Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 C FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ F -bekkurinn KÆRU fyrrverandi nem-endur. Nokkuð er nú umliðið síðan ég sleppti afykkur hendinni! Oft hef- ur gamli F bekkurinn minn komið upp í hugann og æ oftar eftir því sem árunum fjölgar. Þess vegna finnst mér tímabært að rifja upp og endurnýja gömul kynni. Mér væri því sönn ánægja að því að sjá þig heima hjá mér í Lækjarási 5, föstu- daginn 28. febrúar kl. 20:30. Bestu kveðjur, Birgir G. Albertsson Þannig hljóðaði boðskortið sem nemendur F-bekkjarins í Lang- holtsskóla, á árunum 1955 til 1961, fengu sent frá gamla kennaranum sínum og sjálfsagt hefur þetta út- kall vakið gamlar minningar og ylj- að mörgum um hjartarætur. Og flestir hlýddu kallinu og héldu til fundar við Birgi á heimili hans og konu hans Eddu Guðmundsdóttur. Þar urðu fagnaðarfundir, margt skrafað, hlegið og rifjað upp og sjálfur sagði Birgir að þetta hefði verið ein ánægjulegasta kvöldstund sem hann hefði átt um langt skeið. „Ég tók við þeim í 7 ára bekk og kenndi þeim fram að fullnaðarprófi í 12 ára bekk. Þegar þau hófu skólagönguna var miðað við að þau kynnu ekkert að lesa og ég átti bara að vera með þau í einn mánuð. Síðan átti ég að taka við 10 ára bekk. En mér líkaði svo vel við þau eftir þennan mánuð að ég hreinlega neitaði að skilja við þau.“ Einstakur hópur „Þetta var fyrsti bekkurinn sem ég kenndi,“ sagði Birgir ennfremur. „Ég varð stúdent frá MR 1954 og tók svo eitt ár í stúdentadeild Kennaraskólans, og hóf kennslu í Langholtsskóla haustið 1955. Ég var tvítugur þegar ég hóf kennslu- feril minn og kenndi síðan óslitið í Langholtsskóla, lengst af í ung- lingadeild, eða alveg frá því ég sleppti hendinni af F-bekknum vor- ið 1961.“ Birgir sagði að ýmsir samverk- andi þættir hefðu valdið því að hann ákvað að fara í kennslu að loknu stúdentsprófi í stað þess að fara í lengra nám. „Systkini mín voru bæði kennarar og bein og óbein áhrif þeirra hafa vafalaust haft sitt að segja. Ánægjuleg samskipti og góð reynsla af öðrum kennurum gerðu starfið að ýmsu leyti áhuga- vert. Starf mitt meðal unglinga í Kristilegum skólasamtökum hafði og jákvæð áhrif. Ekki má heldur gleyma því að langt sumarleyfi átti sitt aðdráttarafl.“ Birgir kvaðst sjá upphaf kennslu- ferils síns við Langholtsskóla í hill- ingum. „Skólinn var þá eingöngu barnaskóli, en fjöldinn slíkur að 7 ára bekkir voru sjö eða átta. Skól- inn var þá næstum nýr og flestir kennarar ungir og sprækir. Menn höfðu almennt meiri tíma aflögu til að ræða hugðarefni sín enda ólíkt þjóðfélag með minni hraða og færri gerviþarfir. Nemendur í bekkjar- deildum voru allt upp í 35 talsins, en vandamál hlutfallslega færri en nú. Það er á ýmsan hátt erfiðara að vera kennari í dag. Gjörbreytt þjóð- félag gerir auknar kröfur til kenn- arans. Töluverð breyting varð þegar unglingadeild var stofnuð við skól- ann og ýmis vandamál því tengd skutu upp kollinum. F-bekkurinn var fyrsti og eini bekkurinn sem ég kenndi alla leið á barnaskólastiginu og skipar alltaf heiðurssætið hjá mér eftir 43 ára kennsluferil. Eftir að börnin luku fullnaðarprófi kenndi ég íslensku, ensku og dönsku á unglingastigi og þaðan minnist ég einnig margra elsku- legra nemenda, þótt tengslin yrðu ekki eins náin enda samskiptin ekki eins mikil og löng. Börnin í F- bekknum verða alltaf „börnin mín“ þótt þau