Morgunblaðið - 06.06.2003, Side 4

Morgunblaðið - 06.06.2003, Side 4
SMÁÞJÓÐALEIKARNIR Á MÖLTU 4 B FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ  ÍSLENSKU kastararnir, Magnús Aron Hallgrímsson og Óðinn Þor- steinsson, eru farnir frá Möltu. Þeir luku keppni fyrsta daginn í frjálsum – kepptu í kringlukasti og kúluvarpi og ákváðu að fara heim þegar í stað, ekki að vera á Möltu fram á sunnu- dag, en þá heldur íslenski hópurinn heim.  HAFSTEINN Ægir Geirsson er í fjórða sæti í siglingum á Laser Standard-bátum, sem lýkur í dag. Keppt var tvisvar í gær og var Haf- steinn í öðru sæti í fyrri keppninni en í þeirri síðari var hann dæmdur úr leik fyrir ólöglegar líkamshreyfingar um borð í bátnum.  HEIMAMAÐURINN Rachid Chouhal sigraði óvænt í langstökki karla á Smáþjóðaleikunum, bætti eigin árangur um 30 sentimetra og sigraði með því að stökkva 7,50 metra. Íslensku keppendurnir stóðu sig ekki eins vel. Jónas Hallgríms- son stökk 6,92 metra og hafnaði í fjórða sæti en Bjarni Traustason náði sér alls ekki á strik og varð í 7. og neðsta sæti ásamt keppanda frá San Marínó með 6,73 metra.  Í SPJÓTKASTI karla kastaði Guðmundur Hólmar Jónsson 60,55 metra og varð í fimmta sæti. Móts- met Sigurðar Einarsson stendur enn óhaggð frá því 1991 í Andorra, 80,30 metrar.  RAKEL Tryggvadóttir varð í fjórða sæti í þrístökki, stökk 11,82 metra en átti eitt stökk talsvert lengra en steig örlítið á plankann og því var stökkið ógilt.  JÓNAS Egilsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, var á laugardaginn kjörinn forseti fræðslunefndar evrópska frjáls- íþróttasambandsins, en hann var fyrir nokkru kjörinn í stjórn sam- bandsins.  SILJA Úlfarsdóttir mætti ekki til leiks í 400 metra hlaup kvenna sem fram fór í gærkvöldi, hafði þá nýlega hlaupið 200 metrana í undanrásum og sleppti því 400 metrunum.  ÞAÐ er margt nokkuð furðulegt í sambandi við framkvæmd þessara Smáþjóðaleika. Í 5.000 metra hlaup- inu er keppendum venjulega rétt vatnsglas sem þeir geta sopið úr eða skvett á sig á leiðinni. En á Möltu var réttur vatnsbrúsi að keppendum, sem eru á fleygiferð þegar þeir fá vatnið, brúsi sem er með tappa á sem togaður er út til að hægt sé að súpa úr.  MARTHA Ernstdóttir keppti ekki í 10.000 metra hlaupi á fyrsta keppn- isdegi, en ætlar þess í stað að hlaupa 1.500 metrana á morgun. Reynt var að fá 10 km hlaupinu breytt þannig að 5 km yrði á undan, en Maltverjar eru ekki mikið fyrir það að vera lið- legir. FÓLK NÚMI Gunnarsson fagnaði bronsverðlaunum sínum í 200 metra bringusundi líkt og hann hefði unnið sundið en Númi hefur lítið keppt undanfarin misseri vegna fótbrots sl. sumar. Hann skartar stóru öri eftir skurð- aðgerð sem gerð var á hægra fæti hans rétt ofan við ökkla þar sem bein voru spengd og skrúfuð saman. „Ég hoppaði fram af kletti í um 6 metra hæð og brotnaði þá en ég varð að hoppa þar sem vinkona mín hafði fengið flogaveikiskast,“ sagði Númi en hann er frá Stokkseyri og hefur tvisvar hætt að æfa sund – í rúmt ár í fyrra skiptið en hálft ár í það síðara. „Ég ákvað einn góðan veðurdag að það væri gaman að fara á Smáþjóðaleika, og ég henti mér í laugina á ný og fór að æfa eins og vit- leysingur.“ Númi er 23 ára gamall og hefur tekið þátt tvívegis áður á Smáþjóðaleikum þar sem hann náði í tvenn verðlaun. Hann stundar nuddnám, auk þess sem hann er sundþjálfari hjá Ægi og æfir þar sjálfur. „Ég er mjög ánægður með að hafa náð þessu bronsi hér á Möltu og það dugir mér í bili þar sem ég hafði verið lengi frá keppni vegna meiðsla. Ég er því ekkert að rembast við lágmarkið fyrir heimsmeistaramótið í júlí eða Ólympíuleikana á næsta ári, þetta er fínt í bili,“ sagði Númi Gunnarsson. Bringusundið virðist vera sérgreiníslenska liðsins þar sem Íris Edda Heimisdóttir sigraði í 200 metra sundi á 2.38,22 mínútum og önnur varð Erla Haralds- dóttir á 2.43,42 mín. Þess má geta að Ragnheiður Runólfsdóttir á móts- metið sem hún setti árið 1999 en það er 2.35,87. Jakob Jóhann Sveinsson og Númi Gunnarsson kræktu í gull- og brons- verðlaun í 200 metra bringusundi, þar sem Jakob kom í mark á 2.18,88 mín- útum en Númi var á 2.25,78 mín. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir og Eva Hannesdóttir komust á verðlaunapall í 50 metra skriðsundi en Kolbrún varð önnur á 26,83 sekúndum og náði jafn- framt Ólympíulágmarki í greininni. Eva varð þriðja á 27,19 sekúndum. Örn Arnarson varð annar í 50 metra skriðsundi á 23,40 sekúndum en Heiðar Marinósson varð fjórði í sundinu á 24,40 sekúndum. Louisa Ísaksen varð önnur í 200 metra skriðsundi á 2.08,84 mínútum en Eva Hannesdóttir varð sjötta á 2.14,40 mín. Í 200 metra skriðsundi karla varð Ómar Friðriksson sjöundi í úrslitasundinu á 1.59,67 mín. „Góður skóli fyrir þá yngri“ Steindór Gunnarsson, landsliðs- þjálfari í sundi, sagði að samkeppnin í sundinu væri meiri nú en áður þar sem sundmenn frá löndum á borð við Rússland hefðu fengið ríkisfang m.a. hjá Mónakó. „Væntingar okkar til Smáþjóða- leika eru alltaf miklar og við viljum vinna sem flest verðlaun. Þetta mót er góður skóli fyrir þá sem yngri eru, þeir eldri fá einnig tækifæri til að skoða hvar þeir standa á hverjum tíma og við tökum þetta mjög alvar- lega,“ sagði Steindór en dagarnir geta verið langir hjá keppendum. „Það eru undanrásir á morgnana, við förum heim á hótel um hádegið og erum far- in á ný á keppnisstað um klukkan þrjú en keppnin stendur í tvo tíma á hverjum degi frá klukkan sjö til níu. Krakkarnir eru mjög þreyttir eftir keppnisdagana og það gefst lítill tími til þess að hvetja aðra keppendur í öðrum greinum hér á Möltu,“ sagði Steindór. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sundstúlkurnar Íris Edda Heimisdóttir og Erla Haraldsdóttir, kátar með gull- og silfurpeninga í 200 metra bringusundi. Jakob Jóhann stefnir á úrslit í Barcelona JAKOB Jóhann Sveinsson varð annar í fyrradag í 200 metra bringusundi en hann gerði betur í gær er hann kom fyrstur í mark. Jakob hefur tekið þátt á Smáþjóðaleikum þrívegis áður en kom að Möltu og segir Jakob sem æfir með Ægi að hann ætli sér að ná góðum ár- angri á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Barcelona í lok júlí á þessu ári. „Ég varð í þrettánda sæti á síðasta HM og stefni á að komast í A-úrslit að þessu sinni en það verður erfitt. Ég þarf lík- lega að synda á 2.16,00 til þess að kom- ast í úrslit en það er um einni og hálfri sekúndu frá Íslandsmetinu.“ Jakob er 19 ára gamall og æfir eins og allir sund- menn gríðarlega mikið en hann sagðist vera frekar „þungur“ að þessu sinni eft- ir erfiðar æfingar undanfarna mánuði. Nældu sér í fjögur gull, fjögur silfur og tvö brons Strákarnir komu í mark á nýju meti ÞAÐ bar hæst í gær hjá íslenska sundlandsliðinu á Möltu í gær að íslenska karlasveitin setti Íslandsmet í 4x100 metra fjórsundi er þeir komu fyrstir í mark á tímanum 3.51,32 mínútum en gamla met- ið var 3.53,04. Örn Arnarson synti fyrsta sprettinn, Jakob Jóhann Sveinsson tók þar við en þeir Ómar Friðriksson og Heiðar Mar- inósson syntu lokasprettina. Kvennasveit Íslands sigraði einnig í 4x100 m fjórsundi eftir að sveit Lúxemborgar var dæmd úr leik. Anja Jakobsdóttir, Íris Edda Heimisdóttir, Kolbrún Ýr Kristjáns- dóttir og Eva Hannesdóttir skipuðu íslensku sveitina. Íslendingar fengur fern gullverðlaun í gær, fjögur silfur og tvö brons. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Möltu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jakob Jóhann Sveinsson í 200 metra bringusundi. ÞAÐ er að mörgu að hyggja hjá kepp- endum, þjálfurum og fararstjórum á Smáþjóðaleikum sem og öðrum íþrótta- mótum. Hitinn og sólin gleðja marga sem koma til Möltu en flestir keppendur á leikunum fara varlega í sólböðin og hjá sundliðinu ríkir heragi hvað sólina varðar. „Við öðluðumst ekki vinsældir á meðal keppenda þegar við ákváðum að banna þeim að sóla sig. Þeir hafa samt sem áður skilning á þessu þar sem sól- böðin hjálpa þeim ekki þegar ofan í laugina er komið,“ sagði Steindór Gunnarsson, landsliðsþjálfari í sundi. Númi Gunnarsson fékk þó að bera á sig sólaráburð við keppnissundlaugina í gær þar sem hann hefur lokið keppni. Steindór bannar sólböð Góð endurkoma hjá Núma Morgunblaðið/Brynjar Gauti Númi Gunnarsson fagnaði bronsinu vel í 200 metra bringusundi á Möltu í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.