fyrst Bolton vann sinn leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.