Morgunblaðið - 06.06.2003, Side 2
ÍÞRÓTTIR
2 B FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LARS Høgh, sem lék 8
landsleiki fyrir Dani og var
lengi varamarkvörður fyrir
Peter Schmeichel í landslið-
inu, hefur verið ráðinn til
starfa hjá Færeyingum fyrir
landsleikina á móti Íslandi
og Þjóðverjum.
Högh mun starfa með
færeysku landsliðs-
markvörðunum í 9 daga en
hann hefur á síðustu árum
þjálfað hjá dönsku ung-
mennalandsliðunum og rek-
ið nokkra knattspyrnuskóla.
Høgh sagði í samtali við
færeyska dagblaðið Sosial-
urin að hann væri ánægður
með að hafa fengið þetta
tímabundna verkefni í Fær-
eyjum. „Þetta er mjög
spennandi verkefni og ég
mun gera allt sem ég get til
þess að búa færeysku mark-
verðina sem best undir leik-
ina á móti Íslandi og Þýska-
landi.“
Høgh telur mjög mik-
ilvægt fyrir Færeyinga að
ná góðum úrslitum á móti Ís-
landi. „Færeyingar verða að
koma mjög einbeittir til
leiks á móti Íslendingum og
mikilvægt er fyrir þá að ná
góðum úrslitum í Reykjavík.
Sjálfstraust Færeyinga
verður að vera mikið á móti
Þjóðverjum og besta leiðin
til þess að það gerist er að fá
góð úrslit á Íslandi.“
Lars Høgh aðstoðar
Færeyingana
JÓHANNES Karl Guð-
jónsson, landsliðsmaður í
knattspyrnu, telur ólíklegt
að hann verði hjá Aston Villa
á næstu leiktíð. Jóhannes lék
ellefu leiki í ensku úrvals-
deildinni með Aston Villa á
síðustu leiktíð og skoraði tvö
mörk og þótti standa sig
ágætlega. Jóhannes er
samningsbundinn Real Betis
en vill komast burt frá
Spáni. David O’Leary hefur
tekið við sem knatt-
spyrnustjóri hjá Aston Villa
en hann virðist ekki hafa
áhuga á að kaupa Jóhannes.
„Ég hef ekkert heyrt frá
David O’Leary og því finnst
mér ólíklegt að Villa muni
kaupa mig. Ég tel að hann
hafi aðra leikmenn í huga
sem hann vill fá til félagsins.
Ég var bjartsýnn á að Villa
myndi ganga frá samningi
við mig þar sem stjórnin
hafði lýst yfir áhuga á að fá
mig. Einnig höfðu aðdá-
endur Villa látið í ljós að þeir
vildu að ég yrði keyptur til
félagsins,“ sagði Jóhannes
við Morgunblaðið í gær.
Aðpurður hvort hann
hefði heyrt um áhuga frá
öðrum liðum sagðist hann
hafa heyrt af áhuga hjá
Manchester City og
Portsmouth, en for-
ráðamenn þeirra liða hefðu
ekki haft samband við sig.
Ólíklegt að Jóhannes
verði hjá Aston Villa
GUNNAR Einarsson, mið-
vörður KR-inga í knattspyrn-
unni, fór meiddur af leikvelli
gegn KA á þriðjudag. Liðbönd
tognuðu í hné Gunnars og
hann lék ekki síðari hálfleik-
inn. „Sjúkraþjálfararnir segja
mér að ég geti náð leiknum
gegn Val í næstu umferð. Ég
vona það að þetta reynist rétt
hjá sjúkraþjálfurunum því ég
er ekki nógu góður eins og
staðan er núna,“ sagði Gunn-
ar í samtali við Morgunblaðið
í gær.
Veigar Páll Gunnarsson, fé-
lagi Gunnars í KR-liðinu, á við
sömu meiðsli að etja.
Gunnar
líklega með
gegn Val
BIKARMEISTARAR Fylkis hefja
titilvörn sína með því að fara til
Húsavíkur og leika við heimamenn
í Völsungi í 32-liða úrslitum Bikar-
keppni KSÍ, VISA-bikarkeppn-
innar.
Aðalsteinn Víglundsson þjálfari
Fylkis segir að Völsungur sé sýnd
veiði en ekki gefin. „Ég er nokkuð
sáttur. Við ætlum okkur hiklaust að
verja þessa dollu og okkur langar
til að verða eitt fárra liða sem tekist
hefur að verða bikarmeistari þrjú
ár í röð. En það er langt frá því að
vera sjálfgefið að fara til Húsavíkur
og vinna. Völsungar eru með gott
lið og hafa verið að standa sig vel.
