Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 12
Spennumyndir á malbikinu Myndir um hraðskreiða bíla og harðsnúna öku- þóra halda gamalgrón- um vinsældum E NDURGERÐ The Ital- ian Job (’69) er vænt- anleg í sumar og um helgina hófust sýningar á Of fljót, of fífldjörf (2 Fast 2 Furious), framhald inn- antómrar en feykivinsællar kapp- akstursmyndar frá síðasta ári þar sem magnaðar spyrnusenur og geggjaðir eltingarleikir drógu að sér unga bíógesti um allan heim. Horfin eru á braut átta gata trylli- tækin sem settu mark sitt á slíkar myndir upp úr miðri, síðustu öld. Ekki frítt við að maður sakni tröllslegra en rennilegra bens- ínhákanna með öllu sínu króm- glingri; og dimmu raustarinnar sem urraði á mann Detroit, USA! Þetta voru ógleymanlegir tímar amerísku kagganna og rúntsins í miðbænum sem meitlaði svip sinn á líf unglinganna í denn. Strák- arnir voru kenndir við ökutækin, stelpurnar við sílsabeyjur og ann- að í þeim dúr. Síðan var rúntinum lokað, fyrirbrigði sem kallað var „olíukreppa“ gekk frá kagganum, japönsk og evrópsk „grámygla“ tók völdin. Unglingarnir í dag geta fengið örlitla nasasjón af þessu ameríkaníseraða, róm- antíska skeiði í myndum á borð við Amerískt veggjakrot (Americ- an Graffiti). Annar, minnisstæður glæfra- akstur var í Þrumuvegi (Thunder Road), þar sem Robert Mitchum leikur hetju úr Kóreustríðinu. Ný- heimtur úr helju tekur hann upp iðngrein feðra sinna, landabrugg í fjallendi Kentuckyfylkis. Jaxlinn fer létt með að snúa lögguna af sér á sérútbúnum Lettanum sínum á sveitavegum Suðurríkjanna. Auk- inheldur syngur Mitchum tit- illagið (sem hljómar enn í koll- inum), gott ef þessi magnaði leikari kom því ekki á topp 10. BOND OG BULLITT Breski ofurspæjarinn hressti heldur betur upp á bíómenn- inguna við upphaf sjöunda áratug- arins. Fyrsti, umtalsverði glæfra- aksturinn er að finna í Goldfinger (’65), síðan eru slík atriði nánast fastur liður í þessum vinsælasta bálki kvikmyndasögunnar. Allar götur til Die Another Day (’02), en okkar eigið Jökulsárlón er einmitt bakgrunnur aðal bílaeltingarleiks myndarinnar. 1966 var leikstjórinn John Frankenheimer á hápunkti ferils síns og Grand Prix var vissulega mikilfengleg mynd þar sem öku- þórar Formula 1 geysast um göt- ur Mónakó og víðar. Svífast einsk- is á brautinni og í bólinu. Við sögu koma James Garner, Yves Mont- and og Toshiro Mifune. Sem sagt stór og alþjóðleg mynd, plöguð af „multi screen“-brellum sem þóttu nauðsynlegar á síðari hluta 7. ára- tugarins. Myndin verður undirrit- uðum jafnan minnisstæð þar sem hann lenti í sínum fyrsta árekstri nýkominn út af sýningunni og fannst hann svífa í lausu lofti á mörkum áhrifa hvíta tjaldsins og veruleikans uns Volkswagenpútan skall með eftirminnilegum og mjög jarðbundnum hætti á hjól- unum eftir svifflug yfir umferð- areyju á Hringbrautinni. Myndin sem átti eftir að setja allt á annan endann og hrinda af stað flóði bílamynda er Bullitt, tímamótaverk frá 1968. Steve McQueen leikur aðalhlutverkið en auk þess framleiddi hann mynd- ina og átti hugmyndina að því að fá Peter Yates, þá óþekktan, breskan leikstjóra, til að stýra myndinni. Í stuttu máli gerðu þeir