Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR E. Stephensen, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, vann glæsilegan sigur á Norðurlandameistaranum Cypria Asamoah frá Svíþjóð í ein- vígi þeirra á milli sem fram fór í Smáranum í Kópavogi á laug- ardaginn. Guðmundur gerði sér lítið fyrir og vann einvígið, 4:1. Svíinn vann fyrstu lotuna, 16:14, en þá sagði Guðmundur hingað og ekki lengra og vann næstu fjórar lotur, 11:7, 11:7, 11:6 og 11:9. Guðmundur virðist vera í geysilega góðu formi þessa dag- ana en á nýafstöðnu heimsmeist- aramóti sem haldið var í París vann hann meðal annars besta borðtennisleikara Dana, Michal Mais, en hann er í 21. sæti á heimslistanum. Guðmundur er í 191. sæti á heimslistanum, en Cyprian í 216. sæti. Guðmundur fór létt með Svíann Morgunblaðið/Jim Smart Cypria Asamoah og Guðmundur E. Stephensen. RÚNAR Sigtryggsson, landsliðs- maður í handknattleik, hafði ástæðu til að fagna með samherjum sínum í Ciudad Real í gærkvöldi en liðið vann spænsku meistarana í Barcelona 34:31 í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar. Leik- urinn fór fram í Santander og fylgdust 5.000 manns með úrslita- leiknum en átta efstu liðin í deild- arkeppninni öttu kappi um bik- armeistaratitilinn og var leikið á fjórum dögum. Rúnar lék stórt hlutverk í vörn Ciudad en náði ekki að skora. Hann skoraði hins vegar tvö mörk á laug- ardaginn þegar Ciudad tryggði sér sæti í úrslitunum með sigri á Val- ladolid. „Það var sérlega gaman að vinna Börsungana og fín sárabót fyrir að hafa tapað baráttunni gegn þeim um sigur í deildinni. Við höfðum leikinn í okkar höndum og náðum mest sex marka forskoti í síðari hálfleik svo sigurinn var ansi öruggur. Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil og þessi bikarhelgi var sérlega strembin. En það er mikil ánægja í herbúðum fé- lagsins. Við unnum EHF-keppnina, urðum í öðru sæti í deildinni og í kvöld vann liðið fyrsta bikarinn í sögu félagsins,“ sagði Rúnar við Morgunblaðið, en hann var þá að fagna með félögum sínum. Rúnar bikarmeistari með Ciudad Real Rúnar Sigtryggsson ÍTALSKI varnarmaðurinn Lorenzo Amoruso tryggði Rangers sigur í skosku bikarkeppninni þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Dundee í úrslitaleik bikarkeppninnar á Hampden Park. Markið skoraði Amoruso á 66. mínútu leiksins og Rangers kórónaði þar með frábært tímabil en liðið vann þrefalt í ár; deildarkeppnina, bikarkeppnina og deildabikarkeppnina, í sjöunda skipti í sögu félagsins. Líklegt er að Amoroso hafi verið að leika sinn síðasta leik fyrir Rangers en hann ku vera á leið til Englands þar sem hann mun vænt- anlega ganga í raðir Blackburn. „Meistaraheppni“ var fyrirsögn sem mörg af skosku blöðunum not- uðu í yfirskrift sinni um leikinn en lið Dundee þótti sterkari aðilinn og réð að mestu gangi leiksins. Alex McLeish, þjálfari Rangers, viðurkenndi eftir leikinn að hans menn hefðu verið nær uppgefnir í leiknum en seiglan og sigurviljinn hefði fleytt liðinu í átt að titlinum. „Mínir menn áttu greinilega ekki mikið eftir en sem betur fer tókst okkur að skora því framlenging hefði gert út af við okkur. Ég er ákaflega stoltur af liði mínu og ekki síður af aðstoðarmönnum mínum og stuðningsmönnum félagsins,“ sagði McLeish en lærisveinar hans urðu skoskir meistarar um síðustu helgi