Morgunblaðið - 06.06.2003, Page 8

Morgunblaðið - 06.06.2003, Page 8
FJÖRUTÍU og tvö þúsund miðar á landsleik Dana og Norðmanna í und- ankeppni EM í knattspyrnu, sem fram fer á Parken í Kaupmannahöfn á laugardaginn, seldust upp á 41 mínútu. Danska knattspyrnu- sambandið hefur brugðist við áhuga dönsku þjóðarinnar með því að sett- ur verður upp risaskjár í tívolí skemmtigarðinum og reiknað með að mörg þúsund manns mæti í tív- olíið og slái þar með tvær flugur í einu höggi. Mikið taugastríð er í gangi vegna leiksins og hafa Danir og Norðmenn skipst á föstum skotum sín á milli og hafa dagblöðin BT í Danmörku og Verdens Gang í Noregi farið þar fremst í flokki. Þá gekk blaðamaður frá Dagbladet í Noregi svo langt að klæða eitt af þjóðartáknum Dana í norsku landsliðstreyjuna, sjálfa haf- meyjuna, við misjafnar undirtektir Dana. Norðmenn tróna á toppi 2. riðils með 10 stig, Danir eru í öðru með 7, Rúmenar og Bosnímenn hafa 6 og Lúxemborgarar eru án stiga. Hafmeyjan klædd í norsku landsliðstreyjuna  FRANSKI landsliðsmaðurinn Sylvain Wiltord, 29 ára, er tilbúinn að skrifa undir nýjan samning við Arsenal. Eftir að landi hans Thierry Henry gerði nýjan samning á dög- unum, er Wiltord tilbúinn að skrifa undir fjögurra ára samning.  MARK Holland landsliðsmaður Íra sem leikið hefur með Ipswich er á leið til Portsmouth. Ipswich hefur samþykkt 750.000 punda tilboð frá Harry Redknapp, stjóra Ports- mouth sem leikur sem kunnugt er í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.  CLAUDIO Caniggia, leikmaður Glasgow Rangers, fær ekki endur- nýjaðan samning hjá skosku meist- urunum. Caniggia sem er orðinn 36 ára gamall, gerði 21 mark á nýaf- stöðnu tímabili. Caniggia er Argent- ínumaður og sló eftirminnilega í gegn í heimsmeistarakeppninni 1990 á Ítalíu.  SKY SPORTS sjónvarpsstöðin hefur valið þá leikmenn sem stóðu upp úr á síðastliðnu keppnistímabili í ensku knattspyrnunni. Að valinu stóðu Rodney Marsh, George Best, Alan Mullery og Charlie Nicholas ásamt áhorfendum stöðvarinnar.  RUUD Van Nistelrooy, leikmaður Englandsmeistara Manchester United var valinn bestur með yfir- burðum. Thierry Henry, Arsenal, varð annar og Gianfranco Zola, Chelsea, þriðji. Knattspyrnustjóri ársins var David Moyes, Everton.  CARLO Cudicini, Chelsea, var valinn markvörður ársins. John O’Shea, Manchester United, var efnilegastur. Bestu kaupin gerðu Bolton á Jay-Jay Okocha.  MARK ársins gerði Ruud van Nistelrooy gegn Fulham á Old Traf- ford. Mark Eiðs Smára Guðjohn- sens gegn Leeds var í fjórða sæti að mati Sky Sports.  BARCELONA hefur að undan- förnu gefið til kynna að liðið ætli að bjóða í David Beckham, leikmann Manchester United. En nú hefur Ted Beckham, faðir Davids, þver- tekið fyrir þessar sögusagnir og seg- ir son sinn vilja vera áfram hjá Eng- landsmeisturnum.  STEVE McManaman, leikmaður Real Madrid, vill leika áfram með liðinu á næstu leiktíð. McManaman á eitt ár eftir af samningi sínum við Madrid, en hann hefur aðeins verið sex sinnum í byrjunarliði í deildar- keppninni á tímabilinu. „Auðvitað myndi ég vilja hafa spilað meira en ég stefni samt á að vera áfram hjá Madrid á næstu leiktíð,“ sagði McManaman.  CHRISTIAN Gross hefur sagt upp starfi sínu sem þjálfari Basel í sviss- nesku knattspyrnunni. Gross gekk mjög vel með Basel á þeim tíma sem hann var við stjórnvölinn. Gross þjálfaði Tottenham á árum áður.  