Ég veit að þeir hafa unga og
spræka stráka þannig að þetta
verður hörkuleikur.“
Íslandsmeistarar KR mæta HK á
Kópavogsvelli, en annars var drátt-
urinn þannig:
Húsavík: Völsungur - Fylkir
Kópavogur: HK - KR
Akranes: ÍA 23 - Stjarnan
Ísafjörður: BÍ - Haukar
Sauðárk.: Tindastóll - Keflavík
Njarðvík: Njarðvík - Þróttur
Vestmannaeyjar: KFS - ÍBV
Egilsstaðir: Höttur - FH
Siglufjörður: KS - Afturelding
Akranes: Deiglan - Víkingur
Reykjavík: ÍR - Fram
Tungubakki: Númi - Valur
Seyðisfjörður: Huginn - ÍA
Selfoss: Selfoss - KA
Garður: Víðir - Þór
Keflavík: Keflavík 23 - Grindavík
Í Eyjum verður athyglisverð við-
ureign heimaliðanna KFS og ÍBV.
Leikdagar eru 13. og 14. júní.
SKONDIÐ atvik gerðist þegar
dregið var í 32-liða úrslit Bik-
arkeppni KSÍ í gærdag. Þegar
langt var liðið á dráttinn og að-
eins sjö lið voru eftir í hattinum,
tóku KSÍ-menn eftir því að eina
kúlu vantaði – aðeins 31 kúla var
í hattinum. Varð þá að draga upp
á ný og fengu öll liðin, sem höfðu
verið dregin út í fyrri drætt-
inum, nýja mótherja nema 23 ára
lið Keflavíkur og Grindavík. Þau
drógust saman í bæði skiptin.
Þau lið sem drógust saman í
fyrri drættinum voru, ÍA U23-
Afturelding, Númi-ÍA, Völsung-
ur-Víkingur R., Höttur-Stjarnan,
Víðir-KR, HK-Þróttur.R, ÍR-
Þór A., Selfoss-FH, Huginn-ÍBV,
Njarðvík-Fram, Keflavík U23-
Grindavík.
Bikarmeistararnir, Fylkir,
voru meðal þeirra liða sem voru
ekki dregnir í fyrri drættinum.
Varð að draga tvisvar
TÍU fatlaðir sundmenn frá Ís-
landi taka þátt í opna breska sund-
meistaramótinu sem hefst í dag í
Sheffield í Englandi: Kristín Rós
Hákonardóttir, Bjarki Birgisson,
Guðrún Lilja Sigurðardóttir og
Pálmi Guðlaugsson, sem keppa í
flokkum hreyfihamlaðra, og Gunn-
ar Örn Ólafsson, Anton Kristjáns-
son, Jón Gunnarsson, Bára B. Er-
lingsdóttir, Karen Björg
Gísladóttir og Lára Steinarsdóttir,
sem keppa í flokki þroskaheftra.
LÍKLEGT er að Christian Gross
taki við þjálfun hjá þýska úrvals-
deildarliðinu Schalke. En auk
Gross þykir Felix Magath, fyrrver-
andi þjálfari Stuttgart, líklegur í
starfið.
RAUÐU spjöldin voru enn á lofti í
bikarkeppni KSÍ í fyrrakvöld þegar
23 ára lið KR og ÍA áttust við. Í
framlengingu voru tveir KR-ingar,
Valþór Halldórsson markvörður og
Kjartan Finnbogason, reknir af
velli. Skagastrákar sigruðu, 5:3, og
fá fyrstudeildarlið Stjörnunnar í
heimsókn í 32 liða úrslitunum.
BELGÍSKA tennisstúlkan Just-
ine Henin-Hardenne kom heldur
betur á óvart þegar hún lagði Ser-
enu Williams að velli í undanúrslit-
um á opna franska meistaramótinu
í gær 6:2, 4:6, 7:5. Hún mætir löndu
sinni Kim Clijsters í úrslitum og er
það í fyrsta skipti í sögunni sem
Belgíumenn mætast í úrslitaleik.
Þess má geta til gamans að Henin-
Hardenne tapaði fyrir Venus, syst-
ur Serenu, í úrslitaleik á Wimble-
don-mótinu fyrir tveimur árum.
GEORGE Burley gerði í gær
tveggja ára samning við Derby.
Burley, 47 ára, gerðist knatt-
spyrnustjóri liðsins undir lokin á sl.
keppnistímabili. Í gær skrifaði
hann undir tveggja ára samning.
Burley var valinn knattspyrnu-
stjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni
2001 er Ipswich varð í fimmta sæti
undir hans stjórn.
FÓLK
REIKNAÐ er með að um 700 stuðn-
ingsmenn færeyska landsliðsins
verði á Laugardalsvellinum og hefur
Færeyingafélagið hér á landi skipu-
lagt dagskrá á morgun. Færeying-
arnir ætla að hittast í Sjómanna-
heimilinu í Brautarholti 29 í
Reykjavík klukkan 13 og þar verður
hitað upp fyrir leikinn. Meðal annars
verður andlitsmálning fyrir börn.