félagar brattar og hæðóttar göt- urnar í San Fransisco víðfrægar og Ford Mustang ’67 að sígildu tryllitæki í einstakri afþreying- armynd. BLÓMASKEIÐIÐ 1970—’80 Sjöundi áratugurinn byrjaði með miklum látum í malbiksgeir- anum. 1971 var frumsýnd Ósk- arsverðlaunamyndin Franska sambandið (The French Connect- ion), sem er líkt og Bullitt, tíma- mótaverk sem er eftirapað enn þann dag í dag. Gene Hackman, Fernando Rey og Roy Scheider fara með aðalhlutverk í sannkall- aðri kvikmyndaperlu, prýddri frumlegum eltingarleikjum af öll- um stærðum og gerðum. Minna hefur verið látið með Vanishing Point, sem gerð var sama ár. Þó er hún einhver besta mynd sinnar gerðar, ótúlega vel heppnuð af- þreying um mann sem tekur að sér að koma upptjúnuðum Dodge Challenger ’70 frá Kólóradó til Kaliforníu. Í eðli sínu B-mynd, gerð af Richard Sarafian með Barry Newman í aðalhlutverkinu, hvorugur náði lengra. En myndin þeirra er fyrir löngu sígild með frábærum atriðum, ekki síst óvæntum og nýstárlegum end- inum (sem Ridley Scott end- urnýtti í Thelmu og Louise ’90). Áttundi áratugurinn er blóma- skeið bílamyndanna, til viðbótar kemur Amerískt veggjakrot (’73), enn eitt klassastykkið, til sög- unnar. Kom George Lucas á kort- ið og heilum tug óþekktra leikara sem áttu eftir að gera garðinn frægan. Duel (’72), segir af með- aljóni á sínum meðalvagni sem lendir í því ótæti að espa á sig óþekktan vörubílstjóra sem reynir að koma honum út af veginum á sínu 14 hjóla ferlíki. Myndin gerði mikið úr litlu og vakti athygli á ungum og efnilegum leikstjóra, Steven Spielberg að nafni. Mynd Johns Dahl, Joy Ride (’01), á henni mikið að þakka.Þá er ógetið klassíkurinnar The Getaway meistara Sams Peckinpah. Aftur kemur Steve McQueen við sögu, í hlutverki smábófa sem leiddur er í gildru og á hjólum sínum fjör að launa í mynd sem er ætíð jafn spennandi á að horfa. Forðist eft- irlíkinguna frá 1994! Annað uppáhald á þessum bæ er B-myndin The Last American Hero (73), vel gerð og spennandi mynd um landabruggara sem ger- ist bílasmiður og kappakst- urshetja. Jeff Bridges leikur kappann af alkunnum þokka. Meira af góðum B-ökumyndum: Two Lane Blacktop (’73) er besta leikstjórnarverk tökustjórans Monte Hellman, sem fékk til liðs við sig höfðingjann Warren Oates og söngvarann James Taylor, sem leikur bjartsýnan ökuþór sem keppir á Chevrolet ’55 um Banda- ríkin þver og endilöng. Þessi mynd er tær snilld – í minning- unni a.m.k. Dirty Mary and Crazy Larry er enn ein hugljúf B-myndin frá þessum gósentímum tryllitækja á tjaldinu. Peter Fonda og Susan George eru sannarlega minn- isstætt par sem keppa á bílgarmi sem tjaslað er saman milli þol- raunanna af Adam Roarkeeinum margra, hálfgleymdra skapgerð- arleikara 8. áratugarins. Jack Starrett var á þessum tíma einn fremsti B-myndasmiður Hollywood og gerði m.a. Race With the Devil (’78), einstaklega óhugnanlega kappakstursmynd Bráðna barðar, brennur malbik! „Kjúklingaatriðið“ fræga í Syndum feðranna — Rebel Without a Cause (’55) — vakti Sæbjörn Valdimars- son til meðvitundar um æsileik kappakstursatriða og töfraljóma tryllitækja á hvíta tjaldinu. Hálfri öld síð- ar hafa vinsældir slíkra mynda lítið dalað. Reuters Stjörnur og tryllitæki bílamyndarinnar Of fljót of fífldjörf, sem er frumsýnd um helgina. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þessi gljáfægði Ford gladdi augað á „rúntinum“, líkt og í dag. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Undir stýri: Draumastaður unglinga á öllum aldri.  Framleiðendur tölvuteiknimyndarinnar (CGI) Ís- aldar eru komnir í gang með næsta viðfangsefni, sem bera mun nafnið Vélmenni (Robots). Lowell Ganz og Babaloo Mandel skrifa handritið, Chris Wedge mun annast leikstjórnina á nýjan leik og leikara- eða öllu frekar raddavalið er sannarlega til- komumikið. Ewan McGregor mun talsetja að- alpersónuna, uppfinningamanninn Rodney Copper- bottom, sem verður ástfanginn af vélmenninu Cappy (Halle Berry). Allt er hægt í kvikmyndum! Aðrar raddir koma úr frægum börkum Mels Brooks, Dianne Wiest, Stanleys Tuccis, Dans Hedeya, Jims Broadbents og Pauls Giamattis, svo nokkrir séu nefndir. Ísöld var ein vinsælasta mynd síðasta árs en Vélmennin er ekki væntanleg fyrr en á páskum 2005. Ísaldarmenn snúa sér að framtíðinni  Meira af kvikmyndum sem verða frumsýndar 2005: Tökur eiga að hefjast á nýrri mynd um hattprýddu hetjuna Ind- iana Jones í ágúst. Víst er að fjölmargir aðdá- endur bíða með óþreyju fjórða kaflans, þar Harri- son Ford verður á sínum stað í aðalhlutverkinu. Eins hefur verið gengið frá ráðningu Seans Connerys og Karen All- en og Kate Capshaw verða á meðal aðalleik- enda. Frank Darabont (The Green Mile, The Shawshank Redemp- tion) ritar handritið en Steven Spielberg framleiðir og leikstýrir að venju. Indiana snýr aftur Harrison Ford  Téa Leoni er ein örfárra leikkvenna í kvikmynda- iðnaðinum sem geta hugsanlega náð varanlegri fótfestu á hálum klöppum Hollywoodborgar. Þessi hæfileikaríka leikkona lék síðast á móti Al Pacino í Fólki sem ég þekki – People I Know; Kim Basinger og Ryan O’Neal. Þá fer hún með aðalhlutverkið í Hollywood endi, nýjustu mynd Woodys Allens og er væntanleg í íslensk kvikmyndahús á næstu vik- um. Þessa dagana er Leoni að undirbúa sig fyrir tökur Miss Captivity, sem fjallar um óvenjulegt efni: Fegurðarsamkeppni í illræmdu fangelsi í Texas. Eins og flest sem er frumlegt í kvikmyndaheiminum er hugmyndin fengin úr veruleikanum, nánar til- tekið vafasamri keppni sem haldin var í Litháen fyr- ir nokkru á vegum „raunveruleikasjónvarps“- manna. Leoni á leiðinni í grjótið  Sir Ridley Scott, sem var aðlaður um síðustu áramót, er aðalbakhjarlinn að nýrri mynd um Tristan og Ísold, sem tekin verður í Prag í sumar og haust. Það er Scott Free, kvikmyndagerð- arfyrirtæki Sir Ridleys sem framleiðir myndina en Kevin Reynolds kemur til með að sjá um leikstjórn- ina. Eftir hann liggja m.a. hin undarlega Waterworld og Greifinn af Monte Christo. Myndin er byggð á miðaldasögninni um ástarþríhyrninginn fræga sem hefur áður verið kvikmyndaður í nokkur skipti og var að auki yrkisefni tónskáldsins Richards Wagn- er. James Franco, sem leikur Harry Osborn í Kóngulóarmanninum, mun fara með hlutverk Tristans. Sir Ridley, Tristan og Ísold Sir Ridley Scott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.