STUART Taylor, markvörður Arsenal, hefur trú á því að hann geti leyst David Seaman af hólmi sem að- almarkvörður Arsenal, en Seaman leikur með Manchester City á næstu leiktíð. „Ég hef trú á því að ég geti orðið aðalmarkvörður Arsenal á næsta tímabili. Ég býst við að nýr markvörður verði keyptur til liðsins en hann mun þurfa að berjast við mig um markmannstöðuna,“ sagði Taylor. FÓLK Leikur San Antonio Spurs ogNew Jersey Nets var jafn í fyrri hálfleik, staðan 42:42. Í seinni hluta þriðja leiks- hluta áttu leikmenn San Antonio frábær- an leikkafla, þar sem Duncan og bak- vörðurinn Toni Parker fóru á kost- um. San Antonio skoraði 16 af síð- ustu 20 stigum leikhlutans og ólíkt sumum fyrri leikjum liðsins und- anfarið – átti Spurs ekki í vandræð- um með að halda góðu forskoti leik- inn út. Þeir Duncan og Parker skoruðu samtals 22 stig í leikhlut- anum – gegn sautján stigum leik- manna Nets. Gregg Popovich, þjálfari Spurs, hefur eflaust lesið yfir leikmönnum sínum í hálfleik. Leikur þeirra batn- aði til muna eftir það. „Við lékum betur bæði í vörn og sókn og náðum að skapa mun betri færi. Duncan lék frábærlega fyrir okkur og þá var ég sérstaklega ánægður með David Robinson, sem gaf okkur alla þá krafta sem hann hefur yfir að ráða. Það var ótrúlegt að sjá hvað hann gat gert. Það eru ekki allir þrjátíu og átta ára gamlir menn sem geta leikið það eftir,“ sagði Popovich stoltur af sínum mönnum – á fundi með fréttamönnum eftir leikinn. Duncan var tvímælalaust maður leiksins, með 32 stig, tók 20 fráköst, var með sjö varin skot og átti sex stoðsendingar. „Ég fékk boltann í miklu betri stöðu í sókninni eftir leikhlé og nýtti mér það. Samherjar mínir gerðu vel – að koma boltanum til mín er ég var á réttu róli. Það var lykillinn að velgengni okkar í leiknum,“ sagði Duncan. Toni Parker lék einn sinn besta leik í úrslitakeppninni, var með 16 stig og gamli sjóarinn David Rob- inson setti 14 stig, varði fjögur skot og tók sex fráköst. Lykillinn að sigri San Antonio var að leikmenn liðsins náðu að setja vel upp í sóknarleiknum í seinni hálf- leik, en það gerði það að verkum að leikmenn Spurs náðu að stjórna hraðanum. Kenyon Martin var stigahæstur hjá Nets – með 21 stig og þá tók hann tólf fráköst. Leikstjórnandinn Jason Kidd átti afleitan leik í sókn- inni. Hann skoraði aðeins úr fjórum af tuttugu skotum sínum – með stökkskotum utan af velli. Kidd verður að vera mun atkvæðameiri í öðrum leik liðanna í nótt, ef Nets ætla sér sigur. Byron Scott, þálfari Nets, var yf- irvegaður á fundinum með frétta- mönnum eftir leikinn. „Við lékum ekki svo illa í seinni hálfleiknum, en það var mun meiri orka í leik leik- manna Spurs eftir leikhlé. Þeir börðust einfaldlega miklu betur en við og sú barátta gerði út um leik- inn,“ sagði Scott. Við Morgunblaðsmenn höfum oft gert góðlátlegt grín að gengi lið- anna úr austurdeildinni í lokaúrslit- unum undanfarin ár. Sigur Spurs var 17. sigur vesturdeildarliðsins af síðustu 21 leikjum á fjórum und- anförnum árum. Leikmenn Nets, þá sérstaklega Jason Kidd, verða að vera atkvæðameiri í að brjóta niður vörn San Antonio til að fá fleiri sniðskot og betri færi. Þetta var að- eins fyrsti leikurinn og allt getur enn gerst, en ef Nets tapar öðrum leiknum er þessi rimma búin. Reuters Tim Duncan sækir að körfu New Jersey Nets, þar sem Kenyon Martin er til varnar, en Jason Kidd fylgist með. Í NÝJASTA hefti Sports Illustrated, víðlesnasta íþrótta- tímariti Bandaríkjanna, er spurt með feitu letri: Hver getur stöðvað Tim Duncan? Ef marka má leik hans í fyrstu úrslita- rimmu San Antonio Spurs gegn New Jersey Nets, er svarið: ENGINN! Stórleikur Duncans skóp öruggan sigur San Anton- io, 101:89. Duncan hefur leikið betur með hverjum leiknum í úr- slitakeppni NBA-deildarinnar og sýndi á miðvikudagskvöld af hverju hann hefur verið kosinn leikmaður ársins í deildinni undanfarin tvö ár. Hver getur stöðvað Duncan? Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.