Morgunblaðið - 06.06.2003, Page 3

Morgunblaðið - 06.06.2003, Page 3
SMÁÞJÓÐALEIKARNIR Á MÖLTU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 B 3 BRENTON Birmingham hef- ur samið við enska körfu- knattleiksliðið London Towers til næstu tveggja ára. Brenton hef- ur leikið með Rueil í frönsku 2. deildinni í vetur, en hann er ekki með íslenska lands- liðinu á Smáþjóðaleikunum á Möltu þar sem deildakeppninni lauk um sl. helgi í Frakklandi. Brenton lék með Njarðvík og Grindavík, en verður í herbúðum Towers næstu tvö árin. Brenton til London Towers Brenton ÞAÐ hefur verið í nógu að snúast hjá flestum íþrótta- mönnunum sem keppa á Smá- þjóðaleik- unum. Sumir keppa raunar aðeins í einni einstaklings- grein á meðan aðrir keppa í allt að níu greinum eins og dæmi er um í sundinu en þar er Örn Arnarson skráður í níu grein- ar með boðsundunum. Tveir sundkappar eru skráðir í átta greinar, Kolbrún Ýr Kristjáns- dóttir og Ómar Friðriksson, en aðrir færri greinar. Í frjálsíþróttunum eru þær Sunna Gestsdóttir og Silja Úlf- arsdóttir skráðar í fimm greinar hvor og eru þá boð- hlaupin talin með. Sigurbjörg Ólafsdóttir er skráð til leiks í fjórum greinum. Það verður mikið að gera hjá Sunnu á morgun því þá keppir hún í þremur greinum, langstökki og síðan í boð- hlaupunum, 4x100 og 4x400 metra. Það er byrjað á lang- stökkinu og vonandi verður það búið áður en Sunna þarf að skipta um skó og skella sér í boðhlaupið. Örn keppir í níu greinum ÍSLENSKA kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði gegn Kýpur, 49:66, í öðrum leik liðsins á Smá- þjóðaleikunum en í fyrsta leiknum tapaði íslenska liðið gegn heima- mönnum – Möltu. Líkt og í fyrsta leik íslenska liðsins var síðari hálf- leikurinn liðinu erfiður en staðan var 27:27 í hálfleik en í þriðja leikhluta skoraði íslenska liðið aðeins átta stig. Birna Valgarðsdóttir var atkvæða- mest í íslenska liðinu með 13 stig, Signý Hermannsdóttir kom þar næst með átta stig líkt og þær Rann- veig Randversdóttir og Hildur Sig- urðardóttir, Erla Þorsteinsdóttir 4, Helga Þorvaldsdóttir 4, Kristín Blöndal 2, Hanna Kjartansdóttir 1, Sólveig Gunnlaugsdóttir 1, Svandís Sigurðardóttir, Alda Leif Jónsdóttir, Marin Karlsdóttir. Í mínum huga eru þetta Ólympíu-leikar og ég hefði ekki fengið þetta tækifæri án þess að fá íslenskan rík- isborgararétt. Ég er afar stoltur af að vera hluti af íslenska landsliðshópnum og þessi keppni er mik- ilvæg fyrir okkur sem lið – við ætlum okkur að ná í gullið hér á Möltu enda eru tíu ár síðan Ísland vann Smá- þjóðaleikana,“ sagði Damon og lagði áherslu á að um Ólympíuleika væri að ræða. Damon lék á Spáni eftir að hafa unnið alla þá titla sem í boði voru á Ís- landi með Keflvíkingum sl. vetur og hefur hann hug á því að leika á Spáni næsta vetur ef álitleg tilboð koma upp á borðið. „Við eigum mikla möguleika á þessu móti þrátt fyrir að það vanti marga leikmenn að þessu sinni.“ En Brenton Birmingham, Jón Arnór Stefánsson og Keith Vassell eru ekki í íslenska liðinu að þessu sinni. „Ef þessir leikmenn væru með okkur í dag væri alveg öruggt að við myndum ná í gullverðlaun en við höf- um ekki leikið vel það sem af er mótinu – við eigum mikið inni.