Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 C 3 NÚR VERINU er með lítur þetta u, að sögn Gests, er hið rá Kanada inn á Evr- ðum miklu minna á Ís- ðum, kannski 30.000 um.“ En Kanadamenn, kert fyrir sjö árum, séu ða jafnvel meira. „Og ert stækkað, það er tíma er þrjátíu þúsund ndsmiðum ekki fjarri orskstofninn fór „niður stur orðar það stækkaði aði þessa miklu toppa í úrræðið rið sagt að rækju- era ánægðir, stofninn sem þeir vinni úr sé e.t.v. einn af fáum stofnum við norðanvert Atlantshaf sem sé góður. Veið- in aukist og stofninn standi vel þannig að iðn- aðurinn eigi að hafa tækifæri, það vanti bara markaðinn. „Okkur hefur ekki tekist að stækka mark- aðinn,“ segir hann og bætir við að ekki fáist betra verð á þessum hefðbundnu mörkuðum því að þeir séu yfirfullir af rækju. „Eina úr- ræðið er að finna aðra markaði og horft hefur verið til Bandaríkjamarkaðs.“ – En nú komu Kanadamenn inn á Evr- ópumarkað vegna þess að Bandaríkjamark- aður brást þeim … „Já, já, þeir sitja náttúrlega uppi með það eins og við að dollarinn er svo veikur.“ Markaðurinn í Kína hruninn – Hver er lausnin? „Ég veit ekkert hver hún er. Auðvitað fara einhverjir á hausinn, það er alveg ljóst,“ svar- ar Gestur ákveðið. Hann segir að á næstu misserum muni verksmiðjunum fækka eins og raunin sé beggja vegna Atlantshafs. „En við hjá Samherja höfum sagt að það sé bara ekki nóg. Ef það er einhver ljósglæta er hún sú að það er til nóg af rækju í sjónum.“ En það er sjaldan ein bára stök. Að sögn Gests hefur markaður fyrir suðurækju hrunið í Kína síðustu mánuði og það sé mjög alvarlegt mál. „Útgerðin hélt sér að hluta uppi með því að framleiða suðurækju fyrir Kína og hráa rækju fyrir Japan. Sumir segja að það sé vegna þess að Kínverjar fari ekki út úr húsi um þessar mundir [vegna lungnabólgufaraldursins, innsk. blm.] en ég veit ekki hvort það er ástæð- an. En allavega segja sölumenn okkar að það seljist ekkert í Kína,“ segir hann. Jap- ansmarkaður er mun veikari en hann var vegna efnahagsástandsins þar í landi og verð á Japansrækju hefur hrunið meira en á annarri rækju, að sögn Gests. Fyrir rúm- um tíu árum hafi fengist um 3.000 jen fyrir kílóið af rækju en í dag fáist e.t.v. 600 jen. Þetta sé lúxusmatur og Japanir borði ekki eins mikið úti og þeir hafi gert, auk þess sem aukin veiði hafi að sjálfsögðu áhrif á framboðið. „Það er þetta hrun á skelrækjumarkaðnum í Kína sem á eftir að hitta útgerðina illa fyrir. Hafi iðnaðarrækjan verið léleg þá gat útgerðin haldið sér að hluta til á floti með henni – en ég veit ekki hvar það endar.“ En sjá megi af þeim erlendu skipum sem Samherji kaupi rækju af, bæði í Kanada og Noregi, að hráefnisverðið sé að hrynja, sem þýði aðeins að skipin séu rekin með tapi. „Við vorum bjartsýnir,“ bætir hann við, „en við höf- um lifað á háu gengi hérna síðustu tvö ár.“ Gestur segir að sér finnist athyglisvert að undanfarin tvö ár hafi mikið verið talað um kreppu í íslensku samfélagi en á sama tíma hafi verið bestu ár íslensks sjávarútvegs. Síð- ustu tvö ár hafi sjávarútvegurinn skilað betri afkomu en nokkru sinni. En nú þegar herði að í sjávarútveginum sé talað um að bjart sé framundan hjá almenningi. „Við höfum aldrei séð svona hagnaðartölur eins og á síðasta ári í sjávarútveginum – samt er kreppa í þjóðfélag- inu,“ segir Gestur eins og til áherslu, „en það eiga einhverjir eftir að fá sjokk þegar þeir sjá afkomutölur í sjávarútveginum núna. Það sem ég er að segja með þessu er að kannski er vægi sjávarútvegsins orðið miklu minna en það var.