Morgunblaðið - 02.07.2003, Page 5

Morgunblaðið - 02.07.2003, Page 5
hljómtækin, sem eru með geislaspil- ara og átta diska geymsluhólfi, og þar eru einnig rofar fyrir skriðstill- inguna sem er með fjarlægðarskynj- ara. Þetta er þægilegur búnaður sem virkar þannig að ökumaður velur sér hraða. Þegar bíllinn nálgast síðan annan bíl á undan sem er á minni hraða hægir skriðstillingin sjálf- krafa á bílnum til samræmis við þann sem er á undan og heldur ávallt ákveðinni fjarlægð milli bílanna. Aukist hraði bílsins á undan sér skriðstillingin um að hraða bílnum aftur upp í hinn valda hraða. Fjar- lægðarskynjarinn gefur auk þess hljóð- og ljósmerki í mælaborðinu þegar verið er að leggja bílnum í stæði og annar slíkur skynjari er í afturstuðara. Sætin í Phaeton eru sérkapítuli. Þægindin eru algjör og stillingar- möguleikar margir. Á langkeyrslu er þægilegt að lengja í setunni eða setja af stað mjóbaksnudd en auk þess umlykja sætin líkamann og halda honum skorðuðum í akstri. Hnak- kapúðarnir í aftursætunum eru með rafstýringu þannig að farþegar þar finna nákvæmlega þá stillingu á þeim sem hentar þeim. Phaeton er með hljóðlátustu bílum sem undirritaður hefur ekið. Þegar lykillinn hefur verið lagður frá sér í eitthvert hólfið er þrýst á ræsi- hnappinn og það rétt heyrist murr í tólf strokka orkubúntinu. Síðan heyrist ekki meira í henni nema ekið sé með valskiptingunni á háum snún- ingi. Vega- og vindhljóð heyrist alls ekki. Bíllinn flýtur yfir ójöfnur og akstursþægindin standast saman- burð við bestu bíla í þessum flokki. Phaeton er eini bíllinn í lúxusbíla- flokknum með tólf strokka vél og fjórhjóladrifskerfi. Í raun er þarna um að ræða tvær V-6 vélar sem eru soðnar saman með slagrými upp á sex lítra. Þaðan kemur líka W-lög- unin á vélinni. VW státar af því að framleiða fyrirferðarminnstu tólf strokka vél í heimi. Hljóðlát aflaukning BMW býður alls ekki fjórhjóla- drifskerfi í 7-línunni og Mercedes Benz einungis með V8-vélinni. Upp- takið í Phaeton er í einu orði sagt skuggalegt. Maður þrýstist aftur í sætinu og hröðunin á sér engu að síð- ur stað á undarlegan hljóðlátan hátt. Þetta er samt ekki mesta hröðun í fólksbíl sem undirritaður hefur upp- lifað – hún er umtalsvert meiri í Porsche Cayenne Turbo og auðvitað 911 Turbo – en miðað við stærð og þyngd bílsins er hún meiri en menn eiga yfirleitt að venjast. Það er þó engan veginn hægt að líkja akstri á Phaeton saman við sportbílana frá Porsche – Phaeton er í allt öðrum er- indagjörðum og á að höfða til þeirra sem vilja ferðast um í sem allra mestum þægindum. Þarna er mýktin aðalatriðið en sportlegir taktar í aksturseiginleikum eru síður til staðar. Bíllinn er á 18 tommu hjólum og með eitthvert magnaðasta bremsu- kerfi sem undirritaður hefur upplif- að. Að framan eru 365 mm stórir bremsudiskar og 335 mm að aftan og kæling er á öllum diskum. Auðvitað er þarna líka að finna rafeindabúnað eins og ABS, EPDB og auk þess er spólvörn og stöðugleikastýring stað- albúnaður í bílnum. Hvað kosta svo herlegheitin? Ell- efu komma sjö milljónir króna, skráning innifalin. Skjár fyrir miðstöð og loftkælingu aftursætisfarþega. W12-vél VW er sú fyrirferðarminnsta. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 B 5 bílar Hægt er að stilla fjöðrunina á fjóra mismunandi vegu. gugu@mbl.is ÞAÐ stóð mikið til á kvartmílu- brautinni í Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag þar sem fram átti að fara keppni. Þegar til kom var keppninni frestað en engu að síður voru vélar þandar og brautin brun- uð í tímatöku eins og myndir Sverris Vilhelmssonar bera með sér. Keppninni sem átti að fara fram sl. sunnudag hefur verið frestað til 26. júlí en næsta keppni fer fram 12. júlí nk. Morgunblaðið/Sverrir Ingólfur Arnarson var vitaskuld mættur í bláu grindinni sinni. Á kvartmílu- brautinni Einn af öflugri bílunum í kvartmílunni, Volvo-kryppa. Kryppan er með titaníum-grind sem yfirbyggingin er hengd utan á. Áhuginn leynir sér ekki þegar kíkt er undir vélarhlífina. Þórður Tómasson tók æfingu á Kryppunni. Hann hefur sjálfur flutt inn langöflugasta keppnisbíl landsins, Promo Camaro, sem líklega verður í kringum 1.500 hestöfl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.