þegar þeir burstuðu Dun- fermline, 6:1, í lokaumferð deild- arinnar. Landsliðsþjálfari Norðmanna,Nils Johan Semb, er einn þeirra sem hafa staðið vaktina í þeim efn- um og heimsótt m.a. Lazio til þess að fræðast um þjálfunaraðferðir. Semb segir í viðtali við norska Dagbladet að bestu félagslið Ítalíu æfi mest og að leikmenn liðanna komist ekki upp með neitt múður á æfingum. Hópur sjúkraþjálfara og sérfræðinga vopn- aður nýjustu tækni vakir yfir hjart- slætti allra leikmanna á æfingum líkt og „stóri bróðir“ í skáldsögu George Orwells og sér til þess að álagið sé nógu mikið til þess að bæta líkamsástand þeirra. Líkamlegt atgervi hefur alltaf verið mikilvægt hjá ítölskum liðum, líkamsstyrkur leikmanna er mikill auk þess sem úthald þeirra og þol er með eindæmum gott. Í herbúðum Juventus eru allir leikmenn liðsins með púlsklukkur sem gefa frá sér merki í tölvu sem sjúkraþjálfarar liðsins fylgjast grannt með. Ef ein- hver leikmaður nær ekki því álagi sem að var stefnt er hann tekin á séræfingu um leið og sameiginlegri æfingu liðsins lýkur. Semb segir að flest ítölsk lið noti sér þessa tækni og árangurinn hafi ekki látið á sér standa. „Þeir standa sig vel í að allir leikmenn fái þjálfun við hæfi og eng- inn getur falið sig í þeim efnum,“ segir Semb og telur að ítalska deild- in sé sú sterkasta í Evrópu. „Það eru lið frá Ítalíu og Frakklandi sem eru með best þjálfuðu leikmennina. Þessar þjóðir æfa mest og ná þannig árangri. Að mínu mati eru Ítalir fremstir í Evrópu í dag, rétt fyrir framan Real Madrid, þar á eftir er enska úrvalsdeildin, Bundesligan í Þýskalandi og franska deildin er númer fimm í röðinni,“ bætir Semb við. Gamaldags fimleikaæfingar Harald Aabrekk aðstoðarþjálfari norska landsliðsins segir að gamal- dags fimleikaæfingar ítalskra knatt- spyrnumanna hafi komið sér veru- lega á óvart í heimsókn sinni á Ítalíu. „Við Norðmenn höfum trúað því lengi að engin lið æfðu meira en við og líkamsástand okkar leikmanna væri með því besta sem gerist. En við erum langt á eftir ítölsku liðun- um og það kemur flestum eflaust á óvart að helmingur æfinga liðanna snýst um það eitt að ná upp þoli, styrk og liðleika. Þar er ekki hlaupið mikið langhlaup en þess í stað eru gamaldags fimleikaæfingar notaðar mikið, sem auka liðleika, samhæf- ingu, styrk og einbeitingu. Hinn hluti æfinganna eru með bolta, tækni og spil. Þetta kom okkur gríð- arlega á óvart,“ segir Aabrekk en vildi ekki viðurkenna að um Müll- ersæfingar væri að ræða hjá ítölsku liðunum. Gamaldags fimleikaæfingar eru hluti af velgengni ítalskra liða í Meistaradeildinni Reuters Þeir voru í sviðsljósinu á Old Trafford – markverðirnir Dida hjá AC Milan og Gianluigi Buffon, Ju- ventus. Það var greinilegt í vítaspyrnukeppninni að þeir hafa lagt stund á fimleikaæfingar. „Stóri bróðir“ fylgist með leik- mönnum ÞRJÚ ítölsk lið komust í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og tvö þeirra léku til úrslita sl. miðvikudag í keppninni, AC Milan og Juven- tus, þar sem Milan hafði betur, 3:2, eftir vítaspyrnukeppni á Old Trafford í Manchester á Englandi. Sparkfræðingar víðsvegar um Evrópu hafa rýnt í þjálfunaraðferðir ítölsku liðanna í leit að leyndardómnum á bak við velgengni þeirra í Meistaradeildinni þetta árið. Þrefalt hjá Rangers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.