“ Áður fyrr hafi þjóðarbúið sveiflast með sjávarútveginum en ekki lengur. „Ég veit að margir eru farnir að strögla í rækjuiðnaðinum,“ heldur Gestur áfram. „Þetta er gífurlega fjárfrek grein, það er mikil fjárbinding í þessu.“ Til dæmis nefnir hann að tíminn frá því að Samherji kaupi hráefnið og þar til afurðirnar fáist greiddar geti verið sex mánuðir og ekki sé einfalt að fjármagna slíkt um þessar mundir. Innflutningur hefur aukist Íslendingar framleiða um þessar mundir 26– 27.000 tonn af rækju á móti 21–22.000 tonnum áður en engu að síður hefur veiðin dregist saman. Þessu hefur verið mætt með innflutningi hráefnis síðustu tvö árin. Í fyrra nam hann t.a.m. 42.000 tonnum og framleiðsla Íslendinga á sama tíma er áætluð rúm 27.000 tonn. „Stofninn við Ísland er ekki nógu sterkur til meiri veiði,“ segir Gestur en hann fullyrðir að í Atlantshafi sé hægt að veiða meira. „Við bæði Grænland og Kanada er hægt að veiða mun meira, þar eru mjög sterkir stofnar,“ útskýrir hann. Innflutta iðnaðarrækjan kemur að lang- mestu leyti frá Noregi og af Flæmska hattinum, og er landað í Kanada, og lítið eitt frá Grænlandi og Færeyjum. Um helmingur kemur frá Noregi en það sem af er árinu hefur verið sótt meira í rækju af Flæmska hattinum því að vertíðin í Nor- egi byrjaði aðeins fyr- ir um mánuði. „Afurðaverðið hef- ur lækkað stanslaust og menn hafa mætt því með hagræðingu og meiri hagræðingu og aukinni framleiðslu. T.d. erum við búnir að tvöfalda framleiðsluna hjá okkur á síðustu þremur árum,“ heldur Gestur áfram. Allt sé þetta gert með fjárfestingum en nú verði mjög erfitt að sækja fram þar ef verð hækki ekkert og gengið verði áfram eins og það sé. Sterkur gjaldmiðill vandi „Eina glætan í þessu er að Kanadamenn eru að hluta til í sömu vandræðum og við út af gengi þannig að þeir geta ekki lækkað verðið,“ segir Gestur. „Vægið hefur eitthvað breyst. Þó að Bandaríkjadollar hafi veikst hefur Kan- adadollar styrkst það mikið.“ Annað í þessu segir Gestur vera að vertíðin sé rétt að byrja í Kanada og að afurðirnar séu ekki komnar á markað ennþá. Stóru þjóðirnar í rækjunni, Ís- lendingar, Norðmenn og Kanadamenn, búi við mjög sterka gjaldmiðla um þessar mundir þannig að engin þeirra geti undirboðið mark- aðinn út af gengismun. Áður fyrr var talað um að Kanadamenn byðu ekki jafngóða vöru og við en Gestur segir þá hafa keypt sér þekkingu, m.a. frá Íslandi, og aukið gæði framleiðslu sinnar þannig að hún sé núna að flestu leyti samkeppnishæf við þá íslensku. rðist ríkja í juiðnaðinum                        !      gna aukinnar sölu Kanadamanna í Evrópu „ÞETTA er nú bara sáratregt. Það er hreinlega ekkert að hafa á allri heimaslóðinni hérna sunnan við Kolluálinn og ég man varla eft- ir því að maí, sem venjulega hefur verið gjöfull, hafi verið svona lé- legur,“ segir Ríkarð Magnússon, trillukarl á Tjaldi frá Ólafsvík. Aflabrögð smábáta frá Ólafsvík hafa verið með afbrigðum léleg í maí og eru margir þeirra farnir að róa frá Skagaströnd, þar sem betur fiskast. Ríkarð er búinn að stunda sjóinn áratugum saman og þekkir því vel til á Breiðafirðinum. En