verði 55 ára á þessu ári. Ég var ungur og áhugasamur þegar ég tók við þeim, fór mikið með þeim í ferðalög og við gerðum margt skemmtilegt saman. En hafi ég gefið þeim eitthvað hef ég fengið það margfalt til baka,“ sagði Birgir þegar hann rifjaði upp samskiptin við F-bekkinn sælla minninga. Mætingin sérlega góð „Aðdragandinn að endurfundum mínum og þessara eftirlætisnem- enda minna var nokkur. Það hafði komið til tals hjá einstaklingum í bekknum að reyna að hittast, en það hafði aldrei gengið eftir. Eftir að ég hætti kennslu, vorið 1998, fer sú hugmynd að þróast með mér að gaman væri að hitta aftur gamla hópinn, sem ég hafði átt svo góð samskipti við. Ég fékk lánaðan kladdann úr 12 ára bekk 1961 og tókst á skömmum tíma að hafa uppi á réttum heimilisföngum. Ég lét prenta út bekkjarmyndina með boðsbréf á bakhliðinni og sendi öll- um. Viðbrögðin voru strax mjög já- kvæð, þótt um langan veg væri að fara fyrir suma. Fáeinir áttu ekki heimangengt, ein er búsett í Banda- ríkjunum og annar var nýkominn úr aðgerð og treysti sér ekki svo dæmi séu nefnd. En mætingin var alveg sérlega góð eftir öll þessi ár.“ Gleðin í öndvegi „Þetta var yndislegt kvöld,“ sagði Birgir þegar hann rifjar upp endur- fundina. „Hópurinn tvístraðist eftir fullnaðarpróf og sumir höfðu ekki sést síðan. Það urðu því heldur bet- ur fagnaðarfundir eins og nærri má geta. Þótt allir hefðu breyst í útliti voru andlitin hin sömu, hópurinn small samstundis saman og gladdi mig með blómum og gjöfum. Ég var með kladdann úr 12 ára bekk, sem við kölluðum „dómara- bókina“, en samkvæmt henni höfðu hvorki verið gefin „gul eða rauð Birgi G. Albertssyni kennara fannst mál til komið að fá gamla F-bekkinn úr Lang- holtsskóla í heimsókn og bauð því öllum hópnum heim til sín. Sveinn Guðjónsson spjallaði við hann um endurfundina og kennsluferilinn. Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA  Jólaskemmtanir voru mikil- vægur þáttur í skólastarfinu. Hér eru nokkrar stúlkur úr bekknum á jólaskemmtun í 12 ára bekk.  Bekkjarsysturnar Kristín Geirs- dóttir, Ingibjörg Karlsdóttir og Margrét J. Björnsdóttir, með elsta barn hjónanna Birgis og Eddu, Borghildi, en Margrét var í vist hjá þeim hjónum.  Strákarnir úr F-bekknum á góðri stund. Erlendur höfðinu hærri en hinir.  Birgir fór með bekkinn í ferða- lög, stundum upp á sitt eins- dæmi. Hér hefur F-bekkurinn lagt land undir fót.  Aftasta röð frá vinstri: Haraldur K. Olgeirsson, Guðmundur Hjart- arson, Þorvarður Jónsson (d. 08.02.’74) Hannes Tómasson, Kristbjörn Theódórsson, Arnar Guðlaugsson, Erlendur Krist- jánsson (sitjandi), Gunnar H. Lofts- son, Erling J. Sigursson, Sigurður Reynisson, Sigurður Þorsteinsson, Jóhann Hákonarson, Halldór Jónsson. Önnur röð: Sigrún Jensdóttir, Klara K. Jóhannsdóttir, Arndís Guðna- dóttir, Sigríður Aradóttir, Hólm- fríður M. Ingibergsdóttir, Guðfinna Helgadóttir, Guðný R. Jónasdóttir, Anna Jónsdóttir, Þóra Júlía Gunn- arsdóttir, Viktoría Jónsdóttir (d. 27.01.’87) , Elmar Geirsson, Guð- mundur V. Jakobsson. Fremsta röð: Hrefna Sigurð- ardóttir, Hildur Leifsdóttir, Mar- grét J. Björnsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir, Birgir G. Albertsson, Kristín Geirsdóttir, Guðný Jón- asdóttir, Sigrún Kjartansdóttir, Jóna Borg Jónsdóttir. Bekkjarmyndin – 10 ára F í Langholtsskóla 1958–1959     í hófi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.