Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM 1.100 manns verða með lög-heimili við Kára-hnjúka vegna fram-kvæmda við Kára-hnjúka-virkjun. Þjóðskrá hefur veitt ítalska verktaka-fyrirtækinu Impregilo heimild til að skrá lög-heimili starfs-manna í þorpum sem eru að myndast við Kára-hnjúka vegna framkvæmdanna. Á þetta við um þá starfs-menn sem dvelja í vinnu-búðum í hálft ár eða lengur. Reist verða fjögur megin-þorp við Kára-hnjúka. Það stærsta verður við Kárahnjúka-stíflu og hefur hlotið heitið Laugarás. Búðir við aðkomu-göng eitt fá heitið Teigsbjarg, við aðkomugöng tvö heita þær Öxará og búðir við aðkomu-göng þrjú skulu heita Tunga. Reiknað er með að um 700 íbúar verði í Laugarási, um 200 í Tungu, um 100 í Öxará og álíka margir íbúar á Teigsbjargi. Í lögum um lög-heimili segir að menn geti ekki skráð lög-heimili í vinnu-búðum. Það þurfti því frávik frá þeim lögum sem þjóðskrá féllst á. Var þetta gert að tilmælum sveitar-félaganna á grundvelli tillagna frá Impregilo. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Starfs-kröftum á eftir að fjölga til muna við Kárahnjúka. Um 1.100 manns með lögheimili við Kára-hnjúka Netfang: auefni@mbl.is SYNIR Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, voru felldir í sex klukkustunda skot-bardaga á þriðjudag. Bræðurnir, Qusay og Uday, féllu í árás um 200 bandarískra sérsveitar-manna, sem réðust gegn þeim í húsi í borginni Mosul í Norður-Írak. Vonast var til að með dauða bræðranna myndi draga úr árásum á bandaríska hermenn í Írak. Þess sjást þó engin merki enn. Talið er að eigandi hússins og frændi þeirra bræðra hafi sagt til þeirra. En Bandaríkja-stjórn hafði lagt mikið fé til höfuðs þeim. Ekkert var til sparað í árásinni og beittu sérsveitirnar alls konar vopnum. Þegar átökunum lauk höfðu fjórir menn fallið. Bræðurnir tveir, 14 ára gamall sonur Qusays og lífvörður þeirra. Flestir Írakar hafa fagnað fréttinni um dauða bræðranna. Þeir voru orðlagðir fyrir grimmd og miskunnarleysi. Tannlækna-skýrslur hafa þegar verið notaðar til að sanna að líkin séu af þeim Qusay og Uday. Sumir efast þó enn og segir Donald Rumsfeld, varnarmála-ráðherra Bandaríkjanna, að líkin verði sýnd fljótlega. Þá þurfi enginn að efast lengur um að bræðurnir séu látnir. Talsmenn Breta og Bandaríkjamanna vonast til að fréttirnar dragi máttinn úr stuðnings-mönnum stjórnar Saddams. Aðrir eru þó efins og benda á að andstaðan gegn hernáms-liðinu í Írak sé af margvíslegum toga. Ekki sé aðeins um að ræða stuðnings-menn Saddams. Reuters Írakar lesa fréttir af láti sona Saddams Hussein, fyrrum forseta Íraks. Synir Saddams fallnir ALÞJÓÐA-LEIKAR þroska-hamlaðra fóru fram í borginni Dublin á Írlandi í lok júní. Meðal íslenskra keppenda þar voru þau Áslaug Hrönn Reynisdóttir, Kristján Magnús Karlsson og Gyða Karen Guðmundsdóttir sem kepptu í handbolta. Á Írlandi var mikill áhugi fyrir íþrótta-leikunum og fylgdist írska þjóðin vandlega með. Meðal þeirra sem fylgdust með leikunum voru kvikmynda-leikarinn Arnold Schwarzenegger. En hann leikur einmitt í kvikmyndunum um Tortímandann. Þá var hnefaleika-kappinn Muhammad Ali einnig meðal áhorfenda, en hann er einn af frægustu boxurum sögunnar. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og kona hans, Dorrit Moussaieff, fylgdust líka með leikunum og skemmtu sér með íslensku keppendunum. Í einum handbolta-leiknum hjálpaði Ólafur Ragnar meira að segja til og stjórnaði því hver fór inn á og hver út af. Leikurinn gekk ágætlega og stóðu íslensku keppendurnir sig vel. Alþjóða-leikar þroska-hamlaðra snúast þó ekki um að stökkva lengst, hlaupa hraðast eða skora flest mörk. Heldur er aðalatriðið að hafa gaman af íþróttunum og skemmta sér með vinum sínum. Ljósmynd/Stefán Lárus Stefánsson Dorrit Moussaieff, forsetafrú, ásamt tveimur keppendum á alþjóða-leikum þroska-hamlaðra. Forsetinn hjálpaði til ÍSLENSKIR sund-menn hafa sett fimm Íslands-met á heimsmeistara-mótinu í sundi. En mótið stendur nú yfir í Barcelona á Spáni. Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi hefur sett tvö met. Þá hafa þau Lára Hrund Bjargardóttir, SH, Örn Arnarson, ÍBR og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, sett eitt met hver. Jakob Jóhann bætti met sín í 100 m og 200 m bringu-sundi. Hann synti 100 m á 1.03,11 mín. og síðan 200 m á 2.15,20 mín. Jakob Jóhann komst í undan-úrslit og hafnaði í 16. sæti. Lára Hrund stórbætti met sitt í 200 m fjór-sundi er hún synti á 2.20,35 mín., en gamla met hennar var 2.22,45 mín. Kolbrún Ýr bætti met sitt í 100 m skrið-sundi er hún kom í mark á 57,94 sek. Örn bætti met sitt í 100 m skrið-sundi er hann synti á 50,59 sek. Örn náði sér ekki á strik í 100 m bak-sundi. Hann komst þó í undan-úrslit og hafnaði í 14. sæti. Eftir frammistöðu sína í Barcelona hafa þær Lára Hrund og Íris Edda Heimisdóttir, ÍBR, tryggt sér rétt til að keppa á Ólympíu-leikunum í Aþenu 2004. Áður höfðu þrír sund-menn tryggt sér farseðilinn á Ólympíu-leikana í Aþenu. En það voru þau Örn, Jakob Jóhann og Kolbrún Ýr. Jakob Jó- hann með tvö met í Barcelona Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jakob Jóhann Sveinsson á ferðinni í 200 metra bringusundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.