Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 D 7 NVIÐSKIPTI  BREYTINGAR hafa verið gerðar á yf- irstjórn ráðgjafarfyrirtækisins Athygli ehf.  Valþór Hlöðversson, einn eigenda fyrirtæk- isins, hefur á ný tekið við starfi fram- kvæmdastjóra en hann gegndi því starfi á ár- unum 1996–2002. Jafnfram lætur Bjarni Jónsson, sem ráðinn var að fyrirtækinu sl. haust, af störfum sem framkvæmdastjóri.  Ný ráðgjafi, Rab Christie, hefur verið ráðinn til Athygli og starfar hann í starfs- stöð fyrirtækisins í Reykjavík. Rab er fædd- ur í Glasgow í Skotlandi og er með masterspróf í skoskri sögu og hand- ritafræði frá Edinborgarháskóla. Hjá At- hygli mun hann sinna almennri ráðgjöf og hafa yfirumsjón með textagerð á ensku. Undanfarin ár hefur Rab Christie starfað hjá ímyndar- og markaðsdeild Marel og sem lausamaður í blaðamennsku. Meðal annars starfaði hann fyrir HM á Íslandi 1995 og OL í Atlanta árið 1996. Hann hef- ur og skrifað fyrir mörg þekkt blöð og tíma- rit í Evrópu og víðar. Breytingar hjá Athygli GB-FERÐIR er ung ferðaskrif- stofa sem býður upp á golfferðir. Stofnandi og framkvæmdastjóri er Jóhann Pétur Guðjónsson. „Þetta er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í golfferðum fyrst um sinn. Við erum að bjóða upp á skipulagðar hópferðir til Portúgals, Bandaríkjanna, Eng- lands og Þýskalands. Síðan erum við að bjóða upp á nýjung á íslenska markaðnum sem eru helgarferðir til Englands og Danmerkur í samstarfi við Iceland Express. Um er að ræða eins til tveggja daga ferðir þar sem gisting golf, kvölverður og morgun- verður er innifalið í verði. Það sem er einstakt við þessar ferðir er þær eru svokallaðar „off the rack“, þ.e. að viðskiptavinurinn ræður hvenær hann fer og hversu lengi hann dvelur. Hægt er að bóka þessar ferðir með allt að sólarhringsfyrir- vara. Mikið er um pantanir af þeim sem eiga leið um England, t.d. í viðskiptaerindum. Þeir sjá hag sinn í að nýta ferðina og enda hana í golfi,“ segir Jóhann Pétur. GB-ferðir var stofnuð í júlí í fyrra. Að mati Jóhanns er vaxandi mark- aður fyrir sérhæfðar ferðaskrifstof- ur sem eru smáar í sniðum. „Þetta gengur út á að bjóða upp á góða þjónustu þar sem seljandinn er sér- fróður um sína vöru. Sérferðir eru þess eðlis að það er erfitt að ná ár- angri nema með mikilli þekkingu og gæðum. „Það eru 7-8 ferðaskrifstof- ur sem eru að keppa á þessum hefð- bundna markaði sem einkennist af sólarlandaferðum og borgarferðum. þar er nær eingöngu keppt á verðum að því er ég best fæ séð. Að mínu mati er bara tímaspursmál hvenær einhverjar þeirra heltast úr lest- inni,“ segir Jóhann Pétur. Hann starfaði áður sem fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Íslandssíma. Jóhann Pétur Guðjónsson Sérhæfing í golfferðum ● VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands hf. (VÍS) hefur sett upp Markaðs- gluggann frá Origo, dótturfyrirtæki TölvuMynda hf., á vefsvæði sínu, www.vis.is. Markaðsgluggi VÍS birtir upplýsingar um gengi fyrirtækisins, sem skráð er hjá Kauphöll Íslands, beint úr gagnagrunnum Kauphall- arinnar með 15 mínútna seinkun. Breyttur vefur hjá VÍS ● FYRIRTÆKIÐ National Instrum- ents hefur sett á markað nýja útgáfu af hugbúnaðinum LabVIEW, sem kallast LabVIEW7EXPRESS. Í tilkynningu frá verkfræðistofunni Vista í Reykjavík, segir að þessi upp- færsla á hugbúnaðinum sé byggð á fjögurra ára átaki fjölda verkfræð- inga og hugbúnaðarmanna, og ein- faldi ákaflega smíði sjálfvirkni- og mælikerfa. Um leið breikki notk- unarsvið LabVIEW og nái nú til sér- smíðakerfa í gegnum FPGA Field- Programmable Gate Array rásir og lófatölvur með Palm og MS Pock- etPC stýrikerfum. Í tilkynningunni segir að National Instruments sé markaðsráðandi í tölvuknúnum hugbúnaðarmælikerf- um. LabVIEW kom fyrst á markað ár- ið 1986. Ný útgáfa af hugbúnaði ● EIMSKIP ehf. fékk nýlega af- henta tvo nýja gámalyftara af gerð- inni SMV, sem eru framleiddir í Sví- þjóð. Umboðsaðili SMV á Íslandi eru Kraftvélar. Tækin eru af gerðinni SMV 4531 sem getur hlaðið 45 tonna gámum upp í 5 hæða stæður, og SMV ECB90 sem er svokallaður tómgámalyftari. Hann getur hlaðið tómum gámum allt að 9 tonnum að þyngd upp í 4 hæða stæður, að því er kemur fram í fréttatilkynn- ingu. Eimskip kaupir lyftara ● SÓLTÚN hjúkrunarheimili hefur tekið í notkun IM-Skorkort, en með því er ætlunin að fylgja eftir stefnu hjúkrunarheimilisins með markviss- um hætti. Í fréttatilkynningu kemur fram að IM-Skorkort er íslenskur hugbúnaður sem nýtist við uppbygg- ingu, viðhald og eftirfylgni stefnu- mótunar innan fyrirtækja og stofn- ana. Kerfið veitir sýn á mælanlegan árangur. Sóltún er rekið af Öldungi hf., en heimilið var opnað 7. janúar árið 2002. Sóltún Hjúkrunarheimili er rekið samkvæmt þjónustusamningi við ríkið og eru íbúar heimilisins 92 talsins. Sóltún með IM-Skorkort ll STUTT                                 !  "  !  "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.