en hvað veldur þessu tregfiskiríi? „Það eru ábyggilega einhver skilyrði í sjónum sem valda þessu. Hann er fremur hlýr núna og dökkur svo líklega er það einhver þörungagróður sem heldur fisk- inum frá. Það er fiskur í firðinum og snurvoðarbátarnir hafa verið að fá fisk, en hann dregst ekki á fær- in. Maður er að slíta upp þetta 300 til 500 kíló á dag, sem er nátt- úrlega nánast ekki neitt. Þetta get- ur því varla annað en skánað,“ seg- ir Ríkarð Magnússon. Þess má geta að Ríkarð er faðir Magnúsar aflaklóar á Drangavík í Vest- mannaeyjum. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Ríkarð Magnússon, trillukarl frá Ólafsvík, er ekki ánægður með aflabrögðin enda fær hann aðeins 300 til 500 kíló á dag. Hann dregst ekki á færin FRUMNIÐURSTÖÐUR rann- sókna og tilrauna á vegum Samskipa benda til þess að sjóflutningar á ferskum fiski verði samkeppnisfærir við flugfrakt með tilkomu nýrrar tækni við geymslu og flutning vör- unnar. Þetta mun auka verðmæti sjávarafurða frá Íslandi og styrkja samkeppnisstöðu íslensks sjávar- fangs á erlendum mörkuðum. Verkefnið, sem unnið er í samvinnu við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins og Samherja, snýst um að tryggja ferskleika og gæði fisks sem fluttur er í kæligámum, á sama hátt og gert er við flutninga og geymslu á græn- meti og kjöti. Hafa tilraunirnar skilað mjög góðum árangri og benda fyrstu niðurstöður til þess að ferskleiki fisks sem þannig er fluttur á markað sé sambærilegur við gæði fisks sem fluttur er með öðrum hætti, þrátt fyr- ir sjóflutning og lengri geymslutíma. Skila meiri gæðum Áframhaldandi tilraunir og rann- sóknir á þessum flutningsmáta fara fram á næstu vikum og mánuðum. Jafnframt stendur til að hefja tilraun- ir með sölu á fiski sem fluttur er út með þessum hætti og fer fyrsta til- raunsendingin til kaupenda á Eng- landi fljótlega af stað. Einnig sýna niðurstöður frumtilrauna að heild- stæðara flutnings- og vinnsluferli geti skilað meiri gæðum og verða áfram- haldandi tilraunir gerðar í þeim efn- um. „Loftskipt umhverfi og hitastýring eru lykilorð í þessu tilraunaverkefni Samskipa, Rf. og Samherja,“ segir Hinrik Bjarnason, deildarstjóri út- flutningsdeildar Samskipa. „Sýnt hef- ur verið fram á að með því að skipta út lofttegundum í kæligámum og stýra hlutfalli þeirra, samhliða því að stýra hitastiginu í gámnum, er hægt að ná auknu geymsluþoli og gæðum á ferskum matvörum. Þar til nú hefur lítið verið unnið að rannsóknum á geymslu og flutningsþoli fisks við þessar aðstæður.“ Auka útflutningsverðmæti „Miklar vonir eru bundnar við fram- hald verkefnisins því reynist frumnið- urstöðurnar réttar verður ódýrara en verið hefur að flytja út ferskan fisk á markað erlendis. Það mun styrkja samkeppnisstöðu íslenska fisksins á þessum mörkuðum og auka útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða frá Ís- landi. Samskip höfðu frumkvæði að þessu verkefni, hafa fjármagnað það og fengu Rf. og Samherja til sam- starfs. Tilraunirnar hafa reynst mjög kostnaðarsamar og því verður leitað eftir styrkjum frá opinberum aðilum við framhald verkefnisins,“ segir Hinrik Bjarnason. Sjóflutningar samkeppnisfærir við flugfrakt Tilraunir með flutninga á ferskum fiski í loftskiptum kæligámum lofa góðu Hinrik Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.