Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 5
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 C 5 Bómull - meiriháttar mjúk! FRÁBÆRT TILBOÐ Kr: 2.990.-SÆ N G U R F Ö T Allir sem versla hjá okkur lenda í pottinum um að vinna meiriháttar sængurföt! Vinningshafar dregnir út í hverri viku! SÆNGUR FATA LEIKUR ÁGÚSTA Guðmundsdóttirbeitir útúrsnúningi þegarhún setur fram „Pro Bulimia Kit“ prýtt auðþekkjanlegu merki tískuhússins Calvin Klein en slag- orðið „beautiful“ hefur vikið fyrir „pukeful“. „Þessi auglýsing og vara er alls ekki gerð til að gagnrýna fólk með átröskunarsjúkdóma, heldur þá sem urðu þess valdandi að fólkið byrjaði í þessum vítahring,“ segir Ágústa. Að hennar mati eru verðandi grafískir hönnuðir úr Listaháskól- anum sér vel meðvitandi um áhrif þeirra staðalímynda sem skapaðar hafa verið og vilja leggja sitt af mörkum til að stöðva þá þróun að kvenfyrirlitning og klám sé notað í auglýsingum. Að mati Ágústu eiga grafískir hönnuðir stundum minna í hugmyndavinnu fyrir auglýsinga- gerð en markaðsfólkið og það geti verið umhugsunarefni. „Auglýsingar eru einn af áhrifa- ríkustu miðlunum í heiminum. Þær móta hugmyndir okkar og hafa áhrif á hvernig við lítum út og hög- um okkur. Þegar ég byrjaði á þessu verkefni langaði mig til að taka fyrir skilaboðin sem tískufyrirtækin eru að senda okkur með auglýsingum sínum. Calvin Klein er einn af brautryðjendum þess að nota grind- horuð módel. Hann kom af stað því- líkri tískubylgju sem er nú að taka sinn toll,“ segir Ágústa og bendir á að í Bandaríkjunum er ein af hverj- um fjórum stúlkum á aldrinum 14– 35 ára með einhvers konar átrösk- un. Samfara þessari bylgju er nú að finna á Netinu eins konar hjálpar- síður í því að verða góð í lotugræðgi eða lystarstoli, að sögn Ágústu. „Það er staðreynd að fyrirtæki sem nota í auglýsingar sínar módel sem eru langt undir kjörþyngd hafa áhrif á það hvernig hin fullkomna staðalímynd er. Skilaboðin eru skýr: Ef þú ert mjó þá ertu falleg og eftirsóknarverð. Við höfum nú bara eitt skýrt dæmi á Íslandi ekki alls fyrir löngu af stúlku sem lá á bana- beð vegna átröskunarsjúkdóms. Hún var þannig á sig komin eft- irsótt sem módel þar sem hún fyllti upp í staðalímyndina. Þetta sýnir bara hvað samfélagið er orðið sjúkt,“ segir Ágústa. „Það er ekkert að því að vilja vera falleg en það er eitthvað að nútíma fegurðarstaðli. Þess vegna ákvað ég að ganga einu skrefi lengra og hlutgera skilaboð í formi fegurð- arvöru sem samanstendur af ýmsum hlutum sem ýta undir lotu- græðgi. Varan er merkt Calvin Klein sem segir okkur að þetta sé tískuvara sem geri okk- ur fallegri og gerir okkur jafnframt kleift að ganga í fötum frá tískufyr- irtækjunum. Pakkinn samanstend- ur af ælupoka, hreinsiklútum, ilm- úða, tannbursta til að stinga upp í kok en jafnframt til að bursta burt maga- sýrur sem skemma tennurnar, lyfi sem framkallar ælu og myntum til að fela ælulyktina,“ segir Ágústa. „Með þessu er ég einnig að fá fólk til að hugsa með gagnrýnni hugsun um auglýsing- ar og skilaboðin sem samfélagið matreiðir ofan í okkur. Taka af- stöðu og stöðva þessa þróun. Það erum ekki við sem erum ófull- komin heldur ímyndin sem við eigum að fylgja. Ég hvet alla til að byrja á sjálfum sér og hætta að tala um að þeir séu of feitir, með of breið læri eða of stóran rass því með því að tala sí- fellt illa um líkama okkar erum við um leið að gefa skilaboð til barna okkar og vina.“ NEMENDUR í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands hafa nýlokið námskeiði í því sem kallast détournement eða útúrsnúningur. Þeir hafa m.a. tekið fyrir fjölmiðla, myndlist, teiknimyndir, spilakassa og auglýsingar eða markaðs- ímyndir, innlendar og erlendar, og snúið út úr efninu og þannig leitast við að lesa á milli línanna og kallað fram ólíkar merkingar og nýjar hugmyndir, byggðar á gömlum grunni. Róbert Þór Haraldsson er stunda- kennari við LHÍ og kennir umrætt námskeið. Hann útskrifaðist sem grafískur hönnuður árið 2001 og gerði lokaverkefni þar sem hann beitti útúrsnúningi. Hann hefur kennt aðferðina og fræðilegan grunn hennar á sérstökum nám- skeiðum í LHÍ, en boðið var upp á námskeiðið í annað skipti nú í vetur, fyrir annars árs nema í grafískri hönnun. „Détournement eða útúrsnún- ingur er byggt á samspili ólíkra þátta. Ef tveir ólíkir hlutir með sín- ar ólíku merkingar mætast verður til nýtt samhengi, eða