Morgunblaðið - 06.06.2003, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2003 B 7
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
1. deild karla
Víkingur R. – HK ................................ 1:0
Stefán Örn Arnarson 62.
Keflavík – Afturelding........................ 3:0
Hólmar Örn Rúnarsson 15., 68., Þór-
arinn Kristjánsson 44.
Staðan:
Víkingur R. 4 3 1 0 7:2 10
Keflavík 4 3 0 1 11:6 9
Þór 3 2 1 0 6:3 7
HK 4 1 2 1 4:3 5
Afturelding 4 1 2 1 2:4 5
Haukar 3 1 1 1 4:6 4
Njarðvík 3 1 0 2 5:6 3
Stjarnan 3 0 2 1 4:6 2
Leiftur/Dalvík 3 0 1 2 1:4 1
Breiðablik 3 0 0 3 1:5 0
Markahæstir:
Magnús S. Þorsteinsson, Keflavík......... 3
Daníel Hjaltason, Víkingi ....................... 2
Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík.......... 2
Högni Þórðarson, Njarðvík .................... 2
Ingi Hrannar Heimisson, Þór ................ 2
Jóhann Þórhallsson, Þór......................... 2
Óskar Örn Hauksson, Njarðvík ............. 2
Stefán Örn Arnarson, Víkingi ................ 2
Stefán Gíslason, Keflavík ....................... 2
Vilhjálmur R. Vilhjálmss., Stjörnunni... 2
Þórarinn Kristjánsson, Keflavík............ 2
Efsta deild kvenna
Landsbankadeild
Þróttur/Haukar – Valur..................... 1:5
Anna Björg Björnsdóttir 27. – Kristín Ýr
Bjarnadóttir 46., 67., 81., Dóra Stefáns-
dóttir 13., Íris Andrésdóttir 69.
Stjarnan – FH ...................................... 3:0
Harpa Þorsteinsdóttir 22., 45., 57.
Staðan:
KR 4 3 1 0 20:3 10
Valur 4 3 1 0 12:5 10
ÍBV 4 3 0 1 20:7 9
Stjarnan 4 2 0 2 8:6 6
Breiðablik 4 2 0 2 7:11 6
FH 4 1 0 3 3:7 3
Þór/KA/KS 4 1 0 3 4:14 3
Þróttur/Haukar 4 0 0 4 2:23 0
Markahæstar:
Ásthildur Helgadóttir, KR ..................... 7
Hrefna Jóhannesdóttir, KR ................... 7
Olga Færseth, ÍBV ................................. 7
Mhairi Gilmour, ÍBV............................... 5
1. deild kvenna A
RKV – HK/Víkingur ............................ 1:1
HSH – ÍR............................................ 2:11
Staðan:
HK/Víkingur 3 2 1 0 7:1 7
RKV 3 2 1 0 9:5 7
ÍR 3 1 0 2 14:7 3
Breiðablik 2 1 1 0 0 3:2 3
Fjölnir 2 1 0 1 2:2 3
Þróttur/Haukar 2 1 0 0 1 1:3 0
HSH 3 0 0 3 5:21 0
KNATTSPYRNA
1. deild karla:
Kópavogur: Breiðablik - Haukar ..............20
Akureyri: Þór - Njarðvík ...........................20
Garðabær: Stjarnan - Leiftur/Dalvík.......20
2. deild karla:
Siglufjörður: KS - ÍR .................................20
Helgafellsvöllur: KFS - Tindastóll ...........20
Fjölnisvöllur: Fjölnir - Selfoss ..................20
Þróttarvöllur: Léttir - Sindri ....................20
Garður: Víðir - Völsungur..........................20
3. deild:
Tungubakkav.: Grótta - Bolungarvík .......20
Grýluvöllur: Hamar - Leiknir R. ..............20
Sandgerði: Reynir S. - ÍH..........................20
Selfoss: Árborg - Freyr .............................20
Laugardalur: Afríka - Ægir ......................20
Grenivík: Magni - Neisti H........................20
Boginn: Vaskur - Snörtur..........................20
Blönduós: Hvöt - Reynir Á. .......................20
Seyðisfjörður: Huginn - Höttur ................20
Djúpivogur: Neisti D. - Fjarðabyggð.......20
Vopnafjörður: Einherji - Leiknir F. .........20
1. deild kvenna:
Smárah.: Breiðab.-2 -Þróttur/Haukar-2 ..18
Í KVÖLD
Aðstæður til knattspyrnuiðkunarvoru hinar bestu en þrátt fyrir
það var leikurinn heldur bragðdaufur
lengst af. Gestirnir
úr Kópavoginum
byrjuðu leikinn mun
betur. Zoran Panic
átti fyrsta færi þeirra
strax á 4. mínútu er hann óð upp
hægri kantinn en fast skot hans fór
rétt framhjá marki Víkinga. Tíu mín-
útum síðar mátti Ögmundur Rúnars-
son, markvörður Víkinga, hafa sig all-
an við að verja skot Harðar Más
Magnússonar sem fór mikinn í upp-
hafi leiks. Haraldur Ómarsson, leik-
maður Víkings, varð að fara meiddur
af velli á 20. mínútu og í hans stað
kom Egill Atlason. Þessi breyting
virkaði sem vítamínsprauta á Vík-
ingsliðið sem jók sóknarstyrk sinn
verulega og var Egill sérlega ógnandi
úti á hægri kantinum. HK-ingar
beittu skyndisóknum og á 35. mínútu
fékk Þorsteinn Gestsson besta færi
hálfleiksins er hann slapp aleinn inn-
fyrir vörn Víkinga en skot hans hafn-
aði í fangi Ögmundar markvarðar.
