Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 C 27Fasteignir
OKKAR METNAÐUR - ÞINN ÁRANGUR
ESKIHLÍÐ - REYKJAVÍK
Mjög falleg, björt og rúmgóð 122 fm 4 herb. íbúð á 1. hæð í fallegu og góðu húsi.
Húsið stendur innst í botnlanga sérbílastæði, fallegur garður. Íbúðin er í fyrsta
flokks ástandi, eign sem vert er að kynna sér. Ásett verð 18,6 millj. Áhv. húsbréf
GRETTISGATA - MIÐBÆ
Þetta er 61,2 fm svalaíbúð á 2. hæð, þ.a.
5 fm geymsla í kjallara. Eignin er á frá-
bærum stað í góðu ástandi og í fallegu
húsi. Toppíbúð fyrir unga fólkið. Ásett
verð 8,95 millj.
NÝTT ÖFLUGT SÖLUKERFI - BETRI ÞJÓNUSTA - SKOÐUM EIGNIR SAMDÆGURS - EKKERT SKOÐUNARGJALD
EINBÝLI
SJÁVARGATA - ÁLFTANESI Virkilega
vandað og fallegt einb., 231,4 fm sem
stendur við stóra tjörn, með stórfenglegu
útsýni yfir alla höfuðborgina frá Snæfells-
jökli að Bláfjöllum. Innréttingar (kirsuberja),
hurðir (maghóní) og parket (prynkató, mer-
bó og eik) sérstaklega vandað. Hurðaopin
eru 2,20 m. Bílskúr 50 fm með gryfju, inn
frá henni er geymslukjallari undir öllu hús-
inu. Lofthæð í stofu og eldhúsi er um 5 m.
Ásett verð 25,9 m.
FAGRABREKKA - KÓPAVOGI Fallegt
190 fm einbýlishús, 5 svefnh., 2 nýleg bað-
herb. flísalögð í hólf og gólf, borðstofa,
stofa, eldhús með nýrri innréttingu, stofa
með útgang í stóran fallegan suðurgarð,
stórt þvottahús, stór bílskúr. Ásett verð
24,5 milj. Áhvílandi 14,5 millj.
RAUÐAGERÐI - REYKJAVÍK Glæsilegt
einbýli á 3 pöllum. Húsið er skráð 297 fm
en að sögn seljanda er það um 400 fm, bíl-
skúr 46,6 fm þar af. Parket og flísar á gólf-
um. 5 svefnherb. Arinstofa. Vestursvalir.
Ásett verð 38 millj.
BÆJARGIL - GARÐABÆ Mjög glæsilegt
177 fm einbýli á 2 hæðum ásamt 30 fm bíl-
skúr, samtals 207 fm. Sérsmíðaðar fallegar
mahóní-innréttingar. Arinstofa. Afgirt suð-
urverönd og fallegur garður. Terra-Cotta
náttúruflísar á gólfum. Mikil lofthæð yfir ar-
instofu. Áhv. 8 millj. í lífeyrissj. Ásett verð
29,9 millj.
SÉRHÆÐIR
HJÁLMHOLT - REYKJAVÍK Efri sérhæð
143,8 fm, 4-5 herb. ásamt sérbyggðum bíl-
skúr 28,7 fm, samtals 172,5 fm. Parket,
flísar og marmari á gólfum. Nýleg eldhús-
innrétting og vönduð tæki. Flísalagðar sval-
ir. Það er verið að taka húsið í gegn að ut-
an á kostnað seljanda. Ásett verð 23 millj.
HÆÐIR
BÚSTAÐAVEGUR - REYKJAVÍK Mjög
góð 125,8 fm sérh. ásamt rishæð í tvíbýli.
Fráb. útsýni. Parket og flísar á gólfum. Eign
í góðu ásigkomul. Ásett verð 17,7 millj.
SAFAMÝRI - REYKJAVÍK Mjög falleg
neðri sérhæð, 146,7 fm í góðu fjórbýli ás.
26 fm bílskúr, samt. 172,7 fm. Gólfefni eru
flísar, parket og teppi. 4 svherb. Útitröppur
og stétt upphitað. Ásett verð 22,5 millj.
4RA-5 HERB.
AUSTURBRÚN - RVÍK Mjög falleg og
björt 78,8 fm 4 herb. risíbúð. Margir kvistar
sem gera íbúðina rúmgóða og bjarta, fal-
legur garður. Ásett verð kr. 11,5 millj.
4RA HERB.
REYRENGI - GRAFARVOGI Falleg og
björt 103,2 fm endaíb. á 3ju hæð til vinstri
með sérinng. af svölum, ásamt sérbílskýli.
Gólfefni eru linolineum-dúkur og flísar.
Þvottaherb. innan íbúðar. Áhv. 8,8 millj.
Ásett verð 12,9 millj.