Færeyingar
fjölmenna
Íslenska landsliðið æfði á Laugar-dalsvelli í gærdag en æfingin var
opin almenningi. Um 150 krakkar
mættu til að fylgjast
með æfingunni og
þegar henni var lok-
ið gáfu landsliðs-
mennirnir krökkun-
um eiginhandaáritanir á myndir í
boði Heklu. Blaðamaður Morgun-
blaðsins náði tali af Ásgeiri Sigur-
vinssyni eftir æfinguna og spjallaði
við hann um verkefnið framundan.
Ásgeir ætlar að leggja leikinn upp
með þeim hætti að Íslendingar taki
frumkvæði strax og sæki á Færey-
inga af krafti í byrjun.
Eru einhverjir af íslensku leik-
mönnunum að kljást við meiðsli?
„Arnar Gunnlaugsson tognaði á inn-
anverðu læri á æfingu í morgun, en
Stefán Stefánsson, sjúkraþjálfari
landsliðsins, telur að Arnar eigi að
vera tilbúinn fyrir leikinn. Lárus
Orri og Jóhannes Karl hafa eitthvað
verið að kvarta undan magakveisu
en það er ekkert alvarlegt og þeir
verða báðir leikfærir á laugardag-
inn.“
Hvernig metur þú færeyska liðið?
„Færeyingar hafa tekið stórt
stökk fram á við knattspyrnulega
séð. Þróunin hjá þeim hefur verið
mjög jákvæð á síðustu árum og það
er greinilegt að dönsku þjálfararnir
hafa verið að gera góða hluti með
færeyska landsliðið. Þeir eru byrj-
aðir að spila knettinum á milli sín en
áður fyrr hugsuðu þeir aðeins um að
spyrna boltanum eins langt frá
marki og þeir mögulega gátu. Hins
vegar ef við berum færeyska liðið
saman við okkar lið er ekki spurning
að við erum sigurstranglegri og eig-
um að sigra í leiknum.“
Ásgeir telur ekki að Færeyingar
muni leggjast í vörn, heldur muni
þeir mæta Íslendingum á miðjum
velli og reyna að sækja þegar tæki-
færi gefst. Hann veltir sér ekki upp
úr því þó að frekar lítil stemning
virðist ríkja hjá Íslendingum fyrir
leiknum. „Við erum að spila við Fær-
eyinga, ekki Englendinga eða slíka
stórþjóð. Þessi leikur gefur þrjú stig
eins og það eru þrjú stig sem við
verðum að taka.“
Hvað segir Ásgeir Sigurvinsson um viðureignina gegn Færeyjum?
Morgunblaðið/Golli
Þeir léku saman með landsliðinu á árum áður; Guðni Bergsson,
sem er nú að kveðja landsliðið, og Ásgeir Sigurvinsson, sem
stjórnar liðinu í sínum fyrstu leikjum sem landsliðsþjálfari.
Bjartsýnn
og fer fram
á sigur
ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, er bjartsýnn
fyrir leikinn á móti Færeyjum á morgun kl. 16. „Stemningin í liðinu
er mjög góð og viðbrögðin frá leikmönnum hafa verið góð allt frá
fyrsta degi. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn en eins og fólk veit er þetta
leikur sem við verðum að vinna. Það er mikill hugur í leikmönnum
og þeir virðast vera tilbúnir í þetta verkefni,“ sagði Ásgeir.
Eftir
Atla
Sævarsson
INGI Höjsted, miðjumaðurinn
ungi frá Arsenal, verður ekki
í landsliðshópi Færeyinga
gegn Íslendingum á morgun. Í
ljós kom að hann er ekki leik-
fær vegna meiðsla og hefur
Heðin á Lakjuni, sóknar-
maður frá B36 í Þórshöfn,
verið sendur til Íslands í stað-
inn. Heðin hefur verið einn af
marksæknustu leikmönnum í
færeysku knattspyrnunni
undanfarin ár og hefur átt
sæti í landsliðshópnum við og
við. Hann tryggði einmitt B36
sigur á Skála, 1:0, í færeysku
1. deildinni á mánudags-
kvöldið.
Heðin kall-
aður inn
fyrir Inga
KR-konur til
Danmerkur
KR mætir skosku meist-
urunum Kilmarnock ásamt
meistaraliðum Danmerkur
og Serbíu-Svartfjallalands í
riðlakeppni UEFA-bikars
kvenna í knattspyrnu. Riðill-
inn verður leikinn í Dan-
mörku dagana 21.–25. ágúst.
Danska liðið verður Fortuna
Hjørring eða Brøndby, sem
bítast um meistaratitilinn þar
í landi þessa dagana.
Fylkir fer til
Húsavíkur