Víkingar komu mjög vel stemmdir
út í leikhléi og gerðu harða hríð að
marki HK. Á 62. mínútu skoraði Þor-
steinn Gestsson sigurmark Víkinga
eftir að hafa fengið sendingu innfyrir
vörnina frá miðjumanni HK. Þor-
steinn þakkaði pent fyrir sig og
renndi boltanum af öryggi framhjá
Gunnleifi Gunnleifssyni markverði.
Víkingar héldu áfram að sækja og
þeir Daníel Hjaltason og Egill Atla-
son voru nærri því að bæta við marki
á 22. mínútu.Víkingar bökkuðu nokk-
uð á sama tíma og meiri og meiri ör-
vænting færðist í leik HK, boltinn
hætti að fara í gegnum miðvallarleik-
mennina en varnarmenn freistuðu
þess í stað að senda langa bolta fram
á sóknarmennina. Þetta skilaði HK
ekki neinu og leikurinn fjaraði smám
saman út.
Leikurinn í heild sinni var ekkert
augnayndi. Bæði lið eiga meira inni
en þau sýndu í þessum leik. Víkingar
voru nokkuð seinir í gang en eftir því
sem leið á leikinn sýndu þeir styrk
sinn og verða án efa í toppbaráttunni
í sumar. Sölvi Ægir Ottesen, Stefán
Örn Arnarson og Egill Atlason léku
best í liði Víkinga. HK-ingar hafa far-
ið vel af stað í deildinni í sumar og
voru taplausir með fimm stig eftir
fyrstu þrjár umferðirnar. Í þessum
leik mættu þeir ofjarli sínum en nái
þeir að halda sama krafti og þeir
sýndu fyrstu tuttugu mínútur leiks-
ins verða þeir sýnd veiði en ekki gefin
í leikjum sumarsins. Guðbjartur Har-
aldsson, Zoran Panic og Gunnleifur
Gunnleifsson markvörður léku best í
liði HK.
Maður leiksins: Egill Atlason, Vík-
ingi.
Keflvíkingar sannfærandi
Þeir sem bjuggust við spennandileik í gær þegar Keflvíkingar
tóku á móti Aftureldingu urðu fyrir
miklum vonbrigðum.
Keflvíkingar mættu
mjög grimmir til
leiks eftir tapið gegn
Þór og ætluðu sér öll
þrjú stigin sem í boði voru. Keflvík-
ingar léku mjög skemmtilega knatt-
spyrnu, sigruðu 3:0, og átti Aftureld-
ing fá svör við leik þeirra.
Aðstæður voru góðar í Keflavík-
inni í gær til knattspyrnuiðkunar.
Logn var og völlurinn mátulega
blautur. Það var aðeins fyrstu fimm
mínúturnar að jafnræði var með lið-
unum en eftir það tóku Keflvíkingar
öll völd á vellinum.
Strax á 10. mínútu áttu þeir mjög
hættulega sókn þegar Hólmar Rún-
arsson átti fast skot í stöng Aftureld-
ingar og þaðan barst boltinn út til
Stefáns Gíslasonar sem skaut föstu
skoti á markið en Axel markvörður
varði vel. Það var svo á 15. mínútu að
vörn Aftureldingar brást og Hólmar
Rúnarsson skoraði fallegt mark fyrir
heimamenn. Eftir markið tóku
heimamenn öll völd á vellinum og á
tímabili voru allir leikmenn Aftureld-
ingar komnir yfir á sinn vallarhelm-
ing til að verjast. Heimamenn fengu
fullt af færum en Axel markvörður
varði þau skot sem hittu á rammann.
Alveg undir lok fyrri hálfleiks sóttu
heimamenn hratt upp vinstri kantinn
og sendi Adólf Sveinsson boltann fyr-
ir markið. Þar stóð Þórarinn Krist-
jánsson einn og óvaldaður inni í víta-
teig Aftureldingar og skallaði
boltann yfir Axel í markinu. 2:0 í hálf-
leik, heimamönnum í vil.
Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá
fyrri endaði, þ.e. að Keflvíkingar voru
mun meira með boltann. Gestirnir úr
Mosfellsbæ áttu nokkur hættuleg
færi í seinni hálfleik, það besta þegar
Ásbjörn Jónsson skaut föstu skoti að
marki sem Ómar varði í horn. Kefl-
víkingar beittu stungusendingum á
fljóta framherja sína og eftir eina
slíka slapp Þórarinn Kristjánsson
einn innfyrir vörn gestanna og skaut
að marki. Axel varði skot hans vel en
Þórarinn náði frákastinu og sendi
boltann á stöngina fjær. Þar stóð
Hólmar einn á auðum sjó og skallaði
boltann í autt markið.
Keflvíkingar voru mun betri aðil-
inn í leiknum og var sigur þeirra fylli-
lega verðskuldaður. Í Keflavíkurlið-
inu spiluðu allir mjög vel. Á miðjunni
voru þeir Jónas Sævarsson og Stefán
Gíslason mjög sterkir. Maður leiksins
var hins vegar Hólmar Rúnarsson
sem átti mjög góðan leik og skoraði
tvö mörk.
Í liði gestanna var Henning E. Jón-
asson duglegur í framlínunni en fékk
hins vegar úr litlu að moða.
Maður leiksins: Hólmar Rúnars-
son, Keflavík.
VÍKINGAR héldu sæti sínu á toppi 1. deildar karla í gærkvöldi þegar
þeir lögðu nágranna sína úr Fossvoginum, nýliða HK, að velli, 1:0, í
Víkinni. Þeir eru með einu stigi meira en Keflvíkingar sem sigruðu
Aftureldingu, 3:0.
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
Morgunblaðið/Kristinn
Haukur Úlfarsson, varnarmaður Víkings, horfir á eftir Þorsteini Gestssyni, sóknarmanni HK, í
leiknum í Víkinni, þar sem Víkingar fögnuðu sigri í nágrannaslagnum í gærkvöldi, 1:0.
Atli
Þorsteinsson
skrifar
Víkingar áfram á
toppi 1. deildar
Þrjú mörk Hörpu Þorsteinsdótturdugðu Stjörnunni til að leggja
FH að velli, 3:0, í Garðabænum í
gærkvöldi og fleyta
Garðbæingum upp
stigatöfluna í efstu
deild kvenna í knatt-
spyrnu. Reyndar
fengu Stjörnustúlkur fleiri færi til að
bæta við en Hafnfirðingarnir færri,
samt nokkur en ekkert gekk.
Harpa verður 17 ára í lok júní og
er að spila sitt annað ár í meistara-
flokki. „Við höfum lengi beðið eftir
að ná okkur á strik því við byrjuðum
ekki alveg nógu vel,“ sagði Harpa en
hún hefur ekki skorað þrennu í efstu
deild áður. „Maður kemur sterkur
inn í næsta leik en það er samt bara
nýr leikur, sem þarf að vinna. Von-
andi verða þrennurnar fleiri, ef ekki í
sumar þá bara næsta ár.“ Ásamt
Hörpu áttu Auður Skúladóttir,
Sunna Gunnarsdóttir og Elfa Er-
lingsdóttir góðan leik.
FH-stúlkur voru ekki alveg með á
nótunum til að byrja með en tóku
duglega við sér eftir hvert mark.
„Það er eins og við þurfum að fá á
okkur mark til að taka við okkur,“
sagði Guðlaug Þórhallsdóttir úr vörn
FH, sem bjargaði einu sinni á mark-
línu en hún var ekki sátt við frammi-
stöðu liðsins. „Það gæti verið að við
hefðum ofmetnast af góðum sigri á
Akureyri eða ágætri frammistöðu á
móti Breiðabliki og Val. Við verðum
að herða okkur ef við ætlum ekki að
falla en við eigum fullt inni.“ Ásamt
Guðlaugu voru Valdís Rögnvalds-
dóttir og Sigrún Ingólfsdóttir mark-
vörður góðar.
Þróttur/Haukar stóðu í Val
Í Laugardalnum fengu Þróttur/
Haukar topplið Vals í heimsókn.
Stúlkurnar í Þrótti/Haukum hafa
enn ekki fengið stig í deildinni en
tókst halda jöfnu, 1:1, fram í síðari
hálfleik. Þá loks tóku Valsstúlkur við
sér með fjórum mörkum, þar af skor-
aði Kristín Ýr Bjarnadóttir þrennu.
Harpa
með
þrennu
Stefán
Stefánsson
skrifar
BJÖRGVIN Sigurbergsson hafnaði í
27.–29. sæti í Europro-golfmótinu
sem lauk í Portúgal í gær. Hann lék
mjög vel á þriðja og síðasta keppn-
isdegi, spilaði á þremur höggum
undir pari, eða 68 höggum. Þar með
var hann samtals á 212 höggum, eða
einum undir pari í heildina. Það
skrifast á slæman fyrsta dag þegar
hann lék á sex höggum yfir pari en
Björgvin lék annan daginn á 67
höggum. Fyrir þennan árangur fékk
hann um 65 þúsund krónur í sinn
hlut af verðlaunafé mótsins.
Björgvin keppir aftur í Portúgal í
næstu viku, á Palmares-golfvellinum
á Algarve.
Góður
endir hjá
Björgvini