NJÖRVASUND - RVÍK Falleg og vel
skipulögð 4ra herb. 82 fm íbúð á miðhæð í
þríbýlishúsi. Nýlegt parket á gólfum og flís-
ar á eldhúsi og baðherb. Nýir ofnar, tafla,
ídregið rafm. Eign sem vert er að skoða.
Áhv. 4,5 millj. Ásett verð 11,5 millj.
DALSEL - SELJAHVERFI Vorum að fá í
einkasölu mjög góða 4ra herb. íbúð, 111,2
fm og 34,7 fm stæði í bílag., samt. 146 fm.
Gegnheilt Bruce-parket á stofu og holi. Flís-
ar og parket á öðrum gólfum. Tengt f.
þvottav. og þurrkara á baðherb. Yfirb. svalir
með flísum. Ásett verð 14,5 millj. Áhv. 7
millj.
BÁRUGRANDI - VESTURBÆ Mjög fal-
leg 3ja-4ra herb. íb., 86,6 fm á 2. hæð í ný-
máluðu fjölb. ásamt stæði í bílag. 24,1 fm,
samt. 110,7 fm. Parket og flísar á gólfum.
S-svalir. Þvottaaðst. á baðherb. Áhv. 5,7
millj. Ásett verð 14,3 millj. LAUS STRAX.
BERGSTAÐASTRÆTI - ÞINGHOLTIN
Virkil. falleg og vönduð lúxusíb. á 3ju hæð.
Fallegar innr., hurðir, listar og rósettur.
Gólfefni eru flísar og parket. Ásett verð
17,7 millj. Eign í sérfl. sem vert er að
skoða.
BALDURSGATA - RVÍK Mjög falleg 4ra
herb. 130,4 fm íbúð á tveimur hæðum, fal-
legur viðarstigi, stór sólstofa. Gólfefni eru
parket, dúkur og flísar. Sameiginleg verönd
f. utan húsið. Ásett verð 17,4 millj.
BALDURSGATA - RVÍK Mjög góð og
sérstök 100 fm íbúð í góðu steinhúsi. Hátt
til lofts. Fallegir listar og rósettur í loftum.
Gólfefni eru flísar, marmari og gólfborð.
Ásett verð 13,8 millj.
3JA HERB.
UNUFELL - REYKJAVÍK Mjög góð og
snyrtileg tæplega 100 fm íbúð á 3ju hæð í
vel viðhöldnu húsi. Parket og flísar á gólf-
um. Þvottaherb. innan íbúðar. Suð-vestur-
svalir. Áhv. 4 millj. Ásett verð 10,9 millj.
BARÐAVOGUR - RVÍK Falleg 72 fm 3ja
herb. risíbúð í þríbýlishúsi. Sólskáli og ris-
loft sem ekki er inn í fmtölu íbúðar. Parket
og flísar á gólfum. Ásett verð 11,9 millj.
SÆVIÐARSUND - RVÍK Falleg 3 herb.
84,2 fm íbúð á 2. hæð (efstu hæð) í fjórbýl-
ishúsi ásamt 28,1 fm bílskúr, samtals
112,3. Húsið nýtekið í gegn að utan. Ásett
verð kr. 13,9 millj.
LANGHOLTSVEGUR - RVÍK Mjög björt
og sérlega rúmgóð 3ja herb. 80,7 fm íbúð
með sérinngangi. Falleg lóð með leiktækj-
um. Gólefni eru parket og dúkur. Áhv. 6
millj. Ásett verð 10,2 millj.
2JA HERB.
ÞÓRUFELL- RVÍK Falleg 2ja til 3ja herb.
íbúð á 2. hæð. Parket og dúkur á gólfum.
Stórar vestursvalir. Ásett verð 7,2 millj.
NAUSTABRYGGJA - GLÆSIÍBÚÐ Mjög
vönduð 65,3 fm íbúð á 3ju hæð í fallegu
lyftuhúsi. Kirsuberjainnréttingar. Parket og
flísar á gólfum. Ásett verð 12,5 millj.
BÓLSTAÐARHLÍÐ - REYKJAVÍK Þetta
er mjög smekkleg tveggja herbergja svala-
íbúð á besta stað í góðu ástandi og stutt í
alla þjónustu. Áhv. 4,7 millj. Ásett verð 8,7
millj.
EINBÝLI
M. AUKAÍBÚÐ
KÓPAVOGSBRAUT - VESTURBÆ -
KÓP. Mjög fallegt einbýli á þrem pöllum,
með tveimur aukaíbúðum, önnur í leigu.
106 fm, 47 fm og 54 fm, samtals 207 fm.
Mjög fallegur garður. Kominn sökkul f. bíl-
skúr. Áhv. 7 millj. Ásett verð 24,5 millj.
Sölustjóri Eðvarð Mattíasson.
Sölumenn: Karl Jónsson,
Valþór Ólason, Linda Urbancic,
Elín Guðjónsdóttir.
miðað við sveitarsamfélag og segir.