“ Damon náði aðeins að æfa með ís- lenska liðinu í um 30 mínútur áður en fyrsti leikur liðsins fór fram en hann hefur fengið það erfiða hlutverk að stjórna leik íslenska liðsins. „Ég er víst einn af gömlu körlunum í liðinu og það er mitt hlutverk að stjórna hraðanum hjá okkur, en við höfum átt það til að flýta okkur of mikið og það hefur haft slæm áhrif á liðið. En ég veit aðeins að við eigum eftir að slíp- ast til sem lið og verðum betri með hverjum leiknum sem líður. Gegn San Marínó hittum við afar illa en samt sem áður unnum við leikinn og það segir mikið um okkur sem lið.“ Damon hefur leikið á Íslandi frá árinu 1996 þegar hann samdi við Keflvíkinga, en tímabilið 1997–1998 lék hann með ÍA. Damon sagði að ís- lenska deildin væri vanmetin og að hann hefði bætt sig sem körfuknatt- leiksmaður á undanförnum árum. „Það er ekki eins mikil samkeppni í íslensku deildinni og ég átti að venj- ast frá Bandaríkjunum. Hins vegar hef ég fengið tækifæri til þess að leika sem bakvörður og ég er mun betri skotmaður en ég var áður en ég kom til Íslands. Ég hef talað við Brenton Birmingham og Keith Vassell um það að við séum fulltrúar Íslendinga þar sem við leikum. Það er okkar hlut- verk að standa okkur vel þar sem við leikum þar sem Ísland var góður skóli fyrir okkur sem leikmenn – þar feng- um við tækifæri til þess að þroskast.“ Með gott lið í Keflavík Damon hefur að mestu leikið undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar frá því að hann kom til landsins árið 1996 og sagði Damon að Sigurður væri vanmetinn sem þjálfari. „Við höfum verið með gott lið í Keflavík undan- farin ár og margir hafa haldið að það sé leikur einn að ná árangri með þetta lið. Það er ekki rétt því það eru marg- ir sem gera tilkall til þess að spila í liðinu, það er oft harðar barist á æf- ingum en í leikjum, keppnisandinn er ríkjandi hjá liðinu.“ Damon bætti því við að hann hefði ávallt viljað vinna allt sem hann tæki þátt í og sá andi hefði verið til staðar þegar hann kom til Keflavíkur. „Ég vona að ég geti haft sömu áhrif í landsliðinu og í Keflavík. Það á að vera keppni um að vera í liðinu, það á að vera keppni í öllu sem við erum að gera og þannig verðum við betri.“ Framtíðin er óráðin hjá Damon en hann vonast til að geta leikið í 5–6 ár til viðbótar en hann er 31 árs gamall í dag. „Ef ég verð laus við meiðsli og annað þá á ég ýmsa möguleika á næstu árum, vonandi í efstu deild á Spáni. Ef það tekst hef ég náð ákveðnum markmiðum en þegar ég hætti að spila sjálfur get ég vel hugs- að mér að gerast þjálfari. Það á vel við mig að starfa með börnum og ung- lingum en við verðum að bíða og sjá hvað gerist í framtíðinni,“ sagði Dam- on Johnson. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Damon Johnson hefur leikið vel með íslenska körfuboltalandsliðinu á Möltu. Damon Johnson lék sína fyrstu landsleiki fyrir Ísland á Möltu „Á eftir að læra þjóðsönginn“ „ÉG kann ekki íslenska þjóðsönginn en er að vinna í því að læra hann,“ sagði Damon Johnson körfuknattleiksmaður sem lék fyrsta landsleik sinn fyrir Ísland á Möltu gegn heimamönnum sl. mánudag og hefur Damon enn ekki tapað leik með íslenska landsliðinu en hann lék sinn þriðja leik í dag gegn Andorra. Damon lenti í talsverðu basli á ferðalagi sínu frá Spáni áleiðis til Möltu og var hann „síðasti maður í hús“ en verkfall hjá Air Italia gerði það að verkum að Damon þurfti að fara frá Barcelona til Kanaríeyja áður en hann kom til Möltu seint á mánudag. Damon hefur dregið íslenska vagninn í þremur leikjum liðsins til þessa, stjórnað leik liðsins sem leikstjórnandi. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Möltu Stúlkurnar töpuðu fyrir Kýpur Örn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.