þriðji hlut- urinn. Því lengra sem er á milli þeirra þátta sem notast er við í út- úrsnúningum, því sterkari og at- hyglisverðari verður tengingin sem myndast. Yfirleitt eiga best heppn- uðu útúrsnúningarnir það sameig- inlegt að vera byggðir á einum þætti sem allir kannast vel við og svo öðr- um sem er minna kunnur og kemur óvænt inn í myndina,“ segir Róbert. Hann leggur áherslu á að verk- efnin í námskeiðinu séu innanhúss- verkefni og ekki ætlað að koma á framfæri skilaboðum í nafni Listaháskólans, nemendur á nám- skeiðinu hafi valið sér viðfangsefni og snúið út úr eftir eigin höfði. Hann leggur einnig áherslu á að verkefnin hafi verið mörg og fjölbreytt þótt hér sé að- eins gerð grein fyrir tveimur þeirra sem þrátt fyrir að vera mjög ólík eiga það sameiginlegt að deila á ímynd kvenna í auglýsingum. Ró- bert segir að aðferðin sé víða notuð meðvitað en yfirleitt ómeðvitað. Út- úrsnúningar eru vinsæl leið auglýs- ingafólks og þeirra sem vilja ná at- hygli fólks og notkun þessarar aðferðar fer vaxandi og er það í samræmi við tíðarandann í hönn- unarheiminum sem gagnrýnir neysluhyggjuna. Róbert segir að hönnuðir séu farnir að rísa gegn misnotkun á hæfileikum þeirra til að selja eða laga ímynd fyrirtækja og stjórnmálamanna svo eitthvað sé nefnt. „Það liggur í eðli útúrsnún- inga að vera notaðir til áróðurs, yf- irleitt í formi auglýsinga og svo aft- ur í útúrsnúningum á auglýsingum til að mótmæla innihaldi þeirra. Það ber þó að undirstrika að hægt er að beita þeim til að snúa út úr hverju sem er,“ segir Róbert. Snúið út úr staðal- ímyndum KALDHÆÐNI Raunveruleg auglýsing frá Calvin Klein t.v. en tískuhúsið er tekið fyrir á vefsíðunni Adbusters.org þar sem m.a. eru sýnd dæmi um hvernig snúið er út úr tískuauglýsingum. Vekur vissulega til umhugsunar. gin nir ug- d á m. an kk, all- ita á m- kki um tt- du rið dið la- ær ar, ma us kt- em a í Á pp- st- ds far að um nn em og mt ða við era til ast og oð in- na gri era eð- alþyngd, þannig að „hin fullkomna kona“ er nánast að hverfa í orðsins fyllstu merkingu. En um leið eiga kon- ur ekki að vera of frekar til plássins í almannarýminu. Staðalmyndirnar sýna þær sem kynferðisleg viðföng, undirgefnar og tilbúnar að geðjast hinu karllega glápi. En um leið þykir ekkert sérstaklega kvenlegt að hafa hátt, láta í sér heyra, hafa skoðanir og jafnvel reiðast. „Haltu kjafti og vertu sæt“-heimspekin virðist því enn í fullu gildi. Margir hafa velt fyrir sér tengsl- unum á milli þessara staðalímynda og svo raunverulegri stöðu kvenna í sam- félaginu. Í nýliðnum kosningum fækk- aði alþingiskonum um fjórar, og af 18 nýjum þingmönnum eru aðeins þrjár konur. Ef til vill eru því skilaboð staðal- ímyndanna að síast inn og hafa áhrif á hinu pólitíska sviði,“ segir Þorgerður. Ýtt undir ranghugmyndir viðtakenda Í þeim auglýsingum þar sem staðal- ímynd hinnar fáklæddu, örmjóu eða veiku konu birtist, er einnig ýtt undir ranghugmyndir, og þá helst hjá þeim óhörðnuðu einstaklingum sem nú alast upp við þær. Til dæmis ranghugmynd- ir um stöðu kynjanna, eða ranghug- myndir viðtakandans um sjálfan sig. Átröskunarsjúklingum fjölgar og hefur það verið tengt við æ mjórri fyr- irsætur sem birtast unglingsstúlkun- um á tískusýningarpöllunum og í aug- lýsingum. Fyrir 25 árum voru fyrirsætur að meðaltali 8% léttari en meðalkonan en nú eru þær 25% léttari, að því er fram kemur í bæklingi Fem- ínistafélagsins. Fyrirsæturnar eru ekki bara örmjóar heldur eiga þær líka að hafa stór brjóst og í samræmi við það hefur brjóstastækkunum fjölgað. Fyrr á þessu ári kom fram í tímarit- inu Nýju lífi að tískuljósmyndarar sýndu íslenskri stúlku sem þjáðist af átröskun mikinn áhuga þegar hún var 38 kíló. Þannig fyllti hún upp í staðal- ímynd fyrirsætunnar. Hún lést skömmu síðar. steingerdur@mbl.is enlíkamann, að hluta til eða í heild, í fötum eða ekki, til að auglýsa vöru. FÖT Konan nöktum konum virðast geta selt hvað sem er. BÍLL Hvað eiga bílar og brjóst sameig- r kvenmannsleggir og nú blandað við koníak í „hæfilegu“ magni. ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR Tekur fyrir skilaboð tískufyrirtækjanna Morgunblaðið/Arnaldur Við fyrstu sýn eins og venjulegar snyrti- vörur en þegar nán- ar er að gáð eru skilaboðin allt önnur. ugleiðir hafa notað á auglýsingavegg- nið og merkið sem hún sneri út úr því upp-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.