„Ferðaþjónustan er stærsta ein-
staka atvinnugreinin, en síðan
kemur garðyrkja og ylrækt, sem
hefur verið stunduð með notkun
jarðhita í yfir 70 ár. Að lokum má
telja mjólkurframleiðsluna sem er
veruleg.
Þar hefur tæknin gert það að
verkum að búum fækkar en þau
stækka að sama skapi. Á Laug-
arvatni starfar ennfremur fjöldi
fólks við menntaskólann og kenn-
araháskólann og á veturna hefur
mikill fjöldi nemenda þar aðsetur.“
Ragnar Sær segir grundvallar-
hugsunina með skipulagi Bláskóga-
byggðar vera fólgna í að leggja
drög að fjölbreyttu mannlífi þar
sem fólki gefst kostur á að byggja
upp sjálfstæðan atvinnurekstur
með því að hafa nægilegt framboð
af atvinnu- og íbúðarhúsalóðum á
hagkvæmu verði.
„Við sækjumst eftir fólki, sem
hefur tamið sér sjálfstæði í vinnu-
brögðum og er verklagið,“ segir
hann. „Það er alltaf þörf fyrir
kraftmikið fólk en það verður að
þora og geta og sýna sjálfstæði í
athöfnum því tækifærin eru veru-
leg.
Hér eru ráðgjafar fyrir þá sem
vilja hefja sjálfstæðan rekstur. Það
er hægt að fá aðstoð við stofnun
fyrirtækja eða endurskipulagningu
þeirra og greiðir sveitarfélagið fyr-
ir slíka ráðgjöf. Þá er starfandi
ferðamálafulltrúi á svæðinu sem
veitir þeim aðilum ráðgjöf, sem
vilja hasla sér völl í ferðaþjónustu.
Ódýr hitaveita, landrými, stöð-
ugleiki og fjöldi frístundahúsa eru
meðal þess sem skapar svæðinu
sérstöðu. Iðnaður og ferðaþjónusta
eru vaxandi en garðyrkja og mjólk-
urframleiðsla eru einnig stór hluti
atvinnulífsins. Loks skapar fjöl-
breytt þjónusta m.a. við nemendur
veruleg sóknarfæri.“
Í ÚTJAÐRI þéttbýlisins í Reykholti er Geir-
harður Þorsteinsson arkitekt að byggja íbúðar-
hús sem hann nefnir Fljótshamra. Þetta er
timburhús á steyptum sökkli, 70 ferm. að
grunnfleti á einni og hálfri hæð, efri hæð port-
byggð eins og kallað er á fagmáli, þannig að það
er hægt að nýta allan gólfflöt efri hæðar.
Á þaki er bárujárn með hefðbundnum hætti
en á hliðarveggjum er báran liggjandi. Gaflarnir
eru með standandi furuklæðningu. Bæði hlið-
arveggir og þak eru bogamynduð en gaflar með
hefðbundnum hætti. Þorsteinn Þórarinsson
byggingarverktaki annast byggingu hússins.
„Faðir minni átti fyrstu gróðrarstöðina á
staðnum í landi Stóra-Fljóts. Því var ég þarna
sem krakki og tengist þessu umhverfi frá þeim
tíma,“ segir Geirharður.
„Staðsetning hússins er valin með það fyrir
augum að ná sem mestu útsýni en vera jafn-
framt að einhverju leyti til hlés í landinu.
Form hússins þróaðist út frá annars vegar
óskinni um að skapa þægilegt íverurými og hins
vegar með þeim ásetningi að mýkja útlínur
hússins gagnvart landinu.“
Byrjað var á sökklinum í fyrrasumar og það
eru komnir allir innveggir, hreinlætis- og eldhús-
tæki. „Ég fer að gista í húsinu eins fljótt og ég
get og taka á móti kunningjum, en endanlegur
flutningur getur farið eftir ýmsum kring-
umstæðum,“ segir Geirharður.
„Þetta er í meðallagi dýrt hús og bogadregna
formið gerir það ekki umtalsvert dýrara en ella,
en það krefst meiri aðgæzlu í verkferlinu fyrir
smiðina.
Útsýni er næstum því allan hringinn. Esjan
og Lyngdalsheiði sjást í vestri, í norðri Jarl-
hettur og Bláfell og í austur Hreppafjöll og
Hekla.“
Nýstárlegt húsform í útjaðri Reykholts
Geirharður Þorsteinsson arkitekt og Þorsteinn
Þórarinsson byggingarverktaki fyrir framan húsið.
Þetta er timburhús á steyptum sökkli, 70 ferm. að grunnfleti á einni og hálfri hæð. Bæði hliðarveggir og þak eru bogamynduð. Á þaki er bárujárn með hefð-
bundnum hætti en á hliðarveggjum er báran liggjandi. Gaflarnir eru með standandi furuklæðningu.